Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 4. desember 1981_JlGlQSrfDOSturífirL. Merkisrit um ís/endingasögur M.I. Steblin-Kamenskij: Heimur tslendingasagna. — Helgi Haraldsson þýddi. — Ið- unn 1981, Á frummáli: Mir sagi, 1971. Fyrir fáum árum kynntist ég þessu riti hins ágæta rússneska visindamanns, þá i enskri þýð- ingu. Það er best að segja hverja sögu eins og hún gengur og sannleikurinn er i þessu efni sá að mér þótti ekki mikið til koma. Sumpart var það liklega af þörf á að vera á öndverðum meiði við lærdómsmenn mikla, sumpart vegna þess að ég áttaði mig alls ekki á öllum hliðum þessa verks á erlendu máli. En nú hefur þýðing Helga Haralds- sonar loksins verið gefin út (eft- ir hrakninga milli forlaga, svei, svei) og leitt mig i allan sann- leika: Það var sannarlega tima- bært að Mir sagi kæmi út handa þeirri þjóð til lestrar sem ein ætti að bera almennilegt skyn- bragð á Islenskar fornbók- menntir, en virðist stundum ekki alveg sjálfrátt I þvi efni. Skal forlagi og þýðanda þvi goldin heil þökk strax i upphafi. 1 bókmenntakönnun takast oft á tvær stefnur ef litið er á við- horf til bókmennta og bók- menntasögu. önnur stefnan er söguleg, leggur áherslu á að við verðum að skilja hvert verk i samræmi við samtlð þess, hin er samtimaleg og segir að inn i hugarheimfornmanna komumsl við hvort eð er ekki og þvi verði bókmenntalegt gildi fornrita eingöngu háð þvi hvort þau höfði til lesenda hér og nú, án tillits til sögu og sagnfræðiskiln- ings. Steblin-Kamenskij dregur enga dul á að hann aðhyllist fyrra viðhorfið (það mun reynd- ar hafa verið það sem ég hafði á móti þessu riti áöur), en hann er enginn öfgamaður i þvi tilliti og hefur uppi harða gagnrýni á textafræði á villugötum. Heimur Islendingasagna skiptist i sjö kafla misalvarlega og skal hér engin tilraun gerð til að rekja efni þeirra, þar verða menn að leita til bókarinnar.Að- eins verður látið nægja að drepa á þrjú atriði sem ég tel mikil- vægust og mættu verða til þess að breyta verulega umfjöllun okkar um Islendingasögur ef við tækjum þau gild. 1 kafla sem ber heitið Hvað er sannleikur? fjallar höfundur um sannfræði Islendingasagna og bendir þar á atriði sem raunar er eins og Kolumbusaregg þeg- ar búið er að benda á það: Nú- timamenn, segir höfundur, gera greinarmun á tvennskonar sannleik, sögulegum sannleik (= það sem er satt) og listræn- um sannleik (t.d. i skáldsögu). Megnið af fánýtum orðaskiptum um sannleiksgildi Islendinga- sagnanna stafar af þvi að menn gera sér ekki ljóst að fornmenn gerðu ekki þennan greinarmun. Fyrir þeim var allur sannleikur það sem Steblin-Kamenskij kallar „einþættan sannleik”. Og einþættur sannleikur er ekki millistig milli hinna gerðanna tveggja, hann kemur einfald- lega I staðinn fyrir báðar. „Sá sem flutti einþættan sannleik um fortiöina leitaðist bæði við að skýra rétt frá og endurskapa fortiðina i allri sinni lifandi heild. En þar með varð þetta ekki aðeins sannleikur i eigin- legri merkingu, heldur og iist, eða órofa eining þess sem ér ósamrýmanlegt I huga manna nú á dögum. Einþættur sann- leikur er okkur að eilifu glatað- ur.” (Bls. 19—20) Mig grunar að skilningur á þessu gæti opnað augu margra fyrir þvi að deilur um satt og logið eru reyndar fyrst og fremst til marks um lit- inn skilning þeirra sem deila. Kafli með yfirskriftinni Hvað er form og hvað er inntak?kann að meiða tilfinningalif þeirra sem mesta áherslu leggja á að ekki verði greint milli forms og efnis, en þó hygg ég margt sé rétt sagt þar. Það er niðurstað- an að þeir fáu höfundar sem við á annað borð kunnum að nefna (t.d. dróttkvæðaskáld) hafi að- eins litið á sig sem „höfunda formsins” ekki söguefnisins eða yrkisefnisins. Þótt fyrirsögn eins og „Hvað er gott og hvað er illt?” gefi manni máski hugmynd um að þar fari „leiður predikari”, er fjarri þvi. Hins vegar eru ábendingar Steblin-Kamenskij um þetta efni býsna mikilvægar til skilnings á fortiðinni, ekki sist gætu þeir margt lært af hon- um sem taka siðferðilega af- stöðu gegn forfeðrum okkar vegna vigaferla þeirra. Steblin-Kamenskij bendir nefni- lega á mikilvægt atriði: Það var skylda hvers manns að hefna, það var gert að yfirveguðu ráði og hreint ekki i neinu æðiskasti. Menn svivirtu aldrei lik fjand- manna, beittu þá ekki pynding- um: „Pyndinga er fyrst getið i konungasögum, Noregskonung- ar notuðu þær til að fullvissa heiðingja um sannindi kristins dóms.” (Bls. 80). — Þetta var þjóöfélag sjálftektarinnar: „Við tilkomu rikisstofnana vék hefndin, sjálftektin, fyrir refs- ingakerfi rikisins. óvinurinn breyttist i glæpamann.” (84). Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú atriði sem hvert um sig varðar miklu. Á fleira er ekki ástæða til að drepa. Menn eiga að lesa þesa bók og telji þeir sig bæra til að tala um Islendinga- sögur ber þeim beinlinis skylda til að lesa hana. Þessvegna er útkoma hennar bæði þarft og gott verk. Um þýðingu Helga Haraldssonar er ég að sjálf- sögðu ekki dómbær nema hvað hún er læsileg og jafnan mjög skýr og skilmerkileg. HÐ Strákar og steipur Magnea J. Matthiasdóttir: SÆTIR STRAKAR. Skáldsaga. Iðunn, Rvik 1981. Allt frá þvi maður fór að hlakka til jólanna hefur reynsl- an sýnt að það er býsna var- hugavert. Það sem maður hefur hlakkað mest til reynist sjaldan jafnágætt og til var ætlast. — Frá þvi ég las fyrstu bók Magneu Matthiasdóttur hef ég hlakkað til að sjá hina næstu, sjá hana gerast fullburða rithöf- und af þvi tagi sem Hægara pælt en kýlt (1978) gaf fyrirheit um. Göturæsiskandidatar (1979) var ekki sú bók, og þvi miður ekki heldur nýjasta bókin, Sætir strákar. Þó held ég sé hægt að vera vonbetri núna en i hitteð- fyrra: Sætir strákar er að ýmsu leyti mun betur unnið verk en Kandidatarnir. Einkum hefur persónusköpun oröið sannferð- ugri, sérstaklega þegar I hlut eiga utangarðsmenn (t.d. homminn eða Niðurrifsmaður- inn). Á hinn bóginn er augljóst að á þvi sviði lætur Magneu miklu betur aö lýsa þeim sem hún hefur samúð með en hinum sem hún horfir á gagnrýnum augum. Þeim hættir til að verða „bara vitlausir” eða „bara leið- inlegir”. Það væri fráleitur greiði við væntanlega lesendur að fara að segja frá efni þessarar bókar I smáatriðum. Þess skal aðeins getið að þar gerast hinir æsileg- ustu atburöir eins og uppreisn Gí-ænu handarinnar með til- heyrandi mannránum — að visu I blessunarlega islenskum stil (ráðherranum er einfaldlega haldið uppi á fyllirii allan tim- ann). Þar er ekki skirrst við að láta nýliðna atburði sögunnar skoppa inn á siður bókarinnar (t.d. kemur útitafl borgar- stjórnar talsvert við sögu). Þar gerast lika skringilegir atburðir jafnt I einkalifi manna sem op- inberu lifi. Allt finnst mér þetta góðra gjalda vert og dreg enga dul á að mér þykir meira gaman að lesa bækur þar sem eitthvað gerist en hinar þar sem allt er ■ samfellt koppalogn. En ég held bæði Magnea og aðrir ungir höf- undar okkar verði lika að gera sér ljóst að gott skáldverk krefst tima og yfirlegu — þeim mun meiri sem það á að verða betra. Auðvitað þarf lika æfingu og æf- ingin vex væntanlega með hverju verki, en fái timinn ekki að vera með i verkum mun is- lenskur bókamarkaður halda áfram að kaffærast af miðl- ungsgóðum skáldverkum sem liklega falla flest snemma i gleymsku. Og nú þætti mér liklegt að rit- höfundur sem kynni að lesa þetta segi sem svo: „Það er aldrei hann þykist hafa efni á að gera sig breiðan, eins og allir rithöfundar viti þetta ekki? En hvað ætli við verðum ekki að lifa eins og annað fólk? Hann getur trútt um talað, maður i föstu starfi og svo framvegis”. Og ég veit mætavel að þetta er rétt. Baráttan um brauðið sniðgeng- ur rithöfundana ekki og það er ekki nema á færi örfárra stór- snillinga að skila frá sér bók á ári svo nokkur mynd sé á. En samt er þetta vandinn sem verður að leysa. Á einhvern hátt verðum við að geta búið efnileg- um rithöfundum — eins og t.d. Magneu Matthfasdóttur — þess- konar aðstæður að þeir geti sinnt skáldverkum sinum og veitt þeim þann tima sem þeir þurfa. Annars er hætt við að út- koman verði i besta falli skemmtileg vitleysa þar sem Magnea — góð söguefni og snjallar hugmyndir stinga upp kolli svo að segja á hverri siðu Sætra stráka, en úr þeim verður ekki það sem efni standa tii, segir Heimir m.a. I umsögn sinni. tækifærin til eftirminnilegra bókmennta glatast jafnóðum og þau láta á sér kræla. Nú mætti vera að einhver tæki þessi orð sem sérstakan reiði- lestur yfir Sætum strákum, en þvi fer fjarri að sú hugsun liggi hér að baki. Ég er bara að lýsa áhyggjum 0g dálitlum von- brigðum. Þvi mér finnst góð söguefni og snjallar hugmyndir stinga upp kolli svo að segja á hverri siðu þessarar bókar. En mér finnst ekki verða úr þeim það sem efni standa til. Þannig er um sjálfa myndina af karl- mannasamfélaginu sem Magnea býr til, þannig er um lýsingu náttúruverndarmann- anna, svipmyndirnar af vinnu- stað aðalpersónunnar o.s.frv. Alls staðar vantar herslumun til að úr verði það verk sem ég hafði vonast eftir og það verk sem ég er handviss um núna að Magnea á eftir að skrifa. Það er ástæðan fyrir umkvörtunum af þessum toga. Frá hendi útgáfunnar er fag- urlega til þessarar bókar vand- að og ber að þakka það. Pappir er vandaðri en við eigum að venjast I subbuskap siðustu ára, band er fallegt og bókbandsefni notalegt i hendi — og það sem ekki skiptir minnstu: leturflötur er þægiíegur. Allt eru þetta atr- iði sem islensk bókagerð van- rækir of oft. — HP Endurminningar amatörs Gaman að lifa. Minningarbrot úr ævi leikstjór- ans, leikarans og söngvarans Jóhanns ögmundssonar. Erlingur Daviðsson skráði. Bókaútgáfan Skjaldborg, Akur- eyri. Jóhann ögmundsson er þekkt nafn I Islensku áhugamanna- leikhúsi. Hann var um árabil leikariog leikstjóri á Akureyri, setti einnig á svið með áhuga- mönnum viða um land, auk þess sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstöðum, var t.d. for- maður Leikfélags Akureyrar og um tima formaður Bandalags islenskra leikfe’laga. Ég þekki harla lltið til verka hans á þessu sviði og get þvi fátt sagt um hannsem listamann, en þó rifj- aðist upp fyrir mér við lestur endurminninga hans vel gerð sýning á Hart i bak sem hann setti upp meðDalvikingum fyrir nokkrum árum og var sýnd hér I Iðnó. Þá minntist ég hans einnig i litlu hlutverki i mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Vandarhöggi. Jóhann ögmundsson myndi raunar sjálfur hafna þvi ein- dregið aö vera settur á bekk með listamönnum. I endur- minningum sinum marglýsir hann þvi yfir að hann sé enginn listamaður og gerir jafnframt góðlátlegt grin að þeim lista- mannshorka sem honum finnst einum of áberandi i islenskum menningarheimi. Einkum eru það leikarar og leikhúsmenn sem Jóhann sneiðir að og þó að allt sé sagt af mestu prúð- mennsku er ekki laust við að andi nokkuð köldu i garð þeirra sem vilja lifa á leiklistinni. Sjálfur er Jóhann augsýnilega amatör i bestu merkingu þess orðs, einlægur unnandi listar- innar, — en mönnum til fróð- leiks skal þess getið að orðiö amatör er komið af latnesku sögninni amó sem þýðir að elska. Hógværö og litillæti ein- kenna alla frásögn hans af leik- listarferli sinum og þar vottar hvergi fyrir blessuðu karla- grobbinu, sem Jóhann virðist gjörsamlega laus við. Miklu fremur finnst manni hann helst- til sagnafár um öll þau mál og kann þar að valda nokkru sá ásetningur sem hann skýrir frá i bókarlok „að særa sem fæsta og helstengan”. A.m.k. tekur hann þann kostinn að rifja fremur upp spaugileg atvik af láksvið- inu og spjalla almennt um list- ina en að skýra frá þvi sem mið- ur fór. Þvi fer fjarri að Gaman að lifa snúist einvörðungu um af- skipti Jóhanns ögmundssonar af leiklistinni. Bókin mun vera skrifuð eftir frásögn hans inn á segulband og siðan rituð af Er- Iingi Daviðssyni. Eins og undir- titill bókarinnar ber með sér er hún engin ævisaga i ströngustu merkingu þess orðs. Jóhann lætur gamminn geysa um liðna tið, rekur æviferil sinn i stórum dráttum, segir frá skemmtileg- um atvikum og mönnum, lýsir atvínnuháttum, mannlifi og menningu á þeim stöðum sem hann hefur dvalist á og fléttar inn i þetta allt saman ýmsum hugleiðingumumlifiðog listina. öll framsetning bókarinnar verður fyrir bragðið bæði frjáls- leg og persónuleg, en er þó á stundum með nokkuð losaraleg- um brag sem lesandinn getur vissulega látið fara i taugarnar á sér. Hitt er þó bæði auðveld- ara og notalegra að láta hnfast með af frásögn Jóhanns, þvi þó að söguefnin séu ekki ævinlega stórbrotin bætir Ijós og gaman- samur frásagnarmáti þau fylli- lega upp. Gaman aðlifa sýnir glögglega að sá sem segir frá er bæði bjartsýnn maður og að eðlisfari léttur I lund. Hann virðist fylh- lega sáttur við líf sitt og sam- ferðarmenn þegar hann litur um öxl. Þó fer ekki hjá þvi að ýmislegt inisjafnt hafi á dagana drifið. Um tvitugt veikist Jó- hann t.d. af berklum og þarf ekki að efa að sú reynsla hafi markað djúp spor. Að lokinni dvöl sinni á Kristneshæli flyst hann út I Flatey á Skjálfanda, þar sem hann býr I fjórtan ár, giftist og stofnar heimili. Siðar flyst hann til Akureyrar, þar sem hann fær vinnu hjá Kassa- gerð KEA og býr enn i dag, ásamt konu sinni. »--------------------------- Og þar tekur hann að helga sig bæði leiklistog söng af lifi og sál, en söngurinn á greinilega ekki siður hug hans en leiklistin. Augljóst er að Norðurland á djúp itök i honum, þó að sunn- lenskur sé hann að uppruna, fæddur I Hafnarfirði og alinn upp að hluta þar og iReykjavi'k. Þvi má ætla að minningabók hans eigieinkumerindi til Norð- lendinga eða þeirra sem eru vel kunnugir á þeim stöðum sem Jóhann hefur dvalist á. Frá- sagnarefnin eru að vonum oft og einatt svo staðbundin og persónulegs eðlis að þau höfða siður til þeirra sem litið þekkja til þar um slóðir. Þegar talið berst að leiklist- inni getur hins vegar sitthvað læðst út úr Jóhanni sem ýmsir hefðu gott af að lesa og hug- leiða. A fimmtiu ára löngum leikara-, leikstjóra- og söngv- araferli hefur hann vitaskuld kynnst ýmsu og hugsað margt og flest sem hann hefur um þau efni að segja er svo skynsam- legt að undir það má hiklaust taka .Þaðer helstaðmanni þyki hann nokkuö þröngsýnn þegar hann segir óbeinum orðum að rikjandi almannasmekkur eigi að vera æðsta leiðarljós leik- húss I verkefnavali og Iistræn- um vinnubrögðum (bls. 163—164). Þá gætir hann ekki að þvi að allur almenningur getur haft ýmsa fordóma, ekki sist gagnvart nýjungum, sem blinda hann á raunveruleg listræn verðmæti og þá ekki sist þau sem ka.nnski liggja ekki iaugum uppi. Áö öðru leyti einkennast þær skoöanir sem hann lætur i ljós af viðsýni og heilbrigðri skynsemi. Sérstaklega mættu menn þó gefa gaum aö þvi hversu glögga grein áhugamað- ur, sem vill ekki fyrir nokkra muni kalla sig listamann, gerir sér fyrir mikilvægi gagnrýninn- ar. Eins og nú er ástatt hlýtur maður að gleðjast innilega yfir þvi að til skuli vera leikhús- menn sem geta rætt þau mál án þess að fyllast af fýlu eða móð- ursýki. ,,I sambandi við listina, hverju nafni sem nefnist, skiptir miklu að gagnrýni sé vel af hendileyst”segirhann á einum stað og heldur áfram : „Leiklist- argagnrýni er ég kunnugastur og um öll leikhús gildir það, að hún er þeim lifsnauðsyn, hvort sem hægt er um hana að segja, að það verði að þola hana eða njóta hennar.” (bls. 171). Og á öðrum stað varar Jóhann við meðalmennskunni sem sé mikil I islensku leikhúsllfi, jafnt meö- al áhugafólks sem atvinnu- manna. Að sjálfsögðu lætur hann þá öðrum eftir að benda á sambandið milli þessarar með- almennsku og sjúklegrar við- kvæmni islenskra leikhúspáfa og leikarabrodda fýrir allri gagnrýninni umfjöllun. Sjálfur er Jóhann svo heill og óskiptur gagnvart list sinni að sálár- flækjur slikra manna hljóta að vera honum algerlega fram- andi. Enþóað Jóhann ögmundsson áliti sig ekki lista- A mann sýna minningabrot [Ta hans svo ekki verður [~ V um villst að hann hefur Tr

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.