Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 26.11.1982, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 26. nóvember 1982 ■ Helaar .pösturinn Þingsætin eru ekkí Se^,n: eftir Guðjón Arngrímsson og Þorgrim Gestsson Svipmyndir úr kosningaskrifstofun- um: Elín, Ragnhildur, Ágúst, Jón, Geir, Guðmundur og Bessí ásamt stuðningsmönnumog aðstoðarfólki. myndir: iim Smart PRÓFKJÖR Núutn helgina halda tveirflokkar, Alþýðuflokkur og Sjálfstœðisflokkur,prófkjör íReykjavík. Á undanförnum vikum og dögum hafa samherjar í flokkunum barist uni fylgi kjósenda í þeim tilgangi aðfá þingsœti nœsta kjörtímbil. Þessi barátta hefur varla getað farið framhjá nokkrum Islendingi - slíkur hefur fyrirgangurinn verið. Blöðin hafa verið þéttriðin auglýsingum frá frambjóðendum, auk þess semfundir hafa verið haldnir víðsvegar um bœinn. Og samt er þetta fyrst aðfara í gang ífullri alvöru núna í dag. Prófkjörin eiga sér ekki langa sögu hér á landi. Þau urðu ekki áberandi fyrr en á síð- asta áratug. Áður fyrr réðu flokkarnir, flokkseigendafélögin svokölluðu, því hverjir komust í góð sæti. Slíkt fyrirkomulag var gróðrarstía klíkuskapar og allskyns mismun- unar og nú hafa allir flokkarnir einhverskon- ar prófkjör. Prófkjör Alþýðuflokksins er op- ið öllum nema þeim sem flokksbundnir eru í öðrum flokkum, prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins er aðeins opið flokksbundnum Sjálfstæð- ismönnum og þeim sem láta fyrirfram skrá sig í kosningarnar, Alþýðubandalagið hefur haft svokallað forval, sem uppstillingarráð flokksins fer eftir, og Framsóknarflokkurinn hefur haft ýmsan hátt á sínu vali á fram- bjóðendum. Kosningabaráttan fyrir prófkjör flokkanna tveggja kostar frambjóðendurna uppundir milljón, samkvæmt lauslegri könnun Helgar- póstsins. Alls munu á listunum tveimur um 20 manns hella sér útí verulega kosningabar- áttu, og okkur reiknaðist til að meðalkostn- aður á frambjóðanda væri á bilinu 40 til 60 þúsund krónur og auk þess kostar það flokk- ana sjálfa verulegar upphæðir. Þessi starfsemi er komin í nokkuð fastan farveg hér í Reykjavík. Flestir fara líkt að. Tveimur til þremur vikum fyrir kjördag opn- ar frambjóðandinn skrifstofu, í húsnæði sem hann fær fyrir lítið. í mörgum tilfellum ræður hann sér kosningastjóra. Hann pantar síma, einn eða tvo. Atkvæðasmölunin er nánast alltaf fólgin í því að hringja í þá sem fram- bjóðandinn þekkir eða hefur von um að greiði sér atkvæði. Sumir hringja líka „blind- andi“, þ.e. skipulega eftir röð burtséð frá því hvort þeir þekki viðkomandi. Svo er auglýst í blöðum, og sumir fara á vinnustaðafundi. Á kjördögunum er svo allt sett á fullt og hringt og hringt. Þá er allt búið og þingsætið tryggt - eða ekki. En við skulum heyra hvernig nokkrir fram- bjóðenda í prófkjörum helgarinnar lýsa að- ferðum sínum. Valið er af handahófi: Bessí Jóhannesdóttir: „Ég fæ að hafa aðsetur á skrifstofunni hjá eiginmanni mínum (Gísla Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Bifreiða og Landbún- aðarvéla) en hef ekkert fast starfsfólk. Hins- vegar fórnar vinkona mín, sem rekur eigið fyrirtæki, tíma sínum í að vinna fyrir mig og auk þess eru aðrir vinir og kunningjar mér hjálplegir. Ég hef gefið út eitt stykki bækling og aug- lýsi í vikunni í Morgunblaðinu og D V og fer á vinnustaðafundi. Það mætti segja mér að kostnaðurinn við þetta verði í kringum 30 þúsund krónur, lauslega áætlað." Jón Baldvin Hannibalsson: „Við settum niður kosningastjórn og fjár- öflunarnefnd í september og gerðum áætlun um alla atburði prófkjörsins, öfluðum allra gagna og unnum fyrstu vikurnar fyrst og fremst meðal flokksfélaga. Við skipulögðum fundi, útveguðum húsnæði. Starfsfólk er að langmestu leyti sjálfboðaliðar sem vinna á kvöldin og um helgar, nema kosningastjórinn (Ámundi Ámundason) sem er galdramaður að vestan. Honum greiði ég laun. Óheilbrigð og andstyggileg samkeppni þar sem aðeins hinir ríku hafa möguleika, eða eina eðlilega leiðin til að velja fólk í þingsæti? Ég veit ekki enn hver kostnaðurinn verð- ur, en þau 90 til 100 þúsund sem þú nefndir er of hátt. Samkomurnar á Broadway og Borg- inni stóðu undir sér og gott betur, og auk þess höfum við selt bækling á allt að tíföldu verði.“ Geir Haarde: „Ég rek þessa prófkjörsbaráttu með hefð- bundnum hætti. Ég hef útvegað mér afdrep, sem ég fékk lánað og nota það til símhring- inga. Auk þess hef ég gefið út bækling og auglýst í dagblöðunum. Hjá mér vinnur einn maður á launum. Ég hef ekki gert mér grein fyrir hvað þetta kostar, og hugmyndin er að standa undir kostnaðinum með samskotum. Þá hlið máls- ins hafa aðrir tekið að sér, ég blanda mér lítið í það.“ Sigfús Johnsen: „Þetta er nú ekki merkilegt hjá mér. Ég er ekki með neitt svipað batterí og sumir hinna. Ég hef gefið út bækling þar sem ég höfða til MILLJÓN KRÓNA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.