Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 5
rr/nn'Föstudágur 26. nóvémbér 198Í2 svo lítið út að ég skynja ekki hvort ég hef áhrif á heimilunum, í skólunum eða annars staðar. Ég veit að ég get haft áhrif á hljómleikum - ég sé fólkið hoppa og stökkva og skemmta sér. Kennarar segja mér sumir að ég hafi mikil áhrif á krakkana. Það gerir mig bæði hræddan og ánægðan. En ég held að ég hafi á vissan hátt haft góð áhrif - ég held að ég hafi getað, að minnsta kosti að ein- hverju leyti - rutt brautina fyrir því, að textar í poppmúsík verða framvegis um eitthvað, sem skiptir máli“. - Þú hefur sagt að þú værir utan- garðsmaður í íslenskri músik. Ert þú ekki einmitt eins mikið innangarðs og menn geta verið - snýst ekki sá bransi aðallega í kring- um þig og þína samstarfsmenn? „Nei, ég er utangarðsmaður í íslenskri poppmúsík. Ég er kannski innangarðs í poppinu - en samt utangarðs. Ég hef haldið í mín prinsipp - til dæmis í textagerð. Ég er að því leyti innangarðs, að Ego er einskonar stórveldi í þransanum. En við semjum okkur ekki að kröfum tímans - við höfum alltaf reynt að breyta til og gera það, sem við fílum. Við höfum ekki elt tíðarandann". Dóp - Meira um einangrunina. Þú sagðir í sjón- varpinu um síðustu helgi að þú værir einangr- aður frá raunveruleika dagsins, eins og þú vékst líka að hér áðan. Hvert leitar þú þegar þú þarft að gera upp hug þinn - ertu einn með sjálfum þér eða áttu vini, sem þú leitar til? „Ég leita til bræðra minna. Þeir eru óvægn- ir. Hika ekki við að slíta mig í tætlur og benda mér á leiðir. Konan mín líka. Þetta folk hefur bjargað því, að maður hefur ekki gjörsam- lega fríkað út - eins og Utangarðsmenn gerðu reyndar um tíma. Þegar maður er poppstjarna er venjulega heilmikið af alls- konar já-fólki í kringum mann. Blóðsugum, sem vilja vera í kringum nafnið Bubbi Mort- hens. Eg á mjög erfitt með að taka mark á slíku fólki“. - Það er líka sagt um poppstjörnur, að þær hafi slæm áhrif á æskulýðinn. Rokkararnir dýrki dóp og sukk og svínarí. Dýrkar þú dóp og sukk og svínarí? „Nei! Á ég að svara þessu?“ - Endilega. „Svarið er nei. Ég er allt að því fanatískur gegn áfengi. Ég reykti mikið kannabis um tíma. í dag hefur það minnkað mjög mikið. Það er ekki nema stöku sinnum. Nú æfi ég lyftingar í staðinn. Og þar er ég að uppgötva nýja hlið á nýju „dópi“. Ég nýt þess virkilega - og nú skal ég gefa æsku landsins ráð af heilum hug: Dembið ykkur í íþróttir. Þær eru undirstaða alls. Líkaminn er musteri sálarinnar. Ef líkaminn er í lagi er sálin líka í lagi. Ég segi bara fyrir mig, að ég vil ekki búa í húsi sem er að hrynja. Heldur flyt ég í sterkt og gott hús. Eg vil heldur ekki búa í ónýtum líkama“. - Fannst þér þú hafa gott af hassinu? „Nei, það gerði mér ekkert gott. Lyfting- arnar gera mér gott - og ekki bara líkam- lega. Hjá Líkamsræktinni er ég einn af öllum. Ég er ekkert sterkari eða merkilegri þar þótt ég heiti Bubbi Morthens og sé poppstjarna. Það er enginn stéttaskipting í Líkamsræktinni - þar eru allir jafnir að svitna við lóðin“. Fyrsta reynslan af „hinu“ - Og ertu virkilega fanatískur á móti áfengi? „Mér er alveg sama þótt annað fólk sé að sturta í sig brennivíni. Ég vil það bara ekki sjálfur. Mér líkar illa við að geta ekki haft stjórn á mér. Ég drakk þegar ég var 18 og 19 ára en gerði ekkert annað en að slást og koma mér í klandur. Og til hvers á þá að vera að drekka? Áfengi er böl þessa þjóðfélags númer eitt. Fyrir utan þingmennina". - Er ekki rétt að afgreiða nautnir lífsins með því að tala um kynlíf. Hvenær byrjaðir þú? „Ha ha. Ég man það nú eins og það hefði gerst í gær. Ég var nýlega orðinn þrettán ára. En það var fum og fálm og klúður. Samt held ég að ég hafi stækkað um eina fimmtíu senti- metra eftir á! Þetta var eftir hljómleikana með Led Zeppelin í Laugardalshöllinni 1970. í skurði skammt þar frá“. -Og? „Og? Viltu heyra söguna? - Alla. „Jæja, það getur ekki skaðað neinn. Þetta var þannig, að ég fór með nokkrum félögum mínum til að sjá stóru goðin, Led Zeppelin. Við vorum eitthvað að drekka líka eins og var stæll. Og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með konsertinn. Alveg í skýjun- um. Núnú, á útleiðinni hitti ég stúlku, sem hefur verið svona 1-2 árum eldri en ég. Hún var dökkhærð og svona frekar álitleg. Ég man bara því miður ekki hvað hún heitir. Nema hvað: þetta byrjar allt mjög sakleysis- lega, kiss kiss og tralala. Hún var hífuð eins og ég. En svo fór þetta allt úr böndunum og þá var stokkið í skurðinn. Það var hávaxinn rabbabari öðru megin við skurðinn, meðfram veginum, og hávaxið gras í honum sjálfum, þannig að við vorum í ágætu skjóli. Og svo hafðist þetta nú eftir nokkrar tilraunir. Stúlk- an hafði einhverja reynslu í þessum efnum og gat leiðbeint mér... Ég held nú að þetta hafi ekki verið neitt sérstakt - en ég gat montað af því í skólanum og fékk auðvitað mest út úr því. Svo leið heilt ár. Síðan hefur það komið í skorpum". — fylgst með umræðum á þingi ásamt Rokkkóngi íslands Vil ekki vera meðal- skussi - En nú ertu orðinn kyntákn. „Ég ræð ekki við það þótt fólki þyki ég hafa sexappíl. Það er ekkert, sem ég stefni að. Ég þjálfa að vísu á mér búkinn - og þakka út- haldið því, að ég æfði lyftingar í tvö ár fyrir nokkrum árum. - En var það endilega nauðsynlegt að verða toppmaður? „Já, Það var nauðsynlegt. Ég er það mikill metnaðarmaður, að ef ég tek mér eitthvað fyrir hendur, þá vil ég skara fram úr. Ég er einfaldlega það mikill keppnismaður að ég hefði aldrei farið að æfa lyftingar af alvöru til þess eins að verða meðalskussi". - Varstu þá ákveðinn í að verða rokk- stjarna? „Auðvitað dreymdi mig um það. Það væri óheiðarlegt að viðurkenna það ekki. Ég vildi ná langt. En ég bjóst aldrei við að þetta myndi ske á einni nóttu, eða þar um bil. Það tók mig heilt ár að komast aftur niður á jörðina - ég meina: allt í einu var allt komið á fleygiferð og maður stóð bara og hikstaði. Þessi mikla og skyndilega velgengni blindaði mig að sjálfsögðu. Gerði mig kærulausan um leið. Það hefur enginn gott af of mikilli velgengni - það leiðir bara til þess að... ja, eins og Muhammad Ali sagði: Maður trúir því ekki að maður geti tapað“. - Hvernig hefurðu það þá núna? „Ég er í góðum fókus. í fyrsta skipti síðan ég byrjaði í þessum bransa“. - Hverju eða hverjum þakkarðu það? „Tíma. Konunni minni. Bræðrum mínum. Sjálfum mér. Ég hef getað farið til bræðra minna og fengið þar hjálp til að raða upp á nýtt því, sem ég hef misst tökin á. Núna fyrst get ég sest niður og hugsað málin. Ég er í andlegu og líkamlegu jafnvægi - í fyrsta sinn íþrjú ár. Eg er sáttur - að vísu ekki alsáttur - en sáttur. Ég er farinn að geta nálgast þenn- an Bubba“. Hamskipti - Finnst þér vera samræmi í því, sem Bubbi dagsins í dag er að gera - í rándýrum leðurgalla, silkiskyrtu og með diskómálningu í framan - og þeim Bubba sem ruddist fram á sviðið fyrir þremur árum með gúanórokkið. Hvernig ferðu að því að snúa svona gjörsam-- lega við blaðinu? Ékki eru farandverka- mennirnir í silkigalla? „Augnablik. Eg er alls ekki að gefa skít í farandverkafólkið. Ekki heldur fortíð mína. Ég er sprottinn upp úr verbúðalífinu á vissan hátt. En nú er ég kominn út í plötubissniss og ég vil taka þátt í honum af sama ákafa og krafti og vertíðunum áður. Ég hef alltaf vilj- að vinna vel og vera duglegur, sýna og sanna að ég er ekkert lakari en hver annar. lsbjarn- arblúsinn var byggður á þeim veruleika, sem ég kom úr. Nú er ég kominn út í poppið. Og það þýðir einfaldlega, að maður þarf að skapa sér ákveðna sérstöðu, búa til ímynd - eða skerpa hana. Og fyrst þú talar um máln- inguna, þá skal ég segja þér hvernig stóð á því að við vorum málaðir í framan í sjónvarpinu. Lagið var tekið upp fyrst og þá þurftum við að vera málaðir svo að andlitin rynnu ekki saman í eitt - myndin var grafísk. Svo nennt- um við einfaldlega ekki að fara að þvo þetta framan úr okkur þegar kom að viðtalinu". - Áttu von á að fá listamannalaun eins og Björgvin og Gunnar Þórðarson? „Listamannalaun? Ég hef aldrei látið mér detta það í hug. Það skiptir mig nákvæmlega engu máli. Ekki einu sinni sem viðurkenning. Ég hef fengið mína viðurkenningu úr allt annarri átt - frá fólkinu. Listamannalaun? Ég nenni ekki einu sinni að tala um þetta“. Með Vilmundi Aftur á áheyrendapöllum Alþingis. Vil- mundur Gylfason hellir sér yfir þingmenn og aðrar „valddruslur". Bubbi fylgist með af miklum áhuga. Af og til hnippir hann í sessu naut sinn eða gefur honum olnbogaskot: Gott. Hann er fínn, maður. Gott hjá honum. Þegar Vilmundur hafði lokið máli sínu stóðst Bubbi ekki mátið og klappaði hraust- lega. Uss, sagði nærstaddur maður. Það má ekkert vera að klappa hér. 5 „Ég vil hitta Vilmund og taka í höndina á honum“, sagði Bubbi. Á ganginum niðri var Vilmundur Gylfa-. son. „Þakka þér kærlega fyrir", sagði Bubbi og rétti honum höndina“. „Þetta voru orð í tíma töluð“. „Þakka þér kærlega sömuleiðis", svaraði þingmaðurinn. „Mér hefur alltaf þótt Vilmundur svolítið spes“, sagði Bubbi þegar aftur var sest í dúnmjúka leðursófana í Kringlunni. „Alveg frá byrjun. Hann er utangarðsmaður hér, það er alveg greinilegt. Hann stuðar þingheim - og þeir hræðast hann. Þeim hef- ur tekist að sverta hann r augum fjölda fólks. Ég meina - þeir hafa gert allt annað, neglt allt annað á hann, en að hann sé hreinn og klár hálfviti. Hann er eini maðurinn hér, sem mér finnst tala af einhverri skynsemi. Hann er öðruvísi og þess vegna reyna þeir að hrópa hann niður. Ef þeir væru fleiri eins og hann, þá færi margt betur. Og ef hann fer í framboð skal ég verða fyrstur til að styðja hann“. - Þú vilt kannski fara á þing með Vil- mundi? „Ónei. Mínir hæfileikar eru í músík. Hæfi- leikar hans eru í pólitíkinni. Ég reyni að hafa mín áhrif með músík - og næ reyndar til stærri hóps en flestir skumbóarnir í salnum. Og ég næ til unga fólksins - sem kemur til með að erfa landið". Ekki hræddur við að hætta - Tölum um ellina. Hvernig sérðu þig fyrir þér sem gamlan mann? „Ég hef oft hugsað um það hvernig er að verða gamall. Og sem gamall maður langar mig til að upplifa frið. Annars er hæpið að vera að tala um að ég verði gamall - það virðist ekki beinlínis stefna í að maðurinn nái því. En ég verð örugglega ekki gamall og vonsvikinn poppari. Aldrei, ha ha ha. Það er margt annað hægt að gera“. - Eins og? „Mig hefur stundum langað að setja fram litla bók um bransann. Móralinn, starfsstétt- ina sem slíka og svo framvegis. Kannski fer ég einhverntíma í tónlistarskóla. Eða verð gamall brýnari og snúningakarl í frystihúsi. Ég er ekkert hræddur við að hætta í popp- bransanum. Þetta er tímabundin ánægja, sem ég ætla að fá sem allra mest út úr. Én mest langar mig að verða gamall maður í þjóðfélagi, sem virkar öðruvísi en þjóðfé- lagið gerir í dag. Ég vildi ekki vera gamall maður í dag - gamalt fólk er geymt og falið á stofnunum. Hvers vegna ekki að gera það að j skyldunámsgrein í skólum að krakkarnir fari á elliheimilin og kynnist gömlu kynslóðinni? | Það er ekki svo lítill fróðleikur og reynsla, sem þar er að fara forgörðum. Krakkarnir fá ekki tækifæri til að kynnast gömlu fólki eins og var áður. Nú er gamla fólkiðgeymt á stofn- unum eins og aumingjar og bæklað fólk. Þetta er glæpur!“. - Atkvæðagreiðslan um vantraustið er að byrja. Eigum við að fylgjast með því? „Úff. Nei. Maður veit hvernig það fer“. - Líklega já. En áður en við hættum: Áttu börn? „Nei. Ekki ennþá. Stundum langar mig að eignast barn og stundum ekki. Ég held að ég geri það ekki á meðan ég er poppari því ég vil fá að annast barnið ekkert síður en móðir þess. Ég myndi vilja gefa því af mér og skynja það. Nokkrir félagar mínir eru nýlega búnir að eignast börn og þeir umturnast allir. Þeir , segja mér að allt lífið breytist við það - þeir 1 höndli loksins hamingjuna. Ef að það er rétt þá getur maður ekki farið að eignast barn I með hangandi hendi“. Canon Ljósritunarvélin sem stækkar minnkar og lækkar verðið um 50% Canon KAMMMRCOnMHAH izi=al25 Sala, ábyrgð og þjónusta Caiion Shrifuélin hf Suðurlandsbraut 12.Símar 85277 & 85275 Od

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.