Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 26
 Fösfuclagur 4. desember. 1-981 ^Jie/garpósfurínn_ Besta útflutningsvaran? svona frægan hver af ótta við að hann eyði- legöist. Þá lét Geysisnefnd upp á sitt ein- dæmi bora i Strokk, sem varð til þess að siðan hefur hann stöðugt verið að gjósa. En Geysirverður ekki hreyfður nema visinda- menn kanni nákvæmlega hvað er óhætt að gera og rikisstjórnin leyfi, segir Birgir Thorlacius. I Geysisnefndinni eiga sæti þeir Trausti Einarsson prófessor, Hörður Bjarnason fyrrverandi húsameistari rikisins, Páll Hallgrimsson sýslumaöur Arnesinga, Kjartan Lárusson forstöðumaður Ferða- skrifstofu rikisins og Páll Pálmason fyrr- verandi ráðuneytisstjóri i samgönguráðu- neytinu. Niíverandi formaður er Runólfur Þórarinsson hjá menntamálaráöuneytinu en hann vildi ekkert tjá sig um Geysi við Helgarpóstinn. Hristir sig á hverjum degi Austur i Haukadal lita menn öðruvisi á málin. Þorir Sigurðsson,sonur Sigurðar Greips- sonar skólastjóra og umsjónarmanns með Geysissvæðinu, var með i’ þvi að koma Geysi til I sumar. — Við tókum okkur til seinnipartinn i sumar og hreinsuðum raufina sem Trausti Einarsson jarðfræðingur og fleiri hjuggu i skálina árið 1932. Við það lækkaði yfirborð hversins og vatniðvarðheitara.Þetta varð til þess, að hann hefur hrist sig á hverjum degi og gosið af og til smá skvettum, segir Þórir Sigurðsson garðyrkjubóndi i Hauka- dal. Svo gerðist það, að Hrafn Gunnlaugsson óskaði eftir Geysisgosi, og Þórir og Hall- grimur B jörnsson efnaverkfræðingur sam- þykktu að koma honum til með þeirri gömlu og þekktu aðferð, að hella i hann sápu. Að sögn þeirra Þóris var hugmyndin að leita samþykkis Geysisnefndar en vegna misskilnings fórst það fyrir. — Það var reyndar komin hefð á það, að við þyrftum ekki að leita samþykkis Geys- er í góðu standi eftir Þorgrim Gestsson Það er ekki ofsögum sagt, að Geysir I Haukadal sé heimsins frægasti goshver. Svo frægur er hann, aö á enskri tungu er orðið „geyser” haft yfir goshveri yfirleitt. Eins og margir vita voru uppi hugmyndir á sinni tið um að virkja Gullfoss, nágranna Geysis, til raforkuframleiðslu en skrúfa frá honum á sumrin ferðamönnum til augna- yndis. Sembetur fer hefur liklega engum dottiö íhug að virkja Geysi, jafnvel þótt hann hafi verið f eigu dtlendinga um tfma á árunum 1894-1935. Þeir Englendingar sem keyptu hann hafa Ifklega gertþað af sömu hvötum og sagter aö rikir Amerikanar vilji kaupa Tower of London. Það er ekki ónýtt aö eiga heimsins frægasta hver, þótt ekki megi flytja hann úr staö. Sem betur fer atvikaðist það svo, að Sig- uröur Jónsson, fyrrum forstjóri ATVR keypti hverinn aftur, ásamt landspildu i kringum hann og hverunum Strokk, Blesa og Litla-Geysi og gaf ríkissjóði. Þótt Geysir sé að mestu ósnortinn af manna höndum hefur hann ekki veriö jafn hress alla tíð. A timabilinu 1915-1935 lá hann til dæmis alveg niðri, en um þær mundir var hleypt i hann lifi á ný, m.a. með sápu. Eftirþaö var hann iiýtn sprækasti f eina tvo áratugi, en þá var úr honum allur kraftur á "ý- í sumar gerðist það svo tvisvar, að fram- kölluð voru gos I Geysi. i fyrra skiptið var það gert fyrir Hrafn Gunnlaugsson, en hann vantaði Geysisgos i kvikmynd sem hann vinnur að um þessar mundir. i síðara skipt- ið var komið af stað gosi fyrir islenska sjón- i varpið ogGeySir lék á als oddiog gaus eina | 35 metra. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að gamli Geysir er ekki dauður, enda væri það hin mesta hneisa. Gosin tvö i sumar voru reyndar „ljómandi gos” eins og Þórir Sig- urðsson i Haukadal orðaði það i'samtali viö Helgarpóstinn. Geysisnefnd En þau virðast hafa farið eitthvað fyrir brjóstið á þeim mönnum sem hafa eftirlit með Geysi fyrir hönd hins opinbera og mynda svonefnda Geysisnefnd. HUn hefur starfað frá árinu 1953, og Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri, sem varformaður hennar frá upphafi þar til fyrirþremur árum.segir viö Helgarpóstinn að hvemum hafi verið komið af stað i' sumar algjörlega án leyfis ráðuneytisins eða Geysisnefndar með þvi að brjóta upp Ur skálinni. — Það er dálftið gróft aö eyöileggja hverinn meö þessu pjakki, segir Birgir Thorlacius. Aö sögn Birgis fór Geysisnefndin fram á það meðanhann var formaður hennar aö fá að bora niður Ur hvernum og hreinsa hann. En rikisst jórnin,sem hefur siðasta oröið um allt sem að Geysi lýtur.sagöi nei. — Þeim leistekki á að fara að bora ofan í isnefndar ihvert skiptisem viðlétum Geysi gjósa. En þegar Emil Bjömsson frétta- stjóri Sjónvarpsins fréttiaf gosinu fór hann þess á leit við okkur, að hann yrði látinn gjósa aftur fyrir sjónvarpsmenn svo þeir gætu tekið heimildarmynd um Geysisgos — sem til þess tima var ekki til. Þá var leitað samþykkis Geysisnefndar, og það fékkst, segir Hallgrimur. Létt á Geysi Enhvers vegna gýs Geysir, og goshverir yfirleitt? Hallgrímur Björnsson er manna kunnugastur eðli og hátterni hvera. Hvort- tveggja er, að hann er efnafræðingur að mennt, og hann hefur átt náin samskipti við Geysi, ef svomá segja inærri fjóra áratugi. — Eftir að raufin var höggvin i hann byrjuðu eðlileg gos. Þetta var gert til að létta á vatnsþunganum með þvi að lækka yfirborðið. En smám saman hafði fallið kísill Ur gufunni og safnastfyrir i kringum hverinn. Skálin stækkaði og yfirborðiö náöi loks einum hundrað fermetrum. Eftir aö viö hreinsuðum raufina lækkaði yfir- boröið niður undir tiu fertnetra, segir Hall- grimur. Astæðan fyrir þvi að hverir á borð við Geysi spýta gufu tugi metra i loft upp er sU, að neðanjarðar steymir heitt vatn inn i gig- Getur gosið eftir pöntun Geysisgosið sem framkallaö var vegna kvikmyndunar Hita og þunga dagsins I haust. Ljósm. Hrafn Gunnlaugsson botninn. Vegna þrýstings af vatninu i gign- um og loftþyngdarinnar á yfirborði vatns- ins hækkar suöumark þess þangað til það er orðið svo hátt, að vatnið brýtur sér leið upp og breytist jafnframt i gufu. Sjálfur er Geysir 20 metra djúpur og þar sem þrýstingurinn hækkar um eina loft- þyngd við hverja tiu metra er hann þrjár loftþyngdir á botni gi'gsins. Þrjár loft- þyngdir hækka suðumark vatns upp i nærri 200 gráöur, og það er sú orka sem leysist Ur læðingi þegar gufustrókurinn stendur upp úr hvernum. Spáir rigningu Ahrif loftþyngdarinnar á goshveri sjást kannski best á litlum hver i grennd við Geysi, sem Öþerrishver heitir. Sagt er að hann spái rigningu með gosum. Astæðan er einfaMega sU,að þegar lægð eryfir léttir á hvernum og hann gýs. Og lægðir boöa jafnan rigningu eins og kunnugt er. En það þarf meira en venjulega lægð til þess að hleypa risa eins og Geysi upp, sér- staklega þegar yfirborð hversins er orðið nærri hundrað fermetrar. Við það eykst .ekki bara þrýstingurinn niðri á gigbotn- inum, heldur verður yfirborðskólnun svo mikil, að hverinn nær ekki nógu miklum hita dl að gjósa. Þá kemur til kasta sáp- unnar. — Þegar sápa leysist i vatni minnkar yfirborðsspennan og vatnið eins og rennur i púða og brýst upp á yfirborðið. Og til þess að fá Geysi til að gjósa þarf 70-120 kiló af sápu,segir Hallgrimur Björnsson. Afskipti hans af Geysi hófust einmitt á sinum tima vegna sápunnar. Upphaflega var notuð grænsápa, en þar sem Hallgrfm- ur var — og er — framkvæmdastjóri efna- gerðarinnarHreins (ásamt Nóa og Siriusi) hafði hann aðstöðu til að sjóða ódýra sápu til að setja i hverinn. En þvi hefur verið haldið fram, að sápu- austur i hveri geti skemmt þá með tim- anum. Við berum það undir Hallgrim. —-Það er engin hætta á þvi. Þetta byggist algjörlega á eðlisfræðilegum lögmálum og sápa hefur ekki nokkur áhrif á hverinn sjálfan. Hins vegar væri gaman að athuga hvað margar æðar fæða Geysi neðanjarðar. Það er hægt að gera með rafeindamælum, sem Orkustofnun notar við rannsóknir á borhol- um. Við vitum litið meira um Geysi núna en að i gignum eru um 170 tonn af vatni, og i gosum er rennsliö 3—3.5 sekUndulitri. Það er lika nauðsynlegt að halda hvern- um við. Ef það er ekki gert verður enginn Geysir til eftir 50-100 ár. Þá verður hann búinn að kæfa sig, segir Hallgrimur Björns- son. Gaus ekki fyrir heldra fólk Geysir hefur löngum verið hafður sem einskonar sýningargripur fyrir erlenda gesti. Hér áðurfyrrkom það fyrir, að sápu hefur verið hellt i hann i tilefni af komum kónga og annars fyrirfólks, en ekkert gos komið fyrr en gestirnir voru farnir. Þá var haft á orði, að Geysir vildi ekki gjósa fyrir heldra fólk! En það átti sér bæði eðlisfræði- lega og mannlega skýringu. Það tekur hverinn hálfan annan tíl tvo tíma að ná upp nægilega miklum þrýstingi til að gjósa en það virðist augum heldra fólks vera of langur timi að biða eftir þvi að einum hver þóknist að gjósa. Enþeireru eflaust margir, sem telja ekki eftir sér að biða hálfan eða jafnvel heilan dag eftir að sjá heimsins frægasta goshver gjósa. Og að sögn kunnugra ætti ekki að standa á honum. Geysir gæti þess vegna gosið daglega. Að sögn Hallgrims Björns- sonar væri það þó ekki heppilegt, vegna þess hversu mikill kisill hlæðist þá upp i skálinni. —Geysir virðist vera mjög-góður núna, og það væri alls ekki úr vegi að hafa reglu- leg gos fyrir feröafólk, segir Þórir'Sigurðs- son, þegar við berum þetta undir h^nn. H ann segir heimamenn ekkerth afa á- móti þvf, að byggð væri upp góö aðstaða fyrir ferðamenn við Geysi og gera staöinn eftir- sóttari en hann er nU og bendir á, að þegar séu möguleikar á því, þótt aðstaöan sé ekki góð. A sumrin eru veitíngar i iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar og mikið nefur verið ?ert til þess að hreinsa svæðiö og halda þvi þokkalegu. Það er mál manna, aö öll aöstaða við Gullfoss, sem ferðamenn skoða i hinum venjubundnu feröum Utlendinga ,,á Gull- foss og Geysi”, sé til háborinnar skammar, og brýn nauðsyn sé á þvi, að þar verði lika geröar Urbætur. A timum þegar þjónusta við ferðamenn virðist vera eini atvinnuvegurinn á Islandi sem borgar sig ætti enginn að velkjast i vafa um, að uppbygging þokkalegrar að- stöðu fyrir ferðamenn við þessa tvo staði ættu að vera framkvæmdir sem borga sig. Gullfoss og Geysir eru svo að segja gull- tryggðar „dtflutningsvörur”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.