Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 13
_J~lelgai-- - pústurinn. Föstudagur 26. nóvember 1982 13 var næstum undantekningarlaust konan, - enda fóru ekki margar stúlkur í háskólanám á þeim árum. Mér finnst stundum unga fólkið ekki meta sem skyldi hve óskaplega mikils virði námslánin eru - þrátt fyrir verðtrygg- inguna. Ég held aðég hafi verið fyrsti blaðamaður- inn, sem Matthías Jóhannessen réð að Morgunblaðinu eftir að hann varð þar rit- stjóri. Og ég er enn þeirrar trúar, að ég hafi verið svo lánsöm að upplifa blómaskeið í ís- lenskri blaðamennsku. Morgunblaðið ger- breyttist undir ritstjórn Matthíasar frá því að vera blýfast í viðjum pólitískrar efnismeð- ferðar og skoðana. Hann innleiddi blaða- mennsku í átt til þess, sem tíðkast á góðum dagblöðum í nágrannalöndunum, lagði sig allan fram um að skilja milli pólitískra skrifa og almenns fréttaflutnings, hleypa fjöl- breyttari sjónarmiðum og skoðunum að blaðinu og lagði mikla áherslu á vandaða og nákvæma upplýsingaöflun og meðferð, svo ekki sé talað um þá rækt, sem hann lagði við mannúðleg sjónarmið og gott málfar. Og þessi hópur sem vann undir handarjaðri hans á þessum árum, var afskaplega samheldinn. Við unnum mikið, vafalaust of mikið - en sjálfur lagði hann líka óskaplega mikið af mörkum; hann vann baki brotnu, var í þessu vakinn og sofinn, kom oft niður á blað um miðjar nætur, jafnvel hálfklæddur og berfætt- ur í inniskónum, þegar eitthvað stórmálið kom skyndilega upp eða einhverju þurfti að bjarga. Hann var líka geysilega kröfuharður. Þá voru í reynd allir á vakt eða bakvakt og unnu hvenær sem þess var þörf og hvernig sem á stóð fyrir hverjum og einum. Allt varð að víkja. Þetta var því afskaplega harður skóli, mun harðari en sá háskóli, sem ég hef verið í undanfarin ár, þó hann sé líka erfiður og útheimti mikla vinnu. Nsáiu Diaðamenn á borum - Nú hefur þú lengst af verið í erlendum fréttum. En byrjaðir þú strax á þeim á Morg- unblaðinu? „Ég fór fljótlega í erlendu fréttirnar, vorið 1960, en hélt þó áfram að skrifa viðtöl og greinar um innlend efni meðfram. Þetta kom til af því, að ég var með heimili og barn og þurfti að fara heim eftir vinnu til að sinna því. Ég gat þá tekið með mér þýðingar og önnur verkefni heim. í þá daga fóru blaðamenn yfirleitt ekki heim strax eftir vinnu, þeir sóttu vertshús, sátu á börum og voru í því að afla kontakta. Þá var fréttaöflunin ekki eins kerf- isbundin og nú, hún byggðist mikið á því að hitta vini og kunningja og snapa uppi fréttir úti á meðal fólks. Það var öldungis fráleit hugsun, að blaðamaður færi heim að sinna heimilisstörfum, enda sagði einn kollegi minn við mig eftir að ég hafði verið nokkra mánuði í innlendum fréttum: „Magga mín, vandamálið með þig er að þú þarft alltaf að fara heim á kvöldin." - Það eru 23 ár síðan þú byrjaðir í frétta- mennsku. Hvers vegna heldurðu að þú hafir haldið svo lengi út í þessari stressvinnu? „Ég veit það ekki.Én það virðast vera ör- lög margra okkar þeirra eidri í starfinu að komast hreinlega ekki út úr því. Kannski var þetta fólk meiri blaðamenn í sér en margir, sem hafa komið í þetta á seinni árum, kann- ski var okkur starfið eðlislægara. Starfið er fjölbreytt, þó það sé erfitt. Það er ekki ósvip- uð tilfinning að starfa í blaðamennsku því að standa með sjónauka uppi í útsýnisturni þar sem maður sér vítt yfir í allar áttir en beitir svo sjónaukanum að hinum eða þessum staðnum, sem forvitnilegur virðist þá og þá stundina. Starfinu fylgir viss frelsistilfinning og ég held kannski að blaðamenn öðlist smám saman öðrum meiri hæfileika til að sjá gegnum hræsni og blekkingar til að greina hismið frá kjarna, enda þótt dagleg umfjöllun beinist því miður oftar meira að hisminu en vera skyldi. Um leið missum við kannski hæfileikann til að trúa á menn eða málefni. Við kynnumst mörgu áhugavekj- andi og verðum því ef til vill treg til þess að yfirgefa útsýnisturninn til að beina sjónum í einhverja eina átt, vitandi að við lokum þá fyrir útsýnið í aðrar áttir.‘‘ - Loks yfirgefur þú Moggann og ferð á útvarpið. Hvers vegna? liugsaðl ð kiðseitlnn Ég fór á útvarpið sumarið 1975 og til þess lágu margar ástæður. Ein þeirra var, að mér fannst ég farin að staðna, - ég var í andlegri og tilfinningalegri sjálfheldu, sem ég varð að brjótast úr. Starfið á útvarpinu sá ég sem tækifæri til að prófa nýjan miðil og nýjar vinnuaðferðir, meðan ég væri að melta með mér hvað gera skyldi. Það var fróðlegt að læra á nýjan miðil, auk þess sem ég hafði gott af því að temja mérþann knappa ritstíl sem er nauðsynlegur á útvarpi. Þetta var að mörgu leyti ágætur tími, margt gott fólk en starfsað- staðan slæm. Það var varla nokkur tími, hvað þá friður, til þess að lesa sér til, stundum tók ég til bragðs að flýja á klósettið tii að geta hugsað í ró og næði, þegar ég var að skrifa fréttaskýringar. Á sjónvarpinu er líka alltof lítill tími til að lesa - en þar hefur hver frétta maður þó smáklefa út af fyrir sig.“ - En þú hættir þó í fréttamennskunni unt hríð? „Já, sú ákvörðun varð ofan á. Eg var orðin langþreytt og þurfti hvíld. Auk þess hafði mig alltaf langað í háskólanám og heimilisástæð- ur mínar voru orðnar þannig að ég taldi mér það fært. Mig langaði líka að sinna einhverj-, um af áhugamálum mínum um tíma. Megin- kostur fréttastarfsins, fjölbreytnin, var orðin mér fjötur um fót á ntargan hátt. Það er til lengdar bæði þreytandi og ófullnægjandi að þurfa alltaf að fást við nýja og nýja hluti, að vera sífellt að setja sig á örskömmum tíma og undir pressu inn í mál, sem maður veit lítið eða ekkert um. Hugurinn er út og suður, maður grípur alla hluti á lofti og hugmynda- flugið verður að vera sístarfandi. í laganám- inu neyddist ég til að fara að hugsa eftir ákveðnum brautum, fást við fá, tiltekin verk- efni full upp af smáatriðum, sem gátu skipt máli. Framanaf tók það reyndar á taugarnar að þurfa að haida sig í svo stífum farvegi - en þegar á leið fór ég að meta gildi þess, fann að hugsunin varð einbeittari og að þetta varð að vissu leyti mikil hvíld fyrir mig. Hinsvegar held ég að það sé veruleg hætta á því að ungt námsfólk lokist inni á þessum brautum, og komi þannig út úr náminu að það skorti sveigjanleika og frjósemi í hugsun.“ langi irð blaoamennskunni - Þú valdir lögfræðina. Hvers vegna? „Já, það er von þú spyrjir. Lögfræðin er sennilega, eins langt frá blaðamennsku og hugsast getur. Kannski er það hluti svarsins. En það komu fyrst og fremst þrjár greinar til mála. Mest langaði mig í íslensku og bók- menntir, sem ég hafði stundað smátíma 1969 eftir að ég eignaðist yngri dóttur mína. En þar sá ég fátt framundan nema kennslu, sem mig langaði ekki sérstaklega til að fást við úr þessu. Félagsfræðideildin - einkum stjórn- málafræðin - freistaði nokkuð en lögfræðin varð ofan á, bæði vegna þess að mig langaði gjarnan að kynnast íslensku þjóðfélagi betur, eftir að hafa fjallað svona lengi um erlend málefni, og líka vegna þess að ég taldi hana kannski opna mér fleiri leiðir, - hafði þá líka í sigti framhaldsnám í alþjóðarétti síðar rneir. “ ■ Um þetta leyti fór Margrét líka að hafa afskipti af íslandsdeild Amnesty Internatio- nal, þar sem hún var formaður á árunum 1977-80. „Ég hafði tekið þátt í því 1975 að skipu- leggja þátt íslandsdeildarinnar í herferð vegna mannréttindabrota í Uruguay, í for- mannstíð Hilmars Foss. Þegar hann hætti var ég beðin að taka að mér formennskuna og freistaðist til að láta undan. Ég var þá á- kveðin að hætta á útvarpinu og byrja nám og vildi gjarnan leggja eitthvað af mörkum til þessara samtaka, sem ég hafði þá fylgst með í mörg ár og fundist virðingarverð. - Eru pólitísk átök innan Amnesty? „í svona fjölmennum samtökum fólks frá ntörgum þjóðum er auðvitað óhjákvæmilegt að menn greini oft á bæði um markmið og leiðir. Hjá Amnesty má segja að einhugur ríki um meginmarkmiðin, en oft eru uppi deilur um hversu víðtæk þau skuli vera, hvað sé unnt að setja undir hvern hatt, ef svo má segja, - menn deila urn inntak hugtaka, oft og Helgarpóstsviðtallö: Margréi H einreksdóltir tíðum, og vilja oft gera meira en samtökin megna, bæði vegna takmarkaðs mannafla og fjármagnsins. Samsetning samtakanna er hinsvegar tvímælalaust þverpólitísk, þó ég geri ráð fyrir að meiri hluti virkra félaga og forystumanna myndu teljast frjálslyndir. ncipiog m hxgri «g vinsirí í Amnesty deildum hefur oft komið upp sú staða-ekki síst í byrjun - sem jafnvel brydd- aði á hér í upphafi - að bæði harðir hægri og vinstrimenn reyni pólitískt reiptog, vilji báðir beita samtökunum fyrir sinn pólitíska vagn. Það þarf mikla varkárni til að koma í vegfyrir þetta og er viss hentill á virknina að mörgu leyti. Það sem stendur starfi deildarinnar hér mest fyrir þrifunt er fámennið. Þeir sem vilja vinna þessum málstað eru yfirleitt svo önnum kafnir bæði vegna starfa sinn og annarra áhugamála. Samt hafa samtökin mætt hér velvilja og skilningi." - Nú ertu komin í fréttamennskuna aftur, en varst ekki búin með námið. „Já,það var algjör tilviljun að þessi þriðja fréttamannsstaða í erlenduni fréttum á sjón- varpinu kom til um það leyti, sem ég varð að fara að vinna aftur. Mér fannst ekki svo vit- laust að prófa það, úr því sem komið væri, læra á þennan miðil lfka - það ýtti undir mig, að ég fann mig velkomna þangað til starfa, og þekkti fréttamennina, sem fyrir voru, að góðu. Ég á hinsvegar eftir tvö ár í námi, sem mig iangar að Ijúka. Sem stendur er ég í fríi frá skólanum meðan ég er að komast inn í starfið og koma fjárhagnum á réttan kjöl. Svo sé ég til hvernig gengur." - Þessir þrír fjölmiðlar, sem þú hefur starf- að á,eru ákaflega ólíkir. Geturðu gert upp á milli þeirra? „Nei, það er ekki svo auðvelt; hver hefur sína kosti og galla. Sjónvarpið er þyngst í vöfum, það krefst sama knappa stílsins og útvarpið en við það bætist að við verðum að taka tillit til myndefnisins sem oft er tak- markað, það tekur oft mikinn tíma að finna og velja myndir og samræma efninu, sem um þarf að fjalla. Við verðum að varast að láta stangast á það sem eyrað nemur og augað sér og getur því stundum verið álitamál. hvort heldur á að beygja textann undir myndefnið eða vera sjálfur í mynd með texta, sem maður telur skipta meira máli en myndefnið. Það þarf að finna jafnvægi þarna á milli en ég er þeirrar skoðunar eftir að hafa horft talsvert á erlent myndefni, að of mikil þjónkun við myndmálið geti hæglega orðið mönnum af- sökun fyrir því að sleppa frá sér illa unnum og innantómum texta.“ „S«mi ab leljasl lil „goiniu iðlkanna”” - Það er kannski ekki fallegt af mér að spyrja þig einsog „einn af gömlu jálkunum". Samt er freistandi að láta fjúka spurninguna um hvernig þér lítist á ungu blaðamennina nú um stundir? „Mér þykir nú bara sómi að því að teljast til „gömlu jálkanna". Hinsvegar þekki ég ungu blaðamennina varla nóg til að segja nokkuð afdráttarlaust urn þá; þú mátt ekki gleyrna þvi' að ég hef verið frá þessu í nokkur ár. í fljótu bragði sýnist mér þeir upp og ofan eins og okkar kynslóð var. Mannaskipti eru mjög tíð í stéttinni.kannski vegna þess að menn fara í þetta starf með einhverjar rómantískar grillur eða af því að þeir telja það geti orðið þeim til framdráttar á öðrum sviðum, en hafa svo ekki úthald, þegar þeir komast að því hvað þetta er strembin vinna - vilja ekki verða húðarjálkar - og ég lái þeim það svo sem ekki. Mörgum finnst líka erfitt, hef ég heyrt, að eiga alltaf gagnrýni yfir höfði, sent er alltaf miskunnarlaus í garð blaða- og frétta manna, eins og við vitum; í þessu starfi helst mönnum ekki uppi að dylja eða grafa mistök sín og oft sitja þeir uppi með mistök annarra, fyrir utan rökræðurnar um hvort þeir geri hlutina svo vel sé eða ekki. Þess er svo auðvit- að að gæta, að unga fólkið hefur miklu fjöl- breyttari starfs- og menntunarmöguleika en mín kynslóð hafði.“ - Nú hafa margir komið inn í stéttina með fjölmiðlamenntun, fjölntiðlafræðingar og fleiri, hvernig líst þér á það? „Vel að sjálfsögðu, enda þótt slík menntun sé út af fyrir sig engin trygging fyrir því, að ntenn verði góðir blaðamenn -en öll mennt. un er af hinu góða og því fjölbreyttari sem hún er, þeint rnun betra fyrir fjölmiðlana og neytendur þeirra. Fyrir blaðamenn sjálfa eykur það að sjálfsögðu starfsmöguleika, vilji þeir segja skilið við stressið, að hafa sérmenntun á einhverju öðru sviði. En auðvitað hefði fyrir löngu átt að vera kominn upp íslenskur blaðamannaskóli í einhverri mynd, annaðhvort námskeið eða námsbraut við Háskólann. Það hefur verið ntikil blóð- taka fyrir fjölmiðlana að þjálfa upp fólk í það endalausa og missa síðan flesta eftir að þeir voru farnir að geta eitthvað. En auðvitað gott fyrir fólkið, sem þannig hefur verið í nokkurskonar launuðu námi.“ B laðamennskuieg umljolliin um lóniisi Svo sem var kannski við að búast þar sem tveir blaðamenn koma saman, höfðum við gleymt okkur við að spjalla um starfið og tíminn var floginn áður en við vissum af. Að lokum komum við aðeins inn á eitt af áhuga málum Margrétar, músík, en hún hefur undanfarið skrifað greinar um tónlistarmál fyrir Morgunblaðið. „Ég geri það nú aðeins sem blaðamaður, að frumkvæði nokkurra tónlistarmanna, sem vildu stuðla að aukinni og reglulegri umfjöll- un um það, sem við gætum kallað alvarlegri músík.“ - Þú hefur fengið tónlistarhneigð í arf frá föður þínum? „Að nokkru leyti, líklega, þó var líka mikil sönggleði í móðurfjölskyldu minni, og ég hef hneigst að annarri tegund tónlistar en hann, þó mér þyki líka allgaman að jassmúsík. En þeir voru systkinasynir faðir minn, Bjarni Böðvarsson (faðir Ragnars Bjarnasonar) og Jón Leifs - og svo ólíkir menn sem þeir voru fengust þeir allir hver við sína tegund tónlist- ar, svo að þarna hefur líklega verið allsterk æð. Sjálf hef ég frá barnsaldri haft mikla þörf fyrir músík en hafði af ýmsum ástæðum ekki tök á að leggja hana fyrir mig. Alla vega hefur músík verið mér góður heimur að leita skjóls í, þegar á móti blæs og hún getur verið góður mælikvarði á það, hvort maður er and- lega og tilfinningalega lifandi eða dauður.“ iminn nndir naminu Blarnason

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.