Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.01.1982, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Qupperneq 9
he/rjarpricrh irinn Föstudagur 22. janúar 1982 9 VETTVANGUR Saga min hófst i Vesturbænum. í barnaskóla var ég rétt i meöal- lagi, en tók framförum er fram liðu stundir. I Gaggó var ég kom- inn i „besta bekk” og allt lék i lyndi. Ég var feiminn við stelp- urnar, en hafði þeim mun meiri draumóra um þær. Kynferðisleg samskipti komu svo nokkrum árum s iðar, en ekki m eð draum a- disunum.Allt gekk lit á að komast yfir sem flestar og i drykkju og svall með félögunum. Ekki vil ég telja að ég hafi lent i verri féiags- skap en gengur og gerist. Maður fylgdi tiðarandanum.sem gekk Ut á að vera sem mestur og svaka- legastur, en ábyrgðarminnstur. Ég reyndi eftir mætti að slá öll met félaganna, en uppskar hatur allra foreldra þeirra. Eftir mjög skrikkjótta skóla- göngu fór ég loks Ut til náms. Þegar hér var komið sögu var maður orðinn frægur fyrir istöðu- Jón Gudmundsson: leysi. Kvennamálin gengu með besta móti og ég var vinsæli af félögum, sem þótti að þvi'er virt- ist fengur af félagsskap svona ævintýramanns, sem alltaf hafði frá nógu að segja. Málin tóku nU svolitið breytta stefnu. Ég fór fljótlega á faster- lendis og lifði sældar kynlifi um skeið með tilheyrandi ástarjátn- ingum og ævarandi trúnaðarlof- orðum. Skólann stundaði ég slak- lega, en stóðst þó flest próf. Fór svo fram um hrið. Til er mjöður nokkur erlendis, sem framleiddur er viðast hvar annars staðar en á Islandi. Mér fannst þessi drykkur hinn ágætasti og teygaði óspart.Fram að þessu hafði ég verið frekar laus i rásinni, þegar áfengar veigar voru annars vegar, en nU botnuðu minirerlendu kunningjar ekkert i þvi, hvernig þessi granni maður gæti innbyrt þvilik reið- innar ósköp af bjórnum. Það fór lika fljótt að halla undan fæti hjá mér á ýmsum sviðum. Skóla- ganga, sambUð (barnseignir komu þama einnig inn i') og venjulegt sjálfstraust dvinaði. Sjálfsvirðingu hef ég litla haft sem betur fer, annars væri mórallinn bUinn að drepa mig. Allt gekk mér nú i óhag. Fjár- hagur námsmanna erlendis var almennt mjög bágborinn og ekki bætti eyðslusemi min þar um. Konan skildi við mig næstum vikulega, en kom alltaf aftur. Ég tók þó skorpur i náminu og af- kastaði á nokkrum vikum margra mánaða námsefni. Svo byrja framhjáhöldin. Auð- vitað hafa báðir aðilar alltaf ótal ástæður til þess að ná sér niðri á makanum. Þetta endaðimeð eins konar kapphlaupi okkar á milli. Að lokum gafst ég upp. Sam- bUðarbasl, fjárhags- áhyggjur — og námið gekk ekki sem best. Ég gaf ski't í allt og stakk af. Það næsta i málinu er sérkapi- tuli út af fyrir sig. Ég kem heim eftir að hafa beðið skipbrot. Hélt engri vinnu meira en 'nokkrar vikur í sam og siðan túra-fylleri. Ég kynntist nýrri konu, allt skyldi nú verða gott. Ég er siðan sak- aður að hafa verið hinn mesti nið- ingur, sem sögur fara af i sam- skiptum manna við eiginkonur. Ekki voru það barsmiðar eða slagsmál, þóttofthafilegið nærri. Ég kvaldi hana ógurlega á þann hátt að lifa þvi lifi sem mér sýnd- ist. Það fólst i drykkjuskap með „vafasömum” félögum, kvenna- fariog litilli fyrirhyggju istjórn á fjármálum og heimilishaldi. Stelpugreyið varð að lokum ein taugahrUga. Það slitnar uppUr sambúðinni. Hún fer og ég held áfram sama lfferni. Nokkrar vikur eða daga i vinnu hér og þar — og svo fylleri. Ótaldar eru allar þær meðferðir og þannig staðirsem ég hef gist i lengri eða skemmri tima. Que vadis? Það sem rakið er hér að framan er aðeins brot af .minni sögu i mjög grófum dráttum. Að sjálfsögðu væri hægt að taka úr einstök ævin- týri — sprenghlægileg fyrir sjálf- sagt ýmsa. Ekki nenni ég þvi eins og sakir standa. Min saga á margt sameiginlegt með sögum annarra, sem leita lifshamingju eftir höppum og glöppum, eftir þvi sem til býðst þá stundina, engin sem litil fyrirhyggja um undirbúningsstarf fyrir þá lifs- ábyrgð, sem okkur er sjálfsagt ætluð. Reynt er að fá sem m est út úr liðandi stund án þess að leggja neitt að mörkum. Það kemur að skuldadögumog það verða allir að standa i skilum. Það getur og hefur tekist furðufljótt fyrir ýmsa að rifa sig út úr þessu, en þvi miður eru til margir menn og konur, sem enga glætu sjá og og svartnættið umlykur þau allar stundir. Þetta fólk leitar flótta Iifsins í vimugjöfum, lauslæti og hverju sem er, afbrotum — og si- fellt eykst skuldabyrðin. Eina leiðin sem til er, önnur hefur ekki fundist, er að lúta valdi þess Al- mættis, sem hefur gefið okkur h'fið. Hvort sem sá er kallaður Kristur, Muhamed, Budda eða Jahve, er ekki aðalatriðið. öll trúarbrögð byggjast á ákveðnum helgihefðum, sem hafa skapast eftir rikjandi siðvenjum. Hlæjum ekki þótt sumir snúi höfði til Mekka, eða hafi i frammi ákveðna tilburði við helgihald sitt. Það sem ég er að reyna að segja, er einfaldlega þetta: Hvorki læknir, prestur né velvilj- aður vinur, er þess megnugur að hjálpa fólki, sem ekki getur fundið i lifi sinu fótfestu. Þjóð- félagið gerir sinar kröfur til litils- megandi og megnugra. Hjálp til einstaklings hlýtur að vera að gera viðkomandi að sem mestu leyti kleift að hafa fengið at- hafnaútrás. Það gerist ekki með boðum og bönnum, heldur með þvi að ýta undir það jákvæða, sem lifir i hverjumeinum. Tökum drykkjumanninn sem dæmi. Ég veit fá ef nokkur dæmi þar sem böl hanser læknað með úthýsingu eða lögregluofsóknum. Það er talað um þessa menn sem sjúkl- inga,en meðhöndlunin meðal ætt- ingja og nákominna — og til skamms tima a.m.k. lögregl- unnar — hefur verið i ætt við meindýraeyðingar. Það skal viðurkennt, að makar og aðrir nátengdirstanda að þvi er virðist ráðalausir gagnvart viðkomandi einstaklingi. En hvernig væri að spyrja hann sjálfan? Ef hann (hún) vill halda sinu striki, fær enginn mannlegur máttur hindr- að það nema i gegnum þving- unaraðgerðir um lengri eða skemmri tima. Aftur birtist svo sami einstaklingurinn með sömu sál. Þegar einstaklingurinn sjálfur vill breyttar lifsvenjur, þá sjálfsagt meira i ætt við vænt- ingar annarra, þá er það fyrst og fremst hann (hún) sjálfur, sem tekur ákvörðun. Kæru aðstandendur. Látið ekki eigin taugaveiklun bitna á varnarlausu fólki, sem er gjör- sneytt öllum mannréttindum undiráhrifum vimugjafa. Ég veit hve mikla friðsæld það veitir að fá að ráðstafa tima sinum. Helst að gera það sem maður sjálfur vill. Það þarf ekki að vera af hinu illa. Ég hef áður staðið i þeirri meiningu og stend enn, að sjálf- skaparviti vimugjafa og afbrota er ekki sú leið, sem þeir einstakl- ingar, er fyrir þeim ósköpum verða, kjósa. Það er ill nauðsyn athafnarútrásar, sem knýr ungt fólk til óhæfuverka. Leiðir liggja ekki saman þeirra og hinna ráð- andi fullorðnu úr mér átti t.d. að gera pianóleikara, dansherra, menntamann, i fáum orðum sagt hinn dæmigerða diplómat. Hafði ég óþroskaður unglingur á kyn- þroskaaldri einhverjar háleitar hugmyndir um framtiðarhlut- verk. Eina sem mig minnir, að draumarnir hafi verið, voru alls- berar stúlkur til alls liklegar við <31 hugsanleg tækifæri. Einhverja stöðu vill maður þó skipa i þvi þjóðfélagi, sem maður er borinn i. Ég hef áður rakið skólastússið og ástæður þær, sem urðu þess valdandi að maður gaf skit f allt streð. Þetta virtist engan tilgang hafa. Hvers vegna vilja margir alls dcki verða við þeim væntingum sem vel flestum bornum börnum er ætlað að inna af hendi? For- eldrar sjá i afkvæmum sinum óskadraum eigin hvata, sem crft- ast er einber hégómi. Börn eru sjaldnast virt sem sjálfstæðir ein- staklingar, heldur eign for- eldra(is). Sjálfstæði þeirra tak- markast mjög af afstöðu uppai- enda. Þau eru fjárhagslega háð þeim, félagslega og tilfinninga- lega. Andróður ungmenna gegn hvfers kyns yfirvaldi, sem heftir sjálfskaparþörf þeirra, kemur oft glögglega i ljós á mannamótum. Þá geta þau komið fram sem félagsleg heild. Þegar svo „ábyrgir” einstaklingar fárviðr- ast yfir ofbeldishneigð æskunnar, gera þeirsérenga grein fyrir þvi, að á öllum timum hafa minni- hlutahópar og afskiptir orðið að láta að sér kveða á háværan hátt svo að eftir sétekið. Nóg um þetta i bili. A ferli minum i samneyti við svokallaða róna og allt ,,upp ” i háttvirta alþingismenn, hef ég ekki rekið mig á neitt sem skilur einn fráöðrum i mannlegu tilliti. Þetta er allt venjulegt fólk. Staða og þjóðfélagstákn eru aðeins gervi sem menn eru hjúpaðir til þess að standa fyrir ákveðnum kvöðum. Mýmörg eru þau dæmi, þar sem menn ganga upp i stöðu sinni. Geta þeir verið alþýðlegir við almenn tækifæri, en eru svo persónugervingar embættis við tkmur tækifæri. Sumir samgróast svo stöðu sinni, að hún er alltaf hluti af þeim. Þannig er t.d. um marga stjómmálamenn. Þegar metist er um hæfileika einstaklinga til ýmissa verka, kemurýmislegtforvitnilegt iljós. Sum ir virðast svo heppnir að rata beint á sina braut, en aðrir finna aldrei sinn farveg. Oft er þvi um að kenna, að ógæfusamir ein- staklingar fá ekki þá viðurkenn- ingu i samfélaginu, sem þeim er nauðsynleg til þess að þeir geti notið jákvæðra starfskrafta sinna og hæfileika. Athafnaþrá og lifs- orka þeirra leiða þá oft til mann- skemmda fyrir þá sjálfa og aðra. Það þarf enginn að segja mér, að nokkurmaður eða kona óski þess i raun að hrfslast skjálfandi i kulda og trekki, betlandi ti’kall fyrir kogga,og gripa svo ofttilör- þrifaráða i sinum málum. öll hjálp hverju nafni sem hún á að nefnast,prestar, læknar, AA, SAA, bindindishreyfingar, félags- málastofnun og fleiri aðilar hafa jafnan verið ráðþrota gagnvart umkomulausum. Þeir sem helst geta bjargað málum sinum á veg- um þessara aðila, eru þeir sem eiga sérbróður að baki.Hafa eitt- hvað undir sér og hafa helst dck- ert eða litið misst. Halda fjöl- skyldunni, húsinu, bilnum og jafnvel fyrirtæki. Mannorð þeirra hefur verið orðin hætta búin og svo litla smámuni er fljótlegt að fyrirgefa hjá þorra fólks, sem veit sjálft að það eru engir englar og leynir sjálft ýmsum einka- vandamálum sinum fyrir um- heiminum. Það tekst þvi að „bjarga” mörgum, en umkomu- leysinginn verður harðast úti. Þar er ekki um eina raunhæfa lausn að ræða. Þörf fyrir einkalíf hafa allir. Að vera hornreka milli ýmissa hæla og stofnana og mis- munandi taugaveiklaðra að- standenda gefur engum „vesa- lingi” aðstoð. Fyrir einstakling eins og mig felst aðstoð fyrst og fremst i eiginathvarfi, þar sem mitt einkalif er mitt einkamál. Maður þarf lika að geta komist upp með það að vinna eftir getu. Það er einn alvarlegur misskiln- ingur að halda, að um leið og runnið er af manni, að þá sé maður orðinn heilbrigður. Það eru strax gerðar kröfur til þess, að maður hagi sér eins og venju- legur heilbrigður maður. Afengissjúklingur er alls ekki heilbrigður þótt hann sé edrú. Að gera strax kröfur til sjúklingsins sem heilbrigðs manns, hefur oft- ast bakslög, oft stóra skelli, i för með sér. A þetta reka aðstand- endur sig oftast þótt ofdrykkju- maðurinn eða vimuistinn sé sjálfur allur af viija gerður til betrumbætunar. Lifið sem við tekur, e.t.v. eftir meðferð eða slæman rústúr er alveg eins (eða verra) og það var áöur. Makinn heldur uppteknum ósiðum og særindum. Gömul sár og illindi skjóta upp kollinum. Þar sem rúsistinn hefur alltaf flúið eina leið, verður þessi flóttaleið hans, víman, fjarskalega freistandi á erfiðum stundum. Breytt umhverfi er nokkuð sem velflestir „forfallnir” hafa reynt. Meinið er þó það, að fólk er hverju öðru likt hvar sem þar finnst. Vandamál vimistans má oft rekja til samskiptaerfiðleika við annaðfólk. Sömu vandamálin geta þviskotiðupp kollinum hvar sem er — og alls staðar er hægt að flýja venjuleg mannleg sam- skipti á einhvern hátt. Brennivin er bara ein af mörgum leiðum. Það er stundum gerður saman- burður á sykursjúklingi og alko- hólista. Þessi samanburður er i meira lagi hæpinn. Sykursjúkl- ingurinn þarf oft að breyta mataræði sinu og sýna þar með staðfestu. Þetta varðar lif sjúkl- ingsinsog heilsu. Þaðsama getur varðað alkann þegar hann fer i rús. Munurinn er bara sá, að ann- ars vegar erum likamlegan sjúk- leika að ræða. Afengissýki er ekki bara likamlegur sjúkdómur, þótt hann drægi marga til dauða. Hann er lika andlegur sjúk- dómur. Þótt sjúklingurinn viti, að næsta fylliri geti orðið hans sið- asta, dettur hann samt i það! Er til einhver heilbrigð skýring á þessu? Þetta minnir mig á bók nokkra sem Samhjálp hefur gefið út og nefnist Krossinn og hnífs- blaðið. Þar segir frá heróinneyt- endum og fannst mér markvert nokkuð, að nokkrir komust, og þá helst þeir yngstu og hraustustu, af sjálfsdáðum gegnum þá ægi- kvöl, sem það mun vera að taka afturhvörfin út. ölæðistimbur- mennskan mun vera hreinasti barnaskapur við þá reynslu. Þeir gengu umheilirog sælir um stund enfélluafturfyrren varðimargir hverjir en mörgum reið þetta að fullu. Hvað erþað afl, sem dregur sæmilega skyniborið fólk niður i þessa miklu eymd? Það er óhugnanleg reynsla að lesa bækur Samhjálpar um þessi efni. Ég vitna aftur i fyrrgreinda bók en þar lét piltur einn þess getið, að það væri eins og púki stöðugt hvislaði ginningarorðum að sér. Það er ótrúlega erfitt að rífa sig upp úr rótgrónu umhverfi, þar sem menn og konur hafa mótast og eiga svo að aðlaga sig allt i einu að framandi fólki og lifn- aðarháttum. Vera svo ekki viður- kenndur nándar nærri strax,ein- angra sig frá fyrri freystingar- félögum og sumir gera sér þrátt fyrir allt engar vonir um bata. Það kemur fljótlega I ljós, að maður á oft enga samleið með fólki, sem myndar sér stuðnings- félagsskap. Fjölskyldufólki vegnar oft betur en einmana um- komuleysingja. Þeirhittast á göt- unni og félagsþörfin, sem hrjáir þetta fólk, bindur það auðveldar saman með Bakkusi i staðinn fyrir að bindast i baráttu gegn honum. Viðnámsþrekið er mðdu minna hjá öreigunum heldur en þeim, sem geta veitt sér eitthvaö annað f staðinn fyrir að láta undan drykkjulönguninni. Ég veitpersónulega um marga, sem farið hafa yfirum vegna vimugjafa. Aðrir þekkja ennþá fleiri. Margt hefur verið gert til hjálpar og skal vissulega ekki vanmetið. En hér er afskiptur hópur, sem fær enga lausn á sinum málum, enda á hann hvergi höfði sinu að að halla. Til þess að geta gert kröfur á hendur þessum einstaklingum, þannig að þeir geti staðið við sinar borgaralegu skuldbindingar, þarf að sinna lágmarksþörfum með húsnæði og atvinnu. Þetta fólk, sem lifið hefur leikið svo grátt á rétt á mannsæmandi lifi. Jón Guðmundsson Hlaðgerðarkoti. öllum mönnum er gefið sjálfs- vald — forréttindi — að hafna og að meðtaka. Vonandi er það ekki þess vegna, sem hver stefnir si'na leið. Hugrenninear í Hlaðgerðarkoti

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.