Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 10
Jazznafnarnir ka/last á Guðmundur Ingólfsson: Nafna- kall; Blús fyrir Birnu; Some of these days; Lover Man; Nafnakall II; Round about Midnight; Nafna kall I; Mávaskelfir; Vem kan segla förutan vind?; Glórey; Þey þey og ró ró. Guðmundur Ingólfsson: píanó, rafpíanó og harmoníka; Guð- mundur Steingrímsson: tromm- ur; Pálmi Gunnarsson: kontra- bassi og bassagítar; Björn Thor- oddsen: gítar. Nýlega kom út fyrsta sólóplata Guðmundar Ingólfssonar píanó- leikara og nefnist Nafnakall. Það er hnyttinn titill, þeir nafnar Ing- ólfsson og Steingrímsson hafa bæði kallast á í tónlistarlegum skilningi um langa hríð og einnig gæti nafnið átt við söng og hróp þeirra félaga í einu verki plöt- unnar. Það er sjálfsagt fleirum farið eins og undirrituðum að hafa fyrst komist í nána snertingu við jazz við að hlusta á leik þeirra félaga á ýmsum stöðum á höfuð- borgarsvæðinu síðustu 4-5 árin; Á næstu grösum, Stúdentakjall- aranum, Djúpinu og Félagsstofn- un stúdenta. Þegar Jazzvakning hóf að kynna fyrir íslendingum það sem gerðist best á alþjóð- legum vettvangi í þessari tónlist- argrein, voru það Guðmundarnir sem sýndu hvað mesta þrautseigju í heimatrúboðinu, hinu innlenda grasrótarstarfi. Að leika jazz á íslandi hefur verið og er hugsjónastarf og því hefur reynt töluvert á úthald jazz- leikara, það er ekki alltaf gefið mál að innkoman dugi fyrir flutn- ingi á hljóðfærunum! Auk þess að kynna íslendingum lifandi jazz hafa þeir nafnar rekið óformlegan jazzskóla og þar hef- ur margur hljóðfæraleikarinn fengið drjúga tilsögn og þjálfun, ekki síst í því að bjarga sér þegar engin nótnablöð eða bækur hafa verið við hliðina og eyrað eitt ver- ið eftir til bjargar. Á plötunni Nafnakall leika tveir stúdentar úr jazzskóla Guðmundanna, Björn Thoroddsen á gítar og Pálmi Gunnarsson á bassa. Guðmundur, Garner og Monk Fyrsta lagið á plötunni er Blús fyrir Birnu. Guðmundi Ingólfs- syni hefur löngum verið hlýtt til blússins og þeir ekki margir í ís- lensku jazzlífi sem slegið hafa bláa tóna af meiri innlifun og færni. Stefið hefst á átta takta trommueinleik í latneskum anda, síðan kemur stutt laglína sem endar í sameiginlegu spili píanós og kðntrabassa og eru þar þrí- und, fimmund og sjöund allar lækkaðar eins og vera ber í bláu stefi. Björn Thoroddsen tekur fyrsta sóló, prýðilega fingrafimur að vanda en ögn frasakenr.dur. Pað skortir heldur ekkeit á fingrafimi hjá höfundinum og hann á prýðilegan leik í Birnur blúsSome of these days er augljós- lega tileinkað einum af eftirlætis- meisturum Guðmundar, Erroll Garner. Þrátt fyrir að ásláttur nótnanna sé mjög í anda Garn- ers, er þó píanóleikurinn mjög Guðmundarlegur. Reyndar finnst mér honum takast hvað best upp í þessu lagi hvað píanó- leik snertir, því þrátt fyrir fyrr- nefnda Garnerstælingu koma fram helstu kostir Guðmundar sem píanóleikara;fyrirhafnarlaus sveifla, mikill kraftur, óvæntar áherslur og fallegt lýriskt spil. Burstaleikur Guðmundar Steihgrímssonar er öruggur og smekklegur. Það eina sem skyggði aðeins á þetta lag er hversu hrátt bassasándið er, en það er reyndar víðar á plötunni. Mýkra bassasánd hefði farið bet- ur, ekki síst þar sem fyrir kemur að manni finnst að maður sé að hlusta á rafbassa. Tvö síðustu lögin á hlið 1 eru ballöðurnar Lover Man og Ro- und about Midnight. (Nafnakalli II reyndar skotið inn á milli). Ro- und about Midnight er vel heppn- að, fullt af krafti og ljóðrænu. Einnig er það mjög persónulega spilað og á einstöku stað breytt út af hljómum höfundarins og er það vel gert og gefur þessari úgáfu þess aukinn lit. Lover Man finnst mér aftur á móti ekki eins vel heppnað. í sjálfu sér er ekkert út á píanóleikinn að setja, en þeg- ar leiknir eru standardar sem þús- undir jazzleikara hafa hljóðritað, þá skiptir höfuðmáli að lagið sé túlkað á persónulegan hátt og því gefið nýtt líf. Mér finnst það ekki takast sem skyldi, lagið verður Föstudagur 25. nóvember 1982 SpSsturinn. Guðmundur Ingólfsson - fær loksins að teygja dálítið úr sér á nýju sólóplötunni. dálítið dauflegt og bassinn er ekki nógu ákveðinn. Harmonikkutregi Á annarri hliðinni er fyrst laga Nafnakall I eftir Guðmund Ing- ólfsson. Það er í fönkuðu þeli sem Guðmundur bregður stundum fyrir sig. Byrjunin er mjög í bræðingsstíl en í sólóum nálgast það meira höfuðstraum jazzins. Björn Thoroddsen á ágætt sóló, hann er orðinn mjög öruggursól- óisti með prýðis tækni. Máva- skelfir er blússtef eftir Björn. Byrjun stefsins er parkerísk og ekki ólagleg, en áframhaldið hefði mátt vinna betur. Máva- skelfir er hið hressasta stykki og svíngar vel, þeir Guðmundur og Pálmi ýta sólóistunum ágætlega áfram. Vem kan segla förutan vind er það lag plötunnar sem greip mig sterkast. Máske er það vegna harmoníkufortíðar undirritaðs; allt um það, Guðmundur túlkar þetta vel þekkta lag af sársauka og trega á harmoníkuna og má mikið vera ef allir hvarmar verða þurrir þegar eigendur Nafnakalls hafa hlustað á þessa gömlu þjóðvísu í meðförum Guðmund- ar. Glórey skrifast á Guðmund Ingólfsson og Pálma Gunnars- son, blúskennt og afslappað verk. Höfundarnir fremja báðir einleik, Guðmundur á ágætt sóló og fer jafnvel aðeins út fyrir og Pálmi á gott bassasóló, hleypur upp G strenginn og spilar af ást- ríðu; hvort tveggja og einkum það síðarnefnda eru einkenni góðra bassaleikara. Leikur Pálma á plötunni er traustur og þó hann hafi leikið mest á raf- bassa, leikur hann á kontrabassa í öllum lögum utan einu. Það er merkjanlegt meira „drive“ í raf- bassaleik hans enn sem komið er, en slíkt er ekki nema eðlilegt. Bassagangar hans eru smekk- legir, hann hefur melódíska hugs- un, en mætti á stundum spila ákveðnar. Þey þey og ró ró er síðasta lag plötunnar og leikur Guðmundur það á harmoníku. Eins og í þjóðvísunni fer hann nærfærnum höndum um nikkuna og nær sér- deilis þokkafullum trega út úr þessu foma sveitaballahljóðfæri. í heild er Nafnakall prýðilega vel heppnuð plata. Þar fær Guð- mundur Ingólfsson loksins að teygja dálítið úr sér og ræður kór- usafjöldanum sjálfur! Hann kann að hafa verið ögn kraftmeiri á Jazzvöku (enda ,,live“) en á þess- ari plötu sýnir hann ýmsar óvænt- ar hliðar sem koma skemmtilega á óvart. Sólóplata Guðmundar Ingólfssonar er fengur sveiflu- unnendum sem munu örugglega fjölmenna í hljómplötuverslanir og kaupa sér ágæta jazzplötu, vel upp tekna og í smekklegu hulstri. Á mótum /jóðsogsögu Þegar tilkynnt var um úrslit í bókmenntasamkeppni AB í vor vakti það nokkra forvitni mína að vita hverskonar verk það væri sem fékk aðra viðurkenningu og bar það undarlega nafn Vor- ganga í vindhæringi. Það lá ljóst fyrir að hinar bækurnar sem við- urkenningu fengu voru skáldsaga og ljóðabók, en um þessa bók var sagt að hún væri á mörkum ljóðs og sögu og hefur hún það að undirtitli í útgáfunni. Vindhær- ingar er samkvæmt orðabók Menningarsjóðs vindhár, gisið gras og þá vitum við það. En hverskonar bók er þetta þá? Ég skal játa strax að það er alls ekki auðvelt að gefa lýsingu á því. Ef byrj að er á efninu þá er efni- viðurinn í þessari bók bernsku- minningar höfundar frá því fýrir u.þ.b. 40 árum. Það er þó ekki hann sjálfur sem er aðaðviðfangs- efni heldur miklu fremur það sem hann sér og skynjar í kring- um sig. Sögumaður er yfirleitt lítið áberandi, hverfur stundum alveg á bak við hlutlæga frásagn- araðferð, en á öðrum stöðum kemur hann beint fram og talar í fyrstu persónu. Efnið er því fyrst og fremst einskonar svipmyndir af fólki og atburðum sem fest hafa í minni barnsins. Ekki er um að ræða söguþráð eða samfellda frásögn sem nær í gegnum alla bókina, en þó má segja að afinn sem kemur víða við sögu sé eins- konar burðarás fyrir verkið, enda endar það með því að honum er fylgt til grafar. A bókarkápu er þess getið að ýmsar persónur muni koma kunn- uglega fyrir sjónir þeim sem til þekktu á Oddeyri á þessum tíma. Ekki skal ég um það dæma því ég er með öllu ókunnugur á þessum slóðum; en hitt er víst að persónurnar verða manni kunn- ugar og jafnvel nákomnar af þeim svipmyndum sem brugðið er upp af þeim í bókinni. En það er ekki efnið sem gerir þessa bók að jafn aðlaðandi lestri og raun ber vitni. Það er stíll verksins og tjáningaraðferðin sem höfundur beitir sem lyftir verkinu langt uppyfir venjulegar minningabækur. Á mörkum ljóðs og sögu þýðir í þessari bók að höfundur beitir tjáningaraðferð ljóðsins án þess að segja skilið við söguna. Meg- ineinkenni þess sem ég kalla tján- ingaraðferð ljóðs er að sagt er frá í knöppum stíl og myndrænum, þar sem ekki er verið að útskýra Sr. Bolli Gústavsson - fallegt og vel unnið verk Vorganga í vindhæringi ... á mótum Ijóðs og sögu 150 bls. Aimenna bókafélagið 1982 alla hluti til hlítar, brugðið upp myndum þar sem lesandanum er ætlað að skynja mun meira en liggur á yfirborði textans. Að mörgum hlutum er rétt aðeins vikið, nógu mikið til þess að les-r andi fær skýra hugmynd um það sem er að gerast en þó ekki meira en svo að lesandi verður að virkja ímyndunarafl sitt til þess að fylla myndina. Verkinu er skipt niður í tuttugu kafla. Þeir eru misfast tengdir, en eiga það flestir sameiginlegt að sjónarhornið er drengsins sem segir frá, stundum er hann áhorf- andi en annarsstaðar þáttakandi í því sem er að gerast. Sumir kaflar eru settir upp eins og Ijóð, en aðrir eru með blandaða uppsetn- ingu, eru að nokkru leyti settir upp sem ljóð og að nokkru leyti sem lausamálstexti. Lausamáls- textinn er ekki eins samþjapp- aður og ljóðtextinn, þó hann beri samt að verulegu leyti svipuð ein- kenni. En það verður jafnframt að taka það fram að þeir textar sem settir eru upp eins og ljóð ganga aldrei svo langt að verða hrein ljóðræn tjáning, eru ein- hversstaðar nærri því sem kallað hefur verið ljóðsaga eða „opið ljóð“. Innan hvers kafla er fyllilega röklegt samhengi í frásögninni þannig að hver kafli myndar eina samstæða heild, frásögn af atviki eða atburðarás sem sögumaður hefur orðið vitni að. Síðan raðast þessir kaflar saman þannig að á endanum höfum við nokkuð skýra mynd af þeirri veröld sem sögumaður okkar er að segja frá. Það er með þessum hætti að verk- ið hefur eðli sögunnar, frásagnar- innar. Það ætti að vera Ijóst af fram- ansögðu að efnismeðferð, tján- ingaraðferð og stíll þessa verks er allt fremur óvenjulegt. En það sem er meira um vert er að höf- undi tekst ákaflega vel að sam- ræma allt þetta svo að úr verði fallegt og vel unnið verk, sem ég á von á að flestir geti haft ánægju af að lesa. ÚTVAIM’ Föstudagur 26. nóvember 10.30 Það er svo margt að minnast á. Endur- minningin á fullu, leitin til liðins tíma, veg- leiðin langa inn í óminnishegrann góða. 11.30 Frá Norðurlöndum. Boggi Kjærn sér um sósudramatískan þátt. Frændur eru frænd- um verstir. 17.15 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýjar plötur. Sæt stelpa Stina. 21.45 Viðtalsþáttur. Stökkvarinn mikili að austan ræðir við kuldabola frá Hornafirði. 01.10 Á næturvaktinni. Neisko. Sigmarkominn með næturútvarpið. Og Ása með. Laugardagur 27. nóvember 11.20 Hrímgrund. Solla Halldórs sér um krakk- ana á meðan mamma skreppur í bæinn og kaupir sér ilmara fyrir veisluna í kvöld. Hun er nú ekki fertug á hvetjum degi. 13.? Helgarvaktin. Adda Karis og Hrói höttur bjarga andans fátæku fólki frá volæði helg- arinnar, tóminu mikla. Skemmtilegt lólk og upplífgandi. 13.35 Iþróttaþáttur. Hermann Gunnarsson trufl- ar Öddu á miðju skeiði, en honum fyrirgefst nú allt. Hann er svo skemmtilegur. 16.40 íslenskt mál. Verkfæri mitt. Ósköp er ég lélegur verkamaður. Enda rak drottinn mig úr vingarðinum. Ég var alltaf fullur. 19.35 Á tali. Ég hringi bara seinna. Djölull getur þetta iið talað mikið og sagt ekki neitt. 23.00 Laugardagssyrpa. Þeir lifa líka enn. Palli og Goggi. Gort. Sunnudagur 28. nóvember 10.25 Út og suður. Friðrik Páll laðar og lokkar yfir fjollin blá og firðina gráu. 11.00 Messa. Jón bóndi á Dalabúinu messar í Laugarneskirkju. Fína fólkið mætir ekki vegna veðurs. Þeirfyrstu verða síðastir og hinir á undan. 14.00 Ur öskunni í eldinn. Já. Leikrit. Eftir ein- hverja ranakonu: 16.20 Heimspeki forn-Kínverja. Ragnar Bald- ursson talar í þriðja og siðasta sinn. Þögnin er gulls igildi. 18.00 Þaðvarog. Þráinn að verða vinsælli og vinsælli með hvetjum þættinum. Getur það verið. Já. Það var og. 20.00 Sunnudagsstúdió. GunnaBirgis attur eftir langt me. Hún var hjá Palla á morgn- ana. Hér er hún ein á kvöldin. Vávávává! sjoraxi1 Föstudagur 26. nóvember 20.45 Á döfinni. Eru þeir nú ekki enn dauðir? Eins og konungurinn sagði: ekkert er nýtt undir hennar hátign! Annars er þetta ágæt- ur þáttur, dulbúnar auglýsingar. Auglýsing- ar fátæka mannsins, sem þeir riku stelast líka í. 21.00 Prúðuleikararnir. Þeir ekki heldur! Hvað er að þessari þjóð? Ekki furða þó kreppa sé á meðal vor! Ég gæti....ég segi nú ekki meira. 21.35 Kastljós. Skyldu rafhlöðurnar vera i góðu lagi? Kemur allt I Ijós. Vertu bara rólegur. Tvær stelpur sjá um þátt með innlendum og eriendum fréttum. Vonandi eru þær a.m.k. sætar. 22.45 Á glapstigum (Badlands). Bandarísk bíó- mynd, árgerð 1973. Leikendur: Martin Sheen, Sissy Spacek, Warren Oats. Leikr stjóri: Terrence Malick.Gætið að börnum yðar, uppalendur landsins. Þessi mynd er alls ekki við þeirra hæfi. Hún fjallar um morð. Laugardagur 27. nóvember 16.30 íþróttir. Ég sá Bjarna Fel í sjónvarpinu á mánudagskvöld. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Life is for liv- ing. Senjor Donkíkóti fylgir þeim ágæta kæk alveg út í ystu æsar. Enda maðurinn spænskur og ódauðleg pappirsfígúra. Hvort hann er fígúra eða ekki er ekki mitt mál. 18.55 Enska knattspyrnan. 20.40 Löður. Dagarnir freyða og mennirnir með. Maðurinn er dauður, blés enda I trompett í frístundum sinum og skrifaði bækur þess á milli. Góður maður og góður þáttur. Dálitið obskúrt! 21.15 Ævintýri i seðlaprentsmiðjunni (Who’s Minding the Mint). Bandarísk bíómynd, árgerð 1967. Leikendur: Jim Hutton, Milton Berle, Dorothy Provine. Leikstjóri: Howard Morris.Gamanmynd. Óþverri. Peninga ■ lölsun og innbrot I seðlaprentsmiðju. Hryl I ingur. Samt má skemmta sér konunglega. 22.55 Regnfólkið (The Rain People). Banda- rísk kvikmynd, árgerð 1969. Leikendur: Shirley Knight, James Caan, Robert Du- vall. Leikstjóri: Francis Coppola.Ef ég man rétt er þetta algjört rugl. Kona yfirgefur mann og hittir annan. Sænska línan ræður þó ekki ríkjum. Sunnudagur 28. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. Kræklingurinn krækir í sneið af lambi guðs. Hvar er Sigmar? 16.10 Húsið á sléttunni. Nei, nei, nei, nei, nei, nei! Himinninn er blár. Sléttan er hvít. Er biblíufélagið orðið að þrýstihópi? Ég gæti.... 17.05 Grikkir hinir fornu. Þessi þáttur er um hugsuði. Þeir höfðu ekkert annað að gera þessir bjálfar. Hugsa, hugsa. 18.00 Stundin okkar. Sýnt frá fjölskylduskemm- tun Bryndisar og Jóns Baldvins um daginn. I love sundays. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Jafn yndislegt og venjulega. 21.05 Glugginn. Listir og menningarmál. En tjoldin eru alltaf fyrir þessum giugga og að auki hlerar fyrir utan. Ekki gott til frásagnar, en sannleikurinn samt. 22.00 Stúlkurnar vlð ströndina. Nýr flokkur. Vimma hefur loks tekist að ginna kvenna- framboðið. Berar píur veifa pálmagreinum yfir höfði höfðingjans. Áfram Vimmi. Franskur myndaflokkur um líf og örlög þriggja kynslóða fransks fyrirfólks. Rosalega spennandi. Leikstjórinn heitir Nina Com- panez. Hún er sko örugglega ekki hrein- ræktuð eins og Pjakkur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.