Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 6
Nafn: SkGli Hargeir ðskarsson Starf: Næturvörður Fæddur: 3/9 1S48 Heimili: Éy jabakki 12 Heimilishagir: I sarnbGð, tvö ffisturborn Bifreið T oyota Tercel '80 Áhugamál: Þau koma af sjálfu sér „Eg hef sko ekki lifað neinu veniulegu lífi, þvert á móti" Litríkasfi íþróttamaður okkar á undanförnum árum hefur án vafa verið Skúli Óskarsson - Fá- skrúðsfirðingurinn frækni, eins og'hann hefur verið nefndur. Hann hefur með skemmtilcgri og sérstæðri franikomu. og ekki síður með glæsilegum árangri náð að verða vinsælli en gengur og gerist með iþrótta- menn. Fyrir fáum árum komst meira að segja dægurlag um hann á vinsældarlista. Og hann hefur tvisvar verið kjörinn íþróttamaður ársins á íslandi. Afrckaskráin er löng, - inniheidur m.a. heimsmet, Evrópuinet, Norðurlafndamet auk Islandsnietanna fjölmörgu. En nú er hann hættur. Skúli Óskarsson keppti á sínu síðasta móti nú um áramótin. Af því tilefni er hann yfirheyrður af Hclgarpóstinum i dag. - Hvað verður nú um þennan vöðvamikla og stælta líkama, þegar þú hættir lyftingum? „Ætli það verði nokkuð sér- stakt. Hann mjókkar líklega svo- lítið. Það fer eftir því hvað ég æfi mikið á næstunni. I’að ræðst af dugnaðinum". - Breytast ekki vöðvarnir í skvap. Er ekki hætta á því að þú verðir akfcitur ef þú hættir? „Nei, það er tómt kjaftæði. Ef eitthvað er þá mjókkar maður. Það að maður verði feitur af lyft- ingum er rnikil ruglkenning sem maður heyrir þó oft. Sérstaklega eru það fitubollurnar sem halda þessu fram. Og ef miðað er við menn á íslandi þá gæti maður haldið af holdafarinu að annar hvor maður væri fyrrverandi lyft- ingamaður, ef þessi kenning væri rétt. Þetta er algjör rugþ kenning". - Hvernig líta fyrrverandi lyft- ingamenn almcnnt út? Bera þeir merki íþróttar sinnar alla ævi? „Ég hef að minnsta kosti ekki séð einn einasta spikfeitan fyrr- verandi lyftingamenn. Þeir eru mismunandi eins og aðrir". - Þeir halda kannski áfram að fitla við lóðin langt fram eftir aldri? „Sumir, aðrir ekki. Flestir æfa þó eitthvað, sérstaklega fyrstu ár- in eftir að þeir hætta að keppa". - Heldurðu að það verði hægt að sjá á þér eftir tíu ár, að þú hafir verið í lyftingum? „Það fer alveg eftir því hvað ég verð duglegur við að æfa. En vöðvarnir eru fljótir að fara ef ég gerj ekkert til að halda þeim við. Það má segj a að þessir vöðvar séu beinlínis eðlilegir hlutir. Þetta er allt tilbúið með æfingum. Hver maður hefur sitt upplag, sent hann síðan bætir við. Ef hann hættir að æfa og gerir ekkert til að halda þessu við, þá hverfur þetta af honum á stuttum tíma. Þetta er alveg það sama og með söngvara til dæmis sem byrjar með á- kveðna rödd, sem hann síðan þjálfar upp og gerir góða. Ef hann síðan syngur ekkert í tíu ár verður röddin orðin eins og þegar hann byrjaöi. Hún verður ekki svipur hjá sjón, miðað við það sem hún var orðin". - Þú ert ekki spenntur fyrir lík- amsræktinni? Verða t.d. herra alheimur? „Ég er búinn að streða í þessu svo lengi, maður. Ég nenni ekki að vera í þessu í önnur tólf ár.“. - Tólf ár? „Já, ég er þannig gerður að ég vil vera bestur í þeirri íþrótt sem ég tek mér fyrir hendur. Og það tekur svo mörg ár að ég legg það ekki á mig. Auðvitað hefði eng- inn á móti að verða herra al- heimur. En lyftingarnar voru visst æviskeið. Og nú er það búið". - En þú ætlar að lyfta eitthvað áfram er það ekki? „Jú, það geri ég auðvitað. Ég æfi svona tvisvar til þrisvar í viku. Það ætti að nægja". - Þú ert ekkert á því að hætta að hreyfa þig? „Nei. Þá væri eins gott að. stökkva í reipið strax. Það er al- gjör fáviska að stunda engar íþróttir. Menn verða að hugsa svolítiö urn skjóðuna líka". - Sagan segir að þú hafir verið mikið peð, þegar þú fæddist. Hvernig stendur á því að þú verð- ur svona kraftamikill þcgar þú eldist? „Ég var mikið peð já. Minni en peð á taflborði, liggur við. Ég var fjórar merkur þegar ég skaust i heiminn. En ætli upplagið hafi ekki verið gott, þó það væri ekki stórt. Auðvitað byrjaði þetta með einhverskonar minnimátt- arkennd. Ætli það eigi ekki að einhverju leyti við alla íþrótta- menn. Þeir vilja sýna sjálfum sér og öðrunt að þeir geti verið best- ir. Það fer sem betur fer af manni með tímanum ef ntaður nær ár- angri. Það er hinsvegar verra ef árangurinn vantar,,. - A lyftingamótum hróparðu stundum til mömmu þinnar þcgar mikið liggur við. Var það kannski hún scm dældi i þig fjörefnunum? „Þú átt við að einu sinni sagði ég. og það var sýnt í sjónvarpinu: „Eitt met fyrir mörnrnu!" En nei, ég held að ég hafi nú bara fengið venjulegt uppeldi. Ég tók þetta allt upp hjá sjálfum mér“. - Voru þessi öskur alveg ósjálf- ráð, eða var kannski dálítið „show“mennska í þessu hjá þér? „Já, fyrstu árin. Svo varð þetta að vana. Ég byrjaði á þessu til að sýnast. Ég viðurkenni það alveg. En svo breyttist þetta yfir í eðli- legheit. Öskrin voru farin að koma alveg ósjálfrátt". - Hvað fékkstu útúr þessum öskrum? „Þau eru mjög nauðsynleg Þau gera einhverskonar útslag. Það gera þetta allir. Ef þú ert til dænt- is að færa ísskápinn úr stað heima hjá þér er ég viss um að því fylgja stunur og svo kentur smá öskur þegar endahnykkurinn er rekinn á verkið. Það gefur vissulega eitthvað að öskra við ntikil átök“. - Ertu slagsmálahundur í þér? „Nei, það er langt frá því. Ég hef verið talinn allt annað en gef- inn fyrir slagsmál. En það heyrast samt alltaf sögur af mér annað slagið. Þær eru alltaf tóm lygi, Þessar sögur myndast sjálfsagt af því að sumir lyftingamenn lenda í slagsmálum eins og aðrir - og þá er ég kannski nefndur og bráð- lega er ég orðinn aðalmaðurinn í slagsmálunum. Sagan færist yfir á mig. Það hefur verið logið upp á mig allskonar slagsmálasögum. En allt er þetta tóm vítleysa. Ég er friðsemdarmaður". - En þú hefur líkiega fengið ærin tækifæri til að slást. Er ekki alltaf verið að bjóða þér í átök? „Jú, mér er mikið ógnað". - Hvers vegna er það held- urðu? „Ég tel að það sé vegna stærðarinnar-sem er ekki mikil! Menn halda gjarnan að það sé auðveldara að eiga við stutta menn en stóra. Ég held því nú reyndar fram að það sé alveg öfugt". - Hefur þú borðað mikið af hormónalyfjum, eða öðrum slík- um „hjálpartækjuin" á fcrlinum? "Nei. Ég veit ekkert unt slík mál". - En nú hefur verið skrifað tals- vcrt um þessi mál í blöðunum og læknir m.a. sagt að hann vissi dæmi um þetta“. „Já, ég hef lesið það sem hefur verið skrifað um þetta, en það er allt sem ég veit. Ég hef ekkert orðið var við þetta". - Hverskonar mataræði þarf til að fá vöðva í þessum dúr? „Fyrir mína parta þá ét ég eins ogégget. Mérfinnst éghafaþurít þess. En nú kem ég til með að minnka átið. Og það er enn eitt dæmi unt hvað fitukenningin er vitlaus. Flestir grennast að minnsta kosti ef þeir minnka átið". - Hvað hefurðu helst borðað? „Mest fisk. Ég heid að hann sé hollastur. En svo kjöt inn á milli. En þetta hefur svolítið farið eftir þyngdarflokkum. Ef maður er að berjast við að fara ekki uppfyrir ákveðna þyngd, þá borðar maður gjarnan mjög kalóríusnauðan mat. En það getur líka verið hætt- ulegt, ef gengið er of langt í því". - Hefur líf þitt meira og minna stjórnast af ióðunum hingað til, eða finnst þér þú hafa lifað venju- legu lífi? „Nei, ég hef sko ekki lifað venjulegu lífi. Þvert á móti. Ég hef lifað alveg einhliða lífi. Enda hef ég ekki þurft að gera neitt annað“. - Sérðu eftir þessum árum? „Ég sé ekkert eftir þeim. Þau hafa gefið sitt. En ég hafði heldur ekki fyrir neitt annað að lifa. Nú er orðin breyting þar á". - Þú ert kominn með fjöl- skyldu? „Já. Þetta er líka orðið ágætt. Árin eru orðin nógu mörg í þessu. Ég var líka farinn að keyra einum of mikið á orkuþrek lík- amans. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar". - Heldurðu að þú standir við þá ákvörðun að hætta? „Já, það geri ég. Þegar ég hætti þá hætti ég. Ég er ekki einn af þeim sem hætti einu sinni á ári í mörg ár. Ég tel líka að ég hafi verið kominn það nálægt því sem ég get best gert, að það er ekki þess virði uppúr þessu að reyna að bæta um betur. Betri árangur en sá sem ég hef náð nú þegar var ekki sýnilegur". - En svona að lokum. Var ein- hver ein lyfta erfiðari en allar hinar? „Já, ég veit um eina, sem var alveg sérstaklega erfið. Það var á heimsmeistaramóti í Finnlandi 1978. Þá reyndi ég við heimsmet í hnébeygju - 300 kíló í 75 kílóa flokki. Eg fór með hana upp en fékk hana ógilta. Ég hef aldrei vitað af hverju. Á þessu móti varð ég í öðru sæti, en sá sem varð heimsmeistarinn sagði við mig að þessi ógilda lyfta hefði verið sú besta á öllu mótinu. Hún var á- reiðanlega sú erfiðasta". Eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.