Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 16
FROSTI- og fleira um kvikmyndagerð „Kvikmyndin mikill hluti af fólki” Inga Dóra las „Bogann“ .... og Jórunn, „Baristtil sigurs“ vantar handrit Við ræddum svo heilmikið um íslenskar kvikmyndir og Helgi sagði m.a. um álit sitt á þeim: „Margar íslenskar myndir eru mjög fallegar, tökurnar eru góðar en það vantar alveg handrit, það vantar tilfinnanlega handrita- gerðamenn" ..„það er líka oft gengið út frá því að maður þekki- söguna sem myndin er gerð eftir, og það er kannski þess vegna sem þessar myndir ganga t.d. ekki í út- löndum.“ réttur maður á réttum stað Stuðarinn slær botninn í samtal- ið með því að spyrja um framtíðar- horfur og óskir Helga: „Kvik- myndin sem miðill er mikill hluti af fólki“ segir hann bjartsýnn. „En þetta er auðvitað mikið undir heppni og tækifærum komið, maður veit aldrei hvort maður er réttur maður á réttum stað.“... Stuðarinn vonar það og þakkar fyrir sig og sína... Friðgeir judokappi Friðgeir Eyjóifsson er 13 ára, Reykjavíkurmeistari í júdó í flokki 45 kíló og undir. Stuðarinn hitti Friðgeir og spurði hann aðeins út í júdóið. „Ég byrjaði fyrir ári síðan, ég fór með bróður mínum sem er 15. Annars getur maður byrjað 7 ára í júdó...“ „Eg æfi með Armanni og kenn- arinn er japanskur, soldið strang- ur, en mjög flinkur". Friðgeir er rétt að byrja þó hann sé orðinn Reykjavíkurmeistari, hann er alveg harður á að halda áfram og verða íslandsmeistari seinna meir.. Svo að lokum vill Friðgeir hvetja alla til að fara í júdó, því það er góð íþrótt. Hvað finnst ykkur um það?? segir Helgi Márf Stuðaraviðtali Frosti heitir ný íslensk kvikmynd sem sýnd var í Regnboganum fyrir stuttu. Stuðarinn hitti einn af for- svarsmönnum myndarinnar Helga Má, og spjallaði við hann um aðalá- hugamálið, kvikmyndagerð. Helgi Már er Hafnfirðingur. byrjaði snemma Helgi sagðist snemma hafa byrj- að að hugsa um kvikmyndir og allt sem tengdist þeim. Smám saman hefði þetta þróast þannig að hann fór að gera sínar eigin myndir ásamt fleirum úr Hafnarfirði. „Þetta hefur ekki verið mjög kostnaðarsamt hingað til, en við gerum auðvitað kröfur og viljum alltaf ganga lengra“. verðlaunamyndir Helgi Már hefur unnið að nokkr- UPPOG A fostudaginn verður haldinn stórkonsert í Hafnarbíói. Fram koma Hjörtur Geirsson trúba- dor, Jói á Hakanum (Ananas- menning), Trúðurinn (rétt stilltur), Hin konunglega flug- eldarokkhijómsveit, Vonbrigði, og Þeyr (endurnærðir). Það sem venjulega rennur í rikissjóð á svona hljómleikum, fer núna í ferðasjóð hreyfi- og þroskaheftra. Félagsmenn fá 20% afslátt. OFAN um myndum og flestar þeirra hafa ■fengið einhver verðlaun. Verðlaunamyndirnar eru m.a. „Fyrsta ástin“ og „Voðaskot", sem báðar hlutuverðlaun á kvikmynda- hátíðum-SÁK (samtökum áhuga- manna um kvikmyndagerð). Frosti frábrugðinn Frosti er frábrugðin fyrri mynd- unum. „'Hér er það súrrealisminn sem ræður ferðinni, en hann hefur alltaf heillað mig“. Það má eigin- lega segja að hún sé æfing í með- ferð myndmáls“, útskýrði Helgi Már. „í henni er eiginlega verið að kanna hvað maður kemst af með í kvikmynd". „Við tókum skot og skot, röðuðum þeim svo saman, settum tónlist inní og útkoman varð Frosti“ (myndin er öll tekin í frosti eins og nafnið ber með sér). til Danmerkur Síðastliðið sumar var haldið nor- rænt kvikmyndahátíðamót í Dan- mörku. Helgi Már átti þar tvær myndir, Frosta og Óskabarn. Þær fengu báðar verðlaun, og Frosti m.a. fyrir myndatöku. ... og Rómar „Mig langar mikið á kvikmynda- háskója í Róm“. „Ég fór þangað í vetur sem leið og skoðaði skólann, og leist stórvel á“, „en mér liggur ekkert á, mig langar að gera svo margt annað líka“. vinna og læra „Svo er náttúrulega mjög lær- dómsríkt að vinna við gerð kvik-: mynda“. „Ég vann dálítiið við trún- aðarmál í sumar (íslensk kvik- mynd sem verður sýnd bráðlega) og mér fannst það mjög áhugavert, og ég vildi gjarnan gera meira af því“. JÓL ABÓKAGAGN RÝNI Inga Dóra og Jórunn heita gagn- rýnendur Stuðarans að þessu sinni. Inga Dóra er í 9. bekk og bókin sem hún las heitir Boginn og er eftir Bo Carpelan, frægan finnskan höfund. Boginn Boginn er eyja í finnska skerja- garðinum, og þar býr þroskaheftur strákur með mömmu sinni. Sagan- segir frá þessum strák og sambandi hans við annan strák sem er í sum- arfríi á eynni. „Bókin er æðislega vel skrifuð og flottar lýsingar í henni, en söguþráðurinn er samt ekki mjög spennandi" sagði Inga Dóra. „Ég held að hún sé betri fyrir yngri krakka.“ Barist til sigurs Þá er að vita hvað Jórunni fannst um sína bók. Það er bókin Barist til sigurs, eftir hollenskan höfund, Jan Terlouw sem hefur fengið fjölda verðlauna. Þrátt fyrir öll verðlaunin var Jór- unn ekkert yfir sig hrifin: „Mér fannst hún ágæt, en ekki alveg nógu skemmtileg“. Jórunn sagðist ekki vera vön að lesa svona bækur. „Þetta er eiginlega ævintýrasaga, hún fjallar um strák sem þarf að leysa 7 þrautir til að verða kóngur í Katóríu. „Hún höfðar eiginlega ekki til mín, ég vil frekar lesa eitthvað meira spennandi“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.