Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 26. nóvember 1982 Innn DRÖGUM ÞINGMENNINA FYRIR ALÞÝÐUDÓMSTÓL Bubbi Morthens var léttur á fœti framan við Alþingishúsið á þriðjudagskvöldið. Tvo unglingstöffara barþarað - Hœ, ógeðiðþitt, sagðiannar. - Skallapoppari, sagðihinn. „Sœlir, piltar“, sagði Bubbi Morthens með bros á vör. „Hagið ykkur nú ekki eins og aular“. Dyraverðir Alþingis voru eilítið hikandi þegar Bubbi gekk inn um virðulegar dyrnar. Þeir eru líklega ekki vanir því að þangað komi menn með litaðan brúsk í hárinu og eyrnalokk. Þeir hreyfðu þó engum mótmœlum - því Bubbi Morthens brosti til þeirra og tók þá á sjarmanum. Á leiðinni upp á áheyrendapallana var Bubbi spurður hvort hann hefði komið áður í þetta hús. „Já, en bara til að mótmœla, sagði hann og glotti. Kjartan Jóhannsson var að tala til þjóðar- innar, mæla fyrir vantrauststillögu sinni, þeg- ar við komum á pallana. Þar var slæðingur af fólki, sem gaut augum á Bubba,og það gerðu líka þingmenn niðri í salnum - einkum þeir yngri, sem virtust þekkja Rokksöngvara ís- lands. Núverandi. Hann hlustaði á Kjartan ljúka máli sínu og Gunnar Thoroddsen byrja að útskýra fyrir þingheimi á sinn föðurlega hátt hvers vegna ríkisstjórnin væri nú bara býsna góð þrátt fyrir allt. Drögum þá fyrir alþýðu- dómstól í dúnmjúkum leðursófa í Kringlunni, þar sem þingmenn sitja gjarnan að tafli þegar lítið er um að vera eða í kaffihléum, lét Bubbi Morthens svo móðan mása. „Ég hef lengi fylgst með pólitík - enda eru bræður mínir þrælpólitískir og aktívir í pólit- ísku starfi - en ég verð nú að segja eins og er: þetta sem stendur yfir hérna er eitthvert mesta hneyksli sem ég hef orðið vitni að síðan ég komst til vits og ára. Ég meina, það er vaðandi verðbólga hér og tómir bömmerar. Þetta er tómt vesen og fer alltaf versnandi. Og þá standa þessir menn - sem mætti halda að væru á svipuðu greindarstigi og sauðir í rétt - hér í nafni þjóðarinnar og rífast, sví- virða hver annan og fara með lygar. Þeim væri nær að koma sér saman um að hér sé illt ástand - fiskurinn er búinn, gaffalbitar og skreið fáum við morkið í hausinn aftur - efnahagurinn hefur líklega aldrei verið verri. Og þá standa þeir í nafni þjóðarinnar og leiða okkur út í ennþá meiri ógöngur og ennþá meira vesen. Það ætti að sækja þessa menn til ábyrgðar. Ég hef sagt það áður - það ætti að sækja þá til ábyrgðar frammi fyrir alþýðudómstól". - Eru þeir allir eins? „Mér finnst einn standa upp úr. Það er Vilmundur. Það er líklega vegna þess að hann á svolítið anarkí í sér. Ég hef lesið grein- ar eftir hann og heyrt hann tala. Auðvitað lætur hann vaða á súðum af og til - en hann er þó einn af mjög fáum, sem hefur reynt að vera sjálfum sér samkvæmur. Það hefur lík- lega valdið því, að nú er hann farinn úr Al- þýðuflokknum. Hann var nógu gagnlegur fyrir kosningarnar forðum, það vantaði ekki. En um leið og hann fór að leyfa sér að gagnrýna eigin flokk og aðra var hann bara afgreiddur. Sagður ruglaður. Nei, mér finnst að Vil- mundur eigi skilið að fá stuðning". Útí Viðey með þá! I Hann lagði við hlustirnar. Heyra mátti ein- hvern þingmanninn taka þátt í sjónvarpsum- ræðunum um vantraustið. „Já, nú blaðra þeir ! og þvaðra, rífast og rangtúlka orð og skoðan- j ir hver annars frammi fyrir alþjóð. Þeir voru j kosnir til að sjá um að ástandið væri ekki eins og það er í dag“, sagði Bubbi. „Andskotinn. Ef maður hefði kjark og væri hæfilega létt- brjáiaður þá tæki maður þessa menn náttúr- lega í gíslingu og héldi þeim þangað til þeir væru búnir að koma sér saman um hlutina...“. „...höfuðhlutverk hverrar ríkisstjórnar er að móta þjóðfélagið..." tónaði þingmaður í gegnum hátalarakerfi hússins. „Já, heyrðu þetta!“ hvæsti Bubbi. „Það á að taka þessa menn og flytja þá út í Viðey og geyma þá þar!“ - Langar þig á þing? „Neei. Nei. Óekkí. Égerekki nógulyginn, ha ha ha“. - Lýgurðu aldrei? „Jú jú, stundum. En þá bara að einum eða tveimur í einu. Það er svo mikil og heavy lygi hérna á þinginu - ég meina, þeir ljúga að tvö hundruð þúsund manns í einu. Og þeir hafa jafnvel umboð frá flokkunum sínum til að fara með lygina“. - Veist þú eitthvað um pólitík? „Ekkert minna en aðrir. Og ekkert meira en aðrir. Ég hlusta stundum á útvarp frá alþingi. Ég les öll blöð og reyni að fylgjast vel með. Það sem er að gerast hér í kvöld er náttúrlega ekkert annað en að kratarnir eru að stökkva burtu af sökkvandi skipi. Og þeir eru að hala inn atkvæði fyrir næstu kosning- ar. Þessi umræða hér í kvöld snýst ekkert um hag þjóðarinnar - hún snýst um frama hvers og eins þarna í salnum". - Hver er þín eigin persónulega og pólit- íska sannfæring? Einhver? „Æ, ég er eiginlega að missa hana. Ég var byltingarsinni, jafnvel fram úr hófi. A vissan hátt er ég það ennþá. En það hefur margt orðið til að draea úr mér. Heimsmálin eru ekki glæsileg. Ég hef sannast sagna misst trúna á manninn. Ég trúi ekki lengur á hann sem vitsmunaveru. Ég er dofinn gagnvart þessu öllu - og sá doði fer vaxandi. Auðvitað er ég ennþá bálreiður og fúll út af því hvernig komið er - en maður stendur bara frammi fyrir svo vonlausu ástandi. Minn draumur var - og er enn - anarkismi". i Á stalli I - Anarkismi. Engar reglur, ekkert þing, engin lög... Það þarf líklega helvíti gott fólk til að svoleiðis geti virkað. „Já, já. Það þarf mjög gott fólk til þess. Einn meginboðskapur Biblíunnar er anarkí, stjórnleysi. Það þarf ekkert endilega að fylgja anarkismanum ofbeldi og læti. Anar- kismi er miklu frekar ást og kærleikur. í slíku þjóðfélagi á fólk að geta lifað í sátt og samlyndi án þess að einn sé settur ofar öðrum. Þingmaður á ekkert að vera merki- legri en verkamaðurinn. Verkamaðurinn getur sitthvað, sem þingmaðurinn getur ekki og öfugt“. - Það hljómar einkennilega að heyra rokkstjörnuna Bubba Morthens, sem er á einskonar stalli, tala um að allir eigi að vera jafnir og enginn settur ofar öðrum. „Já, þetta er alveg rétt. Ég hef verið settur á stall og meira og minna dreginn ofar öðr- um. En ég myndi vel sætta mig við að vera einn af fjöldanum. En þessi stallur... ég reyni að láta það hafa sem minnst áhrif á mig. Ég hef reynt að bæta samskipti mín við annað fólk. Sýna umburðarlyndi. Ég er hættur að lifa í mínum eigin heimi og horfa á naflann á mér, eins og ég gerði allt of lengi. Málið er að gefa öllum séns - ég held að það hljóti að áorka meiru en hroki, sem er svo auðvelt að sýna. Vissulega hef ég komið fram af hroka. Én auðvitað hef ég engan rétt á því... ég valdi mér þetta hlutverk mitt og þess vegna verð ég einfaldlega að sætta mig við það, að hvar sem ég er kemur fólk til mín til að tala við mig, svívirða mig, hrósa mér, gefa skít í mig og allt þar á milli. Þannig er þetta til dæmis ef ég fer á skemmtistaði. Stundum verð ég að biðja fólk að láta mig í friði - og ég hef tekið eftir því - lært það - að miklu fleiri taka tillit til manns ef maður er ekki með neinn hroka. Mér hefur gengið mjög vel í músíkinni. Ótrúlega vel. En ég kæri mig ekkert um að vera einhverskonar goð, jafnvel þótt ég sé það. Við því er bara lítið hægt að gera á meðan ég er í þessu. Sú atvinna sem ég stunda byggist að verulegu leyti á auglýsinga skrumi og sölumennsku. Við, hljómsveitin, við gerum að vísu aðallega það, sem að okkui snýr, búum til plötur og spilum fyrir fólk, svo sér plötufyrirtækið um markaðinn. En allt ei þetta samtengt og óaðskiljanlegt". Alltaf að selja mig - Ertu þá ekki að selja þig, eins og það ei kallað? „Auðvitað. Auðvitað hef ég verið að selja mig allt frá fyrstu plötu. En ég er búinn að vera að selja mig síðan ég var fimm- tán ára. Ég hef verið að selja mig og mína vinnu þegar ég hef verið á síld, eða bát, eða að vinna í frystihúsi. En í slíkri vinnu ber ég minna úr býtum. Sjáðu til: í poppbransanum eru til menn, sem vilja ekki spila, vilja ekki auglýsa sig og þar fram eftir götunum. Þeii vilja vera underground, neðanjarðar. Og það skapar þeim vissa sérstöðu og aflar samúðar, af því að þeir eru grúví underground. Ég vil fara öðru vísu að þessu - ég vil ná til eins margra og hægt er. Helst allrar heimsbyggðarinnar. Og ég er ekkert einn um þann draum. Þetta vilja allir, sem eru í poppi eða rokki. Og auðvitað vil ég líka komast á stærri markað erlendis. Það sem mig langar að gera er að fara út og fara þar á hljómleika- flakk, on the road, og athuga hvort hægt er að vinna sig upp þar eins og hér. Ná til fleiri". - Það er fullyrt að Bubbi Morthens sé eins- konar stofnun, sem hafi gífurleg áhrif á æsku , landsins. Hefur þú góð áhrif eða slæm? „Ég er einangraðri en ég ætti að vera. Ég fer í hljómleikaferðir, ég fer í stúdíó og geri plötu en ég fer ekki mikið annað. Ég fer

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.