Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 21
-féfísti trihii Fðsluda9ur 7. janúar 1983 uskólann: hafi veriö að skjóta á okkur en á hinn bóginn var þetta í beinu framhaldi af átökum milli þessara stríðsaðiía þá um nóttina. Og í þesari árás særðist einn okkar manna hættulega. - Segðu mér í hreinskilni; er ekki óttalegt að fara í stríð, jafnvel fyrir mann með hern- aðarþjálfun? - Pað er rétt, að þó menn hafi lært hvernig á að standa að hernaðarátökum hafa þeir aldrei upplifað aðstæður eins og þær eru í raunveruleikanum í stríði. Þegar að því kem- ur er það prófraun, maður kynnist sjálfum sér og sínum eigin mörkum. Það veit enginn fyrr en á reynir hvernig það er þegar skotið er á mann. Ég veit ekki hvern- ig ég á að lýsa því. Þessari tilfinningu þegar sprengikúlur springa allt í kringum rnann; maður verður fyrir geysimiklu höggi, missir andann eitt andartak og er hálf ringlaður á eftir. Þá þýðir ekkert að hugsa unr það hvort maður særist, drepst eða sleppur heill á húfi og eina ráðið til að leiða hugann frá því hvar næsta sprengja lendir er að hafa nóg að gera. Þess vegna lætur maður mennina gjarnan fara að grafa skotgrafir eða hlaða skotfæra- belti - aðallega til að dreifa huganum, koma í veg fyrir að menn panikeri. Én ég var alltaf skíthræddur! Og þann ótta losnar maður aldrei við. Æfingastríð Síðlavetrar 1981 hélt Arnórafturtil herþjón- ustu íNorður-Noregi, en um þærmundir fóru þar einmitt fram sameiginlegar heræfingar NATO-landanna, Alloy-Express. - Þessar æfingar í Norður-Noregi sem fara fram fjórða hvert ár eru sérstaklega mikil- vægar vegna þess hversu aðstæður þar eru erfiðar. Bretar segja til dæmis, að velgengni þeirra í Falklandseyjastríðinu sé að verulegu leyti þessum æfingum að þakka. „Nú eru heræfingur sviðsettar. Er þettc ekki dýr og tilgangslítill leikur? “Þetta er í öllu falli erfiður leikur! Æfingin fór fram í febrúar eða mars og veðrið er erfitt á þessum tíma, það er snjóþungt og mikið ferðast utan vega. Við fórum langar leiðir á skíðum oft 30-40 kílómetra á dag með þung- ar byrðar. Og á áfangastað var farið að grafa niður tjöld og koma upp skotbyrgjum og svefntíminn var oft ekki nema tveir til þrír tímar,það eru allir fegnir þegar slíkum æfing- um lýkur. Varðandi tilganginn er ljóst mikilvægi þess að þátttökuþjóðirnar fari í gegnum hernaðar- tækni sína og finni út hvort hún er nógu góð. Og það er ljóst. að á meðan ástæða þykir til að halda uppi hefðbundnum landvörnum eru æfingar af þessu tagi nauðsynlegar. En vitanlega verður þetta aldrei fullkom- lega verulegt. Það vantar að skotið sé nreð skörpum skoturn. En á friðartímum mundi sngin þátttökuþjóðanna samþykkja slíkt þótt það hafi viðgengist á heræfingum á stríðsár- unum. „Úr leik!“ Það er þó reynt að spila stíðsspilið á eins raunverulegan hátt og hægt er. Til þess eru meðal annars hafðir svonefndir stríðsdómar- ar. Gangi menn til dænris inn á svæði þar sem verið er að æfa stórskotaliðsárás eru þeir dænidir úr leik um lengri eða skemmri tíma. Það er síðan til dæmis tengt slysahjálp þar sem þyrlur eru notaðar til að sækja „særða" og „fallna" á „vígvöllinn". En þeir serh efti'r „lifa" verða að sætta sig við að hafa misst liðsaflann! Úr her í lögregluna Nú er þetta allt að baki. Liðsforinginn er kominn heim, hefur fengið titilinn aðstoðar- yfirlögregluþjónn í íslensku lögreglunni og kennir íLogregluskólanum.Sjálfur varð hann að læra að stjórna umferð til að geta gripiö í almenn löggæslustörf í viðlögum! - Hvað kennir maður með herskólanám og hernaðarþjálfun að baki íslenskum lög- regluþjónaefnum? - Almennar lögregluæfingar, líkamsþjálf- un, gönguæfingar, framkomu. Þetta hef ég kennt til þessa. En ég hef hug á að skella á þá áttavita og landakorti, taka nokkrar björgun- aræfingar. Að þessu leyti er þjálfun lögreglu- manna iík hernaðarþjálfuninni, og í báðum tilfellunum er reynt að innræta mönnum viss- an sjálfsaga. En að öðru leyti er þetta tvennt mjög ólíkt, verksvið hermanna er að sjálf- sögðu allt annað en lögreglumanna. - Hvað með vopnaburð? - Égernú rétt að byrjaíþessu, ereiginlega að taka við því sem Magnús Einarsson hefur haft með höndum, og veit ekki enn hvort ég verð með skotæfingar. 21 Eftir Þorgrím Gestsson - Þegar viö minnumst á vopn. Er íslenska lögreglan tilbúin að takast á við vopnaða menn - hugsanlega erlenda hryðjuverka- menn? - Já, ég hef fyllstu trú á því, að íslenska lögreglan gæti gert það senr gera þyrfti. - Er ekki draumur þinn - með hliðsjón af menntun þinni og þjálfun - að koma hér upp sérþjálfaðri lögreglusveit? - Það er mat yfirvaida á hverjum tíma að ákveða hvað þarf að gera. Og eiginlega ætti ég að vísa þessari spurningu hér upp á næstu hæð. segir Arnór og bendir með vísifingri uppfyrir sig. Það er lögreglustjóri sem á að svara þessu. Hermdarverk og hernaður ..í Líbanon stýrði hann norsk- um undirmönnum En hitt er annað mál. að eftir því sem sam- skipti okkar við umheiminn aukast, vaxti lík- urnar á því að hingað komi hermdarverka- menn eða afbrotamenn sem gætu ógnað ís- lenskum borgurum eða gestum þeirra. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að lögreglan hafi þau tæki og þá þjálfun sem þarf til að eiga við siíkt fólk, segir Arnór Sigurjónsson. Og vitanlega vonunr við að við sleppum við heimsóknir af sltkum toga í Iengstu lög, þótt ekkert megi útiloka í þessari vitskertu veröld. Hitt er þó kannski mikilvægara í huga liðsforingjans fyrrverandi, að hann hefur flutt til landsins nútíma hernaðarþekkingu, byggða á sjö ára reynslu og námi.Og hvað sem öllu líður er hér her, og íslensk stjórn- völd hafa sem stendur engan hernaðarráð- gjafa til að leita til ef túlka þarf óskir um breytingar á tilhögun þessa hers. - Ef hættuástand skapast í nágrenni við ísland, hver á þá að biðja um mannafla, hver iig á sá mannafli að vera vopnum oúinn og hvernig eiga sam- skipt i þeirra við íslensk stjórnvöld að vera? Og hvernig á að átta sig á því hvað um er að vera ef Bandaríkjamenn telja sig til dæmis þurfa að senda okkur endurbætt Hawk loftvarnakcrfi? Það er undir slíkt sem ég hef verið að undirbúa ntig. Þetta er sú þekking sem ég get boðið íslenskum stjórnvöldum ef þau óska eftir starfskröftum mínum, segir Arnór Sig- urjónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Sigurðar Hákonarsonar láttu nú loksins verða af því skelltu þér í dans með nýju ári kennum alla almenna dansa óþvingað og hressilegt andrúmsloft innritun og allar nánari upplýsingar daglega frá kl. 10-19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.