Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 19
Irjnn Föstudagur 26. nóvember 1982 19. i eyðimörkinni Nú er ár liðið síðan við komum til Tucson, Arizona og ekki óviðeigandi að halda upp á afmælið með því að fræða fólk örlítið um lífið í eyðimörkinni. Ef íbúar Tucson bölvuðu ekki sömu ríkisstjórninni og töluðu, í stórum dráttum, sama mál og New Yorkbúar teldi ég mig stadda í annarri heimsálfu. Landslagið og staðhættir eru svo ólíkir öllu Arizonapóstur frá Ingu Dóru Björnsdóttur sem ég átti að venjast í henni Ameríku. Hér blasa við stórbrotin og hrikaleg fjöll til allra átta, sem vaxin eru risakaktusum upp um miðjar hlíðar. Reisuleg pálmatré standa vörð með- fram vegum og sólsetrið, sem aldrei sást til í New York, er eldrautt og róman- tískt. Eðlur, slöngur og alls kyns furðuleg skorkvikindi, sem aðeins sérfræðingar og sérvitringar kunna að nefna, lifa hér góðu lífi. Hó gróðurinn og dýralífið hafi fengið mig til að endur- skoða afstöðu mína til þess hvað telst til dýra og plantna þá hafa árstíðirnar í eyði- mörkinni ruglað mig algjör- lega í ríminu. Áður en til Tucson kom bjuggu árstíð- irnar fjórar í ákveðnum mánuðum og hver hafði sín séreinkenni,-sinn karakter. Veturinn var dimmur, langur og kaldur. Honum fylgdu snjókomur ffosthörk- ur, hálka og fótbrot. Manni leið eins og lauk, dúðaður í hundrað lög á leið í eða úr skóla. Vorið bauð upp á vor- próf, lóusöng og kríugarg og þegar best lét þann lúxus að fara út á peysunni. Þegar til sólar sást á sumrin var versl- unum og skrifstofum lokað vegna veðurs. Útlendingar, sem leið áttu um bæinn litu til vesturs og hlupu í skjól, sannfærðir um að óveður væri í nánd. Grunur þeirra var nær undantekningalaust staðfestur. Daginn eftir var farið að rigna. Á haustin fóru dagarnir að styttast, laufin að falla, farfuglarnir liéldu suður á bóginn og skólinn byrjaði á ný. r 1 New York voru veturnir eilítið styttri og snjóléttari en á íslandi, en tíu sinnum kaldari og þrálátari. Vorin lengri og litríkari, sumrin heitari og rakari, en haustin þau voru bara næstum eins. I Tucson Arizona gegnir allt öðru máli. Hér eiga árstíð- irnar fátt annað sameigin- legt með árstíðum annars staðar en nöfnin. Ef Tucsonsumarið á eitthvað sameiginlegt með íslenskri árstíð er það einna helst, þó ótrúlegt megi virð- ast, veturinn. Of mikill hiti hefur nefnilega ekki ósvipuð áhrif á mannlífið og kuldi. Fólk fer ekki út fyrir hússins dyr nema í ýtrustu neyð og í stað þess að dúða sig fækkar það spjörunum eins mikið og velsæmið leyfir; setur upp barðastóra kúrekahatta (mikið þarfaþing) og sól- gleraugu á stærð við undir- skálar og skýst út í bíl. Þess er vandlega gætt að gluggar séu vel lokaðir og hurðir standi sem minnst opnar, ekki til að halda hit- anum inni eins og á íslandi, heldur úti. Og þegar rignir er regninu fagnað með sama ákafa og. sumarsólinni á ís- landi. A sumrin eru fleiri bækur lesnar, meira horft á sjónvarp og talað í síma en á öðrum árstímum og meira sofið. Fólk hittist sjaldnar og skemmtir sér minna. Þegar hausta tekur og hit- inn fer að lækka færist „vor- stemmning“ yfir bæinn. Göt- ur og torg fyllast af fólki sem nýtur þess í ríkum mæli að fá Ioksins tækifæri til að klæðast fötum, síðbuxum, langerma peysum, sokkum og skóm. Það veit það eng- inn að óreyndu hversu mikil hátíð það er að ekki blasi við manni slitnir sandalar og kræklóttar tær í hvert skipti sem manni verður á að líta niður fyrir sig. Hegar fer að sjást til „snjó- fuglanna" (norðurbúar, sem flýja hingað undan alvöru vetri) úti á þjóðvegum Ar- ' izona getur maður verið viss um að árstíð útivistar er gengin í garð. Tími til kominn að halda til fjalla með nestið og nýju skóna, skokka og hjóla. Drífa sig á diskó, halda partí og rífast yfir síðustu aðgerðum Reag- ans og félaga. Þegar vora tekur á alman- akinu á ný fer að hausta í sálarlífinu. Snjófuglarnir og lánsamir Tucsonbúar hverfa norður á bóginn. Hinir sem eftir sitja tína illviljugir fram Þessi mynd birtist í Tucsonblaðinu Arizona Daily Star nú fyrir skemmstu og virðist gamli maðurinn á henni vera Kanadabúi af íslenskum ættum. Myndatextinn er á þessa leið: Ragnar Jónsson, 84 ára veiðimaður sem stundað hefur gildruveiðar nyrst i Kanada í næstum 60 ár sneri nýlega aftur til Winnepeg, Kanada í fyrsta sinn síðan 1923. Hann segir að hraðinn í borgarlífinu eigi ekki við sig, - einangrað umhverfið á norðurslóðum sé það sem hann kjósi helst. sumarspjarirnar, koma loft- kælingunni í lag (án hennar væri lífið óbærilegt) og finna örlitla huggun í því að nú geti þeir bætt sér upp of lítinn svefn og lesið ólesnar bækur. - En Tucson-búar bíða komu haustsins með sömu óþreyju og börn bíða jólanna. /\rsdvöl í eyðimörkinni hefur ekki eingöngu kennt mér að vetur, sumar, vor og haust eru aðeins hugtök, sem hafa gjörólíkar merk- ingar eftir því hvar maður er •staddur í jarðarkringlunni. Hún hefur einnig komið mér til að endurskoða afstöðu mína til ótrúlegustu hluta. Áður en hingað kom vöktu tii dæmis fáar minningar jáfn óþægilega tilfinningu með mér og sú að standa skjálfandi á stoppistöð með blauta fætur og frostbitna fingur meðan strætisvagninn var rninnst hálftíma á eftir áætlun vegna snjóþyngsla og lélegs skyggnis. - Þegar dag- arnir gerðust hvað heitastir í sumar fór um mig sælutil- finning við tilhugsunina um að bíða eftir strætó, helst lengi, í hörkugaddi og snjó. Lausn á síðustu krossgátu 5 V s P fí s w T n 5 K fí 5 K ö r u 5 r fl p P fí fí L fí O 1? r 'o N fl Ö fl R £ R R ‘R F fí N 6 fí R r n L E N r u R 5 N fí R H fí F n L V fí N P 7 L U G P L / N N 6 '6 L r u m F "0 r fí tíl t N N r 'O r U 6 T / L L R T o 6 fí R R fl .5 fí 0 3 fí r N n R V E i< u R /? fí u K 6 Ö R 7 L U P R ú 6 fí J? Ð y í? K J U m fí N N 5 / N 5 1 N 'P S r E ' 1 V U R 1? fí m H fl K fl /Y fí fí ■ Vf s / Z) u m Æ. R u m £ I V fí fl P fl V mu fí G R u G L 'o R fí R fí V S r /í T> U 5 rXÆ L fí /V R P u 5 fí R H R / P fl N fl R K R 0 5 S Gr A- T A N f // 1_/ DKL'i iD ‘OSWHIK KONfl y HE/BuR vEllur -L '—' KRISTUj) REIflfl Fuáu m'fiLm L/DUófí Lyr/ L> '£r_ SÓuN /N SNRRP NflR Sflrnsr HESTUR- 5V//< EFL/R Snj'o Ifl/rU SvflNSlR f SK.ST. SÓ6N BÓK |/t f % BRjoST SKÓ6TIR E>ý/R LFSTUR p'/pfíRt! r <E'óE> BfíET/ K/sn hj'órTur V 1 ** ( BE/r/i FLfíH/i 75 BjoR KflUN BN TÝNL>/ S/n'fl TunNU GflLDR PP KáT l£‘Sé/ Hí-jbÐ F/&R/ VoNT H/-OT' HN'/Tfl fl - FLIK fuc,L- Serhl■ 2E/IVS VE/Ð/R ■ 2E//VS ÉK/</ Lfím/Ð 'OFKPim f/tRNfíR Bi>K „ ■flsrflR <5ut> t RElKfí fíNV/ „ RflFflP * ’ÖSLflV/ N/tPA SL/á 5 TRIT t Pú)<l KYKT/L k/fílf UN ‘OVISSU Lofr- Tfl6 Sfte/Nui - E/N P!?F6 /N fíHóAN HRE/N Sfl c, RoN/ 'flrt LE./K .Svy V Vftn1 flF- HfíflKl Sfl moTfl/R UÍRÐi L LIT5- H LUTI m’flLm UNG V/VH EKK/ MED END. TfíÉIHfl RÉKM S’iGfí Rettu LENáJ BN GflNGfí 1 öfuq flN sk/nN iziFD STÆS! L H

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.