Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 4. desember 1981 helgarpósturinn ^ýningarsalir Nýja galleriið, Laugavegi 12: Aljtaf eitthvað nýtt aö sjá. Opiö allla virka daga frá 14—18. Torfan: Nil stendur yfir sýning á ljós- myndum frá sýningum Alþýöu- leikhiissins sl. ár. Kirkjumunir: Sigrdn Jdnsddttir er meö batik- listaverk. Mokka: 01 ga von Leuchtenberg sýnir vatnslita- og oliumyndir. Gallerf Langbrók: Nti stendur yfir jdlasýning á verkum aöstandenda gallerisins og er opiö virka daga kl. 12—18. Listmunahúsið: Sölusýning á verkum eftir Gunnar Orn, Alfreö Fldka, Jdn Engilberts, Oskar Magnússon, Blómeyju Stefánsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Þ jóöminjasaf niö: Auk hins heföbundna er sýning á iækningatækjum 1 gegnum tiöina. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Opiö á þríöjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum frá klukkan 14 til 16. Ásgrímssafn: Opið samkvæmt umtali i sima 8 44 12 milli kl. 9 og 10. Listasafn Islands: 1 safninu er sýning á eigin verkum þess og sérsýning á port- rett myndum og brjóstmyndum. Safniö er opiö kl. 13.30 til 16 sunnudaga, þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Nýlistasafnið: Grétar Reynisson opnar sýningu á föstudagskvöld kl. 20. Þetta er fyrsta einkasýning Grétars og sýnir hann skUlptUrverk Ur tré, o.fl. Sýningin er opin daglega frá kl. 20-22 og 16-22 um helgar. Listasafn Einars Jóns- sonar: Safniö er lokaö i desember og janUar. Ásmundarsalur: Guömundur Pálsson sýnir málverk. Norræna húsið: t kjallarasal stendur yfir sýning á listiönaöi frá Fjóni, þar sem sýnt er keramik, vefnaður, glervara o.n. i Anddyri er sýning á silfur munum eftir danska listamann- inn John Rimer. Nefnist sýningin Silfur og Sagnakvæði. Listasafn ASI Vegna mikillar aösóknar veröur heimildarsýningin um verk Picassos „Guernica” framlengd til sunnudagsins 6. desember. Þeir, sem hafa ekki enn komið þvi viðað sjá sýninguna, eru hér meö hvattir til aö gera þaö áöur en þaö, verður um seinan. Djúpið: Bandarisk-islenski listamaöurinn Ray Holland sýnir vcrk Ur pappir, sem hann hefur gert sjálfur (pappirinn) og sföan iitaö. Sýn- inguna nefnir hann Paperwork. Kjarvalsstaðir: Margrét Reykdal sýnir oliu- myndir 1 vesturforsal. Siöasta helgi. Haukur Clausen sýnir mál- verk i vestursal. Leikhús Leikfélag Reykjavíkur: Iðnó: Föstudagur: Jói eftir Kjartan Ragnarsson. „Andinn i verkinu er umfram allt notalegur, þaö er skrifaö af hUmanista, sem lætur sér annt um manneskjur.” Laugardagur: Jói. Sunnudagur: Rommi eftir D.L. Coburn. NU eru fáar sýningar eftir á þessu gamalmennagang- stykki, þar sem Sigrtður og Gisli fara á kostum i tragikómiskum vandamáladUett. Austurbæjarbió: Skornír skammtar, eftir Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn. Sýningar á föstudag og iaugardag kl. 23.30. Samtiminn I spéspegli. Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Hótel Paradfs eftir Feydeau. Arni Tryggva fer á kostum I þessum ljufa gamanleik. Laugardagur: Dans á rósum, eftir Steinunni JOhannsdóttur. „Þeir, sem hér eiga hlut aö máli, hafa ekki hvatt sér hljóös áöur meö eftirminnilegri hætti og vilji þeirra til aö fjalla um raunhæf mannleg vandamál veröur ekki dreginn I efa.” Sunnudagur: Hótel Paradis. Siöasta sinn. LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR Útvarp Föstudagur 4. desember 11.00 Mér eru fornu minnin kær.Aframhald á hinni ógn- vekjandi frásögn sænsku konunnar, sem fiUöi Ur kvennabUri i Afghanistan fyrr á öldinni. 15.10 Timamót. Jórunn Tóm- asdóttir heldur áfram aö lesa þýöingu slna á sögu Beauvoir. Auk þess vil ég taka fram, aö Thor Vil- hjálmsson er aö lesa kvöld- sögustna óp bjöllunnarsem kvöldsögu. Aö visu ekki I kvöld, en ég varö aö minn- ast á þaö, þar sem Thor er flestum höfundum snjallari. 16.20 Heilagur Nikulás. Haii- freöur Orn Eiriksson tók saman þátt fyrir börn um Santa Claus, sem er jóla- sveinn. 16.50 Skottúr. Já, þaö er skot- tUr til Utlanda fyrir suma, en ekki hingaö á ritstjórn- ina. Hvað segir frændi? Sig. Sig. ritstjóri sér um Utivist- arþátt. 23.00 Kvöldgestir. Jónas Jón- asson býöur upp á kaffi og kleinur. Laugardagur 5. desember 9.30 óskalög sjúklinga. Vel- kominn sértu, litli Gauii gipsi. Kyrjar Asta Finns. 13.35 tþróttaþáttur. Hermann Gunnarsson veöurfræöingur segir frá blikunum á lofti iþróttahiminsins. 13.50 Laugardagssyrpa. Þor- geir Páll Aststeinsson stjórnar skemmtiþætti fyrir aidrað fólk og ómálga börn. 15.40 tslenskt mál. Sparimál eldra fólksins. 19.35 Máliö er það. Já, þaö er nU máliö og ekki er þaö nU einfalt. Máliö er flókið. Guö- rUn Guölaugsdóttir ræöir viö Pál S. Pálsson hrl. Hann hefur bara þrjá stafi, ég hef tólf. Sunnudagur 6. desember 10.25 Svipleiftur frá S-Amer- Iku. Gunnlaugur Þóröarson geysist frá Andes til Santi- ago og er ekki lengi, þvi hann talar svo hratt. 14.00 Kúba, land, þjóöog saga. Félagi Castro analiseraður, spektróskoöaöur o.fl. af Einari ölafssyni og RUnari Armanni ArthUrssyni. Ég segi eins og hljómsveitin forðum: l’d rather cut cane for Castro, en aö gera eitt- hvaö annaö. 16.20 Gagnrýni hreinnar skyn- semi. Þorsteinn Gylfason fjallar um Kant, Immanuel. En hann lést immaculé, eft- ir þvi, sem sögur herma. 17.00 Bela Bartok — aldar- minning. Finn þáttur. 20.30 Attundi áratugurinn. Gás fjallar um viðhorf, at- buröi og afleiðingar og ræö- ir viö Vigga og Kára. Flott. 23.00 A franska visu.Meira aö segja Kanada franska. Kemur Charlebois, og hvaö heitir hUn sU rauöhærða flotta? Man þaö ekki i svip- inn, en hUn er æöisleg. Sjónvarp Föstudagur 4. desember 20.45 A döfinni. Auglýsinga- timinn lengist og mér sýnist þátturinn hennar Birnu lengjast lika. Gaman aö sjá þig. 21.35 Fréttaspegill. Helgi E. Helgason segir skilmerki- lega frá fréttnæmum viö- buröum. Hvað kostar Ýsan? 22.15 Vor i Róm (The Roman Spring of Mrs. Stone). Bandarisk biómynd, árgerö 1961. Leikendur: Vivian Leigh, Warren Beatty, Lotte Lenya. Leikstjóri: José Quintero. Warren leikur latneskan loverboy og er heldur aumlegur, þar sem hann ætlar aö reyna aö fleka amriska leikkonu, sem sest aö i Róm eftir aö hafa misst eiginmann sinn. Tennessee Williams skrifaöi söguna og er hUn dckadent, eins og hans var von og vlsa. Laugardagur 5. desember 16.30 tþróttir. Varla ætlar Bjarni aö riðla kerfinu og hafa aftur endaskipti á hlut- unum. Ég þyldi þaö ekki einu sinni enn. 18.55 Enska knattspyrnan. Maturinn meltist miklu bet- ur ef smá taugaæsingur fylgir. Horfum á fótboitann. 20.40 Ættarsetriö. 2. af II. Hvernig ástamálin ganga veit ég ekki, en örugglega einhver misskilningur. 21.15 Enn er spurt og spurt. Og ég spyr enn aftur og einu sinni: Haldiöi aö áhorfendur séu fifl? Svar óskast. 22.00 Frambjóðandinn (The Candidate). Bandarisk bió- mynd, árgerö 1972. Handrit: Jeremy Larner. Leikendur: Robert Redford, Peter Boyle, Melvyn Douglas. Leikstjóri: Michael Ritchie. Redford leikur ungan lög- fræöing, sem ætlar aö hella sér Ut i kosningaslag og heldur aö fái einn að ráöa ferðinni. En þaö er ekki svo auövelt. Meö betri myndum pólitiskum frá Ameriku, enda þekkja bæöi leikstjóri , og handritshöfundur þaö, sem um er fjallaö. Redford hefur sjaldan verið betri og Peter Boyie er alltaf góöur. Gott kvöld. Sunnudagur 6. desember 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Agnes Siguröardóttir, æskulýösfulltrUi þjóökirkj- unnar leyfir okkur kannski aö heyra hina margnefndu kvennaguöfræöi. Vonandi. 16.10 Þankar í þynnkunni. Framhaldsþáttur um sléttulifið. 17.10 Saga sjóferöanna. ógn undirdjúpanna kemur frá Ameriku: Kjarnorkukaf- bátur. Franskur siglinga- þáttur. Siviliseraö tungu- mál þaö. 20.40 Sjónvarp næstu viku. MagnUs Bjarnfreösson minnir á gamla fréttadaga. 20.50 Kvæöalestur. Matthias Jóhannessen spáir I skýin, margra bakka veður? Tveggja. 20.55 Eldtrén i Þika. Breskur framhaidsmyndaflokkur, nýr af náiinni. Byggðir á æskuminningum Elspeth Huxley. Aftur minningar. Gerist á verndarsvæðinu i Austur-Afriku, þar sem landnemar ætla að auögast á kaffi. Kenya-kaffi? 21.55 Tónlistin. Fyrsti þáttur- inn var frábær og þessi verður það lika. Góður maö- ur Yehudi. Sigur sam- hljómsins. Alþýðuleikhúsið: Föstudagur: Elskaðu mig eftir Vitu Andersen. „Sýning Alþýöu- leikhússins gefur góöa mynd af Vitu Andersén og höfundarein- kennum hennar.” Laugardagur: Illur fengur eftir Joe Orton. „Ég hvet alla sem unna illkvittni og kvikindisskap aö sjá þessa sýningu (ætli þeir séu ekki fjári margir??).” Sunnudagur: Sterkari en Superman eftir Roy Kift. Sýndur kl. 15. Ylur i skammdeginu. Elskaöu mig. Sýning ki. 20.30. Mánudagur: Kl. 20.30 verður gestaleikur frá breska leik- hópnum The Theater of all Possi- bilities, sem sýndi verkiö The Tin Can Man.Aöeins þetta eina sinn. Leikfélag Kópavogs: Aldrei er friður eftir Andrés Ind- riöason. „Andrési lætur vel að lýsa börnum.” Sýningar á laugardag kl. 20.30 og sunnudag kl. 15. Verk fyrir alla fjölskyld- una. Breiðholtsleikhúsið: Lagt i pottinn eftir Gunnar og Þránd. Sýning i Félagsstofnun stUdenta á sunnudag kl. 20.30. Ferðafélag islands: Sunnudagur kl. 11: Gönguferð á Skálafell við Esju. Útivist: Föstudagur kl. 20: Aðventuferð i Þórsmörk. Helgarferö. Sunnudagur kl. 13: Létt göngu- ferö ofan Vifilsstaða. Viðburdir Norræna húsið: A laugardag kl. 14—18 veröur málþing læknanema viö Háskóla Islands. Allir áhugamenn um læknavisindin velkomnir. A sunnudag veröur svo haldið upp á þjóöhátiöardag Finna og verður dagskrá allan daginn og mikiö um að vera. Lnlist Hafnarf jarðarkirkja: A sunnudag kl. 20.30 veröa haldnir orgeltónleikar, þar sem Pavel Smid og Violeta Mintcheva Smidova leika verk eftir Widor, Janacek og Franck. Þá syngur kór Vlðistaðasóknar tékkneska jólamessu eftir Jakob Jan Ryba undir stjórn Kristinar Jóhannes- dóttur og viö undirleik Pavel Smid. Aögöngumiöar viö inn- ganginn. Kjarvalsstaðir: A mánudag kl. 20.30 heldur Mus- ica Nova tónleika, þar sem flutt veröa fimm verk: Mansöngvar — kantata nr. 4, sem er nýtt verk eftir Jónas Tómasson, Interplay, sem er nýtt verk eftir norska tón- skáldið Lasse Thoresen, Vari- ations III og IV eftir John Cage og loks Glopplop eftir MagnUs Guölaugsson. Einnig veröa kynnt nokkur verk eftir MagnUs Guölaugsson, m.a. fyrir videó. Norræna húsið: A föstudag (i dag) kl. 12.30 veröa siöustu Háskólatónleikarnir fyrir jól. Þar leikur Halldór Haralds- son verk eftir Bela Bartok. Allir velkomnir. Kjarvalsstaðir: A sunnudag kl. 20.30 verða tón- leikar á vegum KammermUsik- klúbbsins og leikin tónlist eftir meistarana. öioin **** framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Stjörnubíó: R'isakolkrabbinn (Tentacles). Bandarisk, árgerö 1979. Leikend- ur: John Huston, Shelley YVinters, Bo Ilopkins, Henry Fonda. Risakolkrabbi gerir mikinn usla i mannheimum. Þokkalegir leikar- ar i mynd langt fyrir neöan þeirra standard, en kolkrabbinn á rétt- um staö, þvi engu er likara en hver armurinn hafi veriö uppi á móti öörum viö gerö myndarinn- ar. Endursýnd kl. 3 og 5. Kjarnaleiösla til Kína (The China Syndrome). Bandarisk, árgerö 1979. Leikendur: Jack Lemmon, JaneFonda, Michael Caine. Leik- stjóri: James Bridges.-^r ★ ★ Fréttamaöurinn Fonda og kvik- myndatökumaöurinn Douglas eru fyrir tilviljun stödd I kjarnorku- veri, þegar þar á sér staö óhapp. Myndin gengur siöan út á þaö, að sjónvarpsfólkiö reynir aö komast aö hinu sanna i málinu, en yfir- menn kjarnorkuversins aö þagga þaö niöur. Kjarnaleiöslan er aö flestu leyti vel gerö mynd, spenn- andi og sannfærandi, en sinar miklu vinsældir á hún þó aö miklu leyti aö þakka kjarnorkuslysinu á Þriggja mflna eyju, sem átti sér staö um svipaö leyti og myndin var sýnd i Ameriku. Endursýnd, kl. 7 og 9.10. Bæjarbíó: * + Life of Brian. Bresk kvikmynd, árgerö 1980. Leikendur og stjórn- endur: Monty Python guttarnir. Skemmtileg paródia á frels- arann. Mikiö um guölast. Nýja bíó★ ★ Grikkinn Zorba (Zorba the Greek). Bandarisk, árgerö 1965. Leikendur: Anthony Quinn, Irene Papas, Alan Bates. Leikstjóri: Michael Cacoyannis. Hver man ekki eftir dans- . atriðinu? Mynd fyrir alla, sem enn hafa ekki séö hana. Tónabíó: ★ ★ ★ Midnight Cowboy. Bandarisk, ár- gerö 1969. Leikendur: Dustin Hoffman, John Voight, Silvia Mil- es. Leikstjóri: John Schlesinger. Þetta er frábærlega vel gerö og leikin mynd um mannlega eymd. Regnboginn: ★ ★ Hefndaræði (Deadly Hero). Bandarisk árgerö 1977. Aðalhlut- verk: Don Murray. Myndin segir frá byssuglaöri löggu, sem drepur sakamann, sem þegar hafði gefist upp. Hann er settur úr embætti og þegar svo ung kona ætlar aö fara aö bera vitni gegn honum, fer hann að ofsæk ja hana. ★ ★ Orninn er sestur (The Eagle has landed). Bandarlsk, árgerö 1978. Leikendur: Donald Sutherland, Michael Caine, Robert Duval. Mynd þessi segir frá þvi, er nas- istar ætluöu aö ræna Churchill gamla og færa hann til megin- landsins. Til I tuskið (The Happy Hooker). Bandarisk, árgerö 1975. Leik- endur: Lynn Redgrave, Jean- Pierre Auniont, Lovelady Powell. Leikstjóri: C'icholas Sgarro. Xaviera Hollander, fyrrum mella og mellumamma, skrifaöi ævi- sögu sina, sem nú er hér á kvik- mynd. Nokkuö skemmtileg mynd, sem lýsir baráttu mellu- mömmu aö veröa góö bissness- kona. ★ ★ Flökkustelpan (Boxcar Bertha). Bandarisk, árgerö 1972. Leikend- ur: David Carradine, Barbara Hershey. Leikstjóri: Martin Scorsese. Ein af fyrri myndum Scorsese og gerist I ofbeldisfullu andrúmslofti kreppunnar. Skemmtilég og vel gerö mynd. Austurbæjarbió:^^*^ Ctlaginn. isiensk, árgerö 1981. Kvikmyndataka: Siguröur Sverr- ir Pálsson. Hljóöupptaka. Oddur Gústafsson. Leikcndur: Arnar Jónsson, Ragnheiöur Steindórs- dóttir, Þráinn Karlsson, Benedikt Sigurösson, Tinna Gunnlaugs- dóttir o.fl. Handrit og leikstjórn: Agúst Guömundsson. ÍJtlaginn er mynd, sem býr yfir frumkrafti. Sumum finnst hún kannski of hæg og öörum of hröö. En hún iöar i huganum og syngur i eyrum löngu eftir aö hún er horfin af tjaldinu. Ahorfandinn stendur sig aö þvl aö endursýna hana á augnalokunum i videói minnisins æ ofan I æ. AÞ Laugarásbíó: Flugskýli 18 (Hangar 18). Banda- risk, árgerö 1980. Leikendur: Darren McGavin, Robert Vaughn, Gary Collins. Leikstjóri: James L. Conway. Tveir geimfarar i geimskutlu senda frá sér gervihnött, sem rekst á FFH og neyöir hann til aö lenda á jöröu. Vegna forsetakosn- inga er lendingu FFH haldiö leyndri fyrir almenningi. Geim- förunum er svo kennt um allt, en þeir hyg’gjast sanna sakleysi sitt. Þá byrjar stuöiö... Háskólabió: ★ LITLAR HNATUR (Little Darlings). Bandarísk, árgerö 1980. Handrit: Kimi Peck og Darlene Young. Leiktjóri: Ron- akl F. Maxwell. Aöalhlutverk: Tatum O’Neal, Kristy McNichol, Armand Assante, Matt Dillon. Stelpuútgáfa á myndum eins og Meatballs, — unglingsstúlkur af ýmsu tagi eru saman eitt sumar i dvalarbúöum i sveitinni. Einkar ófrumlegtefni, en kannski ekki óskemmtilegt fyrir unglinga sem geta þekkt sjálfa sig og kringumstæöur i sumum atriöum myncfarinnar.Leikstjórn er heldur slöpp og handritíösem snýst um þaö hvor þeirra Tatum O’Neal eöa Kristy McNichol veröur fyrri til aö losa sig viö meydóminn, nýtir ekki þá hugmynd aö neinu marki. Tatum er álíka kjút og tannkremsauglýsing, en Kristy McNichol veitir myndinni þá litlu tilfinningu sem hún yfirleitt hefur fyrir þvi hvernig það er aö vera kynþroska unglingur. — AÞ. Háskólabió/ mánudagsmynd: ★ ★ Tomas. Dönsk. Gerö af Lone Hertz og fleirum. Danska leikkonan Lone Hertz opnar okkur i þessari mynd gægjugat inn i heim einstæörar móöur og einhverfs sonar hennar. Þetta er óneitanlega áhrifamikil heimildarmynd. Tökuvélin eltir mæðginin i átta daga dvöl þeirra i sumarhúsi, handrit er ekkert, en lýst átakanlegum tilraunum leik- konunnar til aö ná sambandi við andlega fatlaö barn sitt, eintali hennar viö heim sem veitir henni engan hljómgrunn. Þessar svip- myndir sýna bæöi hugrekki og niöurlægingu, en vekja stundum óþægilega blendnar tilfinningar hjá áhorfanda. En þetta er sannarlega mynd sem unnt er aö mælameð. —AÞ MiR-salurinn: Maöur meö byssu. Sovésk, árgerö 1938. Leikstjóri: Sergei Jútke- vitsj. Klassísk mynd i sovéskri kvik- myndagerð. Segir frá þáttum úr ævi Lenins og sovésku bylting- unni. ^kemmtistaðir Broadway: Þaö er alltaf allt á fullu á nýjasta staönum. Fjögur skemmtiatriöi eru á hverju kvöldi, dansar, sýningar, hljómsveitir og diskó og guö má vita hvaö. Allir finna eitthvaö viö sitt hæfi. Hótel Saga: A föstudag er dansleikur meö tiskusýningu og dunandi dansi. A laugardag er lokaö í Súlnasal vegna einkasamkvæmis og lokaö lika á sunnudag, en þá er ball I Atthagasal. Allir velkomnir. Hótel Loftleiðir: Skoskir skemmtikraftar skemmta i Blómasal alla helgina og á sama staö er aðventukvöld á sunnudag meö sérstökum mat- seðli. Kveikt veröur á kertum. Búiö ykkur undir jólin og mætið vel. Þjóðleikhúskjallarinn: Kjallarakvöldin eru alltaf jafn vinsæl og fullt Ut úr dyrum um hverja helgi. Prógram eitt á föstudag og númer tvö á laugar- dag. Léttfrikaöur menntamanna- dans á eftir. Sigtún: Tibrá frá Akranesi leikur fyrir dansi alla helgina og bingó veröur á laugardag kl. 14.30. Fjör og flottheit. GOÖir vinningar alla helgina. Klúbburinn: Hafrót kemur viö hjartarót ung- mennanna, uppi og niöri, út um aila bari. Harðjaxlar velkomnir. Hliðarendi: Guöný Guömundsdóttir fiölari og Halldór Haraldsson pianó leika saman á klassisku sunnudags- kvöldi. Hollywood: Leópold Sveinsson er I diskótek- inu alla helgina og án hjálpar frá Villa, sem er i frii. A sunnudag veröur svnine hiá Model 79. vinn- ingshafar I skemmtikraftavali Holly sýna listir sinar og Steinar kynnir plötur. Snekkjan: Dansbandiö leikur alla helgina og Dóri feiti er I diskótekinu, nema á sunnudag, þá er lokaö. SkUtan er opin alla helgina fyrir góöan mat og á föstudag og laugardag syng- ur Ingveldur Hjaltested viö und- irleik Guöna Guðmundssonar. Hótel Borg: Diskótekiö Dlsa skemmtir litlu menningarvitahálfpönkunum á föstudag og laugardag. Jón Sigurðsson kemur á sunnudag og dillar okkur eldri borgurunum. Glæsibær: Glæsir og diskótekiö Rocky hafa nú tekiö öll völd I Alfheimum og álfarnir allir á bak og burt. En hvar eru skessurnar? NEFS: Föstudagur: Missisippi Delta Blues Band eru komnir aftur og leika i kvöld fyrir fullu húsi áhorf- enda og heyrenda. Stuö um alla ganga. Esjuberg: Matvælakynning frá SS á sunnu- dag. Jólamatur o.fl. Jónas Þórir leikur fyrir gesti og barnakór kemur i heimsókn. Skalafell: Skoska parið skemmtir á föstu- dag og laugardag og allir hafa þaö gott. Jónas Þórir og Graham Smith skemmta á sunnudag. Annars geta menn snætt létt til 23.30 og horft á tlskusýningar á fimmtudögum. Þórscafé: Skemmtikvöld á föstudag, venju- legt ball á laugardag og kabarett I siöasta sinn fyrir jól á sunnudag. Mætum öll og látum oss eigi vanta, þvi nóg er um veigar. Stúdentakjallarinn: Guömundur Steingrimsson og félagar leika dúndrandi djass á sunnudagskvöld I heyrenda hljóöi og grafarþögn. Eöa hvaö? DUa! Djasstrió Reynir Sig. leikur svo á mánudag kl. 21. Meö Reyni eru Tómas Einarsson á bassa og Sigurður Reynisson á HUÖir. Naust: Fjölbreyttur matseöill aö vanda og alveg nýr. Þar finna allir eitt- hvaö við sitt hæfi. Jón Möller leikur á pianó fyrir gesti á föstu- dag og laugardag. Skemmtilegir sérréttir kvöldsins á föstudögum og laugardögum, en á laugar- dögum er lika boöiö upp á sér- stakan dinner fyrir leikhúsgesti. Barinn uppi er llka alltaf jafn vin- sæll. Sjáumst! Bú, Bú. Óðal: Fanney I diskótekinu á föstudag og laugardag og Nonni Sig. aö- stoðar meöan frú Ingibjörg kikir á barinn. Dóri kemur á sunnudag og þá heldur diskódanskeppnin áfram. Fjör á öllum hæöum og jafnvel undir gólfum. Manhattan: Nýjasta diskótekiö á höfuö- borgarsvæöinu, þar sem allar flottplur og allir flottgæjar lands- ins mæta til aö sýna sig og sjá aðra. Allir falla hreinlega I stafi. Djúpið: Djassdögunum hefur nú fjölgað. Þaö veröur þvi djassaö á fimmtudögum og laugardögum i framtiðinni. Akureyri: Sjallinn: Jamaika og diskótek alla helgina. Alltaf fullt og allir fullir. Ekkert er betra en haustkvöld I Sjallan- um (Meö sinu lagi). Háið: Þar eru menn auðvitaö misjafn- lega hátt uppi enda hæöirnar fjórar. Diskó á fullu og videó lika fyrir þá sem þaö vilja. Barþjón- usta öll kvöld, en elskurnar I öllum bænum reyniö aö koma fyrir miönætti ekki slst á föstu- dögúm. Ýmsar nýjungar á döf- inni, enda þaö besta aldrei of gott. KEA: Astró trioiö hans Ingimars Eydal leikur á laugardögum ásamt Ingu Eydal söngkonu. Menningarlegur staður fyrir paraö fólk milli þritugs og fimmtugs. Barinn si- vinsæll. Smiðjan: Er hægt aö vera rómantiskur og trausnarlegur I senn? Ef svo er er tilvalið aö bjóöa sinni heitt- elskuðu Ut i Smiöju aö boröa og aldrei spilla IjUfar veigar meö. Enga eftirþanka! r

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.