Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 9
JPústurinn. Föstudagur 7. janúar 1983
getur. í því felst trúlega sá skiln-
ingur að einasta von nrannkyns-
ins til að lifa af pínu heimsins sé
ástin og að án hennar tortímist
maðurinn. Hinsvegar er umfjöil-
un uin vald og valdbeitingu, kúg-
un og ofsóknir á þá sent minna
mega sín og eru öðruvísi.
í þessu verki varpar það nokk-
uð nýju og fersku ljósi eða öllu
frenrur óvæntu á þessi viðfangs-
efni að ástin hér er milli tveggja
karlmanna.
Ég ætla ekki að orðlengja
meira um efni þessarar sýningar,
þar er sjón sögu ríkari, en sýning-
in sjálf er alveg þrælmögnuð. Við
fátæklegar aðstæður í Tjarnarbíó
tekst að magna upp spennu og
andrúmsloft sent er harla sjald-
fundið í íslensku leikhúsi.
Stærstan hlut í að skapa þetta
andrúmsloft á leikur Andrésar
Sigurvinssonar og einnig tveggja
aðalmótleikara hans, Arna Pét-
urssonar og Magnúsar Ragnars-
sonar. Ég á eiginlega ekki rétt
lýsingarorð til að lýsa leik Andr-
ésar, en það er kannski nóg að
segja að hann fékk mig beinlínis
til þess að trúa því að uppi á
sviðinu væri sárþjáður og að
hungurdauða kominn fangi í
Dachau, svo magnaður var hann.
Þó Andrés væri eini lærði leikar-
inn á sýningunni og sá sem mest
mæðir á hafði hann einnig lag á
að laða fram það besta í fari mót-
leikara sinn og leika með þeim en
ekki uppfyrir þá.
Þeir Arni Pétursson og Magn-
ús Ragnarsson sem léku dansar-
ann og fangann skiluðu þannig
sínum hlutverkum undravel og í
rauninni var leikur þeirra glæsi-
legur, miðað við að unr ólærða
Ieikara er að ræða.
Önnur hlutverk voru verulega
nrinni en þessi þrjú, nánast svip-
myndir af persónum, en áttu það
sameiginlegt að vera vel gerðar
og skýrt dregnar. Þar hefur leik-
stjóra tekist vel að samhæfa
kraftana og skapa góða heildar-
mynd úr ólíkum efnivið. Einnig
eru hópatriði í fyrrihluta verksins
kraftmikil og öguð.
Ekki má gleyrna hlut lítillar
hljómsveitar sent tekst að þenja
sig undramikið í söngatriðunum
og setur sérkennilegt yfirbragð á
sýninguna.
Eins og áður segir er hér á ferð-
inni þrælmögnuð sýning og
óvenjuleg sem synd og skömm
væri að láta fram hjá sér fara.
takan er frá þeim tíma er Zeppel-
in unnu að gerð annarrar plötu
sinnar og minnir hljómur lagsins
nrjög á hana. Líklega hefur það
ekki komið út á sínum tíma vegna
þess að það er ekki frumsamið.
Lagið Poor Tom er tekið upp
nökkrum dögum áður en Zeppel-
in komu hingað til lands, í júní
1970. Þá unnu þeir að gerð sinnar
þriðju plötu og það leynir sér
ekki á heildarhljóm þessa lags frá
hvaða tíma það er, t.d. er kassag-
ítarinn mjög áherandi.
I Can’t Quit You Babe, er hér
í hljómleikaútgáfu trá 1970, ann-
ars er lagið af fyrstu plötunni. Út-
gáfa þessi er hin kraftmesta og
Page fer á kostum í gítarleiknum.
Walters Walk er frá Houses Of
The Holy tímabilinu, þ.e. 1972.
Ég er þeirrar skoðunar að það
hefði alveg átt heima á þeirri
plötu í stað einhvers sem þar er
að finna. Að vísu minnir gítar-
gangur í laginu nokkuð á eitthvað
á Houses Of The Holy eða Phys-
ical Graffiti.
Lögin Ozone Baby, Darlene
og Wearing and Tearing, eru öll
tekin upp í Stokkhólnri árið 1978,
en þar tóku Led Zeppelin upp
sína síðustu plötu, In Through
The Out Door, sem er nú svona
og svona. Hins vegar eru þessi Iög
öll ágæt. Þau eru rokkuð, hressi-
leg og í raun mun frískari en
margt af því sem finna mátti á
ITTOD. Til dæmis fer lítið fyrir
hljómborðum í þessum lögum en
þau voru mjög áberandi á hinni
plötunni. Þar af leiðandi verður
gítarinn meira áberandi og er það
vel.
Þá er einungis óupptalið Bonz-
o’s Montreux, sem er trommu-
lag, frekar en trommusóló, þar
sem Bonham nýtur aðstoðar
Page, sem sér um elektróníska
effekta. Það heyrist hér, svo sem
einnig á öllum hinum lögum plöt-
unnar, hversu góður tromrnu-
leikari Bonham var. Hins vegar
held ég að maður endist nú ekki
til að hlusta mjög mikið á jBonz-
o’s Montreux. Til þess hef ég alla
vega of lítið dálæti á trommulög-
unt og sólóum.
Þá er einnig greinilegt á
heildarhljóm Coda að þessi plata-
er fyrst og fremst gefin út í rninn-
ingu John Bonham. Þó þess sé þó
hvergi getið, og stendur hún
sannarlega fyrir sínu sem slík, en
jafnframt er þetta góð Zeppelin
plata og það segir nú sitt.
Phil Collins -
Hello, I Must Be Going
Phil Collins kom mönnurn svo
sannarlega á óvart með sinni
fyrstu sólóplötu. Face Value, svo
og laginu In The Air Tonight,
sem út kornu í fyrra. Face Value
er hin ágætasta plata, að minnsta
kosti á köflum, og sannarlega það
besta sem hafði komið úr Genesis
herbúðunum í langan tíma. Þó að
langt sé síðan ég gaf Genesis upp
á bátinn, hafði ég þó trú á Col-
lins, eftir Face Value, og hlakk-
aði því nokkuð til að heyra frá
honum nýja plötu. Nú er hún
kornin, heitir Hello, I Must Be
Going, og satt best að segja varð
ég fyrir verulegum vonbrigðum
með hana. Frískleiki sá er ein-
kenndi Face Value er nú allur
fyrir borð borinn og þess í stað er
hér um frekar niðursoðna og
ófrumlega tónlist að ræða.
Helst var að ég hefði garnan at'
lögunum I Cannot Believe It’s
True og It Don’t Matter To Me,
en í þeim nýtur Colins stuönings
góðrar blásarasveitar. Einnig eru
lögin I Don’t Care Anymore og
Thru These Walls þokkaleg.
Þetta eru hvoru tveggja frekar ró-
leg lög og svipar þeiin um margt
til In The Air Tonight en standa
því þó langt að baki hvað gæði
varðar. Mest haföi ég gaman af
gamla Surpremes laginu You
Can't Hurry Love, sem er hér í all
góðri stælingu ogyiæst gamli góði
Motown andinn bara nokkuö vel.
Hljóðfæraleikurinn er að
miklu leyti í höndunr Collins
sjálfs en gítarleikarinn Daryl Stu-
ernrer kemur við sögu í nær öllum
lögunum. Ýmsir aðrir velþekktir
hljóðfæraleikarar korna einnig
nálægt gerð plötunnar. Flestum
þeirra ber þó lítið á, ef blásararn-
ir eru undanskildir.
Stúdentaleikhúsið sýnir Bent-þrælmögnuð og óvenjuleg
sýning, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni.
Stúdentaleik-
húsið
heldur endurreisa það því einhver
vísir að slíku var til fyrir rúmum
áratug, sem ég rnan þó ekki til að
úr hafi orðið fugl né fiskur.
Leikhúsið hefur starfsemi sína
með tiltölulega nýju leikriti eftir
amerískan gyðing, sent sýnt hefur
verið víða unr heim við töluverða
athygli.
Efni verksins er í stuttu máli á
þá leið að tveir samkynhneigðir
menn, braskari eða bóhem og
dansari búa saman í hinni glöðu
Berlín en hrekjast þaðan og á
vergang þegar nazistum eflast
völd og og þróttur. Að lokum eru
þeir teknir höndurn og er dansar-
inn drepinn á leið í fangabúðir.
Þar hittir sá sent lifir annan með
sömu kynhneigð og tekst rneð
þeim vinátta eða ást sem gerir
þeim kleift að þreyja þorrann og
góuna í Dachau, uns yfir lýkur.
Um þennan bláþráð atburðarás-
ar er undið tveimur megin-
þráðum. Annars vegar ást og vin-
áttu sem tekst að lifa af allar
þrautir og píningar sem hugsast
Stúdentaleikhúsið:
Bent
eftir Martin Sherman.
Leikstjóri: Inga Bjarnason.
Þýðandi: Rúnar Guðbrandsson.
Leikmynd og búningar: Karl
Aspelund.
Leikendur: Andrés Sigurvinsson,
Árni Pétursson, Magnús Ragn-
arsson, Þórarinn Eyfjörð,
Mörður Arnason, Einar Berg-
mundur, Þorvaldur Þorsteinsson,
Kjartan Ólafsson, Einar Guð-
jónsson, Ólafur Sveinsson, Hail-
dór Gunnarsson, o.fi.
Það er nokkur bjartsýni af nýju
leikhúsi að frumsýna leikrit í
miðjum desember þegar önnur
leikhús loka vegna aðsóknar-
skorts. Þar fyrir er ósköp gott að
vita til þess að slík bjartsýni skuli
vera til meðal stúdenta sem ég
hélt að væru orðnir svo
harðpraktiskir á þessurn síðustu
og verstu.
En nú er sem sagt búið að
stofna stúdentaleikhús eða öllu
9
'★ ★ ★ ★ framúrskarandl
★ ★ ★ ágæt
Bíóhöllin:
Ljtli lavaröurlnn (Little Lord Fauntleroy).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Alec Gu-
inness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leik-
stjóri: Jack Gold.
Hugguleg fjölskyldumynd um litinn lávarð og
annan slærri. Jólamyndin í ár.
Bílþjófurinn (The Grand Theft Auto). Banda-
rísk kvikmynd. Leikendur: Ron Howard,
Nancy Morgan.
Fjórug unglingagrínmynd i anda amerisku
veggskriftarinnar.
Átthyrningurinn (The Octogone). Bandarísk
kvikmynd. Leikendur: Chuck Norris, Jo-
hnny Fist.
Bardagamynd með hasargæjanum fræga,
glímukappanum góða.
Snakurinn (Venom). Bresk kvikmynd, ár-
gerð 1982. Leikendur: Klaus Kinski, Nicol
Williamson, Oliver Reed, Sterling Hayden.
Leikstjóri: Piers Haggard.
Góður þriller af gamla skólanum. Spennan er
byggð upp hægt og sígandi og helst allan
timann. Góð afþreying í skammdeginu.
Fram i sviösljósið (Being There). Bandarisk,
árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir
eiginskáldsógu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Tónabíó:
★
Moonraker. - Sjá umsögn í Listapósti.
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
Bíóhöllin: *
Konungur grínsins - Sjá umsögn í Listapósti.
Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins).
Bresk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur:
Lewis Collins, Judy Davis, Richard Wid-
mark, Robert Webber.
íranska sendiráðið í London i mai 1980: skærul-
iðar hafa hertekið það. Sérsveitir breska hers-
ins koma gíslunum til bjargar. Spennumynd
byggð á sannsögulegum atburðum. Svona var
það.
Lögberg:
í dag, föstudag, kl. 19veröasýndartværspæn-
skar kvikmyndir i stofu 103. Myndirnar eru:
Llanto por un bandido eftir rrieistara Carols
Saura.
og
Contor no de Espana en fiestas ettir L. T orre-
blanca.
Sýningar þessar eru á vegum Spgenska sendi-
ráðsins á Íslandí og spænskudeildar Háskóla
islands. Myndirnár eru með spænsku tali.
Bíóbær:
Að baki dauðans dyrum (Beyond Death’s
Door). Bandarfsk kvikmynd, byggð á met--
sölubók Dr. Maurice Rawlings. Tilvalin mynd
fyrir andatrúarmenn og aðra tramliðna drauga.
Spurningin er: Er lif handan grafar og líkams-
dauða? Svar tæst kannski.
Regnboginn:
Grasekkjumennirnir (Grásánklingarna).
Sænsk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur:
Janne Karlsson, Gösta Ekman. Leikstjöri:
Hans Iveberg.
Tveir kunningjar verða grasekkjumenn í viku og
ætla að eyða henni hvor meö sínum bætti. En
áætlanir þeirra standast þó ekki alveg. Hressi-
leg gamanmynd.
★ ★ ★
Kvennaborgin (Cittá di donna). ítölsk kvik-
mynd. Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni
og fullt af konum. Handrit og stjórn: Feder-
ico Fellini.
Maður nokkur fellur í draumsvefn og lendir í
Kvennabænum, þar sem konurnar eru af öllum
stærðum og gerðum. En er þetta draumur?
★ ★
Dauðinn á skerminum. - Sjá umsögn í Lista-
pósti.
Sá brenndi (The Burning). Bandarisk kvik-
mynd, árgerð 1982. Leikendur: Brian Matt-
hews, Leah Sayers, Lou David. Leikstjóri:
Tony Maylam.
Sumarbúðastjóri nokkur er leiðinlegur og frek-
ur. Gárungar ætla að hrekkja hann, en ekki vill
betur til, en kall brennist illa. Nokkrum árum
síðar ásetur hann sér að hefna ófaranna. Mikill
hryllingur.
Hugdjarfar stallsystur (Cattle Anne and litt-
le Britches). Bandarisk kvikmynd. Leikend-
ur: Burt Lancaster John Savage, Rod Stei-
ger, Amanda Plummer.
Hörkuskemmtilegur grínvestri með gömlu
kempum.
Laugarásbíó * * *
Geimálfurinn E.T. Bandarisk kvikmynd, ár-
gerð 1982. Handrit: Melissa Mathison.
Leikendur: Henry Thomas, plastbrúða o.fl.
Leikstjóri: Steven Spielberg.
Sagan segir frá Elliot Taylor (takið eftir upp-
hafsstöfunum) sem finnur geimveruna E.T. og
skýtur yfir hana skjólshúsi svo illir menn nái
henni ekki. Kvikmyndataka er einióld og blátt
áfram. Myndáhrif koma mjög vel vel út. en eru
sáraeinföld i sjállu sér og er það gott
-JAE
Austurbæjarbíó: * * *
Arthur. Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981.
Leikendur: Dudley Moore, John Gielgud,
Liza Minelli.
Gamanmynd með Óskarsverðlaun í farangrin-
um. Ungur piltur á rikan fötur og lifir hátt á hans
kostnað. I staðínn skal hann kvænast ungri
stúlku, sem á ríkan föður. En allt fer öðru visi en
ætlað er... Sprell og aftur sprell.
Háskólabíó:
★
Með allt á hreinu. íslensk kvikmynd, árgerð
1982. Handrit: Ágúst Guðmundsson og
Stuðmenn. Leikendur: Stuðmenn, Grýlur,
Eggert Þorleifsson, Sif Ragnhildardóttir.
Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson.
Hin viðfræga íslenska söngva- og gleðimynd
gengur enn fyrir fullu húsi áhorlenda. íslensk
skemmtun fyrir allan heiminn.
Stjörnubíó:
Það er komið að mér (It’ s My Tu-n). Banda-
risk kvikmynd, árgerð 1980. Handrit:
Eleanor Bergstein. Leikendur: Jill Clay-
burgh, Michael Douglas, Charles Grodin.
Leikstjóri: Claudia Weill.
Framhjáhöld og ástarævintýri. Skyndikynni og
íþróttahetjur. Skemmtileg mynd um konu, sem
þarf að breyta lífsvenjum sinum.
★ ★
Snargeggjað (Stir Crazy). Bandarísk, árgerð
1981. Handrit: Bruce Jay Friedman.
Leikendur: Gene Wilder, Richard Pryor.
Leikstjóri: Sidney Poitier.
Þeir Wilder og Pryor eru bráðskemmtilegt par i
þessari „snargeggjuðu” sögu um tvo náunga
frá New York, sem freista gæfunnar í Kaliforníu
en lenda í fangelsi i staðinn. Frammistaða aðal- -
leikaranna er reyndar mun betri en efni standa
til. handritiö og leikstjórnin missa dampinn eftir
miðbik myndarinnar, en þeir Pryor og Wilder
eru i stuði allt til loka.
-ÁÞ
Varnirnar rofna (Breakthrough). Banda-
risk kvikmynd.
Leikendur: Richard Burton, Rod Steiger.
Hörkuspennandi stríðsmynd, nokkurs konar
framhald af Járnkrossinum. Þessi mynnd
gerist meðal Rússa.
Nýja bíó: * *
Villimaðurinn Conan. - Sjá umsögn i Listap-
ósti.