Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 8
Föstudagur 26. nóvember 1982
mp%sturinri
Við erum fortíðin
KÝiiiiijj.'irssilir
Kjarvalsstaöir:
Engin myndlistarsýning um þessa helgi.
Háholt, Hafnarfiröi:
Gunnar Hjaltason sýnir landslagsmyndir.
Síðasta helgi.
Norræna húsið:
Finnski listamaðurinn Per-Olof Nyström opn-
ar sýningu á blaðateikningum og veggspjöld-
um í sýningarsal á laugardag. Sýningin
stendur til 9. desember. I anddyri stendur yfir
sýning á gratík og oliumyndum eftir sviann
Ragnar Lindén.
Listasafn íslands:
Yfirlitssýningunni á verkum Jóns Þorleifs-
sonar lýkur um þessa helgi. Sýningin eropin
kl. 13.30-16 á íöstudag, en kl. 13.30-22 um
helgina.
Skruggubúð:
Síðustu forvöð að sjá teikningar og smáhluti
eftir Sjón. Sýningunni lýkur á mánudag. Hún
er opin kl. 15-21.
Listasafn ASÍ:
Smámyndasýningu Nínu Tryggvadóttur lýk-
ur um helgina. Opið kl. 14-19 i dag, föstudag,
en kl. 14-22 um helgina.
Listmunahúsið:
Átta gamlir SÚM-arar opna myndlistarsýn-
ingu á laugardag kl. 14. Kennir þar margra
verka og stendur sýningin til 19. des.
Ásmundarsalur:
Karl Sæmundsson sýnir olíu-, vatnslita-, og
pastelmyndir. Sýningin er opin kl. 14-22 og
lýkur henni á sunnudagskvöld
Gallerí Langbrók:
98 islenskir listamenn sýna alls kyns mynd-
verk til styrktar Torfusamtökunum (myndir
• eru einnig til sýnis á Torfunni og á Lækjar-
brekku). Opið kl. 12-181 dag, föstudag og kl.
14-20 um helgina.
Mokka:
Úlfur Ragnarsson læknir sýnir 25 vatnslita-
og akrýlmyndir.
Nýlistasafnið:
Sýningu listamannanna Juliao Sarmento og
Jan Mladovsky lýkur á sunnudagskvöld. Pilt-
ar þessir eru frá Portúgal og London og sýna
þeir málverk á pappír. Verkin eru til sölu. Upp
með pyngjuna.
Gallerí Lækjartorg:
Þjóðleikhúsið:
Dagleiðin langa inn í nótt
eftir Eugene 0‘NeiIl.
Þýðing: Thor Vilhjálmsson.
Leikstjóri: Kent Paul.
Aðstoðarleikstjóri: Árni Ibsen.
Leikmynd, búningar og lýsing:
Quentin Tomas.
Leikendur: Rúrík Haraldsson,
Þóra Friðriksdóttir, Arnar Jóns-
son, Júlíus Hjörleifsson, Lilja
Guðrún Þorleifsdóttir.
Dagleiðin langa inn í nótt
(Long Day’s Journey Into Night)
er að áliti margra vísra manna
hátindur á leikritunarferli Eug-
ene O’Neill, sem að áliti flestra
sem vit hafa á er bestaleikskáld
Bandaríkjanna. Því hefur verið
sagt um Dagleiðina löngu að hún
sé hátindur bandarískrar leikrit-
unar.
Eugene 0‘Neill samdi um sína
daga á fimmta tug leikrita. Hlaut
hann Nóbelsverðlaun í bók-
menntum árið 1936 og fjórum
sinnum fékk hann Pulitzerverð-
launin, sem eru virtustu bók-
menntaverðlaun í Bandarfkjun-
um.
O'Neill var af írskum ættum,
fæddur 1888. Faðir hans var fræg-
ur leikari, kominn af fátæku
fólki, en hafði auðgast á vinsælli
sýningu sem hann keypti sýn-
ingarrétt á. Þrátt fyrir að hann
hefði verið talinn einn af efnileg-
ustu leikurum landsins festist
hann um þrítugt í aðalhlutverki
þessarar sýningar og Iék það í ár-
atugi.
Móðirin var hinsvegar komin
af sæmilega stæðu miðstéttar-
fólki.
Fjölskyldan var mestan tíma
ársins á ferðalagi og voruEugene
og eldri bróðir hans því aldir upp
á flækingi en fjölskyldan dvaldist
yfir sumarið í húsi sem þau áttu í
smábænum New London
skammt frá New York. Móðirin
var eiturlyfjasjúklingur og hafði
ánetjast morfíni vegna veikinda
eftir fæðingu Eugene.
Eugene O'Neill hóf nám í há-
skóla en hvarf frá því og lagðist í
ferðalög um heiminn. Var hann
háseti á fragtskipum í úthafssigl-
ingum, gullleitarmaður í Hond-
úras, flækingur í Suður-Ameríku
o.s.frv. Á þessum ferðum og að
ógleymdum börunum í Ame-
ríku kynntist hann því marg-
brotna mannlífi sem fram kemur í
leikritum hans. (Það sem hér að
framan greinir er að mestu byggt
á grein eftir Árna Ibsen í leik-
skrá)
Tyrone fjölskyldan
Tyrone fjölskyldan sem segir
frá í Dagleiðinni löngu hefur í
meginatriðum sömu sögu og fjöl-
skylda O'Neill og sá fróðleikur
þessvegna dreginn hér fram.
Leikurinn á sér stað á einum
degi árið 1912 frá morgni fram að
miðnætti. Það er töluverð spenna
í andrúmsloftinu sem byggir á
margskonar ógnum sem steðja að
fjölskyldunni.
Móðirin hefur verið í læknis-
meðferð sem virðist ætla að
heppnast, því hún hefur ekki
snert eitrið í tvo mánuði, en sú
ógn vofir sífellt yfir að hún falli.
Edmund, yngri sonurinn, sem ,
er veikur og hvflir sú ógn yfir að
hann sé með berkla, en úr þeim
dó einmitt faðir frúarinnar og
berklasýking er samkvæmt al-
þýðutrú nánast dauðadómur.
Eldri sonurinn er ónytjungur
og slæpingi, sem aðeins fær vinnu
sem leikari útá frægð föðurins.
Synirnir báðir hafa brugðist von-
um föðurins um að verða nýtir
menn þrátt fyrir að honum finnist
hann hafi gefið þeim öll tækifæri.
Hann ásakar þá því grimmt fyrir
að ekkert hafi úr þeim orðið. Þeir
ásaka hann aftur á móti fyrir að
hann hafi ekki búið fjölskyldunni
neitt eðlilegt líf á þessum eilífa
flækingi og geti hann sjálfum sér
um kennt. Þeir ásaka hann ekki
aðeins um þetta heldur einnig um
hvernig er komið fyrir móður
þeirra. Hann hafi sakir nísku
sinnar ekki tímt að fá handa
henni þá læknishjálp sem gert
hefði gagn meðan von var um
lækningu. Hjá móðurinni kemur
einnig fram ásökun á föðurinn
fyrir það líf á flækingi sem hann
bjó henni og að ástand hennar nú
sé ein afleiðing þess. Hún hafi
ekki orðið veik fyrr en Edmund
fæddist og þá hafi fáfróður hótel-
læknir dælt í hana eitrinu. En
jafnframt kemur fram hjá henni
ásökun á Edmund, sem hún
þó elskar heitast þeirra feðga, um
að eiturlyfjaneysla hennar sé
fæðingu hans að kenna.
Þannig hanga yfir þessari fjöl-
skyldu margar ógnir úr fortíðinni
sem valda mikilli spennu milli
fólksins og eru sífellt að skjóta
upp kollinum í samtölum þeirra.
Þessi fjölskylda er óhamingju-
söm og óhamingja hennar á sér
djúptækar rætur í fortíðinni og í
eiginleikum fólksins.
Óánægjan með sjálfan sig og
ófullnægjan með hvernig lífið
hefur orðið brýst út í grimmri á-
sökun á þá sem standa næstir og
hverjum þykir vænst um. Þau
reyna að flýja sjálf sig með því að
kenna hvert öðru um hvernig
komið er. Þannig eiga sér stað
hatrömm uppgjör hverrar per-
sónu við aðrar.
En þegar upp er staðið situr
hver uppi með sjálfan sig og við
fyllumst djúpri samúð með harmi
þeirra allra. Það er enginn
sökudólgur öðrum fremur. Lífið
hefur leikið þau öll grátt.
Skírskotun
Þrátt fyrir að efniviður leiksins
sé byggður á ævi fjölskyldu O’
Neill og hann segi í bréfi til konu
sinnar að það sé skrifað „með
tárum og blóði“ þá hefur það
miklu víðari skírskotun og í raun
skiptir ekki máli hvaðan efni-
viðurinn er fenginn. Þau mann-
legu örlög sem sagt er frá eiga sér
hvarvetna stað og eru óháð tíma
og rúmi. Jafnframt kristallast í lífi
þessarar fjölskyldu örlög fólks í
Ameríku sem slitið hefur verið
frá rótum sínum, ef til vill öðlast
veraldleg gæði en um leið fyrir-
gert sálu sinni. Og langt er frá að
það sé bundið við Ameríku eina.
Það fer ekkert á milli mála að
Dagleiðin langa er hreint
Páll Isaksson frá Selfossi opnar sýningu á
laugardaginn, og stendur hún til 5. des. Á
sýningunni sýnir Páll 34 pastelmyndir (plast-
húðaðar) og er ein þeirra undir vatni. Þetta er
fyrsta einkasýning Páls i Reykjavík, en hann
hefur áður haldið tvær slíkar fyrir austan fjall.
Sýning Páls er opin daglega kl. 14-21.
Hlégaróur,
Mosfellssveit
I kvöld, föstudagskvöld, klukkan 21.00 verð-
ur frumsýnd kvikmyndin Landsmótsreiðin,
sem lýsir ferð þeirra Harðarfélaga í Mosfells-
sveit norður um Kjöl á landsmót hesta-
manna á Vindheimamelum í sumar, og til
baka. Einnig verður sýnd kvikmyndin Land-
mannaleitir. Báðar kvikmyndirnar eru eftir
Guðlaug Tryggva Karlsson. I tilefni sýning-.
anna verður Hestamannafélagið með smá
gleðskaþ.
Sýningar
REYKJAVÍKURMYNDIR Magnúsar ólafs-
sonar eru á sýningu Ljósmyndasafnsins I
Bólvirki hjá teppaverslun Álafoss að Vest-
urgötu 2. Flestar myndirnar eru af gömlum
húsum I Miðbæjarkvosinni. Sýningin stendur
fram I desember. Opið virka daga kl. 9-18 og
á laugardögum kl. 9-12. Myndirnar eru til
sölu.
Iciklllís
Þjóðleikhúsiö:
Föstudagur: Garðveisla eftir Guðmund
Steinsson.
Laugardagur: hjálparkokkar eftir George
Furth.
Sunnudagur: Gosi kl. 14. Dagleiðin langa
inn I nótt eftir Eugene O’Neill kl. 19.30.
Litla sviftið:
Sunnudagur kl. 20.30: Tvíleikur eftir Tom
Kempinski. (
Leikfélag Reykja- j
víkur:
Föstudagur: Jói eftir Kjartan Ragnarsson. |
Laugardagur. Skilnaður eftir Kjartan Ragn- i
arsson. *
Sunnudagur: Irlandskortið eftir Brian Friel.
Austurbæjarbíó:
Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Sýn-
ing á laugardag kl. 23.30.
íslenska óperan:
Föstudagur: Töfraflautan eftir Mozart.
Laugardagur: Töfraflautan.
Sunnudagur: Töfraflautan kl. 20 Litli sótar-
inn eftir Britten kl. 16.
Nemendaleikhúsið:
Prestsfólkið. Finnskur leikur. Siðustu sýn-
ingar I Lindarbæ á laugardag og sunnudag
kl. 20.30
Kópavogsleikhjúsið:
Hlauptu af þér hornin eftir Neil Simon, þann
fræga kappa. Sýningar á laugardag kl. 20.30
og á sunnudag kl. 15. Miðapantanir I slm-
svara allan sólarhringinn, s. 41985.
Leikbrúðuland:
Þrjár þjóðsögur. Sýning fyrir alla fjölskyld-
una að Frikirkjuvegi 11 á sunnudag kl. 15.
Egó í sjá/fsmynd
Þegar ég haföi hlustað í fyrsfa
skipti á nýju Egó-plötuna, í mynd,
datt mér helst í hug aö það væri
ekkert lag á henni. Ekki svo aö
skilja að ég hafi fengið gallaðan
grip með engu á, því óneitanlega
var þarna fullt af tónlist. Gallinn
var bara sá að þar var ekkert
sem greip, svona við fyrstu
hlustun og laglínurnar virtust
hver annarri líkar og lítt eftirminni-
legar.
eftlr Gunnlaug Slgfússon
hlustað töluvert mikið á í mynd,
að á henni séu vissulega inn á
milli ágæt lög, sem ég get svo
sem vel fellt mig við. Á fyrri hlið-
inni eru það einkum lögin Fjöllin
hafa vakað, sem m.a. er athyglis-
vert fyrir góðan trommu- og git-
arleik og laglínan er heldur ekki
svo afleit. Manilla þykir mér einn-
ig nokkuð gott lag og raunar eitt
það besta á plötunni. Það er líka
eiginlega eina lagið sem hefur al-
Við endurteknar hlustanir
lagaðist þetta þó og lögin vönd-
ust nokkuð en ég fæst nú ekki
ofan af því að lögin á Breyttir
tímar voru mörg hver betur gerð
og kannski þess vegna hefur sú
plata orðið jafn vinsæl og raun
ber vitni. Ég las einhversstaðar
að þeir Egó-menn teldu þessa
plötu öllu þyngri en hin fyrri var og
líklega hefur hún þá jafnframt átt
að vera þróaðri. Það er rétt að
tónlistin er þróaðri eða, kannski
væri betra að orða það, betur
unnin en áður. Þetta á þó fyrst og
fremst við um útsetningar,
hljóðfæraleik og síðast en ekki
síst á þetta við um heildarhljóm
plötunnar en greinilegt er að þar
hefur vanur atvinnumaður komið
nærri.
Ég er á því nú eftir að hafa
mennilegan „húkkara". Önnur
tvö lög á fyrri hliðinni, Við trúðum
blint og Dauðakynslóðin, eru
þokkaleg. Einkum er þó síðar-
nefnda lagið frambærilegt, en
hætt er við að textinn skili sér illa
til þeirra sem ekki vita hver
Nonni Matt var, hvernig líf hans
var og hver urðu afdrif hans, en
fyrir þá sem þekkja er textann at-
hyglisverður. Þá er einungis
óupptalið lagið Sætir strákar,
sem er tvímælalaust það léleg-
asta á plötunni og hefði það
gjarnan mátt missa sig.
Á seinni hliðinni verður fyrst
fyrir ágætt lag, sem heitir Mescal-
ín og einkum er trommuleikurinn í
því athyglisverður. Guðs útvalda
þjóð er það lag sem ég kann
einna best við.
Það hjálpast flest að við
að gera það gott. i eiginlega eina
skiptið á plötunni er Bubbi
virkilega beinskeittur í textanum,
sem svo er vel undirstrikaður
með góðri útsetningu. Þar eru
einkum eftirtektarverðir skoteff-
ektar, í miðju lagi einsog heill her
marseri í gegn og í gítarsólóinu
heyrast örvæntingartónar. í
spegli Helgu er þokkalegt en ekki
mjög eftirtektarvert lag. Síðasta
lagið Dancing Reggae With De-
ath er svo enn ein tilraun Bubba
við að spila reggae-tónlist. Ég
fékk nú raunar alveg nóg af slík-
um tilraunum á Utangarðs-
mannaplötunum, því satt að
segja lætur íslendingum flest betur
en að leika reggae; þeir hafa
bara, að því er virðist, ekki rétta
elementið í þessa tegund tónlist-
ar. Þó skal það nú segjast eins og
er að pródúsjónin er betri á
þessu lagi en áður hefur heyrst úr
þessari átt hjá Bubba en það
breytir þó ekki því áliti mínu að
mér finnst þeir ættu að láta vera
að leika reggae.
Greinilegar framfarir eru hjá
hljómsveitinni, frá fyrri plötunni.
Hljóðfæraleikurinn er nú líflegri,
t.d. er gítarleikurinn mun fjöl-
breytilegri og eftirtektarverðari
en áður. Rúnar er þéttur bassa-
leikari en Bubbi syngur eins og
hann hefur gert áður, hvorki bet-
ur né verr. Þó að Bubbi sé stjarna
Egd í flestra augum, þá er Maggi
trommuleikari tvímælalaust
besti hljóðfæraleikari hljómsveit-
arinnar og hann fyrst og fremst er
stjarna þessarar plötu.
Hvað sem öllu líður þá sný ég
ekki til baka með að lögin hefðu
mörg mátt vera betri og kannski
hefði verið ráð að bíða örlítið með
gerð þessarar plötu, það er jú
ekki nema um það bil hálft ár síð-
an hin kom út, og þá hefði líka
verið hægt að hafa hana í fullri
lengd.
Scritti Politti-Songs To
Remember
Fyrir tveimur árum, eða svo,
eignaðist ég litla plötu með
hljómsveit sem kallaði sig Scritti
Politti. Fyrir margra hluta sakir
var þetta nokkuð athyglisverð
plata. Manni varð ljóst að þarna
var á ferðinni góður söngvari og
lögin voru ekki svo slæm heldur.
Hins vegar var hljóðfæraleikur-
inn með slíkum endemum að
mér reyndist mjög erfitt að hlusta
á tónlist þessa.
Mér hefði einnig reynst erfitt
að trúa því, hefði mér verið sagt
að innan tveggja ára yrði Scritti
Politti ein hæst skrifaða hljóm-
sveitin á hinum svokallaða óháða
vinsældalista. Staðreyndin er
hins vegar sú að svo er,og tala
lögin The Sweetest Girl, Faith-
less og Asylums in Jerusalem sínu
máli þar um. Lög þessi hafa öll
náð töluverðum vinsældum í
Englandi og er það ekki að undra
því þau eru bæði eftirtektarverð
og góð. Raunar tel ég Faithless í
hópi betri laga þessa árs.
Scritti Politti hafa nú sent frá
sér sína fyrstu stóru plötu og ber
hún heitið Songs To Remember.
Á henni er m.a. að finna þrjú
fyrrgreind lög og ein sex önnur.
Tónlist hljómsveitarinnar verður
fyrst og fremst flokkuð undir
popp. Hún er léttfönkuð á köfl-
um, með góðum rólegum lögum í
bland.
Söngvarinn
Green, hefur sér-