Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.01.1982, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 22.01.1982, Qupperneq 10
10 Föstudagur 22. janúar 1982 helgarpásturinn Á þorrablót ég brá mér Það varfyrir mörgum árum langt austur i afdal, snækóf kringum uppljómað félagsheimili, norðurljós og stjörnublik. Innandyra voru menn.að blóta þorrann og ég horfði á grannvaxinn mann með stór hornspangagleraugu taka til matar sins. Hann boröaði þrjá rjúkandi heita sviöahausa, á aö giska þrjú hundruð grömm af hangikjöti, rauðu og feitu, vænan bita af skyr- hákalli, þrjá selshreifa, fjórtán hrútspunga, slangur af lundabögg- um, sviðnum löppum og eitthvað af slátri. Með þessu læddi hann i sig kartöflum, rófustöppu og drakk úr einni vodkaflösku. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Ég var þarna að lesa upp, þvi félagsmálanefnd sveitarinnar gat ekki hugsað sér að leiða kúlturinn gersamlega hjá garöi. Sá granni meö gleraugun virtist hrifast mjög af þvi sem ég las, þvi hann reyndi stöðugt að komast inn i atburðarásina, kailaði frammi, gólaöi eitthvað sem var vist fyndið, þvi hann og vinir hans sem næstir sátu veltust um af hlátri. Þetta var lika allt saman mjög skemmtilegt. Einn úr hreppsnefndinni kom á reiðhesti sinum inn á mitt dans- gólfið og lét hann hneigja sig fyrir prestsfrúnni. Hugsið um það. t>að er ég viss um, aö ekki gætu þeir leikið það eftir hér suður i Fák.En þetta var náttúrlega afburðahestur, hátt á þritugsaldri og þvi orðinn sæmilega taminn. Þessi granni með gleraugun var annars ekki mikill matmaður. Það haföi hann sagt mér áður og endurtók það seinna, þegar ég hitti hann i kaupíélagssjoppunni þar sem hann var að steypa i sig kók og prinspóló. Hann sagðist eiginlega ekki borða neitt sem kallað væri matur nema þrisvar á ári. Það var i sláturtiðinni á haustin, að hann sagðist aöeins bragða á nýmetinu. Svo sagðist hann taka nokkuð hraustlega til matar sins á jólunum. Og svo var þaðþorrablótið. Hann sagöist ekki gefa mikiö fyrir þennan mat sem svokallaðir sælkerar væruaðmonta sig af i blöðunum. Hinsvegar væri allt i lagi með súrmetið.vegna þess aö það væri svo gott að drekka eitthvað styrkjandi með. Ég sagði honum þá, að ég þekkti mann i útlandinu sem fengi velgju, þegar hann hugsaði til þess að fólk borðaöi holdið utan af höfuðbeinum sauðkindar. Ég sagði honum, að þessi sami út- lendingur væri þvi aftur vanur að snæða steiktan hund. Já, sagði sá granni og ropaði eftir kókþambið, maður hefur svo sem heyrt um villimenn sem éta alls konar kvikindi, orma jafnvel og snigla og gott ef ekki engisprettur og feitlagnar flugur. Ég veit það ekki, sagði hann ihugull, eiginlega væri mér alveg sama þótt ég væri látinn éta velsúran hund á þessum þorrablótum hérna. Aðal- atriðið er að hafa eitthvað gott með. Ég veit ekki hvort ég á að trúa þvi, en sá granni sagöi mér að austur i afdalnum þar sem hesturinn hneigði sig fyrir prestsfrúnni, væri það almælt að þetta kurteisa hross væri sólgið i súran mat og góðan hákall, en liti ekki við brenndum drykkjum. Heyrðu, sagöi hann svo þegar rútan kom, — sá ég þig á blótinu i gær? Frægasta skákdæmi í heimi ,,Den vackraste visan om kárleken kom aldrig pá pránt” stóð i fallegu sænsku ljóöi, eftír- minnilegum andmælum gegn styrjöldum hér i heimi. Frægasta skákdæmi allra tima komst að sjálfsögðu á prent, en myndi alls ekki talið birtingarhæft nú vegna form- galla, það fullnægir ekki einu sinni þeirri frumkröfu að á þvi sé aöeins ein lausn. Þessi saga er gott dæmi um það að andinn gerir ekkert til þess að leysa hann úr viöjum. Þetta gerir lausn dæmisins sæmilega einfalda, ef maöur hefur þemað úr fyrra dæminu i huga. Er ekki hægt að hleýpa kónginum til h5 og máta hann þar? Nú sér lesandinn væntanlega lausnina: 1. Be8-h4 2. Kf7! Lokar biskupslinunni og færir kónginum flóttareitinn h5. 2. -Kh5 3. Kg7 mát. Þekki maöur ekki þessa hug- hefur meira aö segja en formið, það er hugmyndin i þessu dæmi sem hefur orðið svona langli'f. og raunar eignast mörg h'f, þvi að margar aðrar þrautir hafa verið um hana gerðar. Og hér kemur hún þá, þessi fræga þraut. Hún birtist fyrst árið 1845 I bresku skáktimariti, The Chess Player’s Chronichle. Höfundar var ekki getiö frekar en í tslendingasögum. Sextiu ár liðu áður en nafn hans var graf- ið úrdjúpunum. Þá kom i ljós að hann hafði heitið Henry Ágúst Loveday, breskur klerkur aust- ur i Bengalhéraði á Indlandi er hafði gamnað sér við að setja saman gátur og hafði i þetta sinn dottiö ofan á þessa snjöllu hugmynd, en hún er siöan nefnd INDVERSKA ÞEMAÐ. 8 7 5 5 4 3 2 1 llvitur á að máta i 4. leik Hvitur á að máta í fjórða leik. Eins og menn sjá á svartur að- eins tvo leiki áður en hann verð- ur patt, að öðrum aðstæðum óbreyttum. Lausn höfundar er á þessa leið: 1. Bcl-b4 2. Kbl (eða b2)-b5 3. Hd2!-Kf4 4. Hd4-f + og mát Það er í þriðja leiknum sem hugmyndin kemur fram : hrók- urinn lokar biskupslinunni og færir kónginum flóttareit sem hann er siðan mátaður á. Smiðagallar dæmisins liggja i augum uppi, til að mynda er hægt aö leysa dæmið með: 1. Bg5-b4 2. Bcl-b5 3. Hd2 osfrv. Ekki þarf nema þrjá leiki til þess að koma hugmyndinni á framfæri. Taka má peðiö á b6 af boröinu og breyta kröfunni i mátíþriðja leik.Þá væri lausn- mynd, geta dæmi af þessu tagi verið hartnær óleysanleg. Ed- vard ’ Lasker segir einhvers staðarfráþviaöþegar hann var ungur piltur var honum sýnt dæmið sem hér er prentað og boðiö veðmál um að hann gæti ekki leyst það á mánuði. Hann glimdi við það all lengi en gafst svo upp, sá ekki betur en það væri algerlega óleysanlegt. Og það verðurað segjast eins og er, að ekki er það auðvelt, jafnvel þóttmaöur þekki hugmyndina. Hérásvarturaðeins einn leik, b6-b5, siðan er hann patt Flestum dettur sjálísagt fyrst i hug að vekja drottningu, 1. g8D, en eftir b5 verður aö losa hvit úr pattinu og þá er kóngur- inn slopinn út. En þarna kemur önnur hug- mynd til sem ekki er alveg ókunn i skákdæmum — en nú er vist best aö segja ekki meira, til þess að eyðileggja ekki ánægj- una fyrir þeim sem vilja glima við dæmið sjálfir. Lausnin er á öðrum stað f blaðinu. 8 7 6 5 4 3 2 I abcdefgh Hvítur á að máta I 3. leik. ROSSÉAU AÐ TAFLI Frakkneski heimspekingur- inn Jean-Jacques Rousseau var einn þeirra mörgu andans manna er höfðu yndi af þvi að tefla ogeru nokkrarskákir hans til skráðar. Hér er ein þeirra, Lausn er hún er tefld i romantiskum sóknarstfl sins tima, en Rousseau sýnir býsna skemmti- leg tilþrif i sókninni. ROUSSEAU - CONTI PRINS 1759 ttalskur leikur 1. e+e5 2. Rf3-Rc6 3. Bc4-Bc5 4. c3-De7 5. d4-Bb6 6. 0-0-d6 7. Bg5 Byrjunin er ótrúlega nýtisku- leg, þessi vörn er talin ein hin besta gegn italska leiknum. En núeralgengara aðleika 7. h3 og loka siðan stöðunni á miðborði með d4-d5. 7. . ..-f6 8. Bh4?! Hvitur teflir djarft til sóknar og hikar ekki viö að fórna manni, enda er þetta það sem i dag myndi kallaö létt skák, þungar kappskákir með ströng- um timamörkum þekktust ekki á átjándu öld. 8. .. .-g 5 9. Rxg5-fxg5 10. Dh5 + -Kf8 1 skák sem Greko tefldi rúmri öld fyrr (1619, i Róm) varð framhaldið á þessa leið: 11. Bxg5-Dg7? 12. Be6+ !-Kxe6 13. De8+-Rge7 14. d5 mát! 11. Bxg5-Dg7 12. f4! Fallegur leikur og forboði nýrra fórna. 12. ,..-exd4 13. f5-dxc3 + 14. Khl-cxb2? Svartur er helst til átfrekur. Með þvi' að leika 14. -Re5! gat hann varist, t.a ,m. 14. f6-Dg6 15. f7-Rxc4! eða 14. Bxg8-h6! 15. Bxg8-bxalD Peöið hefur komist til æðstu metorða á ótrúlega skömmum tima, en nú er dagur reiðinnar runninn upp. 16. f6!! abcdefgh Og svartur gafst upp. Þótthann eigi tvær drottning- ar dugar það ekki til, eins og menn geta sjálfir sannfært sig um. Kostuleger leiðin 16. -Kxg8 17. fxg7-Be6 18. gxh8D + -Dxh8 19. Bf6 og báöar svörtu drottn- ingarnar eru horfnar. á bls. 23 m: 1. Bcl-b4 2. Hd2-Kf4 3. Hd4 mát Þessi hugmynd hefur orðið býsna vinsælog við getum litið á annað dæmi um hana. Hvitur á að máta i 3. leik 1 þessari einföldu stöðu á svartur aðeins einn leik : h5-h4, siðan er hann patt — ef hvitur Spilaþraut helgarinnar S AK654 H A6432 T 43 L 2 S987 S DG10 H KG79 H D108 T— T DG1092 L986543 L 107 S 32 H 5 T AK8765 L AKDG 10 cic Suður á aö vinna fimm tigla. Útspil vesturs er laufa fimm. Lausn: Suður tekur slaginn og seturborðið inn á spaða. Lætur tromp. Austur verður að láta háspil og það tekið. Borðið sett aftur inn á spaða og spaði trompaður.Slagurtekinn á lauf, og hjartakastað úr borði. Laufi spilað og trompað i borði. Yfir- trompi austur og láti hjarta, er það tekið i borðinu og spaða spilað. Suður losnar við siðasta laufið ef austur trompar ekki. Nú trompar suður hjarta, lætur litið tromp til austurs og á af- ganginn. Ef austur kastar hjarta er spaði látinn úr borðinu. Besta vöm austurs er að trompa hátt, en suður yfirtrompar og lætur hjarta, sem tekið er með ásnum og fimmti spaðinn látinn. Trompi austur hátteða kasti af sér, losnar suður við siðasta laufið. Trompi austur með lág- spíli, yfirtrompar suður og læt- ur siðasta laufið.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.