Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 4
NÆR) MYND Föstudagur 7. janúar 1983 JpSHhMn. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri hefur lengi verið talinn einn valdamesti maður þjóðarinnar. Hann er maðurinn, sem við er átt þegar sjávarútvegsráðherrann segir að tími sé kominn til að það komi á daginn hver stjórni landinu, ríkisstjórnin eða Seðlabankinn. Svo lengi hefur Jóhannes verið einn helsti efnahagsmálasérfræðingur íslands, að á hann er af almenningi litið næstum sem stofnun. Kannski ekki svo undarlegt - í rúma tvo áratugi hefur Jóhannes Nordal verið efnahagsráðgjafí hverrar ríkisstjórnar, sem setið hefur á íslandi. En hver er hann, þessi Jóhannes Nordai? Leiftrandi gáfaður hugsjónamaður og ofurhugi, sem fellur aldrei verk úr hendi? Það fullyrða margir. Eða er hann valdafíkinn og metnaðar- gjarn og ráðríkur? Það segja menn líka - en þess ber að geta, að nær undantekningarlaust taka þeir sömu menn undir fyrri tilgátuna um hinn raunverulega Jóhannes Nordal. Jóhannes Nordal fæddist í Reykjavík 11. maí 1924 og veröur því 59 ára í vor. For- eldrar hans voru Sigurður Nordal prófessor og Ólöf Jónsdóttir. Jóhannes lauk stúd entsprófi 19 ára gamall vorið 1943 - og á því 40 ára stúdentsafmæli í ár. Hann hélt síöan til Bretlands og lagði stund á hagfræðinám. Því lauk hann 1953 með doktorsprófi frá University of London. Þá þegar kom í Ijós margvíslegur áhugi hans: doktorsritgerðin fjallaði nefnilega ekki um hreint hagfræðilegt efni heldur um þjóðfé- lagslegar breytingar á íslandi frá lokum 18. aldar (Changes in Icelandic social structure since the end of the 18ht century with part- icular reference to trends in social mobi- lity). Hann varð svo hagfræðingur Lands- bankans við heimkomuna og gegndi því starfi til ársloka 1958 er hann varð banka- stjóri eftir að Emil Jónsson varð forsætisráðherra. Hann varð bankastjóri Seðlabankans við stofnun bankans 1961 og hefurgegnt starf- inu síðan. Það er því ekki að ófyrirsynju að nafn Jóhannesar Nordal er svo nátengt Seðlabankanum. Gylfi Þ. Gíslason prófessor, sem var viðskiptaráðherra Viðreisnarstjórnarinnar þegar Seðlabank- inn var stofnaður, segist hafa talið það „sjálfsagðan hlut að skipa Jóhannes Seðla- bankastjóra og var öll ríkisstjórnin mér sammála um það. Ég tel það hafa verið mikið lán fyrir hinn nýja Seðlabanka og landið í heiíd að hann skyldi veljast í það starf," segir dr. Gylfi. „Hann er eini Seðla- bankastjórinn, sem gegnt hefur því starfi frá upphafi bankans. Ég hef haft náin kynni af seðlabankastjórum annarra landa, eink- um Norðurlandanna, sem átt hafa skipti við íslenska Seðlabankann. Allir hafa þeir bor- ið Jóhannesi sömu söguna, hæfileikum hans og lærdómi. Slíkt hefur ekki haft lítið að segja varðandi lánstraust þjóðarinnar er- lendis," segir dr. Gylfi. Allt fyrir eigin verðleika Enginn fjölmargra viðmælenda Helgar- póstsins við vinnslu þessarar Nærmyndar hafði annað en gott um Jóhannes að segja. „Hann er svo ljón helvíti greindur", sagði einn, sem lengi hefur starfað með Jóhann- esi að ýmsum stórmálum. „í því liggur styrkur hans. Hann á gott með að koma auga á aðalatriöin og greina þau frá hism- inu. Þaðerdýrmæturhæfileiki ístjórnunar- starfi. Þekking hans er yfirgripsmikil og ekki aðeins staðgóð í hans eigin fagi, hagfræðinni. Hún nær langt inn á önnur svið, eins og til dæmis bókmenntir og raun- vísindi. Hann er líka góður stærðfræðingur - er klókur með tölur og á gott með að velta fyrir sér stærðum. Það er þetta, sem veldur því hve langt hann hefur komist. Og það leikur enginn vafi á að allt þetta hefur hann komist fyrir eigin verðleika. Það hefur svo sem ýmsum verið stillt upp á móti honum í gegnum tíðina en það er víst, að það ríður enginn feitu hrossi frá viðureign við hann um praktík eða teoríu í hagfræði, hvort sem sá heitir Benjamín, Jónas eða Gyifi." Jóhannes er koniinn af lærðu fólki og gáfumönnum langt aftur í ættir. Hann er ekki aðeins sonur pabba síns, Sigurðar Nor- dal, einsogeinn kunnugursagði, heldur var t.d. Jón Sigurðsson „forseti" langafabróðir hans: hann er sonardóttursonur Jens Sig- urðssonar rektors. Bókmennta- og þjóð- málaáhugi var mikill á æskuheimili Jóhann- esar og hefur hann allar götur síðan verið virkur áhugamaður um bókmenntir og fornritaútgáfu, hefur setið í stjórn Vísinda- sjóðs um langt árabil og gegnt ótölulegum fjölda trúnaðarstarfa fyrir land og þjóð, bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Hann hefur iðulega verið titlaður „nefnda kóngur“fslands og ef til vill ekki að ástæðu lausu. ,.En hann er ekki iðjulaus í nefnd unum, síður en svo," segir dr. Jónas Krist- jánsson forstöðumaður Árnastofnunar, sem setið hefur með honum í nefndum og stjórnum. „Hann kemur furðu miklu í verk enda bæði duglegur og afkastamikill, og er alltaf þægilegur í samvinnu." Höfðinglegur toppur Annar samstarfsmaður segir: „Hann virðist hamhleypa til verka þótt hann sé sjaldnast að flýta sér. Honum lætur vel aö láta aðra vinna fyrir sig, talar t.d. ræður og greinar inn á band eða fer yfir efnisatriði tiltekinna mála með tveimur eða þremur aðstoðarmönnum og ætlast svo til að hafa fyrirliggjandi ákveðnar upplýsingar innan skamms tíma. Þannig spilar hann á þekk- ingu annarra - en er jafnframt alltaf að miðla sjálfur. Og svo má ekki gleyma því, að Seðlabankastjórinn getur keypt hjálp og þekkingu, sem hann vantar, hvaða verði sem er. Það er ekki lítils virði." „Jóhannes semur allaf kjarnann í því sem hann fer með,“ segir einn nákunnugur honum. „Það er rétt, að hann á auðvelt með að láta aðra vinna fyrir sig - þar ræður kannski nokkru sá höfðinglegi karakter, sem hann ber með sér. Hann er veglyndur í saniskiptum við menn en hefur þennan höfðinglega topp, heldur fólki í vissri fjar- lægð. Og víst getur hann verið svolítið snefsinn ef honum býður svo við að horfa þótt hann sé yfirleitt mesta ljúfmenni. En eins og títt er um menn í hans stöðu og með hans bakgrunn, þá er hann svolítið tilætlunarsamur. Það held ég að sé óhjá- kvæmilegt. Það er samgróið honum að hafa mikið umleikis. Honum þætti vafalaust vont að hafa þröng budsjett í bankanum. Hann vill hafa vissan höfðinglegan rúni- leika - frekar að það sé dýrt og myndarlegt en þröngt og nánasarlegt." Én þótt Seðlabankastjórinn sé að jat'naði Ijúfur í samskiptum sínum við fólk fer það yfirleitt ekki á milli málaef honum mislíkar. Þannig er hann sagður hakka bankastjóra viðskiptabankanna í sig án þess að brýna nokkru sinni róminn: með skotheldri rök- semdafærslu og í föðurlegum umvöndun- artón les hann þeim pistilinn svo þeir vildu helst sökkva á kaf í dúnmjúk bankastjóra- teppin. En það gerist ekki oft. Konum þykir hann sætur Yfirleitt tekur Jóhannes fólk með trompi og sjarma. „Honum gengur mjög vel að kynnast fólki - raunar kynnist hann því um leið, enda fljótur að átta sig," segir einn vina hans. „Hann er nriðpunkturinn í hverj- um selskap, hefur góðan húmor og er gott skáld í góðra vina hópi. Og ég hef marg- sinnis orðið var við að konum þykir hann sætur." Það er ekki aðeins hérlendis, sem dr. Jóhannesnýtursín. Einsogdr. Gylfibentiá hér að framan nýtur hann mikillar virðingar erlendis. „Starf hans erlendis er minna þekkt hér. en nreð starfi sínu við og fyrir bankann hefur liann aflað sér, og urn leið stofnuninni, mikils trausts erlendis," segir maður, sem þekkir vel til starfa Jóhannes- ar. „Þetta á við um alþjóða efnahags- og fjármálastofnanir, þar sem hann hefur ver- ið fulltrúi landsins, og ekki síður hjá er- lendum bönkum. Þá vílar hann ekki fyrir sér að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Hann á aðgang að mörgum stærstu bönkum lieims og það traust, sem hann hefur aflað sér þar, erómetanlegt fyrir láns- traust Iandsins.“ Og samstarfsmaður um langa hríð bætir við: „Hann er nú sá íslendingur, sem er einna mest virtur érlendis. Það eru ekki margir á íslandi sem hafa þau sambönd og njóta þeirrar virðingar, sem hann hefur er- lendis. Og það er vegna þekkingar hans og reynslu. Jóhannes er tvímælalaust sá maður, sem væri sendiherra númer eitt í hvaða „krísu" sem væri, ef þyrfti að leita út fyrir landsteinana." Ætti að taka við álmálinu Steingrímur Hernrannsson sjávarútvegs- ráðherra, sem ekki hefur alltaf verið sam- mála Jóhannesi - eins og nýleg dæmi sanna - lætur í ljós fullt traust á Seðlabanka- stjóranum: „Hann var góður formaður stóriðjunefndar á sínum tíma," segir Steingrímur, „og ég myndi telja æskilegt að fela honum endurskoðun álsamningsins núna.“ - En vill ekki Jóhannes ráða sjálfur öllu, sem hann kemur nálægt? „Hann vill ráða miklu en það fylgir mönnum. sem hafa ákveðnar skoðanir. Hann er ekki frekur, ef þú átt við það. Hann er til dæmis ágætur samningamaður - hann stífnar ekki í hjólförunum eins og hendir suma. í minni ráðherratíð hefur mér gengið prýðilega að vinna með honum. Það er mikill og góður kostur hversu duglegur hann er. Iiann afgreiðir og kemur málum frá en frestar þeim ekki endalaust. Hann er mikill reglumaður í starfi; geri hann áætlun, þá stenst hún. Enda kann hann mjög vel að vinna.“ Einn vina Jóhannesar, sem ekki frekar en margir aðrir vildi láta nafns síns getið, segir að eigi að finna galla á Seðlabanka- stjóranum þá sé það kannski helst það, að hann sé of stjórnsamur- hafi of mikla trú á að hægt sé að miðstýra þjóðfélögum. Hann sé kannski of mikill sósíalisti. Og annar, sem keniur af öðrum væng stjórnmálanna, segir að jafnvel þótt aldrei hafi verið hægt að eyrnamerkja Jóhannes sem tilheyrandi einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokki, þá hafi hann upphaflega verið krati og lengst af verið „nálægt þeim sjónarmiðum. Hann hefur alltaf verið veikur fyrir félagslegum úrlausnum. Nú held ég að helst megi kalla hann frjálslyndan íhaldsmann - og vita- skuld ætti hann hvergi heima nema í Sjálf- stæðisflokknum núna þótt ekki væri það með leiftursóknarliðinu.1' Utanþingsstjórnin var tilbúin Menn eru sammála um, að þjaki Jóhann- es Nordal eitthvað, þá sé það ekki minni- máttarkennd. „En hann gerir sér engar grillur um sjálfan sig. Hann þekkir vel sín tak- mörk," segir einn nákunnugur. „Hann er metnaðargjarn fyrir sína hönd og sinnar stofnunar en ég er ekki viss uni að hann sé metorðagjarn. Hann hefði þó vel getað 'Eftir Guðjón Arngrímssorr

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.