Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 15
-ftlfefr/r/nr>Föstudagur 26. nóvember 1982 Opið prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninga Prófkjör um skipan fjögurra efstu sæta á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Reykjavík við næstu kosningar til Alþingis fer fram dagana 27. og 28. nóvember n.k. Frambjóðendur í prófkjöri eru: í 1. til 4. sæti listans: Bjarni Guðnason prófessor, Heiðargerði 46, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, Háaleitis- braut 15, Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður, Vestur- götu 38, í 2. tii 4. sæti listans: Ágúst Einarsson útgerðarmaður, Barðaströnd 29 i 4. sæti listans: Emanúel Morthens forstjóri, Stigahlíð 93 Rétt til að greiða atkvæði hefur hver sá, sem lögheimili á í Reykjavík, orðinn er 18 ára og er ekki flokksbundinn í öðrum stjórnmálaflokki en Alþýðuflokknum. Kjósandi merkir með krossi við nafn þess frambjóðanda, sem hann velur í hvert sæti. Eigi má kjósa sama mann í nema eitt sæti á sama kjörseðli. Greiða skal atkvæði um öll fjögur sætin, ella er seðillinn ógildur. Ékki má kjósa aðra en þá, sem í framboði eru. Niðurstöður prófkjörs eru bindandi hljóti sá frambjóð- andi, sem kjörinn er, minnst 20 af hundraði af kjörfylgi Alþýðuflokksins í Reykjavík við síðustu Alþingiskosn- ingar. Kjörstaðir verða: IÐNÓ, uppi, fyrir þá sem búa við Snorrabraut og vestan hennar. SIGTÚN við Suðurlandsbraut, fyrir þá sem búa austan Snorrabrautar. BROADWAY við Álfabrekku, fyrir þá, sem búa í Ár- bæ, Breiðholti og Selás. Kjörfundir standa yfir frá kl. 10 til 18 laugardaginn 27. nóv- ember og sunnudaginn 28. nóvember n.k. PRÓFKJÖRSTJÓRN 15 KOMDU , KRÖKKUNUM Á OVAKT! Farðu til þeirru umjólin Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæöu jólafargjöld sem Flug- leiðir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn kr. 4.653.00 Gautaborg kr. 4.598.00 Osló kr. 4.239.00 Stokkhólmur kr. 5.304.00 Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIÐIR Gott tólk hjá traustu félagi Auglýsing frá launasjóði rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1983 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðu- neytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1982 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 20. nóvember 1982 Stjórn Launasjóðs rithöfunda. HVERJIR SELJA ENDURSKINS NIERKI^, Svona spjald á að vera við útidyr alls staðar þar sem merkin eru seld. Þau fást nú í apótekum um allt land, í mörgum matvöruverslunum og nokkrum ritfanga- og bókabúðum. Hafi fleiri áhuga á að annast sölu endurskinsmerkja, eru þeir vinsamlegast beðnir um að hringja til Umferðarráðs ísíma (91 >-27666 ||UMFERÐAR Lindargötu 46 Reykjavík

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.