Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 14
11
Föstudagur 26. nóvember 1982
Jpclsturinn.„
I
Magnús Ólafsson hét Dala-
maður, sem lést í Reykjavík
sumarið 1937. Hann var Ijós-
myndari, sem lærði Ijósmynda-
gerð í Kaupmannahöfn og var
brautryðjandi í töku landslags-
Ijósmynda hérlendis. Hann ferð-
aðist um landið vítt og breitt með
myndavélar sínar á trússahestum
og hafði stundum son sinn Ólaf
með sér í förinni en Ólafur lærði
Ijósmyndun hjá föður sínum og
hélt uppi merkinu.
Magnús var merkur maður á
sinni tíð og framtakssamur Hann
varð fyrstur til að framleiða ster
eóskópmyndir, einkum íslenskar
landslagsmyndir, og urðu þær út-
breiddar bæði hérlendis og er-
lendis. Það var líka Magnús, sem
varð fyrstur til að lita ljósmyndir
með vatnslitum.
Nýverið hefur verið opnuð
sýning á ljósmyndum Magnúsar,
mestmegnis myndum úr miðbæj-
arkvosinni í Reykjavík. Þetta er'
ágætasta heimildarsýning - og
ekki spillir fyrir að myndirnar á
sýningunni eru til sölu. Það er
Ljósmyndasafnið h.f. sem hefur
sett upp sýninguna í sýningarsaln-
um Bólvirki hjá teppaverslun
Álafoss-í
Magnús fæddist í Saurbæ í Döl-
um 1862. Faðir hans varð síðar
apótekari í Stykkishólmi og þar
hóf Magnús ungur verslunar-
störf. 23 ára gamall varð hann
verslunarstjóri hjá Th. Thomsen
á Akranesi og var við það til 1901
er verslunin var lögð niður. Þá
flutti hann til Reykjavíkur með
barnmarga fjölskyldu sína og fór
að læra ljósmyndagerð. Það þótti
ekki beinlínis viturlegt í þá daga
eða ábyrgðarfullt. Ekki batnaði
það þegar Magnús fór til
Kaupmannahafnar til að full-
numa sig í greininni - hann hélt
þó sínu striki og varð vel látinn og
virðulegur ljósmyndari, sem rak
stofu í Reykjavík umtugiára.
Þeir segja í Ljósmyndasafninu,
að myndir Magnúsar Ólafssonar
séu stórmerkileg heimild um
mótun byggðar álslandi um hans
daga. Sérstakt gildi hafi Reykja-
víkurmyndir hans, fjölmargar
þeirra hafi einstakt heimildagildi
fyrir síðari tíma.
Þessi miði átti í rauninni að
lenda í ruslapoka hóstandi
reykingamanns i sameinuðu
furstadæmunum við Persa-
flóa. Mistök í amerískri tó-
bakverksmiðju ollu því, að
miðinn var á pakka, sem
seldur var í sjoppu í Kópa-
vogi.
John Mellcncamp heitir maður
nokkur vestur í Indiana í Banda-
ríkjunum. Hann er heimsfrægur
rokksöngvari og ólátaseggur.
Plötur hans seljast í milljónum ein-
taka og hann hefur trónað í efstu
sætum bandaríska vinsældalistans
með tvö lög í einu.
John Mellencamp? Hann er
reyndar kallaður John Cougar í
rokkheiminum og nýjasta plata
hans, American Fool, er einhver
vinsælasta plata dagsins. Af henni
eru þessi tvö lög, sem minnst var á,
Hurt So Good og Jack & Diane.
Mellencamp tók upp nafnið Co-
ugar eftir nokkrar fortölur um-
boðsmanns síns fyrir nokkrum
árum. Umboðsmaðurinn var Tony
De Fries, sá hinn sami og breytti
David nokkrum Jones í „Ziggy
Stardust" - þannig varð strákur
Jones-hjónanna síðar þekktur sem
David Bowie. Eftir því sem
Mellencamp hefur orðið þekktari
og vinsælli hefur hann einnig gerst
djarfari til notkunar á eigin nafni
°g hyggst á næstunni taka það upp
fyrir fullt og allt á sínu atvinnu-
sviði: þá mun hann heita John Co-
ugar Mellencamp. Það er raunar til
manneskja, sem er guðslifandi feg-
in því, að strákurinn John skuli
ekki kalla sig Mellencamp. Það
gæti komið illu orði á fjölskyldu-
nafnið - og í nágrenni Blooming-
ton í Indiana eru 39 Mellencamp-
í vandræðum hjá plötufyrirtækjun-
um, alls staðar í vandræðum. Ég
segi alltaf eitthvað, sem betur væri
látið ósagt,“ segir hann. „Ég er of
vitlaus til að halda kjafti. En ég er
samt viss um, að okkur gekk betur
á kvennafari hverjum og einum en
tíu strákum í New York. Miklu
meira gaman hjá okkur í Seymour,
Indiana. Og svo gátum við verið
fullir fjóra daga í viku.“
Mellencamp byrjaði að spila á
gítar og setja saman lög þegar hann
var fjórtán ára. Hann komst í al-
varleg kynni við músíkbransann í
kringum tvítugt þegar hann kynnt-
ist virðulegum umboðsmanni í
New York. Sá þurfti 2000 dali til að
koma prufuupptökum skjólstæð-
ings síns á framfæri. Auðvitað sást
hann aldrei meira - og Mellencamp
hafðiekkertí höndunumnema afrit
af þessari prufuupptöku. Það var
þó sú upptaka, sem á endanum
varð til þess, að hann gerði plötu-
samning við MCA.1976 skipti hann
um nafn og fyrsta plata hans kom
út, Chestnut Street Incidcnt.
Platan seldist að vísu sáralítið en
gæfuhjólið fór að snúast þegar eitt
laga hans, I Need a Lover, varð
feikivinsælt í flutningi Pat Benatar.
Síðan hafa komið fjórar plötur
og það er sú fimmta, sem aflað hef-
ur John Cougar Mellencamp '
frægðar og frama. Og smám saman
hefur hann hætt að rífa kjaft.
máltíða og maður hefur á tilfinn-
ingunni að skera megi þykkar buff-
steikur með brotunum í buxum
þjónanna.
Svona var víst Hótel Borg einu
sinni en undanfarin ár hefur hún
látið nokkuð á sjá, blessunin.
Virðuleikablærinn hefur þó haldið
sér að nokkru - kannski mest
vegna virðulegra gesta og svo deyr
orðstír ekki svo glatt.
Nú hafa tveir ungir menn,Krist-
inn Kjartansson og Jóhannes
Lárusson, tekið veitingareksturinn
að sér og hyggjast leggja í miklar
endurbætur og lagfæringar á Borg-
inni upp úr áramótum. „Við ætlum
að breyta staðnum í upprunalegt
horf,“ sagði Kristinn í spjalli við
Helgarpóstinn. „Hugmyndin er
svo að stefna inn í matarkúltúrinn
en reka þetta að öðru leyti eins og
hvern annan veitinga- og skemmti-
stað.“
Og þá má gera ráð fyrir, að
pönkararnir hverfi úr gylltum söl-
um Hótel Borgar enda telja
hinir nýju ráðamenn vafasamt
að hægt sé að reka staðinn áfram
á þeim viðskiptum.
En hvað um það: Hótel Borg á
það skilið að hún verði löguð til og
snyrt. Borgin er eins og aldurhnig-
in hefðarfrú og þannig á hún að
vera. í sparifötum.
Myndir frá Reykjavík upp úr aldamótum. Líkast til hefur
Verið hátíð þar í bæ þá, kannski kóngurinn að koma.
John Cougar á sviði: röddin þykir vera
einskonar blanda af Bruce Spring-
Mellencamp-hjónin John
og Vicky. Þau kynntust á
meðan Cougar var enn gift-
ur fyrri konu sinni. Nú eru
kvinnurnar ágætar vinkon-
ur í frjálslyndum amerísk-
um anda.
fjölskyldur, allt bændafólk, sem á
ekkert sameiginlegt með hávaða-
rokkaranum.
Cougar er sonur rafvirkja, sem
smám saman hefur tekist að vinna
sig upp í fyrirtækinu, rétt eins og til
er ætlast í Ameríku. Þegar ungi
rokkarinn fæddist var hann með
hnefastóran klump á bakinu, sem
varð að skera burt í áhættusamri
aðgerð. Enginn vissi hvort snáðinn
myndi lifa aðgerðina af - en það
gerði hann og síðan hefur hann
mótast af endalausu dekri og eftir-
Iæti móður sinnar.
Upphaflega ætlaði hann sér, eins
og svo margir aðrir ungir amerík-
anar, áð verða fótboltahetja. En sá
draumur varð að engu þegar hann
var rekinn úr skólaliðinu fyrir að
vera með sígarettur í rassvasanum
á æfingu. Eftir þau vonbrigði var
hann sífellt upp á kant við umhverfi
og yfirvöld, enda kjaftfor óláta-
belgur. „Ég er kjatffor, þess vegna
lentiég vandræðumískólanum,
GLUGGA
UU BH
PÓSTUR
ROKKSONGVARINN
SEM RÍFUR KJAFT
Hefðarfrúin fær
andlitslyftingu
— gagngerar endurbætur á Hótel Borg
Það var mikill glæsibragður á
Hótel Borg þegar þar var opnað
fyrir hálfri öld. Menn segja
jafnvel, að Borgin hafi ekkert gefið
eftir finustu hótelum í Evrópu.
Á meginlandinu má finna hótel
sem eru I þeim sama stíl - og engu
líkara en að þau hafi verið byggð í
gær. Maður fyllist lotningu þegar
gengið er um sali slíkra staða og
kann ekki við að tala nema í hálfum
hljóðum. Porterarnir eru í skínandi
einkennisbúningum, pikkalóarnir
eins og vasaútgáfur af þeim og lát-
únið gljáfægt. Stundum fær maður
silfurborðbúnað þegar sest er til
Q^fullar sígarettur
— í verslunum hér
Dularfullar merkingar á síga-
rettupökkum hafa vakið athygli
skarpskyggnra reykingamanna að
undanförnu. í stað hins hefð-
bundna bláa miða sem er á sígarett-
um hérlendis og á stendur „Made in
USA for ísland“, hafa forfallnir
reykingameistarar verið að kaupa
sígarettupakka með torkennilegu
letri. Við sögðum frá því hér í blað-
inu í sumar leið að norður í Hrúta-
firði hefðum við keypt pakka af
sígarettum, sem merktur var „rík-
inu“ í Suður-Kóreu. Þá fengust
engar skýringar á þessu dularfulla
fyrirbæri.
Nú höfum við lent í því tvívegis á
undanförnum vikum að kaupa
sígarettur með dularfullum
merkingum - í sfðara skiptið merkt-
um Sameinuðu furstadæmunum
við Persaflóa. Hér var þó ekki á
ferðinni stórkostlegt smyglmál,
sem ríkisstjórnir fjarlægra ríkja
voru blandaðar í - eða var þetta
kannski spillingarmál ennþá nær
okkur?
Jón Kjartansson, forstjóri
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins, leysti málið fyrir okkur. „Þetta
á sér nú mjög einfaldar skýringar",
sagði Jón. „Framleiðandinn vestur
í Bandaríkjunum sendi okkur síga-
rettur með vitlausum merkingum.
Þeir merkja sérstaklega fyrir öll
viðskiptalönd sín og við fengum
einfaldlega ranga sendingu. Við
höfum reynt að kalla inn sem mest
af þessu en vitaskuld hefur talsvert
farið af stað, því við áttuðum okkur
ekki á mistökunum fyrr en okkur
fóru að berast kvartanir frá ein-
stökum viðskiptavinum. Þetta er
vitaskuld slæmt - kaupmenn og
kaupfélög hafa legið undir grun um
að vera með smyglaðar sígarettur.
Svo er ekki þegar þessar sígarettur
eiga í hlut“. _ Ó.V.