Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 4. desember 1981 helgarþöstúnrin Marktækt hugverk Jakobina Sigurðardóttir: t SAMA KLEFA Mál og menning, Rvik 1981. Ef litiö er yfir skáldsagnagerð siöustu áratuga á íslandi verða beinlinis islenskar bókmenntir. Þannig haföi enginn skrifað heppnaða „hópsögu” (kollekt- ivróman) fyrr en hún skrifaði Dægurvisu. Enginn hafði leikiö það (né hefur sföan) að skrifa skáldsögu sem væri hálft sam- Bókmenntir eftir Heimi Pálsson Gunnlaug Astgeirsson Sigurð Svavarsson fáir höfundar á vegi manns jafnfyrirferðarmiklir og samt afkasta litlir (ef einungís er horft á bókafjölda) og Jakobina Sigurðardóttir. Með sárafáum bókum hefur henni tekist það sem fáir munu eftir leika: aö skipta jafnan um ham, koma ávallt meö eitthvað nýtt, ekki aðeins fyrir eigin feril heldur tal fyrr en hún skrifaði Snöruna. Sumar smásagna hennar höfðu reyndar verið i heföbundnum stil, en sumar þó liklega alger nýjung i bókmenntum okkar. Og svo kom hún öllum á óvart með harðsnúinni greiningu á sálar- og félagsllfi verkamanns á möl- inni með Lifandi vatninu. Og enn snýr Jakobina við blaðinu — orðin þaö sem flestir myndu vist kalla fullorðin sveitakona — og sendir frá sér sögu sem er öllum hinum ólik og jafnframt ólik þvi sem skrifaö er um þessar mundir og hefur verið skrifað um skeiö. í sama klefa er ekki saga mikilla tiðinda. Eiginlega hefur ekkert gerst sem i frásögur sé færandi nema að lifinu hefur veriö lifað. Ein kona hefur sagt annarri frá lifshlaupi sinu. Þær eru ólikar (t.d. held ég fráleitt þær ættu heima á sama fram- boðslista) en samt eiga þær ein- hverskonar sameiginlega reynslu sem ekki er sögö, verð- ur máski ekki tjáð með orðum, aðeins gefin i skyn. önnur er rithöfundur á upp- leið, hin sveita- og sjómanns- kona sem alla ævi hefur átt við „örlög” og fordóma að striða, skilin af fám, metin af litlu fleiri. En lif hennar verður samt til þess að breyta áformum rit- höfundarins — eða öllu fremur dauöi hennar. Á þessum dægrum töfra Stefán Hörður Grimsson: Farvegir Ljóö (29 bls.) Iöunn 1981. Stefán Höröur Grimsson er að minu áliti þaö skáld sem ort hef- ur hvað best á islensku á seinni hluta þessarar aldar. Ljóöin sem hann hefur birt eru ekki mörg. Fram til þessa voru þau alls 66 i þremur litlum bókum (Glugginn snýr I norður 1946, Svartálfadans 1951 og Hliöin á sléttunni 1970). 1 raun eru það hinar tvær siðari, meö 38 ljóöum, sem skipa honum þennan sess, þvi fyrsta bókin var æskuverk sem ekki sker sig úr svipuðum verkum. 1 ljóðum Stefáns Haröar sannast það al- gjörlega sem spakir menn vissu löngum, aö sitthvað er magn og gæði þegar um skáldskap er að ræða. Það er þrennt sem öðru frem- ur einkennir ljóð Stefáns: Orðfár, knappur en merking- arþrunginn still sem lýsir ótrú- legu valdi hans á tungumálinu sem við tölum. Stök myndvisi og fágætur hæfileiki til aö byggja upp form- fastar en margslungnar ljóð- myndir sem visa langt út fyrir heim ljóðanna. Einstakt lag á að tengja margvislegar náttúrumyndir mannlegri reynslu og heim- spekilegri hugsun um stöðu mannsins i heimi nútimans. Farvegir 1 þessari nýju bók Stefáns Harðar er 21 ljóö. Þau eru flest mjög stuttog gengur skáldiö hér enn lengra á þeirri braut stil- fágunar og samþjöppunar máls sem mörkuð var að hJuta i Svartálfadansi og fram haldiö i auknum mæli i Hliðin á slétt- unni. Ljóömyndirnar eru knappar og sumar þeirra eru óhlut- bundnari en I fyrri bókum: A þessum dægrum töfra. Veggirnir safnast til viðernanna og bandinginn gengur langar heiðrikjur á vit spánna. Núer spunatimi. Hin fjórða útsprungin úr bergi með blik segulsaxins i lithimnunum og öll himintunglin i hárinu. (Bergið, bls. 28) En i bókinni er einnig aö finna hreinar myndir sem ekki eru . eins flóknar og þessi. i ljóðinu Fótatak er einföld og fáorð / gömlu góðu Köbert Dea Trier Mörch: Miðbærinn (skáidsaga). Ólöf Eldjárn þýddi. Iðunn, Reykjavik 1981. (309 bls ) Danski rithöfundurinn Dea Trier Mörch er nokkuð vel kynnturhérá landi. Iðunn hefur áður gefið Ut tvær bækur eftir hana,Vetrarbörn og Kastaniu- göngin, sem báðar hlutu góðar viðtökur. Nýja skáldsagan, Miðbærinn, segir frá llfi nokkurra einstakl- inga i gömlu Kaupmannahöfn sumariö 1979. Kaflarnir eru 14 og bera heiti mánaðardaganna frá 13. til 26. ágúst. Miðbærinn tengist Vetrarbörnum beint þar sem verkiö f jallar öðrum þræöi um Mariu sængurkonu og vetrarbarnið hennar sem nú er orðiö fjögurra ára og hefur braggast heilmikið. Sagan hverfist þó aðallega um lif Lúlúar, 36 ára gamaliar hús- móður i Nýhöfnirari, og fjöl- skyldu hennar. Danni maður hennar er heittrúaður kommún- isti sem tekur virkan þátt I stéttabaráttunni en hefur þó gefið sér tima til að geta tvö börn með LUlú. Jafnframt fylg- istlesandinn með lifi Mariu og Aviöju litlu. Sakarias barns- faðir Mariu dvelst um þessar mundir i'heimalandi sinu Græn- landi og á meðan stendur Mari'a i lukkulegu ástarsambandi við kratann og arkitektinn Albin. Við sögu koma ánnig ættingjar, vinir og nágrannar þessa heiöursfólks. Sagan gerist eins og áður sagði á hálfum mánuði, en I raun segir það aðeins hálfa sögunaHöfundur leiðir lesendur stöðugt aftur i timann, þar sem rifjuð eru upp einstök atvik úr lifi sögupersónanna. Með þessu móti fær lesandinn umtals- verðar upplýsingar um bak- grunn persónanna sem gera mynd þeirra fyllri en jafnframt verður frásögnin brotakennd og á stundum losaraleg. Stillinn er einnig breytilegur. Oft minnir frásögnin einna helst á sim- skeyti, knöpp frásögn, stuttara- leg og skiptingar örar, en annarsstaðar bregður fyrir ljóð- rænu og mun meiri iburði. LUIU er helsti skjólstæðingur höfundar. HUn er heimavinn- andi, hefur helgaö ti'ma sinn heimili og bömum eftir að þau komu til. Eftir þvi sem börnin eldast eykst þörf Lúlúar fyrir annan félagsskap og hana langar að fara aftur að vinna utan heimilis, en þá veröa mörg ljón á veginum. Atvinnuleysiö hefur aukist og skattalöggjöfin eróhagstæðarienáðurvar. Auk þessa kann Danni þvi oröiö vel að hafa konuna heima og styöur þvi konu sina ekki heilshugar. Dea Trierlýsir Lúlú og sambýli þeirra Danna á einstaklega trú- verðugan hátt; ég held að margirsjái sig i þeim lýsingum. Þau gera jafnan upp eftir árekstrana og þegar allt kemur til alls eru þau ánægð. Jakobina — t sama klefa skilur eftir tiifinningu um vandaba vinnu og umfram allt heiðarlegt verk, segir Heimir m.a. i umsögn sinni. Þannig hefur þetta reyndar alltaf verið öðrum þræði. Jako- bina hefur gerst talsmaður hljóöláts mannlifs sem óskar eftir þvi einu að fá að þróast og lifa i friði. Sliku lifi er jafnan ógnað af einhverjum og tals- mynd sem höföar bæði til sjónar og heyrnar og kallar fram and- rúmsloft sem er einkennandi fyrir mörg ljóö Stefáns: Dagurinn hefur málaö bát og vatn handa kvöldinu hérna er stigurinn og enn er leikið á mölina. (Fótatak bls. 23) Blekkingin 1 Hliðin á sléttunni er áber- andi efnisþáttur umfjöllun um þá lifsblekkingu sem maðurinn býr sér til að foröast að horfast i augu viö veruleika sinn. 1 ljóð- inu Jöklar er vikið að skyldu viöfangsefni á óvenjulegan og kómiskan hátt: A sumrin fagna jöklarnir heiðrikjunni skina glaðbeittir heita sólskinsdaga og ljúga okkur full A veturna segja þeir satt þá þurfa þeir ekki að látast þeir falla inn i tiðarfarið. (Jöklar bls. 19) Viðsofum ekki lengi vært 1 farvegum er ekki eins áber- andi og i fyrri bókum uggur um afdrif mannsins á jöröinni. 1 heild má segja að viöhorf þess- arar bókar sé bjartsýnna en t.d. Stefán Höröur Grimsson — Farvegir hafa að geyma meiri skáldskap en fiestar bækur, segir Gunnlaugur m.a. I umsögn sinni. i siðustu bók. I ljóðinu Syngjum fyrir fugla (bls. 11) segir I upp- hafi: Hvað sem öðru liður þá sofum við ekki lengi vært á þessu fjalli brátt loga svæflarnir. Stillum I hóf sögum um göfugan uppruna en hefjum til dæmis söng fyrir fugla. 1 framhaldi ljóðsins er ljóst að leið mannsins er sú aö lita til náttúrunnar og taka mið af henni i hegðun sinni. En þó er annar þráður sem er sterkari I þessari bók og ef ég Hjónaband LUlUar og Danna grundvallast á börnunum eins og svo mörg önnur. Börnin eiga alla samúðhöfundar og lýsingar hennar á samskiptum barna og fulloröinna bera þess vitni, að hún hefur þaulhugsað þau mál. Þessar lýsingar eru einnig um- vafðar væntumþykju og hlýju og minna stundum á Kastanlu- göngin i' ljúfleik sinum. En höfundur gleymir aldrei þeim geysilegu kröfum sem börnin gera til foreldra sinna og þá sér- staklega mæðranna, samviska þeirra er ofurseld ungviðinu. Einu sinni verður LUlú á að tuska son sinn, enda dauöþreytt og vansvefta. Liöan hennar eftirá er lýst svo : „ö, guð,hún hafði gert rangt! Blygðunin bylgjaðist fyrir augum hennar, rauð eins og blóð. Hún hefði getaö skoriö höndina og fótinn af sér — þá likamshluta sem hún hafði beitt til þess að slá og sparka i barnið. LUlú fór fram á baðherbergið tilþess að spegla sig. Hún var eins og galdranorn.” (150) Angistin og sektarkenndin heitaka móöurina og upp kemur hugsunin um að hún hafi brugð- ist, hvorki i fyrsta né siöasta sinn. Það eru straumar frelsis og róttækni sem eru ráðandi I Kaupmannahafnarlýsingu Deu Trier Mörch. Sögusviðið er bundið hinum elstu hlutum borgarinnar við Sundin; Ný- höfn, Kristjaniu og Noröurbrú. Ungt, róttækt og frjálslynt fólk hefur komið sér fyrir á þessum svæöum. Þaö safnastsaman um menn þess eru sorglega fáir i veröld sem gerist okkur smá- mennum helsti flókin. Jafnframt þvi að vera sagan um Sölu greinir 1 sama klefa frá vanda rithöfundarins serh hefur fengið skáldalaun og veit að honum ber að skrifa „Marktækt Hugverk”. Hann hlýtur jafn- framt að standa frammi fyrir þeim vanda að ákveða sjálfur hvað sé marktækt viðfangsefni. Sú ákvörðun sem þá er tekin getur skilið milli feigs og ófeigs, hún er mikilvæg bæði fyrir höf- undinn og lesandann — og hún er þess virði að um hana sé fjallað. Það er gott að leggja frá sér bók eins og 1 sama klefa, þvi hún skilur eftir tilfinningu um vandaða vinnu og umfram allt heiðarlegt verk. Ef það er ekki „MarktæktHugverk” þá veit ég ekki hvernig þau eiga að lita út. Með þökk til skáldkonunnar í Garði og ósk um að hún megi eignast sem flesta lesendur. — HP misskil ekki skáldið þvi meira er það sá þráður sem unnt er að bjargast á ef allt um þrýtur. Það er þráður tvinnaður úr ást og fegurð. Það eru býsna mörg ljóð i bókinni þar sem þessi þráður er rikjandi: Ó. i sumar ætlum viö að synda i bláasta vatninu á Islandi og við skulum láta sólina þurrka okkur og ég á að horfa á þig en þú átt að horfa á vatnið (Myndán veggs bls. 25) Heimur ántíma og rúms I þessari bók byggir Stefán Hörður upp ljóöheim þar sem uppnumin eru takmörk tima og rúms. Ljóðheimur hans er ævin- týraveröld sem viö fáum að gista um stund. En þessi ævin- týraveröld er ekki i neinum lok- uðum filabeinsturni einangruö frá þvi sem kallað er lifið sjálft. Hún er einmitt sprottin upp af raunveruleika okkar, þvi góður skáldskapur er hvorttveggja i senn upphafning og kristöllun tilverunnar. Það er einmitt þaö sem Stefáni Herði tekst svo und- ursamlega meö orðin að vopni. Að lokum þarf ég að hrósa sérstaklega bókaforlaginu Ið- unni fyrir sérlega vandaðan og fallegan frágang á þessari litlu bók sem hefur að geyma meiri skáldskap en flestar bækur. G. Ast. Dea Trier Mörch — annaö slagið nagar efinn um það hvort höf- undur sé á réttri leiö sem sagna- skáld, segir Sigurður m.a. i umsögn sinni um Miðbæinn. helgar i Felleðparkinum á kvennahátiö, kommahátið ... Þetta er þaö umhverfi sem æ fleiri Islendingar hafa komið sér fyrir I og aðrir sjá fyrir sér sem fyrirheitna landið. Lýsing Deu Trier fælirörugglega engan frá; umhverfið, fólkið og lifnaðarhættimir er nánast hafið yfir alla gagnrýni (þó er tæpt á þvi að i óefni sé komið i Kristjaniu!). Höfundur boðar frjálslyndi á flestum sviðum m.a. i ástum, en heldur þó i hjónabandiö sem stofnun barn- anna vegna.Yfirleitter hún ekki um of einstrengingsleg i boö- skap sinum, nema málið varði stéttarvitundina eöa stétta- baráttuna. A þvi sviði er hún predikandi og leggur hlutina upp eins og kennari fyrir smá- börn, t.a.m. þegar róttæka fóstran Maria gerir upp sam- band sitt viö hinn borgaralega Albin: „Maria er sjálf af bændastétt. En nú er hún fóstra á lágum launum. Og hefur sömu hags- muna að gæta og aðrar lág- iaunastéttir. Ef hún verður for- stöðumaður fyrir stofnrin verður hún embættismaður. Eða fyllir — með æðri menntun — þann stéttarlega tómarúms- flokk sem kallast menntamenn. Þar áAlbinað iSlum likindum heima. En jafnframt tilheyrir hann — vegna uppruna sins —, vegna eðlis starfs sins, vegna þeirrar upphefðar sem aukinn aldur færir honum og vegna stjórn- málaskoðana sinna — þeim hópi sem kommúnistar kalla borg- arastétt. Og það breytist ekki hætis hót þótthann kjósikrata” (bls. 248, leturbreytingar D.T.M.) Svona uppfræösla þykir mér einfaldlega pirrandi i skáld- verkum, auk þess sem þau Mari'a og Albin voru mjög ham- ingjusöm þrátt fyrir mismundi stétariegan uppruna. Það er alveg ljóst að Mið- bærinn stendur talsvwt langt aö baki Kastaniugöngunum og þó sérstaklega Vetrarbömum sem skáldverk. Hins vegar þótti mér talsvert gaman að lesa verkið. Það eróneitanlega kitlandi fyrir borgaralega tilveru manns að fá að þefa ögn af frelsinu i gömlu góðu Köben. Aðdáendur Deu Trier eiga eflaust fleiri eftir að eiga ánægjulegar stundir viö lestur Miðbæjarins, en annaö slagið nagar þó efinn um það hvort höfundurinn sé á réttri leiö sem sagnaskáld. SS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.