Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 5
~!pl$sturinn_ Föstudag ur 7. janúar 1983 afbragð annarra manna. „Hann er mér mjög kær," segir dr. Jónas Kristjánsson. „Jóhannes er mjög vel geröur maður." Dr. Gylfi l>. Gíslason, sem hefur verið náinn vinur Jóhannesar allt frá því að hann lauk nánti fyrir þremur áratugum, segir um Seðlabankastjórann: „Jóhannes er ekki aðeins óvenjulega gáfaöur maður, og gáfur hans eru rnjög fjölhreytilegar, heldur er hann jafnframt einstaklcga Ijúfur og hlýr maður í viökynningu. Þau hjónin eru í hópi Jtess fólks, sem konan mín og ég höfunt haft og höfum enn mesta ánægju af að vera sam- vistum við." Það segir kannski líka sína sögu af Jó- hannesi, að ýmsir góöir kunningjar hans fullýrða, að bestur vina hans sé Kristinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri í Björg- un. Maður sent er sprottinn úr allt öðru umhverfi en Jóhannes og á sér eins ólíka fortíð og hugsast getur. Þeir slarka saman í veiðiskap og finna hver annan í frví, segir maður, sem vel þekkir til. „Eg efast um að Jóhannes dái annan mann meira," bætir hann við. Kristinn leitar sér nú lækninga t' út- löndum og því var ekki hægt að leita til hans við vinnslu þessarar Nærmyndar. Né heldur tókst í tæka tíð að ná tali af sjálfu viðfangs- éfninu, dr. Jóhannesi Nordal Seðlabanka- stjóra. En við þykjumst vita, að hann virði okkur það til betri vegar, því eins og góður vinur hans segir: „Hann Jóhannes er góður maður. Hann er rneira að segja svo góður, að hann fæst ekki til að tala illa um nokkurn mann - ekki einu sinni þá, sem eru bölvaðar skepnur." nteð meiri hörku -en, eins og ég segi, þá er ekki sjáifgefið að hann væri ennþá Seðla- bankastjóri." „Völtl hans og áhrif - það aö hann er stundum eins og ríki í ríkinu," segir emb- ættismaður, sent sjálfur er býsna áhrifa- mikill á stundum, „byggjast einvörðuhgu á þekkingu hans og reynslu og greind. I lenni má ekki gleyma. Hann fer á kostum í hag- fræöi, hagsögu Islands og jafnvel öðrum málum, alls óskyldum. Hann analyserar tlóknar stöður og kenningar eins og að drekka vatn." Margir verða til aö taka undir þetta og einn nákunnugur dr. Jóhannesi segir: „Ég held áð hann sé orðinn þreyttur á Seðla- bankanum enda stýrir hann þeirri stofnun með litlaputta. Þar gengur allt rneira og minna sjálfala og sjálfkrafa. 1 fann fær allar upplýsingar, sem þarf, sjálfkrafa inn á borð til sín. Og þess vegna vill hann gjarnan skipta sér af öðrum hlutum líka - eins og til dæmis orkumálum, iönaðaruppbyggingu og fleiru sem hann hefur unniö mikið og vel að. Hann hefur því hugsað sér að fara eitthvað annað - eins og kom upp á yfir- borðið þegar hann var nefndur sem hugsan- legt forsetaefni. En hann er viðkvæmur og hörundsár gagnvart stöðu sinni og nafni og hann fer ekki í hvað sem er.“ Talar ekki illa um skepnurnar.... Persónulegir vinir Jóhannesar telja hann Hann verður því mjög sannfærandi í mál- flutningi, sem er áríðandi, því starf Seðlabankastjóra er einmitt mikiö í því fólgið að leiða landsstjórnarmönnum fyrir sjónir afleiðingar þeirra ráðstafana í efnahags- og peninantálum, sem gerðár eru og það, sem gera þarf til að árangur náist. Hann brestur aidrei kjark til að segja af- dráttarlaust skoðanir sínar. En árangurinn verður auðvitað misjafn eftir því hver viðtakandinn er. Jóhannes er maöur sátta og samkomulags og kann vel list þess mögu- lega." Málamiðlunar- maður List hins mögulega er vitaskuld pólitísk og ekki þarf að efa, að það þarf mann nteð næmt pólitískt nef- fyrir utan sitthvað ann- að - til að stjórna seðlabanka ríkis í rúma tvo áratugi; ríkis, þar sem efnahagslegur og stjórnmálalegur óstöðugleiki er jafn mikill og á íslandi. „Það hefur ekki alltaf verið fullkomin eining um það í þessari stofnun hvernig hann hefur forðast harðan ágreining við stjómvöld," segir Seðlabanka- maður. „En það er vafalaust m.a. vegna þess sem hann hefur setið svona lengi. Sumum hefur stundum þótt hann einum of mikill málamiðlunarmaður - að prinsipp- inu sé stundum í vissunt mæl’ fórnað. En vitaskuld þarf Seðlabankastjóri og forntaö- ur bankastjórnarinnar að vera diplómat. Hann hefði ef til vill getað náð nteiri árangri hugsað sér að verða forsætisráðherra á sín- unt tíma og eflaust líka forseti." „Það er rétt", segir annar. „Það á eftir að skrifa alla þá sögu en Jóhannes var kominn í startholurnar og var nánast með utanþings- stjórn tilbúna þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Þetta hafði hann undirbúið að beiðni Kristjáns heitins Eldjárns - ekki vegna þess að hann væri neitt sérstaklega æstur í að verða forsætisráðherra. Hann mun hafa reiknað með að þessi stjórn myndi sitja í fjóra til sex mánuði og var búinn að tala við ýmsa menn og fá þá til að sitja í þessari stjórn. Mér er til efs að hann hefði þurft nema klukkutíma til að ganga frá málinu ef kallið hefði komið frá forseta." „Auðvitað sækist hann eftir völdum og áhrifum," bætir samstarfsmaður hans við. „En það gerir hann yfirleitt ekki á óheiðar- legan hátt. Vissulega eru til dæmi unt að hann leggi upp tölur og kenningar, sem miða að því að komast að þeirri niðurstöðu, sem hann sjálfur telur heppilegasta. Þetta getur hann í krafti sinnar yfirburða þekk- ingar og miklu yfirsýnar. Hann lýgur ekki, það er alls ekki það - en tölurnar, sem hann fer með, segja ekki allt. Og þetta gerist bara stundum." Mýkri en talið er Það er ekki ólíklegt að alnrenningur líti á Jóhannes Nordal sem einhverskonar yfir- efnahagsmálaráðherra Islands - fjarlægur og kaldur á kafi í hagfræðiútreikningum og vangaveltum um gengismál; að hann birtist af og til og felli gengið. Tómas Arnason viðskipta- og bankamálaráðherra, er einn þeirra, sem telja þetta ranga hugmynd. „Ég held satt að segja, að sú mynd sem fjöl- ntiðlarhafadregiðuppafhonum sé svolítið röng," segir Tómas. „Ég held að hann sé mun aðgengilegri og mýkri maður en al- mennt er talið. Hann leggur sig fram um að hafa sent besta samvinnu við ríkisstjórn - þótt hann leggi áherslu á sjálfstæði Seðla- bankans." Tómas segist ekki vera þeirrar skoðunar, að Jóhannes sé hinn sterki maður í íslensku efnahagslífi er leiði ríkis- stjórnir í þeint málum, hverja á eftir ann- arri: „Að nrinnsta kosti ekki þær ríkis- stjórnir, sem ég hef setið í,“ segir Tómas Arnason. „Staða hans í dag er mjög sterk," segir áhrifamaður í Alþýðubandalaginu. „Hann er ráöhollur hverri ríkisstjórninni af ann- arri. En hann er alltaf samkvæmur sjálfunr sér. Ég lield að allir ráðherrar, senr setið hafa undanfarna tæpa þrjá áratugi, geti sagt þér að þau ráð, sem hann hefur gefiö, hafa haft ntikið að segja um völd hans og áhrif eins og þau eru í dag. Hann gerir engan greinarmun á hægri og vinstri stjórnum. Skoðanir hans hafa verið konsekvent út í gegn." Og maður, sem þekkir vel til starfa Jó- hannesar, bætir við: „Jóhannes er það, sem ég myndi kalla „kjarkaður" í starfi sínu. Það fylgir því að vera formaður bankastjórnar Seðlabank- ans, að eiga skipti við ríkisstjórnir af hinum ólíklegustu gerðunt og ráðherra af hinum fjölbreytilegustu manngerðum og hæfi- leikum. Hann á mjög gott nteð að flytja mál sitt við hvern sem er og fá menn til að hlusta á sig. Það byggist meðal annars á yfir- burðaþekkingu hans á þeint málum, sent hann fjallar urn og sérstökum hæfileikum að setja fram mál sitt á einfaldan og auð- skiljanlegan hátt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.