Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.02.1982, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Qupperneq 6
Föstodagur 19. febrúar 1982 / var Diana Scarwid tekin viB hlutverkinu. Það tók þrjár til fjórar stundir hvern morgun, sem kvikmyndatakan varaði, að breyta svo útliti Faye Dunaway að hún liktist Joan Crawford. Hún lá yfir ljós- myndum af stjörnunni og horfði á fjöl- margar kvikmyndir hennar en kvik- myndaferill Joan Crawford spannar fjóra áratugi. Og tilraunir voru gerðar með augnhár, varaliti og hárkollur. Arangur- inn sýndi sig þegar i fyrsta atriði myndar- innar, þar sem leikkonan situr fyrir framan snyrtispegil en snýr sér siðan við svo hún sést i nærmynd. Hún hefur breyst i Crawford. „Kynslóðir kvikmyndaunnenda muna hvernig hún leit út,” segir Faye Duna- way. „Þetta setti mér viss takmörk i leik minum. Ég varðað tileinka mér hið fræga Crawford-göngulag og segja fram texta minn á sama hátt og Crawford gerði. Elsku mamma minnir um margt á griskan harmleik. Þetta er erfiðasta kvik- myndahlutverk mitt aö þvi leyti að ég er i forgrunni svo til alla myndina og leikur- inn spannar svo breytt tilfinningasvið.” Fay Dunaway er hrifin af ævisögum samtimakvenna eins og hlutverkaskrá hennar siðustu árin sýnir. Næsta hlutverk hennar á undan þvi sem hér er rætt um, var titilhlutverkið i sjónvarpsmyndinni Evitu Peron. I kvikmyndum hefur hún leikið evangelistann Aimee Semple McPherson, Wallis Simpson, hertogafrú af Windsor, og hún verður ógleymanleg þeim sem sáu hana leika glæpakvendið Bonnie Parker i Bonnie og Clyde. Hún segir: „Þessar konur bjuggu allar yfir járnvilja og vildu ráða örlögum sin- um sjálfar. Þær voru allar mjög skap- heitar. Joan Crawford réö til dæmis sjálf lifi sinu á þann hátt sem ég gæti aldrei leikið eftir. Ég held að Christina hafi etv. ýkt frásögnina um sambúð þeirra mæðgna. t myndinni er gefið i skyn að sú æðistilfinning, sem Joan bar til barna sinna, hafi stafað af erfiðleikum sem hún átti við að etja i kvikmyndaverinu og ekki bætti drykkjuvandi hennar úr skák. En hvað sem satt kann að vera um samband þeirra mæðgna er saga Joan Craword um konu sem biður ósigur en býðurótrauð öllum erfiðleikum byrginn.” Fay Dunaway hefur búið i New York undanfarin tuttugu ár. Hún er skilin við mann sinn, poppsöngvarann Peter Wolf og er heitbundinn Terry O’Neill, fyrrum ljósmyndara breskum, en hann er fram- leiðandi myndarinnar Elsku mamma ásamt eiginmanni Christinu Crawford, David Koonts. „Það er gott að búa á aust- urströndinni,” segir hún, „þvi að þar get- ur fólk talað um sitthvað fleira en kvik- myndir.” Fay Dunaway segir að lokum: „Ég þekkti ekki Joan Crawford, en ég vona aö mér hafi tekist að draga upp jákvæða mynd af henni og sýna hana betri konu en bókin gerir. Þaö er óhugsandi að hún hafi veriö sjálfselskufull fordæða, það sanna rausnarlegar gjafir hennar til liknar- stofnana og einstaklinga. Hún var kona sem ég hefði viljað þekkja.” ELSKU MAMMA Christina, sem var eitt fjögurra kjör- barna Joan Crawford, ber leikkonunni, móður sinni siður en svo vel söguna. En það er ótrúlegt hve Dunaway tekst að likj- ast fyrirmynd sinni i útliti. I einhverju fyrsta atriði myndarinnar sést hin heims- fræga stjarna á fjórum fótum að skúra gólf, hjúum sinum til hinnar mestu mæöu, en hún var alla tið haldin hreinlætisæði. Dunaway notar fimmtiu og fjóra bún- inga i myndinni, sem er vel viö hæfi þegar haft er i huga að Crawford var um langt árabil talin i hópi best klæddu kvenna Bandarikjanna. Joan Crawford fæddist i San Antonio i Texas og var skirð Lucille LeSueur. Þegar hún hóf leiklistarferil sinn notaði hún ýmist þetta nafn eða kallaði sig Billie Cassin i höfuðið á stjúpa sinum, leikhús- eigandanum Henry Cassin. Crawford þráði heitt að eignast börn en hún missti fóstur ekki sjaldnar en átta sinnum. Hún taldi sig geta boðið börnum sinum þær lystisemdir sem hún fór sjálf á mis við i æsku. Arið 1955 giftist Crawford Alfred Steele, stjórnarformanni Pepsi Cola og þegar vinsældir hennar tóku að dala nokkrum árum siöar, en þá var maður hennar dáinn, tók hún að auglýsa gosdrykkinn heimsþekkta. Siöustu árin lék leikkonan einkum i hryllingsmyndum sem varla sæmdu hæfi- leikum hennar. Ein þessara mynda var „Hvað kom fyrir Baby Jane?” sem sýnd var i isienska sjónvarpinu fyrir skömmu. Það kemur ekki fram i „Elsku mömmu” að Joan Crawford taldi bókstaf- inn C happastafinn sinn. Kjörbörnin hennar fjögur heita Christina, Christo- pher, Cathy og Cynthia og kjölturakkarn- ir hennar þrir hétu Cliquet, Camiile og Chiffon. Faye Dunaway hafði ekki lesið sjálfs- ævisögu Joan Crawford þegar hún tók að sér þetta hlutverk en þar stendur: „Mér virðist Faye Dunaway hafa ein allra leik- kvenna þá kosti til að bera sem geti gert hana að stórstjörnu”. Dunaway segir: „Ég vissi fátt eitt um Joan Crawford þegar ég ákvað að taka að mér hlutverkiö. En ég myndaði mér skoðun um hana þegar liða tók á gerö myndarinnar. t minum huga var hún drottning kvikmyndanna, fremsta kvik- myndaleikkona Bandarikjanna fyrr og siöar. Þaö var átakanlegt hve heitt hún þráöi að veröa móðir. A fjóröa og fimmta ára- tugnum, timum eitilharðrar samkeppni i kvikmyndabransanum, tók hún að sér fjögur börn. Enga manneskju veit ég um sem var gædd jafnmiklum sjálfsaga og hún. Báðar voru þær gæddar miklum vilja- styrk Joan og Christina, og þvi kastaöist oft i kekki á milli þeirra. Joan var mjög tilfinninganæm en Christina hafði miklu meiri stjórn á sér. Báðar vildu þær verða leikkonur. Þær hlutu að valda hvor annarri vonbrigðum. Joan fannst alltaf sem Christinu þætti ekki vænt um hana en greinilegt er að samband þeirra hefur einkennst af ást og hatri. Joan varð fyrir illum áhrifum af þeim sem umgengust hana.” Það fékk mjög á Dunaway að leika Joan Crawford og hún átti erfitt með svefn eftir sum erfiðustu atriöin. Það var henni erfitt að leggja hendur á Christinu, tiu ára (leikna af Mara Hobel), þegar barnið hengdi ekki upp dýru, finu kjólana sina svo að móðir hennar likaði, og i einu atriði klippir hún ljósa, siða lokka barnsins til að bæla niður hégómagirnd þess. En verst fannst Dunaway þó þegar hún kyrkti næstum Christinu á unglingsaldri, en þá sjálf Fyrir nokkrum mánuðum var frumsýnd í Bandaríkjunum kvik- mvndin Elsku mamma (Mommie Dearest), en hún er um leikkonuna Joan Crawford og er byggð á hinni umdeildu bók dóttur hennar, Christinu, um samband þeirra mæðgna. Leikkonan Faye Dunaway fer með hlutverk Crawford í myndinni. Fyrir skömmu birtist grein i breska tímaritinu Films lllustrated, þar sem m.a. er rætt við Faye Dunaway um Joan Crawford og fer greinin hér á eftir í endursöqn oa nokkuð stytt. Faye Dunaway í hlutverki Joan Crawford 4 Svipmyndir úr Elsku mamma.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.