Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 19.02.1982, Blaðsíða 24
Þeir sögöu aö Hlemmur væri eini staöurinn þar sem klikan gæti hist. Föstudagur 19. febrúar 1982 helgarpÓsturÍnn ingum. Þeim fannst starfið jákvætt en voru hræddir um að það tækist ekkert alltof vel þvi það væri erfitt að skilja hugsunarhátt unglinga. Fannar, og Guðjón, báðir 14 ára, sögðust ekki vita mikið um Útideildina. Þóhöfðu þeir rabbað við starfsmenn hennar um daginn og veginn og fannst það ágætt. Þeir voru sammála um að starf- semin væri góð en héldu að það væri ekki margir krakkar sem notfærðu sér hana. Og við spurðum þá hvort þeir læsu Æskuna en það gerðu þeir ekki, höfðu ekki einu sinni séð hana. Jákvætt starf Þær Gunnhildur og Sigriður, 14 ára, vissu ekkert hvað Útideildin er og hafa aldrei heyrt um hana talað. En þær hafa lesið Æskuna og finnst hiín ágætt blað, full barnalegt kannski og að blaðið 16 væri meira fyrir unglingana. Við töluðum næst við þau Sigurð 16 ára, Hrafnhildi 15 ára, Elinu 15 ára, Eh'nu 14 ára og Pálma 16 ára. Þau eru öll i skóla nema Sigurður sem er nýhættur i M.H. og er að grafa skurði fyrir Póst og sima núna. Fin tilbreyt- ing frá skólanum, sagði hann. Elin (15 ) var sú eina sem vissi eitthvað að ráði um útideildina og sagði að sér fyndist það mjög jákvætt starf að reyna að hjálpa unglingum . Pálmi var sá eini sem les Æskuna en finnst hún full barnaleg, blaðið 16 og Samúel væru meira fyrir unglingana. Stundum afskiptasöm Á leiðinni Ut rákumst við á skrautlegan pönkarahóp. Strákarnir könnuðust nU eitthvað við útideildina og fannst hún ágæt, en stundum ferlega af- skiptasöm. Þeir sögðust vera mikið á Hlemmi, það væri enginn annar staður þar sem klíkan gæti hist. Okkur var starsýnt á öll merkin sem þeir báru i barm- inum. Þar gat að lita nöfn helstu uppáhaldshljómsveita þeirra sem voru, Crass (ekki Clash) Dead Kennedys Public Image, Stiff little fingers, Exploded og af þeim islensku voru Purrkurinn, Q4U. og Vonbrigði i mestu uppáhaldi. Utideildin og Æskan — eiga þau annars eitthvað sameiginlegt? . Stuðarinn vildi fá að vita hvort unglingar vissu yfirleitt af Úti- deildinni og hvaö þeim fyndist þá um starfsemi hennar. Og af þvi aö viö vorum komnar af stað á annað borö þá forvitnuðumst við um fleira, svo sem hvað ungl- ingum finnst um blaðið Æskuna. Við fórum upp á Hlemm, eitt aðal „athvarf” unglinga i Reykjavikog leituðum svara þar. Erfitt að skilja hugsana- gang unglinga Fyrst hittum við þá Þorra, 17 ára og Jóhann, 16 ára. Þeir vissu af Útideildinni og sögðust hafa séð starfsmenn hennar reyna að tala um fyrir villuráfandi ungl- Fannar og Guðjón voru samtnála um að starfsemi Útideildarinnar væri góð. Litinn hornauga fyrir að halda kjafti við að kúpla þeim inn i starfsemi félagsmiðstöðvanna.” Unglingaheimili fangelsi sjáum við starfsmenn Útideildarinnar halda einn laufléttan fund i nýja húsnæðinu á Tryggvagötunni. kynnst hóp af heyrnarskertum unglingum, hvernig gekk það? ,,Já það er rétt. Það var siðast- liðið sumar sem við unnum með þeim. Það var mjög skemmtilegt. Þau eru mjög einangruð og halda hópinn saman en kynnast litið öðrum unglingum. Við reyndum að fá þau til að samlagast heil- brigðum jafnöldrum og i þeim til- gangi komum við þeim i kynni við hóp i Fellahelli. Það er lika gott fyrir heilbrigða unglinga að kynnast þeim og vandamálum þeirra.” — Hafið þeið eitthvað samband við aðra, skólana t.d? ,,Já, já við höfum samstarf við þá, lika foreldra og félagsmið- stöðvar.” — En lögguna? „Þeir hugsa svo allt ööru visi en við.” Gatan aða Istarfsvett- vangurinn — Hafið þið eitthvað ákveðið húsnæði fyrir Útideildina? „Við höfum fengið að hlaupa inn i félagsmiðstöðvarnar og skóla hingað til og haft bil (rúg- brauð) til umráða. En nú vorum við að fá húsnæði ásamt ungl- ingaathvarfinu að Tryggvagötu 4 og þangað er starfsemin að flytja þessa dagana, en aðalstarfsvett- vangur okkar er gatan.” Og Stuðarinn þakkar Hjalta Jóni kærlega fyrir allar upplýs- ingarnar og við vonum að þær komi einhverjum að góðum notum. Útideildin er fyrirbæri hér i bæ, sem fáir vita um, sennilega allt of fáir þvi miöur. Stuðarinn til- heyrði þeim hópi og vildi þvi gjarnan bæta úr fávisku sinni og annarra og fá upplýsingar um hvað Útideildin er, hvernig hún starfar og fleira i þcim dúr. Við heimsóttum þvi Hjalta Jón Sveinsson, einn af starfsmönnum Útideildar og spurðum hann fyrst.. Á rúntinum og í sjoppunni — Hvað eruð þið mörg sem vinnið við Útideildina? „Við erum 8 sem vinnum hér en öll i hlutastarfi nema einn sem er i hálfu starfi. Við erum þvi öll i vinnu annarsstaðar Iika, sem háir okkur mikið þvi starfið er krefj- andi. Það er lika illa launað og þvi er mikið um mannabreytingar sem er frekar slæmt. Við eigum að skila 65 klst. á mánuði hver. Við reynum að vera úti öll kvöld vikunnar, a.m.k. tvö saman á virkum kvöldum og fjögur um helgar. Nú, við vinnum á vett- vangi krakkanna sjálfra, á rúnt- inum, i sjoppunni og allsstaðar þar sem þeir eru. Við reynum aö hafa gott yfirlit og að ná sambandi við sem allra flesta. Við hjálpum þeim sem eiga við félagsleg vandamála að striða, i skólanum, heima hjá sér, vegna drykkju og sniffs og meira segja reynum við að koma fólki til tann- læknis fyrir 16 ára aldur. Við störfum bæði með einstakl- ingum og hópum. En við erum ekki meðferðaraðilar heldur til- visunaraðilar. Við reynum að koma unglingunum áfram til lækna og sálfræðinga ef þarf. í hópstarfinu reynum við að komast i klikurnar i hverfunum og helst reynum við að komast i samband við þá krakka sem eru ekki i félagsstarfi i skólum eða félagsmiðstöðvum. Það er náttúrlega alltaf ákveðin tor- tryggni i okkar garð hjá krökk- unum, en ef þau vilja ekki sam- vinnu, látum við þau alveg i friði. Það tekur oft marga mánuði að kynnast þeim en svo gerist það lika stundum að við erum að reyna að kynnast einhverjum krökkum, erum leitandi i marga mánuði að þá einn góðan veður- dag koma þau sjálf til okkar.” öll mál trúnaöarmál — En hvernig vinnið þið traust krakkanna, eruð þið bundin þagnareiði? „Já, algjörlega, öll okkar mál eru trúnaðarmál. Við erum einmitt litin hornauga af yfir- valdinu fyrir það að halda kjafti. Annars opna krakkarnir sig fljótt og segja okkur þá frá öllu. Oft þola þau ekki kennarana og for- eldrana en maður finnur að það er mikilvægt fyrir þau að tala við fullorðið fólk. Viö reynum að hafa áhrif á þau og láta þau lita á björtu hliðarnar í lifinu. En svo við vikjum aftur að hóp- starfinu þá erum við með alls- konar fræöslu þar t.d. um kynlff og drykkju. Þá fáum viö ýmsa svo sem lækna eða alkóhólista til að segja þeim frá. Svo reynum — Eru vandamál þessara ung- linga alvarleg? „Of eru þetta krakkar sem hafa flosnað upp úr skóla af ein- hverjum ástæðum, en það er tak- markaður hópur. Margir þeirra hafa heldur ekkert að sækja heim til sin, nema þá kannski svefn, þau hafa i raun og veru hvergi höfði sinu að halla. Oft drekka þau og sniffa af eintómum leið- indum og tilgangsleysi. Viö reynum þá að fá þau til að fara aftur i skólann eða finna sér vinnu. Þau vilja alls ekki minnst á unglingaheimili lita á það sem fangelsi.’ Bara klór í bakkann — Hver er afstaða Félagsmála- stofnunnar til ykkar? „Félagsmálastofnunin hefur mikinn áhuga á Útideildinni og á unglinga-athvörfum en það vantar allstaðar peninga, t.d. er bara eitt unglinga-athvarf i allri Reykjavik — á Hagamelnum — en þar er bara opið þrjú kvöld i vikuog ekki pláss nema fyrir 6-8 unglinga. Svona athvörf þyrftu að vera út um allan bæ, þetta er svo máttlaust svona klór i bakkann.” Unnum með heyrna- skertum unglingum — Við fréttum að þið hefðuð

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.