Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 7
Gömu/ saga - nýtt inntak Þjóðleikhúsið: Jómfrú Ragnheiður eftir Guðmund Kamban. Handrit og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Tónlist: Jón Þórarinsson. Lýsing: David Walters. Aðalleikendur: Gunnar Eyjólfs- son, Kristbjörg Kjeld, Guðbjörg Thoroddsen, Hallmar Sigurðs- son, Helga Bachmann, Hjalti Rögnvaldsson, Hákon Waage, Þóra Friðriksdóttir, Erlingur Gíslason; Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Arni Tryggvason, Stefán Jónsson. Það hafa vafalaust fleiri en ég velt því fyrir sér hvernig á því ŒetJc/iá/ hin tragísku örlög hans í einkalíf- inu hafa orðið mönnum hug- leikin. í annan stað tengist saga þeirra feðgina öðrum ástmegi þjóðar- innar og átrúnaðargoði um aldir. síra Hallgrími Péturssyni. Þjóð- sagan segir að Hallgrímur hafi sent Ragnheiði handrit af Passíu- sálmunum og að faðir hennar hafi staðið fyrir útgáfu þeirra fyrir hennar orð skömmu áður en hún dó. Þarmeð er Ragnheiður eigin- lega bæði orðin píslarvottur og dýrlingur í vitund þjóðarinnar. Einnig segir sagan að sálmurinn um blómið, Um dauðans óvissan tíma eða Allt eins og blómstrið eina hafi fyrst verið sunginn við útför Ragnheiðar. stendur að sagan af Brynjólfi biskupi og Ragnheiði dóttur hans hefur orðið íslendingum jafn hugieikin og raun ber vitni. Á því eru vafalaust til margar skýringar og ætla ég að nefna hér nokkrar. í fyrsta lagi liefur meistari Brynj- ólfur á sér fremur gott orð í sögu íslands. Hann þótti fremur far- sælt yfirvald og var fjölmennt- aður fræðavinur. Hann lagði stund á forn íslensk fræði og á að hafa bjargað Codex Regius, Konungsbók Eddukvæða frá glötun. Hann tók einnig lítinn þátt í galdrafári 17. aldar og lá undir ámæli ýmissa valdsmanna vegna þess. Þessi jákvæða mynd sem sagnfræðin dregur upp af honum gerir það að verkum að í þriðja lagi er ástarsagan sem fylgir sögu þeirra feðgina vís til þess að höfða til fsléndinga.fyrr á tímum að minnstakosti. þegar meydómur heimasætu af heldra slekti var verslunarvara fyrir völd og áhrif og kynmök utan hjóna- bands óleyfileg eða réttara sagt kynmök óleyfileg nema innan hjónabands, því þau vörðuðu við lög þó báðir aðilar makanna væru ógefin. Slík mök ef sönnuðust voru skattlögð hátt. Þó að þessi skattlagning hafi verið búin í sið- ferðilegan búning var hér um að ræða aðferð til að takmarka barn- eignir (svipað og í Kína nú til dags) utan hjónabands en frani- færsla slíkra barna lenti iðulega á samfélaginu. Hin ströngu Sameiningaraflið Bond Tónabíó Moonraker (Tunglrakarinn). Bresk kvikmynd, árgerð 1979. Handrit: Christopher Wood. Leikendur: Roger Morre, Lois Chiles, Michel Lonsdale, Ric- hard Kiel og margar sætar stelp- ur. Leikstjóri: Lewis Gilbert. Langar þig til Ríó á kjöt- kveðjuhátíðina frægu? Langar þig til að skoða Feneyjakristal í sínu rétta umhverfi? Langar þig skratti skemmtileg, eins og hans var von og vísa. En að sjálfsögðu er þetta hið mesta bull, og meira bull nú en oft áður. Er það miður, því enginn er skemmtilegri en þessi gamli síungi njósnari. Sú stefna, sem Bond myndirn- ar hafa tekið á undanförnum árum, var mjög greinileg þegar litið var á áhorfendurna í Tónabí- ói á dögunum. Ekki var laust við, að manni fyndist maður vera kominn á þrjúbíó, og það sem //ím/cmundiá eftir Guðlaug Bergmundsson upp á milli stjarnanna? Ef svo er, bjóðum við þér í heimsins ódýr- ustu ferð.hvað sem allir mörlensk- ir ferðaskrifstofukóngar segja. Ferðaskrifstofa fátæka mannsins hefur komið upp skrifstofu í borginni um stundarsakir. Hún heitir 007 - James Bond Tours around the Earth Ltd. Bond er orðinn jafn árviss og jólasveinninn, þótt ekki korni hann alltaf í réttri röö. En ha'nn kemur og það eitt skiptir máli, Og enn einu sinni á hann í höggi við kolklikkaðan mann. sem ásér þann draum æðstan að ráða yfir heiminum og skapa nýtt mann- kyn. Og enn einu sinni tekst hjartaknúsaranum okkar með fínu greiðsluna að bjarga okkur á síöustu stundu. Til þess að svo megi verða, beitir hann öllum brögðum og nrörg þeirra eru meira er, börnin virtust hafa allt á hreinu með Bond og pældu mikið í því hvort hann ætlaði nú ekki að drepa þennan eða hinn. Bond er því að komast í góðan félagsskap, þar sem eru Bryndís og sléttutárin: Samtök um sam- einingu fjölskvldunnar. Góður maður Bond, en myndin ekki eins góð. P.S. Um leik er varla að ræða í mynd sem þessari, en hins vegar á ég erfitt með að fyrirgefa leik- stjóra og handritshöfundi að nýta sér ekki betur hæfileika Michel Lonsdale í hlutverki vonda mannsins. Lonsdale þessi hcfur um langt árabil verið einn fremsti leikari Frakka og er nærvera hans yfitleitt tryggingfyrir góðrimynd. Auk þess er hann í 24. - maí - klúbbnum. siðferðislög sem giltu voru því síður en svo af siðferðilegum ástæðum sett heldur meðvituð aðferð betri bænda til að stemma stigu við fæðingum fátæklinga og ölmusufólks og þarmeð að koina í veg fyrir að framfærsluskylda þessa fólks Ienti á þeim. í þessu ljósi verður að skoða siðferðislög þess tíma sem saga Ragnheiðar gerist og jafnframt þá hörku sem beitt var til þess að framfylgja þeim. En þó að slíkt komi ekki til þá hefur rnörg stúlkan vafalaust átt í átökum við föður og fjöl- skyldu vegna ótímabærrar óléttu ogþarfallsekki aðfaraafturá 17. öld til þess að finna dæmi slíks. Ef eitthvað er til í þessuin vanga veltum þá ætti þetta ið duga til að skýra vinsældir þessarar sögu fram á þessa öld. Hitt er svo aftur annað mál hvaða erindi þessi gamla og margsagða saga á við nútímann. Skálholt Skáldsaga Kambans um Skál- holt er injög breið epísk saga þar sem margar persónur korna við sögu og greint er frá margvíslegu •söguefni þó að það tengist ekki endilega sögu þeirra Ragnheiðar og Brynjólfs. Sumpart eru það sálfræðilegar lýsingar en að öðru leyti eru þær til að breikka þjóð- lífsmynd sögunnar. í Helgarpóstinum fyrir jól er haft eítir Halldóri Laxness að Kamban hafi verið „Nationalrómantiker" frá 19. öld. I þessari fullyrðingu felst margt. M.a. þaðað þeirsem kalla má þessu nafni hafa tilhneigingu til að mikla mikilmenni sögunnar og ofdramatisera líf þeirra og ör- lög. Hugmyndaheimur Kambans er að nokkru leyti hallur undir nýrómantískar hugmyndir þar sem m.a. er lögð ofuráhersla á tilfinningar einstaklinganna og þegar það fer með hetjudýrkun- inni verður niðurstaðan oft sú að viðkomandi einstaklingur vill allt eða ekkert, fórna öllu fyrir. til- finningarnar eða beygja aðra fullkomlega undir vilja sinn. I sögu Kambans eru átök þeirra feðgina fyrst og fremst séð í þessu ljósi. Tveir viljasterkir og tilfinningaríkir einstaídingar sem lenda í andstöðu hvor við annan og hvorugur vill eða getur vikið. Annar vegna þess að hann elskar ogvill fórnaöllu fyrirástina, hinn vegna þess að hann þolir ekki að valdi hans sé ekki hlýtt. Hann metur vald sitt meira en tilfinn- ingar sínar í garð dótturinnar en hún fórnar ást föðurins fyrir ástina á elskhuga sínum. Fyrir henni er dauðinn í ástarsorginni betri en að lifa við smán og án ástar. Þannig niætti halda áfram að rekja tilfinningaþætti sögunnar, til dæmis hvernig Ragnheiður verður fórnarlamb slægðar og hégómagirndar annarra og rangs mats þeirra á aðstæðum. Þannig verður hún fyrir barðinu á ill- mennsku annarra fullkontlega að ósekju. Leikgerðin Guðmundur Kamban skrifaði tvær leikgerðir eftir sögu sinni um Skálholt. Bríet Héðinsdóttir hef- ur unnið upp enn nýja leikgerð þar sem hún styðst við báðar leikgerðir Kambans svt' og söguna. Bríet bæði einfaldar leikinn og raðar atriðum upp á nýj an hátt og gætir í því fuils trúnaðar við Kamban. En hún gerir meira. Hún tekur söguna til nýrrar túlk- unar og leggur í þeirri túlkun áherslu á þætti sem skírskota beint til nútímans. Guðbjörg Thoroddsen sem Jómfrú Ragnheiður - vinnur sigur í einni vönduðustu sýn- ingu Þjóðleikhússins lengi, segir Gunnlaugur m.a. í um- sögn sinni. Að sjálfsögðu eru átökin milli þeirra feðgina kjarnaatriði verks- ins og er lögð sérstök áhersla á þau með því að draga verulega úr öðrum efnisatriðum. Unt leið og þessi saga er séð sem átök tveggja viljasterkra einstaklinga eru þau séð sem átök milli karlmanns og konu. milli feðraveldis og kúg- aðrar dóttur. Óhlýðni Ragn- heiðar er ekki séð sem fórn fyrir ástina heldur sem uppreisn dótturinnar, konunnar gegn feðraveldinu. Þessi túlkun cr síð- an ítrekuð með framgöngu biskupsfrúarinnar Margrétar sem hefur látið bugast og glatað sjálf- stæðum vilja, og andstæðu henn- ar hinnar viljasterku matrónu Helgu í Bræðratungu sem býður sjálfum biskupnum byrginn. í rauninni hverfa aðrar per- sónur í skuggann nema að því leyti sem nauðsynlegt er fyrir framvindu sögunnar og til að stuðla að þessari túlkun verksins. Með þessum hætti tekst höf- undi leikgerðar og leikstjóra að ljá þessari gömlu sögu nýtt inn- tak, inntak sem á fullt erindi til nútímans. Sýningin En þaö dugir skammt að túlka sögu á nýjan leik ef ekki tekst að fylgja þeirri túlkun eftir í sýningu seni nær áhorfanda á vald sitt. En það tekst með hinum mestu á- gætum í sýningu Þjóðleikhússins. Það er eiginlega sama hvernig á er litið, allt heppnast jafn vel í sýningunni. Það er kannski ekki rétt að nota orðið heppnast í þessu sambandi, því sýningin ber það vel með sér að það hefur ver- ið unnið hörðum höndum að markmiði sem var Ijóst í upphafi undir öruggri stjórn. Hér er því um að ræða árangur meðvitaðs erfiðis en ekki heppni. Leikmynd og búningar Sigur- jóns Jóhannssonar þjóna sýning- unni mjög vel. Sviðsmyndin er mjög stílfærð og táknræn, en um leið praktísk fyrir sýninguna svo að skiptingar milli atriða ganga ljúflega fyrir sig. Búningarnir eru mjög vandaðir, trúir tíma leiksins án þess að vera of skrautlegir og athyglisverð er táknræn notkun lita í búningum aðaípersónanna eftir því sem á leikinn líður. Eins og áður segir hveffa flest- ar persónur aðrar en þær fjórar sem áður voru nefndar i skuggann. Að sjálfsögðu ber mest á þeini feðginum sem Gunnar Eyjólfs- son og Guðbjörg Thoroddsen leika. Gunnar á stólpaleik í þessu hlutverki og tekst á frábæran hátt að kaila fram lítilinennið í stór- menninu Brynjólfi með að leggja áherslu á að það eru veraldlegir hlutir eins og vald og virðing sem ráða meiru um gerðir Brynjólfs en siðávendni og guðstrú. Meö því að kalla fram karlrembulega upphafningu hans og hroka verð- ur persónan trúleg fvrir nútímann miklu fremur en siðavandur trúmaður (sem yfirleitt er ekki annað en hræsni). Guðbjörg Thoroddsen vinnur ótrúlegt afrek í þessari sýningu af ekki eldri leikkonu. Skalinn sem hún leikur á er ákaflega breiður, allt frá fjörlega stelputryppinu í upphafi til hinnar örmagna og sigruðu konu í lokin, frá hinni ástföngnu ungu konu til hinnar viljasterku þroskuðu konu sem býður valdinu byrginn. í sam- ræmi við heildartúlkun verksins leggur hún í túlkun Ragnheiðar mun méiri áherslu á uppreisn hennar gegn valdinu en fórninni fyrir ástina. Leikur, hennar var eftirminnilegur og sterkur. Helga Bachntann lék Helgu í Bræðratungu. Skapaði hún þar býsna magnaða persónu og voru sum atriðin milli hennar og Brynjólfs með því áhrifamesta í sýningunni. Kristbjörg Kjeld lék Margréti biskupsfrú og dró upp skýra mynd af henni í samræmi við þá túlkun sem greinir hér að framan Af öðrum lcikurum má nefna Hallmar Sigurðsson sem lék Daða Halldórsson af glæsileik, en annars býður það hlutverk ekki uppá nein tilþrif. Erlingur Gísláson og Hjalti Rögnvaldsson brugðu báðir upp skýrum og vel gerðum myndum af Torfa próf- asti í Bæ og’ Sigurði dómkirkju- presti. Einnig voru Þóra Friðriks- dóttir og Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir kankvísar í hlutverkum Ingibjargar skólaþjónustu og Valgerðar göntlu. Allur leikur í.þessari sýningu er vandaður og markviss í þjónustu þeirrar túlkunar sem lagt er upp meö. Tónlist Jóns Þórarinssonar fór mjög vel við verkið og undirstrik- aði andrúmsloft á hverjum tíma í sýningunni. Að öllu samanlögðu er hér á íerðinni ein vandaðasta sýning sem sést hefur lengi á aðalsviði Þjóðleikhússins. Sigurður Pálsson skrifar um leik- list í HP Sigurður Pálsson, leikstjóri og eitt okkar fremsta skáld kemur nú til liðs við Helgarpóstinn í leiklistar- skrifum. Sigurður er fæddur 30. júlí 1948 og er löngu kunnur af Ijóðum, leikritum og leikstjórn. Hann hcfur lokið meistaraprófi og fyrri hluta doktorsprófs í lcikhúsfræðum frá París, þar sem hann hefur cinnig numið kvikmyndaleikstjórn. Helg- arpósturinn býður hann velkominn til starfa. Jafnframt þakkar blaðið Jóni Viðari Jónssyni fyrir samstarf á þessum vattvangi undanfarin ár, og árnar heilla í nýrri stöðu leiklist- arstjóra hljóðvarps. Fyrsta um- sögn Sigurðar Páíssonar birtist á bls. 11 í biaðinu í dag og þar gerir hann cinnig stutta grein fyrir við- horfum sínum til leiklistargagn- rýni. -Ritstj.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.