Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 26. nóvember 1982 irjnn ÞREYJUM SKAMMDEGIÐ! Úrvinda bræður og systur! Þessi pistill með tilheyrandi bókmenntatilvitnun- um og súpuuppskriftum verður ykkur vonandi til uppörvunar í þeirri skammdegisgeggjun og jóla- bókaflóði sem nú fara í hönd (eða ætti ég kannski heldur að segja jólabókageggjun og skammdegis- flóði?) Æ og ó, þegar maður opnar augun við út- burðarvælið í vekjaraklukkunni á morgnana upp- hefjast eins konar fangbrögð við skammdegið sem í vankaðri vitundinni tekur á sig líki liðins svarts flykkis sem grípur mann kverkataki og þruntar digurbarkalega: Þú stígur hvorki í fæturna né vitið í dag, heillin, né mér yfir höfuð. Af þessu sést að skammdegisgeggjunin er komin á alvarlegt stig, a.m.k. hvað mína persónu áhrærir. Það er alveg klárt að skammdegið hefur mikil áhrif á okkur Islendinga, eða þessi eilífa birtu- breytingöllu heldur. Á hverju vori og hausti hefst nýr aðlögunartími fyrir sál og líkama, áður en þau sætta sig við að í skammdcginu ríkir nótt allan sólarhringinn en á sumrin náttleysa. Og nú'er ég hálfpartinn farin að tala eins og sögupersóna í magnaðri skammdegissögu Guðbergs Bergs- sonar, Iljartað býr enn í helli sinum, en lestur hennar hefur gripið mig þvílíkum heljartökum að undanfama morgna hef ég átt sérdeilis erfitt með að komast úr draumnum yfir í vökuna. Þó þver- stæðukennt kunni að virðast segi ég þetta bókinni AÍiafkrakan eftir Jóhönnu Sveinsdóttur til lofs en ekki lasts, því ég þóttist þar hitta fyrir parta af mér og mínu samferðafólki. ' En burtséð frá því hefur Guðbergur aHtaf verið minn maður. Bækur hans bera þess vitni að hann hefur megnasta viðbjóð á óhollu mataræði og lífs- venjum og í þessari síðustu bók sinni lætur hann hjónaskilnaðarerjur reykvískra menntahjóna t.a.m. kristallast í „jafnréttisrifriidi“ út af skyndibitastaða- og sjoppufæði. Hjónin sem lýst er í bókinni voru vön að karpa um hvort þeirra ætti að skreppa út í sjoppu eftir nammi rétt fyrir hálf tólf: „Sá sem fór lá svo sífellt undir sterkum grun að hafa keypt sér íspinna aukalega eða fljótétið sælgæti og gleypt það í sig á heimleiðinni sem bragðbæti og borgun fyrir ómak- ið. Oft dunduðu þau á heimieiðinni hvernig sem viðraði, meðan bragðið og lyktin hurfu úr munn- inum, uns manninum datt í hug að Dóra væri orðin lipur við að skreppa út af því hún launaði sjálfri sér óhóflega vel fyrirómakið, og þá heimtaði hann að fá að þefa út úr henni þegar hún kom heim. Eftir þetta fékk sá sem sat yfir telpunni heima að þefa út úr þeim sem fór, og ef mikil sælgætislykt fannst mátti sá sem heima sat bíta tvisvar af sælgætinu. „Þetta er barnalegt en réttlætismál," hugsaði mað- urinn. „Og svona er ástin og hjónabandið: stöðugt eftiriit á einn eða annan hátt bundið tíma og að- stæðum. Og sú ást sem í fyrstu var umhyggja fyrir þeim elskaða endar sem djöfullegt ráðríki.“ (bls. 83) Hjartað býr enn í helli sínum er látin gerast í svartasta skammdeginu. Höfundur hefur lýst því yfir að það sé með ráði gert, því þá ruglist Islend- ingar. Telur hann jólabókaflóðið vera ósjálfráð viðbrögð þjóðarinnar við skammdeginu. Hún myndi tryllast ef bækurnar kæmu ekki út á þessum árstíma. Ég ráðlegg öllum sem eiga bágt að lesa þessa bók: þeim sem eru nýfráskildir eða eru aö skilja, þeim sem af einhverjum ástæðum stunda huggun- arát og/eða laundrykkju, þeim sem eiga við önnur félags- eða sálfræðileg vandamál að etja, og þeim sem einfaldlega þjást af skemmdegisgeggjun á einhverju stigi, því í bókinni ættu þeir að geta fundið sér víti til varnaðar, ef ekki bara sitt lausnarorð. Og síðast en ekki síst ættu allir þeir sem þjást af nýraunsæisofnæmi að lesa hana. Þreyið svartasta skammdegið með góða bók í hönd, sötrandi iljandi súpu. Takið ekki þátt í jóla- æðinu, hugleiðið heldur það sem ein af söguper- sónum Guðbergs hefur um það að segja: „Osin er mest í desember, fólk bilast þá einkennilega. Jólaæðið var fundið upp af nauðsyn, til þess að fólk gæti breitt yfir brjálæðið sem grípur fjöldann í árslok. Þá óttast fólk mest hið ókomna: nýja árið, framtíðina, lífið sem það á í vændum.“ (bls. 130) Drekkið ykkur bara í bókaflóðinu, skuldbind- íngalaust; þar ættuð þið að finna á stangli söguper- sónur sem reynast ykkur raunhæfar viðmiðanir. Því bókmenntir eru mannleg lífsreynsla í súputen- ings líki - samþjöppuð, klippt og skorin - í saman- burði við oft sundurlausar upplifanir í þessu lífi sem við lifum. Því er hér vel við hæfi að ilja sér á góðri súpu á undan eða eftir bókmenntalestri. Hér á eftir fara uppskriftir að tveimur kraftmiklum súpum, tileinkuðum bókaormum. Bókaormasúpa með grænmeti Þessi súpa er fyrirtaks aðalréttur ásamt grófu brauði, t.d. með osti eða lifrarkæfu. Uppskriftin er handa fjórum. Undirbúningstími er aðeins 15 mín., suðutími sömuleiðis. 1 laukur eða púrrulaukur 1 'li msk smjör eða sntjörlíki 3 msk hveiti 1 I vatn og einn (grænmetis) súputeningur 1 I af söxuðu blönduðu grænmeti s.s. gulrótum, blómkáli, baunum og kartöflum 3—4 dl mjólk eða 1 dl rjómi og afgangurinn mjólk ögn af salti og hvítum pipar ‘/i-1 tsk paprikuduft 1 dl saxaðar nýjar kryddjurtir, s.s. steinselja og dill, eða 1-2 msk af þurrkuðum. 1. Afhýðið laukinn og saxið gróft eða skolið púrru laukinn og skerið í sneiðar, efþið notið hann. Steikið hann í smjörinu í potti við vægan hita í nokkrar mínútur. 2. Stráið mjölinu yfir laukinn og hrærið vatninu smátt og smátt saman við. Hrærið í súpunni þar til suðan kemur upp og setjið þá niðurskorið grænmetið út í og iátið sjóða með loki í 10-12 mín. 3. Hrærið nú mjólkinni saman við og bragðbætið súpuna með salti og nýmöluðum hvítum pipar. Stráið kryddjurtunum yfir og látið súpuna sjóða í 1-2 mínútur til viðbótar. Bókaormasúpa með kjöti Þetta er ódýr og saðsöm hvunndagssúpa handa fjórum. Undirbúningstími er 15 mín., suðutíminn einnig. 300 gr nautahakk eða blandað kjöthakk 3 laukar 8 meðalstórar kartöflur 2 msk smjör eða smjörlíki 2 tsk paprikuduft 1 kryddmál hvítur pipar 1-3 tsk salt 2 msk tómatkraftur l-l'/i I vatn 1 súputcningur timjan eða marjoram eftir smekk 1. Afhýðið kartöfluroglauk, skerið kartöflurnar í litla bita og saxið laukinn smátt. 2. Léttsteikið kjöthakkið í potti upp úr smjörinu, bætið út í kartöflum, lauk og paprikudufti, hrærið vel í og látið malla í svosem 2 mín. 3. Hellið vatninu í pottinn og hrærið út í salti, pipar, tómatkrafti og súputeningi. Látið súp- una sjóða með loki við vægan hita í u.þ.b. 15 mín. Bragðbædð hana undir lok suðutímans meðmarjoram eða timjan oge.t.v. meira salti. Súpuna má bragðbæta enn frekar með því að hræra saman við hana nokkrum matskeiðum af sýrðumrjóma eða rifnum osti.Og sem meðlæti þarf að sjálfsögðu aðeins gott brauð ogsmjör. Skammdegið er skammarlega stutt! Nú reyni ég hvað sem tautar og raular að stíga vitið upp úr súpupottinum, endurnærð á Iikama, en sálartetrið freistast eigi að síður til að skýla sér með grímu, tekinni traustataki frá Ólafi Hauki Símonarsyni. Hér er unt að ræða niðurlag skamm- dógisljóðs sem kom fljótandi á síðustu jólabóka- vertíð í bók Ólafs Almanaki jóðvinafélagsins. En þar segir: Ég tel mig hafinn yfir jarm þeirra sem álíta að allir aðrir séu sturlaðir að það sé kostur að sturlast í einrúmi að sturlunin sé málefninu til framdráttar að það sé nauðsynlegt að sturlast tilað verjast sturlun að sturlunin sé atvinnugrein að sturlunin komi í staðinn fyrir hversdagsleikann að sturlunin sé sildarœvintýri í andlegum efnum. Ég er raunsæismaður byrja vikuna á mánudegí og veit að kjarni málsins er þessi: skammdegið er skammarlega stutt. Algengt en þó fágætt spiladæmi Gott samkomulag í spili er mikils virði. Þar er margs að gæta og svo getur farið að upplagt spil tapist af misskilningi. Við skulum taka eftirfarandi spil: Suður spil- ar fjögur hjörtu: á laufakóngi eða þá spaðatíu vest- urs. í fyrra fallinu tapar suður aðeins þrem spöðum. Liggi spaðatían rétt, tapar suður aðeins tveim slögum í spaða og hefir því efni á að tapa þeim þriðja í laufi. í S D-9-2 H K-G-4-3 T Á-6-3-2 L Á-D S K-8-7-5 S Á-10-6 H 9 H 7-6 T D-G-10-9 T 7-5-4 L G-9-5-3 L K-10-8-7-2 S G-4-3 H Á-D-10-8-5-2 T K-8 L 6-4 Norður opnaði og sagði eitt grand. Suður stökk í þrjú hjörtu. Þá bætti norður því fjórða við. Vestur lét tíguldrottninguna út og suður tók með kónginum. Hugsi maður ekki nógu langt fram í tímann, getur ýmislegt skeð. Meðal annars gæti allt oltið rauninni vinnur ávallt sögnin hvernig sem kortin liggja. En þá má ekki reyna að svína. Svíni suður laufinu kemst austur inn á tíuna, tekur spaðaásinn og heldur áfram með spaðann. Þannig tap- ast tveir slagir (spaðar). Til þess að ná tilætluðum ár- angri, verður suður að einbeita tíglinum sem fyrst. Fyrst tekur hann út-spil vesturs með kóngin- um. Tekur síðan bæði trompin , inn í borðið á tígulás og púnaar tígli. Þá spilar suður tígli en gætir þess, að svína ekki, heldur tekur á trompin í borðinu. Suður trom- par þar svo tígulinn og þá er ein- angrunin fullkomin. Suður spilar laufi. Sama er hver tekur slaginn. Suður hefur náð marki sínu. Fái ekki spaði hjálp, þá neyðast andstæðingarnir til þess að spila í tvöfalda eyðu. Skákþrautir helgarinnar KENNETH S. HOWARD ISKOV Framh. á bls. 2

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.