Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 22
22 „Við höfðum búið saman f hálft til eitt ár þegar hann barði mig í fyrsta sinn. Það var í partfi heima. Hann æstist yfir einhverju og ég varð aó flýja eftir að hann hafði þeytt mér um alla stofuna, en gestirnir urðu að halda hon- um niðri meðan hann róaðist." Þetta er upphaf frásagnar 25 ára gamallar konu í viðtali við Helgarpóstinn 26. febrúar f fyrra. Hún lýsti sambýlismanninum sem barði hana þannig að hann væri „skemmti- legur og þyki vinsæll,“ enginn hafi trúað slíku og þvílíku upp á hann. Og áfengi var ekki í spilinu nema til að byrja með. Áframhald- andi „kýlingar" næstu mánuðina voru ekki „bara í fylleríi". Nú elga konur öruggt skjól að flýja I ef þær verða fyrir ofbeldi á helmilum sínum. Almenn vakning um Kvennaathvarf Konan sem Helgarpósturinn talaði við átti í ekkert hús að venda fyrr en hún um síðir gerði upp hug sinn og fór sína leið - hún var svo heppin að eiga ekki fyrir börnum að sjá. En hún var ekki ein um að hafa lent í vanda sem þessum. Þegar er viö ræddum við hana var komin af staö umræöa meöal kvenna um að koma upp athvarfi fyrir konur og börn sem verða fyrir ofbeldi á heimilum sínum og verða aö flýja. Það voru konurnar sem stóðu að Kvenna- framboöinu í Reykjavík sem settu fram hug- myndina og komu umræðunni af stað. Hug- myndin um þörfina á kvennaathvarfi byggðist á uggvænlegum tölum um ofbeldi við konur í næstu nágrannalöndum okkar og könnun sem vargerð á Slysadeild Borgarspít- alans í Reykjavík árið 1979. Niðurstaöa hennar sýnir, að þangað leituðu það ár 62 konur með áverka eftir eiginmenn eða sambýlismenn - og talið var fullvíst að hin raunverulcga tala væri mun hærri. Árangur umræöunnar varð sá, að í júní s.l. sumar voru stofnuð Samtök um kvennaat- hvarf, og undirtektir voru góðar. Strax á stofnfundi voru komnir hátt á annað hundrað stofnfélaga, karlar og konur, en það er að sjálfsögðu 30-50 kvenna hópur sem hefur drifið hlutinaáfram í sjálfboöavinnu. Það var í byrjun nóvember aö samtökin fundu hent- ugt húsnæði fyrir kvennaathvarf, lítið einbýl- ishús miösvæðis í borginni. Mánuöi seinna tók það til starl'a. Við viljum ekki að svo stöddu gefa upp hversu margar konur hafa leitað í athvarfið þennan mánuð sem það hefur starfað. Við getum þó sagt, að húsið hefur aldrei staðið tómt bótt það hafi heldur aldrei verið yfir- fullt. 1 sannleika sagt áttum við alls ekki von á svona mikilli aðsókn fyrsta kastið, segja þær Hildur Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og Mar- grét Pála Ólafsdóttir forstöðumaður barna- heimilis Steinahlíðar, þegar ég bað þær að fræöa lesendur Helgarpóstsins um starfsemi athvarfsins. Reynslan erlendis sýnir að athvörf af þessu tagi eru yfirleitt lítið sótt fyrsta kastið, jafnvel fyrstu mánuðina, meðan starfsemi þeirra er aðspyrjast út. Vfðasthvarerreynslanlíkasú, að bæði opinberir aðilar og almenningur sýna kvennaathvörfum Iftinn áhuga í byrjun, jafn- vel fyrstu árin. Líka í því efni er annað uppi á teningnum hér. - Undirtektir almennings voru vægast sagt frábærar. Við auglýstum eftir húsbúnaði og á tveimur dögum hringdu 40 manns sem buöu okkur húsgögn og húsbúnað, sendibílstjórar fluttu það frítt, verslanir gáfu efni og iðnaðar- menn gáfu vinnu viö endurbætur á húsnæð- inu. Við höfum auk þess fengið tilboð um leigufrítt húsnæði sem nýtast mun samtökun- um.sagði Margrét Pála. Ekki voru undirtektir opinberra aðila v'erri. Pegar áður en athvarfiö tók til starfa var gert ráð fyrir 600 þúsund króna fjárveit ingu í fjárlagiifrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Sovéska sendlnefndin á fundi Varsjárbandalagsins í Prag. F.v.: Ústinoff landvarnaráðherra, Tíkhonoff forsætisráðherra, Andrópoff flokksforlngi, Gromiko utanríkisráðherra og Rúsakoff, eftirlitsmaður Kommúnlstaflokks Sovétríkjanna með bræðraflokkunum í Austur-Evrópu. Andrópoff hyggst knýja Reagan til að hrökkva eða stökkva Gömul saga er aö Sovétmenn hafa meiri áhuga á Bandíríkjunum en öðrum framandi löndum. Þetta kemur fram í háttum foringja Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Leóníd Bresnéff hafði fyrir tómstundagaman að safna kraftmiklum. bandarískum bílum og aka þeim. Kunnasta tómstundagaman Júri Andrópoffs er að safna bandarískum jass- plötum og hlýða á þær. Munurinn á tómstundaviðfangsefnum þeirra Bresnéffs og Andrópoffs kemur heim við það sem var grunntónninn í mati heimild- armanna innan og utan Sovétrikjanna á nýja leiðtoganum, þegar hann tók við í vetur. Lögð var megináhersla á, að hann væri skarp- greindur ög langtum fróðari en nokkur annar sovéskur forustumaður um raunverulegt ástand og aðstæður, bæði í Sovétríkjunum sjálfum og þó sér í lagi í umheiminum. Þar kæmi bæði til víðtækt áhugasvið og einstök aðstaða í forustu fyrir leynilögreglunni og leyniþjónustunni KGB. Erindrekar KGB innan Sovétríkjanna og utan þurfa ekki núorðið að sníða skýrslur sínar eftir hleypidómum og meinlokum for- ustumannaeinsogStalíns, vilji þeirlífi halda. Nú eru þeirómissandi upplýsingagjafi forust- usveitar í lokuðu þjóðfélagi. þarsem raunhæf vitneskja er ýmis hörgulvara eða bannvara, eftir því hvert málefnið er. Allt þetta upplýs- ingaflæði fór á a'nnan áratug um hendur And- rópoffs og nánustu samstarfsmanna hans. Fyrstu stefnuræður Andrópoffs sýndu, að nýja foringjanum er manna best kunnugt ó- fremdarástandið sem rikir í hagkerfi Sovét- ríkjanna. Þar hamraði hann á niðurníðslu landbúnaðarins, óstjórninni í iðnaðinum, skortinum á neysluvarningi og fjármálaó- reiðu sem honum fylgir. Ljóst er af því sem þegar hefur frá Andrópoff heyrst, að hann lítur á það sem meginhlutverk sitt að ýta við steinrunnu og óskilvirku kerfi, og í því skyni hefur hann sett næstráðanda sinn úr KGB í stöðu innanríkisráðherra, til að fara með stjórn löggæslu. Nú þegar hafa verið kynnt rækilega nokkur mál, þar sem mútuþegar og Föstudagur 7. janúar 1983 -Halgar'1 !i.’- pðstunnn Borgarstjórn Reykjavíkur hefur tekið vel í umsókn um fjárveitingu og samtökin vænta þess að nágrannasveitafélögin láti ekki sitt eftir liggja. Það er einsdæmi að opinberir aðilar viður- kenni svona starfsemi strax á fyrsta ári, og ég finn eðlismun á viðhorfi fólks frá þvf sem það var f sumar. Það tel ég að stafi af því að þær sem að þessu standa eru konur á öllum aldri, úr öllum stéttum og flokkum, og jafnvel karl- menn líka. Það er líka athyglisvert að æ fleira fólk sem ég hitti segist þekkja ofbeldi af þessu tagi af eigin raun, beint eða óbeint, segir Margrét Pála. Meðal þeirra opinberu aðila sem hafa tekið vel í starfsemi Kvennaathvarfsins eru bæði lögregla, prestar,læknar og hjúkrunar- fólk og starfsfólk Félagsmálastofnunar. Og að minnstakostieinn prestur er félagi í sam- tökunum. - Ég fagna mjög þessu framtaki sem ég tel að sé mjög þarft og leysi að hluta til vanda margra kvenna, vanda sem áður var beinlínis óleystur, segir sr. Jón Bjarman fangelsis- prestur sem gerðist stofnfélagi Samtaka um kvennaathvarf þegar á stofnfundinum á Hó- tel Esju s.l. sumar. Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn tekur f sama streng og segir að Kvennaathvarfið létti mjög á lögreglunni. -I staö þess að leita á náðir okkar geta konurnar nú leitað í Kvennaathvarfið, oft reyndar með aðstoð okkar, en við sleppum í staðinn við að taka heimilisföðurinn í okkar vörslu, sem leysir að sjálfsögðu engan vanda, segir Bjarki. jjEinbýlishús miðsvæðis í borginni". Nán- ari upplýsingar fengum við ckki um heimils- fang Kvennaathvarfsins. - Þaö er ekki vegna þess að við viljum endilega halda heimilisfanginu leyndu. Hins- vegar gerum við ekkert til að auglýsa það, þótt við gerum okkur grein fyrir því aö smám saman spyrst það út, segja þær Margrét Pála og Hildur og leggja áherslu á, að ætlunin sé að tryggja konunum og börnum þeirra öruggt skjól eftir að þær hafa verið beittar ofbeldi á heimilum sínum,eða orðið fyrir nauðgun,og gefa þeim tóm til að hugsa sitt mál. Því er heimilisfangið ekki aðeins leynilegt. VFIRSVIM 'Hlli igfl wM m WjllWtlHMI hllwiíIiilM fjársvikarar úr röðurn flokksritara og emb- ættismanna eru dregnir fyrir lög og dóm. heldur er húsið varið þannig að ekki sé hægt að ryðjast óboðinn inn. En innan dyra er lögð áhersla á að ríki afslappaður heimilisandi - og það hefur tekist að sögn þeirra Margrétar Pálu og Hildar. Engin takmörk eru fyrir þvf hvað konur geta dvalið lengi f Kvennaathvarfinu, þótt að sjálfsögðu sé ekki ætlast til þess að þær búi þar til frambúðar. En meðan á dvölinni stendur geta þær fengið lögfræðilegar og fé- lagslegar leiðbeiningar um úrlausn mála. - Við höfum hvorki lögfræðinga né félagsfræðinga á okkar snærum. En hinsveg- ar eru konur okkur hliðhollar á öllum þeim stöðum L„kerfinu" sem hugsanlega þarf að leita til, og við hjálpum konunum eftir bestu getu í gegnum þann frumskóg. Það er ekki síst í nauðgunarmálum sem þörfin á hjálp er brýn. Þá mætum við með konunum til yfir- heyrslu ef þær vilja og reynum að sjá til þess að þær séu ekki fengnar til að draga kærur sínar til baka eins og alltof algengt er í þessum málum.sem er ljótasta hliðin á réttarkerfi okkar, segir Hildur. En verkefni Kvennaathvarfsins er fyrst og fremst að hjálpa konum til sjálfshjálpar. Framhaldið af starfi athvarfsins er svo að halda umræðunni um þessi mál vakandi, og endanlegt markmið okkar er að sjálfsögðu að komast fyrir það mein sem veldur þessu ofbeldi karlmanna gagnvart konum þannig að Kvennaathvarfið verði óþarft, segja þær stöllur. En því miður er þess áreiðanlega langt að bíða að stofnun sem þessi verði óþörf. Því er það aðstandendum Kvennaathvarfsins á- hyggjuefni, að í byrjun maí verða þær á göt- unni. Þá rennur leigusamingurinn út og verð- ur ekki endurnýjaður. Konurnar ætla þó ekki að láta deigan síga. Þær stefna ótrauðar að því að kaupa húsnæði fyrir þann tíma. Með sama brennandi áhug- anum - og stuðningi jafnt almennings sem opinberra aðila - og hingað til ætti það að takast. Þörfin á athvarfi sem þessu er orðin öllum Ijós, og flestir virðast sammála um að þær tölur sem hægt er að leggja fram um ofbeldi gegn konum séu aðeins toppurinn á borgarísjakanum. Þeim mun nánarsem farið er niður í saumana á málinu verður það ískyggilegra. eftlr Þorgrlm Gostsson eftlr Magnus Torfa Ólafason En til að gera raunverulegt átak til að koma hagkerfi Sovétríkjanna á leið út úr kreppunni sem það er í statt, þarf Andrópoff á fleiru að haldít en auknum aga í flokknum, embættis- kerfi og stjórn fyrirtækja. Ómissandi er aukið fjármagn til að verja í rannsóknir og ný framleiðslutæki. Það er ófinnanlegt í því magni sem samsvarar þörfunum, nema geng- ið sé á fúlgurnar sem varið er til vígbúnaðar. Þar kemur að hinni hliðinni á hæfileikum Andrópoffs, þekkingu hans á umheiminum. Fyrsti fundur sovétblakkarinnar sem And- rópoff sat, fundur æðstu manna Varsjár- bandalagsríkja í Prag í þessari viku, var not- aður til að hefja friðarsókn sem á sér engan líka. Tillögurnar sem Varsjárbandalagið beinir til NATÓ eru langtum yfirgripsmeiri en áður hafa sést, og þær eru svo markvissar sem verða má að skírskota til þeirra erfið- leika sem NATÓ á við að stríða. Ekki er um að villast að vantraust milli Bandaríkjanna annars vegar og ríkja Vestur- Evrópu hins vegar hefur magnast um állan helming, síðan Ronald Reagan komst til valda í Washington. Hann náði völdum sum- part með því að hafna slökunarstefnu fyrir- rennara sinna í alþjóðamálum, og meðal nán- ustu samstarfsmanna hans í öryggismálum og hermálum eru enn í dag menn, sem opinskátt stefna að nýju vígbúnaðarkapphlaupi við So- vétríkin, í þeirri von að sovéska hagkerfið springi undan álaginu. Yfirlýsingar bandarískra ráðamanna af þessu sauðahúsi hafa orðið til þess, að stuðn- ingur almennings, bæði ( Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, við stefnu NATÓ að koma upp nýjum tegundum kjarnorkuvopna í Evr- ópu, takist ekki samningar við Sovétríkin um vígbúnaðarstig í álfunni, hefur rénað veru- lega. Kom þetta skýrt í ljós um áramótin, þegar bæði forusta versturþýskra sósíaldem- ókrata og Genscher utanríkisráðherra í ríkis- stjórn hægri flokkanna létu þá skoðun í ljós, að tillögur bandarísku sendinefndarinnar í viðræðunum í Genf um takmörkun meðal- drægra kjamorkuvopna í Evrópu væru alls- endis ófullnægjandi andsvar við tillögum so- vésku samninganefndarinnar. Nú sendir Varsjárbandalagið að undirlagi Andröpoffs frásér tillögu, sem ítveimgrund- vailaratriðum gengur lengra en nokkuð ann- að sem sovétstjórnin hefur látið frá sér fara. Þar er í fyrsta lagi gert ráð fyrir, að griðasátt- máli milli hernaðarbandalaganna skuli ekki aðeins ná til aðildarríkja þeirra, heldur skuii öllum ríkjum álfunnar heimil aðild að hon- um. í öðru lagi býðst sovétstjórnin nú í fyrsta skipti til að tengja saman kjarnorkuvopna- mátt og hefðbundinn vopnabúnað, þannig að hvort tveggja skal metið t' samhengi við undirbúning ráðstafana til að draga úr víg- búnaði. Þetta þýðir, að tekið yrði tillit til yfirburða Varsjárbandalagsins í mannafla undir vopnum og skriðdrekafjölda, þegar meta skal hernaðarjafnvægið ( Evrópu. IVIeira að segja er gengið svo langt í tillögu Andrópoffs, að ljá máls á fjórðungs niður- skurði á hernaðarmætti Varsjárbandalags- ins. Miðað við það að Andrópoff hlaut tlokks- forustuna með liðsinni herforingjanna í flokksforustunni, verður þetta að teljast djarft teflt, því áður hefur sýnt sig (Moskvu, að í átökum milli valdastofnana hefur herinn alla burði til að hafa í fullu tré við KGB. Við fyrstu sýn virðast tillögur Varsjárband- alagsins þannig úr garði gerðar, að þær finni mikinn ljómgrunn í Vestur-Evrópu. Væri unnt að sýna fram á með rökum, að þær ónýttust fyrir þvergirðingshátt í Washington, biði NATÓ þess trauðla bætur. Jafn Ijóst er, að Reagan forseti getur ekki gefið við þeim trúverðugt, jákvætt svar, nema uppgjör eigi sér stað ( stjórn hans milli þeirra sem vilja snúa baki við slökunarstefnu fyrir fullt og allt, og hinna sem óska eftir að halda slökun- arstefnu áfram, en á traustara grunni en áður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.