Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 22
22
Skjótt skipast veður í lofti. Fyrir fáeinum
mánuðum var hinn opinberi sannleikur sá, að
framundan væri algjört hrun á útflutningi ís-
lensks lambakjöts. f síðustu viku staldraði
hollenskur kjötkaupmaður hér við og kvaðst
vildu kaupa allt það kjöt sem við gætum án
verið - eða allt að 3000 tonnum.
En kjötkaupmaðurinn tuktaði kjötsölu-
menn okkar dálítið til í leiðinni. „Við skulum
kaupa kjötið ykkar í heilum skrokkum,
pakkaða inní grisjur, en aðeins í þetta sinn.
Næst viljum við fá það hlutað niður og pakk-
að í lofttæmdar umbúðir, ef framhald á að
verða á viðskiptum milli okkar.
„Pað hefur verið leyst niðrum Sambandið
og steinrunnið sölukerfi þess“, er athuga-
semd Sigmundar Franz Kristjánssonar versl-
unarmanns við þessa nýjustu viðburði í kjöt-
sölumálum fslendinga. Og hann veit um hvað
hann er að tala, því það er einmitt hann sem
stóð fyrir útflutningi Kaupfélags Sval-
barðseyrar á kjöti í neytendapakkningum í
Sambandið gat ekki selt dilkakjötið
svo bændur urðu að skera niður
stofninn. Nú vilja Hollendingar kaupa
meira en hægt er að selja.
Sambandiö missti buxurnar
haust. Kaupfélagið fékk 30 krónur á kílóið af
þessu unna kjöti, sem var um 60% af
heildsöluverði kjöts innanlands og hærra
en það verð sem Ný-Sjálendingar hafa
mótað. Besta verð Sambandsins til þessa er
30% af heildsöluverði innanlands.
Til þessa má heita, að Sambandið hafi ver-
ið eitt um útflutning á dilkakjöti, og allt hefur
það verið flutt út í heilum skrokkum, pakkað
í grisjur. Mest er flutt til Svíþjóðar í ár, 650
tonn, en nokkuð er flutt til Danmerkur og
Færeyja, og nýlega var samið um sölu á 100
tonnum til Finnlands.
I grein um kjötsölumálin, sem birtist í Helg-_
arpóstinum í júlí í sumar kemur fram, að víða
um heim líkar mönnum vel við íslenska
lambakjötið og líta á það sem fínustu villi-
bráð. En verðið var of hátt. Svar útlending-
anna var því „Nei takk, of dýrt“. Því hafa
allar tilraunir Sambandsins til að afla nýrra'
markaða, m.a. í Bandaríkjunum og araba-
löndunum, verið dæmdar til að mistakast.
En margir hafa hinsvegar verið á þeirri
skoðun, að auðvelt ætti að vera að fá þokka-
legt verð fyrir kjötið væri það einfaldlega
hlutað niður og sett í neytendapakkningar.
Þeirri hugmynd hafnaði Agnar Tryggvason
deildarstjóri búvörudeildar Sambandsins þó
alveg, þegar við bárum það undir hann í sum-
ar.
„Sannleikurinn er sá, að allir þessir mark-
aðir (sem Sambandið hefur kannað) eru yfir-
fullir af ódýru dilkakjöti og sé kjötið flutt út í
pörtum verður svo mikill afskurður af því, að
verðið þyrfti að vera ennþá hærra“, var svar
Agnars.
En eftir að hollenskur kjötkaupmaður hef-
ur sýnt áhuga á að kaupa af okkur allt að þrjú
þúsund tonnum af kjöti og biður auk þess að
verði framhald á þeim viðskiptum verði kjöt-
ið hlutað niður og pakkað sómasamlega inn,
hljóta málin að horfa öðruvfsi við. Þegar ég
ræddi þessi mál við Pálma Jónsson landbún-
aðarráðherra var líka hljóðið dálítið annað.
„Það er lítil framtíð í því að flytja kjötið út í
þessum grisjupokum. Þess vegna hafa líka
Tuttugu hár á einum dilksskrokki urðu til
þess að sjö tonna sending af íslensku lamba-
kjöti var gerð afturreka úr bandarískri inn-
flutningshöfn í fyrra. Þar með var úr sögunni
samningur um 300 tonna kjötsölu á banda-
rískan markað.
Þetta er dæmi um þær óbeinu innflutnings-
hömlur, sem gætir í vaxandi mæli í milliríkja-
viðskiptum á yfirstandandi þrengingatímum.
Með ýmsum tæknilegum atriðum er komið í
veg fyrir innflutning, til að vernda heima-
markað í þágu innlendra framleiðenda. Með
þessu er farið í kringum skuldbindingar í al-
þjóðasamningum um jafna markaðsaðstöðu
og frjálsa milliríkjaverslun.
Frakkland hefur gengið einna harðast fram
í slíkum ráðstöfunum til að hefta innflutning
upp á síðkastið. Sett hafa verið ákvæði um að
öll skjöl sem fylgja innflutningi til Frakklands
skuli rituð á frönsku. Og ekki nóg með það.
Áletranir á umbúðum erlends varnings, sem
Kornstríð vofir yfir milli Bandaríkj-
anna og landa Efnahagsbandalags
Evrópu.
Afturgengin haftastefna
blasir við ráðherrafundi GATT
^mmmmmKMjmmmmmmammrnmimmBammmmmmmmnm’m’mi ■»«» wniTTr m mum&h mm ■mwcmmsjémmmwp—JW
boðinn er til sölu á frönskum markaði, skulu
einnig vera á frönsku, sér í lagi upplýsingar
um innihald vörunnar af mismunandi efnum.
Frægastir eru þó Japanir fyrir hugkvæmni í
óbeinum innflutningshömlum. Þeir selja há-
tæknivöru um allan heim með frábærum ár-
angri, en útiloka erlenda framleiðendur frá,
japönskum markaði með hinum hugvitsam-
legustu aðferðum. Til að mynda gera þeir
mikið af því að setja strangar og nákvæmar
kröfur um frágang og tæknileg atriði, sem svo
er breytt með fárra mánaða millibili, þannig
að enginn erlendur framleiðandi hefur tök á
að fylgjast með og uppfylla skilyrðin. Með
þessum hætti er til að mynda bílamarkaður
Japans nánast lokaður fyrir innflutningi er-
lendis frá.
Við þessi skilyrði kemur saman ráðherra-
fundur GATT, Almenna samkomulagsins
um tolla og viðskipti, í fyrsta skipti á tæpum
áratug. Ekki er þar lát á yfirlýsingum um
nauðsyn á að halda fast við viðskiptafrelsið,
enda mála sannast að GATT-samkomulagið
hefur reynst styrkasta stoðin undir stórkost-
legri aukningu heimsverslunar á síðustu ára-
tugum og velmegunarskeiði sem á sér engan
líka.
En nú harðnar á dalnum, og þá gætir þess æ
meir að hvert ríki um sig reynir að bjarga
eigin greiðslustöðu og atvinnustigi með höft-
um gagnvart erlendum varningi. Hverjum
manni er ljóst að niðurstaðan verður að allir
tapa, og mest þeir sem háðastir eru milliríkja-
verslun, reyni hvert ríki að troða skóinn nið-
ur af öðrum. En samt láta stjórnvöld undan
þrýstihópum og stéttum, sem búa yfir póli-
tísku áhrifavaldi.
rátt fyrir langan undirbúning, gera menn
sér ekki vonir um að ráðherrafundi GATT
auðnist að gera neinar ráðstafanir, sem marki
veruleg spor á leið til afnáms óbeinna inn-
flutningshafta og þar með aukningar heildar-
eftirspurnar á heimsmarkaði. Til þess eru
efnahagsþrengingar of miklar sem stendur. í
hæsta lagi er vonast til að fundurinn í Genf og
ákvarðanir hans geti orðið til þess að stöðva
Föstudagur 26. nóvember 1982 irínn
staðið yfir athuganir á því hvort hægt sé að
taka upp nýjar vinnsluaðferðir þannig að
kjötið hæfi betur markaðnum", segir land-
búnaðarráðherra.
Og hvað verðið snertir sýndi tilraun
Kaupfélags Svalbarðseyrar, að það er langt
frá því að vera útilokað að fá viðunandi verð
fyrir boðlegt íslenskt lambakjöt.
„Það er alveg eftir að fylgja þessari tilraun
eftir, en það er ljóst, að ónýttir markaðir eru
nánast allt í kringum okkur, ef rétt er haldið á
málunum. Og það er ekkert vandamál að fá
hærra verð fyrir hlutað og úrbeinað kjöt.
Fólk gerir sér grein fyrir því, að þeim úr-
skurði sem fellur til við vinnslu hér verður
hent hvort sem er“, segir Sigmundur Franz
Kristjánsson, sem stóð fyrir þessari tilraun
norður á Svalbarðseyri.
Hann bætir því við, að ekki sé von á góðum
árangri í kjötútflutningi þegar Sambandið
sendir hrossakjöt með flugvél til Frakklands
og borgar skilvíslega undir bæði bein og fitu.
Það eru hvorki meira né minna en 60% af
skrokknum - beinin 40% og fitan 20%. Þrátt
fyrir allt eru bein og fita þó ekki nema um
20% af hverjum lambsskrokk!
í fyrrnefndri grein í Helgarpóstinum í júlí
var haft eftir Pálma Jónssyni landbúnaðar-
ráðherra, að „nýir möguleikar byggist á nýj-
um aðferðum". Hann vildi ekki skýra mál sitt
nánar, þá, en að sögn Sigmundar Franz Krist-
jánssonar kallaði ráðherra á sinn fund
nokkra verslunarmenn sem stunda innflutn-
ing í ýmsum greinum. Á fundinum bað hann
verslunarmennina að nýta sambönd sín er-
lendis í því skyni að selja íslenskt lambakjöt.
Niðurstaðan er samsé þessi: Hægt er að
selja að minnsta kosti þrefalt meira kjöt úr
landi en landbúnaðarráðherra telur að fært
sé. En auk þess hafa farið fram viðræður við
hótel í Hollandi um enn frekari kjötsölu og til
mála kemur að nýta ónotað pláss í fraktflutn-
ingum Arnarflugs til að flytja unnar kjötvör-
ur til Hollands.
„Það kemur ekki til mála að selja þessum
hollenska kjötkaupmanni 3000 tonn, og það
eru litlar líkur á að hægt verði að selja honum
2000 tonn, miðað við aðra samninga sem þeg-
ar hafa verið gerðir. Og það verður líka að
gera ráð fyrir því, að einstaka kjötvinnslu-
stöðvar geti flutt út dilkakjöt sjálfar", segir
landbúnaðarráðherra.
Ein slík kjötvinnslustöð tók reyndar til
starfa í Njarðvík í ágúst í sumar. Hún heitir
fsmat h/f, og einn af eigendum hennar er
Gunnar Páll Ingólfsson. Hann segir að mark-
miðið sé „raðframleiðsla“ á hreinum kjötvör-
um, bæði til sölu innanlandsogerlendis. Með
vinnsluaðferðum þeirra megi lækka verð á
unnum kjötvörum, og þegar hafi borist tilboð
í vörur frá þeim frá Boston í Bandaríkjunum
þar sem boðið sé helmingi hærra verð en
Hollendingarnir bjóða.
Það er því ljóst, að lítið er að marka kvein
kjötsölumanna Sambandsins og forráða-
manna bændasamtakanna um að kjötmark-
aðir okkar erlendis séu að hrynja. Og að
margra mati sem til þekkja var hrein þarf-
leysa að fækka fé í haust eins og gert var, með
þeim afleiðingum að til eru í landinu yfir 2000
tonn af ærkjöti.
En margs er að gæta. Það þarf að koma í veg
fyrir að bændur eyðileggi villibragðið af kjöt-
inu með því að taka féð af fjalli mánuði fyrir
slátrun og beita því á kálakra. Það þarf að fá
sunnlenska bændur til að hætta að ala upp
„mýrarkjöt". Það þarf líka að lækka slátur-
kostnað, sem margir telja þrisvar til fimm
sinnum of háan. Það má meðal annars gera
með því að nýta sláturhúsin til kjötvinnslu í
sta.ð þess að láta þau standa ónotuð meiri-
hluta ársins.
Landbúnaðarráðherra hefur sýnt, að ný
vinnubrögð hafa verið tekin upp í landbúnað-
arráðuneytinu, og vissulega skal það lofað
sem vel er gert. En betur má ef duga skal.
Þegar hefur verið sýnt framá, að barlómurinn
um hrun kjötmarkaðanna er bara gamli góði
bændabarlómurinn. Eða: Enginn er bóndi
nema hann berji sér!
iíy ■■ilFMD
mm WMm Wk Wmwniwmmi, W. 'mB Wmintm1
VFIRSVIM
MNNiHMNfeB mmm m&. m OTiWtfa
ERLE I\| D
eftir
Þorgrím Gestsson
eftir
Magnús Torfa Ólafsson
skriðið undan brekkunni í átt til viðskipta-
stríðs allra gegn öllum.
Frá öndverðu hefur verslun með
landbúnaðarafurðir verið mesta vandamálið
í allri viðleitni til að rýmka hömlur í milli-
ríkjaviðskiptum. Þetta á bæði við um afstöðu
mikilla útflutningsaðila landbúnaðarafurða,
sér í Iagi Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu,
hvers til annars, og viðhorf iðnþróaðra ríkja
annars vegar og þróunarlanda hins vegar.
Hagfræðingar halda því fram, að helsta
undirrót misræmisins í hagþróun iðnvæddra
ríkja í tempruðum beltum jarðar og þróunar-
landa í hitabeltinu sé ráðstafanir í iðnríkjun-
um til að vernda þar ýmsar greinar landbún-
aðar, sem unnt væri að reka með meiri hag-
kvæmni í heitara loftslagi. Er einatt bent á
sykurframleiðslu úr sykurrófum annars vegar
og úr sykurreyr hins vegar sem dæmi um það,
að eðlileg verkaskipting fái ekki að njóta sín
og neytendur borgi brúsann. Annað dæmi er
tóbaksræktunin í suðurfylkjum Bandaríkj-
anna, sem haldið er uppi með styrkjakerfi og
innflutningshöftum.
Sá þáttur eilífðardeilunnar um
búvöruverslunina, sem kemur sérstaklega til
álita á fundi GATT í Genf, er ágreiningur
milli Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags
Evrópu. Á síðustu árum hefur innflutningur
á bandarísku glúten til notkunar í framleiðslu
skepnufóðurs í Efnahagsbandalagslöndum
stóraukist. Hefur það orðið til að þrengja
evrópskum framleiðendum fóðurkorns, svo
sem byggs, út af markaðinum. Bandaríska
framleiðslan fer til Efnahagsbandalagslanda
laus við tolla og kvóta, og því vilja helstu
kornframleiðslulönd í Evrópu, einkum
Frakkland, ekki una lengur.
Bandaríkjastórn hefur brugðist hart við,
og hótar hefndaraðgerðum gagnvart inn-
flutningi frá Efnahagsbandalaginu til Banda-
ríkjanna, verði haggað við hagsmunum
bandarískra bænda.
En fari í hart í þessu máli, standa Banda-
ríkin lakar að vígi en Efnahagsbandalagið,
hafa meiru að tapa. Þegar gerð er upp
búvöruverslun milli Bandaríkjanna og
Efnahagsbandalagsins, selja Bandaríkja-
menn fyrir sjö milljarða dollara meira en þeir
kaupa.
Bandaríkjamenn benda á, að Efnahags-
bandalagið ver of fjár til styrkjagreiðslu til
bænda í því skyni að halda þeim við búskap.
En á móti kemur að bandaríski búvöru-
markaðurinn er vandlega verndaður fyrir
samkeppni erlendis frá. Takist einhverjum
að framleiða búvörur ódýrar en bandarískir
bændur geta, er lagt á innflutninginn
jöfnunargjald, til að útsöluverðið til
neytenda verði hið sama fyrir innflutninginn
og heimaframleiðsluna.
Auk togstreitunnar um fóðurkornið hefur
á síðustu vikum komið til sögunnar hugsan-
legt smjörstríð á heimsmarkaði milli
Efnahagsbandalagsins og Bandaríkjanna.
Offramleiðsla á smjöri er að staðaldri veruleg
í Efnahagsbandalagslöndum, og er öðru
hvoru tekinn kúfurinn af smjörfjallinu með
því að selja hluta þess með óheyrilegum
útflutningsstyrk til viðbitslausra búskussa í
löndum Austur-Evrópu. Nú er slík sala rétt
einu sinni á döfinni, í fyrsta skipti síðan tekið
var fyrir niðurgreiddan matvælaútflutning til
fylgiríkja Sovétríkjanna eftir að herlög voru
sett í Póllandi. Þar að auki hafa komið upp
tillögur innan Efnahagsbandalagsins um að
setja niðurgreitt smjör á jólamarkaðinn í
bandalagsríkj um.
Bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur
brugðist hart við. Hótar það að láti Efnahags-
bandalagið af smjörútsölu verða,skuli steypt
inn á heimsmarkaðinn slíkum firnum af
bandarískum umframbirgðum, að
smjörframleiðendur í Efnahagsbandalaginu
bíði þess aldrei bætur.
Lausn slíkra brýnna ágreiningsmála verða
meginverkefni sendinefnda helstu verslunar-
þjóða á fundi GATT, svo lítil orka verður
eftir til að móta nýja heildarstefnu til að forð-
ast hættur í heimsviðskiptum.