Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 6
■ Byltingarsinnaði sósíalistinn sem genginn er í Sjálf- stæðisflokkinn sendir frá sér bók Föstudagur 26. nóvember 1982 -^p^^furÍHR — Rætt við Ólaf Ormsson rithöfund Marxisminn býður upp í dans 1973 Júri Andropof. Morgunútvarpið flutti þær fréttir að breytingar hefðu verið gerðar á æðstu stjón Sovétríkjanna. Með stýrurnar í augunum hljóp ég að tækinu til þess að missa ekki af tíðindunum. Þulur morgunútvarpsins tilkynnti aö Júri Andropof hefði náð hinu langþráða takmarki Sovétvina á íslandi að vera kjörinn í framkvæmdanefnd flokksins. Gretskó sem árum saman hefur gætt blómagarða Austur-Evróþu var einnig í hópi hinna útvöldu. Gamli refurinn Grómíkó hlaut líka sæti í framkvæmdanefnd flokksins. Okkur sem árum saman höfum dýrkað hið mikla ríki í austri var Ijóst að þetta voru gleðifréttir. Þrenningin landvarnarráðherrann utanríkisráðherrann og yfirmaöur leynilögreglunnar eru blómi sovétskrar þjóðar. Júrí Andropof hóf feril sinn á glæsilegan hátt í Búdapest 1956. Nú á besta aldri hefur hann skipað sér í röð helstu leiðtoga heimshreyfingarinnar. Þrep af þrepi hefur hann hafist upp til æðstu valda með stuðningi alþýðu Sovétríkjanna. Ungir Sovétvinir á Islandi senda bróðurlegar kveðjur til KGB þegar yfirmaður hennar nær langþráðu marki. En samt hljótum við að sþyrja. Kemur ekki að því að vinur okkar Valdemar Lagúnín verður í hóþi þeirra sem stjórna ? Þolinmæði ungra Bréfsnefsinna í Reykjavík er senn á þrotum. Sá sem af mikiu pólitísku innsæi orti þennan dýrðaróð til Jurí Andropov, hins nýja ieiðtoga í Sovétríkjunum fyrir tíu árumsíðan er nú flokksbundinn sjálfstæðismaður, - Ólafur Ormsson. Hann, sem nú kallar sig thaldsmann, var fram- bjóðandi á vegum Sósíalistaféiags Reykjavíkur árið 1970 og það framboð var Iangt til vinstri við vinstri arminn í Alþýðu- bandalaginu. „Þetta var hópur harðra stalínista", segir Ólafur. Síðasti áratugur varð honum tími breytinga, - kúvendingar mætti kannski segja. „Mér hefur orðið smám- saman Ijóst að þessi stjórnmálastefna hefur brugðist. Hún er ekkert nema afturhald", segir Ólafur. „Sú miðstýring sem einkennir sósíalísk ríki getur ekki leitt til annars en kúgunar og lögregluveldis, heftingar frelsis á öllum sviðum. Dæmin um það eru ótal mörg“. Ólafur Ormsson er kominn á miðjan aldur, skemmtileg týpa, sem á síðustu árum hefur getað „gert út á launasjóð rithöfunda", eins og hann segir sjálfur vegna þess að hann er einhleypur. Hann er þekktur maður í menningarkreðsum höfuðborgarinnar, og ef til vill víðar, á að baki Ijóðabækur, smásögur og eina skáldsögu Stútungspunga, sem kom út 1979. Nú er að koma út önnur bók - Boðið uppí dans. Sú er 250 blaðsíður, gefin út af Almenna bókafélaginu, og er einskonar þroskasaga drengs sem elst upp í anda Stalínism- ans, en fer að efast í trúnni á miðjum aldri. „Algjör skáld- skapur", segir Ólafur kíminn þegar hann er spurður hvort bókin sé um hann sjálfan. „Hún hefst þann örlagaríka dag, 30. mars 1949, þegar margfrægir atburðir gerðust fyrir utan Alþingishúsið. Aðal- söguhetjan, Unnar Samúel Steingrímsson, er átta ára gamall að koma labbandi með tveimur vinum sínum neðan frá Reykjavíkurhöfn þegar hann verður vitni að átökum. Meðal annars sér Unnar að faðir hans er laminn með kylfu í höf- uðið. Faðir hans er flokksbundinn sósíalisti og hans mikla fyrirmynd er gantli maðurinn austur í Kreml, Jósef Stalín“. „En bókin er engin pólitísk skýrslugerð", segir Ólafur. „Fyrst og fremst er bókin þroskasaga þessa pilts. Honurn er fylgt eftir til 34 ára aldurs. En þó má um leið líta svo á að hún sé einhverskonar pólitískt uppgjör mitt. Ég er í henni að gera upp fyrri hugmyndir mínar um stjórnmál. Ég tel að þróun undanfarinna ára og jafnvel áratuga sanni að Marxisminn er ekkert annað en kredda". Hin fullkomna steik í bókinni iýsir Ólafur uppvexti þessa drengs og þeim áhrifum sem hann verður fyrir í föðurhúsum og síðar í skóla og á vinnumarkaðinum. „Ef til vill má segja að bókin sé pólitísk skopádeila, satíra, og að því leyti ef til vill ekki ósvipuð Stútungspungum. Að flestu leyti eru þær samt ólík- ar“. Unnar Samúel Steingrímsson fer í gegnum mennta- skólann, hann nær sér í kvenmann og fer í sagnfræði í háskól- anum. Með námi er hann svo starfsmaður Samtaka ungra sósíalista. Samtaka hernámsandstæðinga og allsherjar er- indreki vinstrimennsku. Hann tekur virkan þátt í barátt- unni, eins og það heitir, á þessum árum og dýrkar Stalín. Krússjoff var aldrei hans maður. Hann var of borgaralegur. „Innrásin í Tékkóslóvakíu var markandi atburður og hún olli því að Unnar Samúel gerir upp hug sinn. Fram að því hafði Unnar hugsunarlaust barist við lögreglu á götum úti, en þarna áttar hann sig á því að hann hefur fylgt stefnu sem leiðir til ofbeldis. Hann sér að ekki er allt með felldu", segir Ólafur. Kredda Bókin er skáldskapur sagði Ólafur og ekki er ástæða að rengja það. Hinsvegar eiga persónurnar sér fyrirmyndir, og á vissum stöðum má t.d. þekkja félaga Ólafs úr útgáfufé- Iaginu Lystræningjanum. Unnar Samúel er aftur á móti ekki Ólafur sjálfur. Pabbi Ólafs var enginn Stalínisti og hann sjálfur „próflaus maður“. „Skólaárin voru ekki rnörg. En lífið kennir manni ýmislegt og skóli lífsins er kannski sá skóli sem mestu skiptir. Há- skólaprófin segja ekki allt“. Ólafur hefur unnið margt í gegnum tíðina. Hann var lengi hjá Sambandinu sem lagermaður og hjá Flugleiðum og síð- ustu tvö til þrjú árin hefur hann unnið við ritstörf. En var ekki sársaukafullt að sjá á bak þeirrar hugsjónar sem mótað hafði líf hans fremur öðru? „Nei, það var ekki sárt. Maður fellur ekki saman við að uppgötva að sú pólitíska stefna sem maður hefur fylgt er kredda. Hinir svokölluðu alþýðuforingjar hafa verið afhjúp- aðir. Það eru auðvitað vonbrigði, en ekkert meira“, segir Ólafur. „Eins og ástand heimsins er í dag hefur kristin kirkja miklu hlutverki að gegna“ bætir svo sjálfstæðismaðurinn við. „f því öryggisleysi sem einkennir samtímann er kristin trú að mínu viti nokkuð sem getur hjálpað hrjáðum heimi. Það hefur hún þegar sýnt í sambandi við friðarmálin, þar sem hún hefur gengið fram fyrir skjöldu". Um efni fram Hvernig skyldi svo manni sem eitt sinn barðist við lögreglu til að mótmæla hingaðkomu Natóherskipa líða íSjálfstæðis- flokknum? „Vel. Ég er enginn harður hægrimaður, en mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn víðsýnn flokkur sem rúmar frjálslynda menn. Ég er til dæmis ekki fyllilega sáttur við dvöl erlends herliðs hérlendis en ég er fylgjandi aðild íslands að Nató. Það eru tvö atriði sem ég vil benda á í þessu sambandi. f fyrsta lagi: Ég er kominn á miðjan aldur. Og þá vill maður lög og reglu í þetta þjóðfélag upplausnar og vonleysis. Ekki aukin völd Iögreglu, en það þarf að taka á málum með meiri festu. Þrýstihópar hafa allt of mikil áhrif til dæmis. Nú er égá móti öllum uppreisnar- og byltingarhreyfingum, sem alltaf þurfa að vera með upphlaup af og til! Þeirsegja nú eitthvað, þegar þeir sjá þetta fyrrum félagar mínir, en það verður að hafa það! og Ólafur skellir sér á lær. Ég stend við það sem ég segi", Verður svo alvarlegur aftur. „í öðru lagi sjáum við alltof mikið af því að menn þora ekki að gera upp skoðanir sínar. Það mætti vera meira um að menn skiptu um skoðun, vörpuðu fyrir borð úreltum kreddum. Þegar fólk er komið af unglingsárum fer það að sjá hlutina í öðru ljósi. Það hættir að hlaupa á eftir tískustefn- um, eins og rótlaust æskufólk. Nú fimmtán árum síðar eru þeir sem tóku þátt í stúdentahreyfingunni ’68 t.d. meira og minna búnir að átta sig á því að sú uppreisn gegn stöðnun og ríkjandi ástandi var meira og minna byggð á loftköstulum”. Svona tala aðeins góðir íhaldsmenn. Eins og Ólafur Orms- son. En hann vill þó taka fram, úr því minnst var á samtök rithöfunda og launasjóðinn áðan: „Eg er mikið á móti klofn- ingsstarfseminni í rithöfundasambandinu. Þar skiptir stétt- arleg samstaða meira máli en pólitík. Ég er íhaldsmaður, en ég er þó ekki sestur þétt upp við Ingimar Erlend!" - Hvað ertu helst að gera um þessar mundir? „Nú vinn ég að ritun nýrrar skáldsögu”, segir Ólafur. Hún fjallar um þjóð sem lifir um efni fram“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.