Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 11
11 Irinn Fðstudagur 26. POPP 8 kennilega og góða rödd og hljóðfæraleikurinn er nú allur annar en áður. Víst er að á Sofigs To Remember er slatti af lögum sem ekki gleymast svo auðveld- lega. Madness - The Rise And Fall Hljómsveitin Madness hefur síðastliðin þrjú ár verið ein af allra vinsælustu hljómsveitum í Englandi. Þau fylla nú nokkuð á annan tuginn lögin frá þeim sem komist hafa inn á topp-tíu þar í landi. Eins hafa allar stóru plötur sem þeir hafa sent frá sér selst óhemjuvel og er þess skemmst að minnast að samansafnsplata þeirra Complete Madness, sem nóvember 1982 út kom fyrr á þessu ári er nú með- al mest seldu platna þessa árs í Englandi. Hins vegar hefur þeim ekki enn tekist að fá Bandaríkja- menn til að hlusta á sig og ástæða þess er líklega að textar þeirra tengjast mjög breskum venjum og lífi. Líklega er Madness ein- hver breskasta hljómsveit sem fram hefur komið síðan Kinks sendu frá sér sín meistarastykki á sjöunda áratugnum. Madness hóf feril sinn og náði fyrst vinsældum sem ska- hljómsveit, en þróaðist smá saman í að verða einhver besta popphljómsveit sem nú er starf- andi og það er ekki annað að heyra á plötunni The Rise And Fall en að hljómsveitin sé enn á uppleið. The Rise And Fall er að mínu mati ein besta og heilsteyptasta plata, sem Madness hefur látið "'T Komið hefur fram í fréttum / 1 bágur fjárhagur Lánasjóðs ísl. námsmanna, þar sem fyrir mun liggja að um 40 milljónir kr. vanti til að sinna lánsumsóknum er fyrir liggja. Jafnframt hefur verið reiknað út að á næsta ári muni1 sjóðinn vanta um 150 milljónir kr. miðað við núverandi forsendur og þær fjárlagatölur sem liggja fyrir. Fulltrúar sjóðs og námsmanna hafa átt fundi með fjárveitinganefnd út af málinu og þar hafa verið ræddar leiðir til að leysa þennan vanda. M.a. hefur verið hreyft hugmynd- um um að breyta þeirri grunntölu sem lánin hafa verið reiknuð út eftir, en sú tala hefur verið miðuð við framfærsluvísitölu meðan laun í landinu hafa verið reiknuð út eftir kaupgjaldsvísitölu og eins og má vera á allra vitorði hefur sú vísitala verið skert nokkuð reglulega. Þess vegna hefur einhverjum dottið í hug að koma fram svipuðum skerðingaráformum við þá grunn- tölu sem lánaútreikningar miðast við. Að sjálfsögðu njóta þessar hugmyndir lítilla vinsælda meðal námsmanna sem hafa talið lífeyri sinn sem með lánunum fæst svo lágan að þeir eigi fremur heima með láglaunahópum þjóðfélagsins og því sé ekki ósanngjarnt að þeim beri einhvers konar láglaunabætur, ef þessi áform ná fram að ganga... LErKFÉLAG REYKIAVÍKUR SI'M116620 JÓI föstudag kl. 20.30 SKILNABUfí laugardag uppselt ÍRLAN0SK0HTIB sunnudag kl. 20.30 Næst síðasta sinn Miðasala í'lðnó kl. 14 - 20.30. HASSIÐ HENNAR MÖM Miönætursýning í Austurbæjarbíói föstudag kl. 23.30 Miðasala í Austurbæjarbíói kl. 16-21. Sími 11384. í&ÞJÓQLEIKHÚSte GARDVEISLA í kvöld kl. 20 Fáar sýningar eftir HJÁLPARKOKKARNIR laugardag kl. 20 GOSI aukasýning sunnudag kl.14 DAGLEIBIN LAHGA INNÍNÚTT 3. sýn. sunnudag kl. 19.30 4. sýn. þriðjudag kl. 19.30 Ath. breyttan sýningar- tíma Litla sviðiö: TVÍLEIKUR sunnudag kl. 20.30 Uppselt Fáar sýningar eftir Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200. lE' ISLENSKA OPERAN jiiii Litli sótarinn Engin sýning laugardag Sunnudag 28.11. kl. 16 Uppselt Mánudag 29.11. kl. 17,30. Þriðjudag 30.11. kl. 14,30. Töfraflautan Föstudag kl. 20 Laugardag kl. 20 Uppselt Sunnudag kl. 20. Miðasalan er opin frá kl. 15-20 daglega. Sími11475. frá sér fara hingað til. Víst er að mörg þeirra laga sem á plöttunni er að finna eiga eftir að njóta vin- sælda, þegar kemur að því að þau verði gefin út á litlum plötum. Það gæti hins vegar reynst þrautin þyngri að gera upp á milli hver laganna skulu út gefin á litlum plötum. Mér detta helst í hug að það muni verða lög eins og Rise And Fall, Tommorrow’s Just Another Day, Our House og Calling Cards. En platan er sem sé sérlega jöfn og góð og ætti enn frekar að auka hróður Madness. Donald Fagen - The Nightfly Síðasta plata Steely Dan, var nú ekki sérlega góð og það kom víst fáum á óvart að hljómsveitin, ef hljómsveit gæti kallast, lagði upp laupanna skömmu eftir út- komu hennar. Nú hefur annar helmingur Ste- ely Dan, þ.e. söngvarinn og hljómborðsleikarinn Donald Fagen, sent frá sér sína fyrstu sól- óplötu og ber hún nafnið The Nightfly. Eins og við var að búast er heildaryfirbragð þessarar plötu ekki ýkja frábrugðið því sem maður átti að venjast frá Steely Dan. Söngvarinn er jú sá sami og hljóðfæraleikararnir léku margir hverjir á seinni Steely Dan plöt- unum. Ekki má heldur gleyma því að Gary Katz sem stjórnaði upptökum á öllum plötum hljóm- sveitarinnar er einnig að störfum á The Nightfly og loks það að Donald Fagen samdi öll lög Steely Dan í félagi við Walter Blecker. Það er þó einn reginmunur á Gaucho og The Nightfly. Gaucho var þunglamaleg og heldur leiðinleg plata en yfirbragð The Nightfly er allt annað. Tónlistin er nú mun léttari og líflegri og umfram allt mun skemmtilegri. Það minnir óneitanlega á gömlu góðu Steely Dan plöturnar, s.s. Pretzel Logic, Royal Scam og Aja, sem allar eru meiriháttar plötur og þó The Nightfly skipi sér ekki í þeirra hóp, þá er hún þeim ekki víðs fjarri að gæðum. Ég hef spilað þessa plötu mjög mikið síðan ég fékk hana og þá kannski fyrst og fremst fyrir þær sakir að það er hægt að spila hana við hin margvíslegustu tækifæri. Hún á við hvort sem mann langar að setjast niður til að hlusta og þó ekki síður ef mann vantar eitthvað þægilegt í eyrun meðan verið er að gera eitthvað annað. liEIÐRUÐU ÓPERUQESTIR Okkur er þaö einstök ánægja að geta boðiö ykkur að lenaya feið ykkar í IslenskuÓperuna. T.d. með því að njóta kvöldverðar fyrir óperusýningu, í notalegum húsakynnum okkar hér við hliðina, eða efþið eruð tíma- bundin, að njóta hluta hans fyrir sýningu og ábœtis eða þeirrar hressingar sem þið óskið að sýningu lokinni. X*eim sem ekki hafa pantað borð með fyrirvara, bjóðum við að velja úr úrvali ýmissa smárétta, eftir sýningu, á meðan húsrúm leyfir. /\ðeins frumsýningarkvöldin fram- reiðum viðfullan kvöldverð eftir sýningu. Víö opnum klukkan 18 öll kvöld, fyrir þá sem hafa pantað borð. (Annars kl. 19). M eð ósk um að þið eigið áinœgju- lega kvöldstund. ARliARHÓLL Á horni Hverflsgötu og Ingólfsstrœtis. Bordapantanir í síma 18833. íT> CD 03

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.