Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 13
irínn Föstudagur 7. janúar 1983 13 maður að sýna virðingu. Passa sig í mat og drykk og svo framvegis. Mér finnst gaman að vera í þessum tímum, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Það er bæði skemmtilegt og spennandi. Og þótt samkeppnin sé mjög hörð, er andinn mjög góður. Fólk gleðst af einlægni með þeim, sem gengur vel. Eg hef aldrei orðið vör við öfund eða illgirni í þessum hópi fólks. Annars hefur mér alltaf gengið mjög vel. Mér gekk mjög vel í sýningarstörfunum og hefði getað haldið því áfram. Nú finnst mér miða í rétta átt í leiklistinni og vil fá að vinna. Málið er ekki að „meika það“, eins og Stuðmenn í myndinni, eða verða fræg. Málið er að fá að vinna að áhugamálum sínum.“ - Það er búið að sýna hér heima tvær kvik- myndir, sem þú hefur leikið í: American Graffiti II og Sverðið og seiðkarlinn. Svo heyrðum við talað um einhverskonar kvik- mynd eða sjónvarpsþátt með Rock gamla Hudson. „Já, Rock Hudson er stjarna í sjónvarps- þáttum, sem ganga í Bandaríkjunum. Hann sáttur við frammistöðu sína. Og ég hef verið það heppin, að ég hef fengið vinnu þegar margir aðrir hafa ekki einu sinni um- boðsmann. Og ef maður hefur ekki urn- boðsmann fær maður ekki viðtal og þar af leiðandi enga vinnu." ■ - Hvernig ganga þessi viðtöl fyrir sig? „Umboðsmaðurinn er í sambandi við leik- stjóra eða þá aðra, sem velja í hlutverk. Svo fær maður boð um að mæta klukkan kannski ellefu til að prófa fyrir ákveðna mynd. Þegar maður kemur á staðinn, hálftíma áður eða svo, fær maður í hendurnar tvær eða fjórar síður úr kvikmyndahandritinu - og svo verð- ur maður vessgú að leika. Stundum er það á móti einhverjum leikara, ef maður er hepp- inn, annars á móti leikstjóranum eða þeirn, sem skipar í hlutverkin. Þetta getur verið mjög erfitt og tekur á taugarnar. Það er eins gott að þær séu í lagi. Maður þarf að vera töff - þetta er eins og að spila í happdrætti. Fjár- hagslegt öryggi er óþekkt hugtak í þessu." - En þetta viltu? „Já. Mig hefur alltaf langað til að leika. Og - Verður þú vör við þennan pilt? Finnurðu fyrir framliðnum, á ég við? „Ég held að þeir séu alltaf með manni. Þeir lifa í okkur. Annars hef ég rnjög sterkt samband við afa minn - og hann er á lífi og í fullu fjöri. Ég get nefnt þér dærni: einu sinni var ég að vinna í New York á fimmtudegi og átti að vera komin heim til Los Angeles á þriðjudeginum á eftir. Þá greip ntig einhver kennd og mér fannst ég verða að komast heim. Það endaði með því að ég fór út á Kennedy-flugvöll og keypti mér farmiða og var komin heint á föstudagsmorgninum. Þá kom í Ijós að afi hafði fengið aðkenningu að slagi og hafði hugsað mjög sterkt til mín. Hann er líka berdreyminn - einu sinni hringdi hann í mig og spurði formálaiaust: Hvað kom fyrir? í hverju lentirðu? Þá höfðu einhverjir pörupiltar stolið af ntér veskinu rnínu. Það varð mér áreiðanlega til lífs. að ég varð ekki vör við það og gerði ekkert til að streitast á móti. Ég held reyndar að ég hafi einhverskonar sjötta sans. Ég reyni að hlusta a mnri rocld. Gaman um borð hjá. Ingólfi - Nú ertu búin að vera lengi í útlöndum og kynnast þessum stóra og fjölbreytilega heimi. Hefur það verkað á þig eins og marga aðra - þannig að það hefur eflt í þér föður- landsástina? „Mamma söng oft fyrir mig þegar ég var lítil: í útlöndumerekkertskjól,eilífur storm- beljandi....Mér kemur þetta oft í hug. En ég hef alltaf verið full af föðurlandsást. Stolt af því að vera íslendingur. Ég fór ekki í burtu vegna þess að ég væri óánægð hér. Sfður en svo. Enda fannst mér yndislegt að vera hér í sunrar.fyrsta sumarið sem ég hef verið hér í átta ár. Ljósið var svo sérstakt, birtan og umhverfið. Einhverdásamlegastastund.sem ég hef upplifað, var á leið í Atlavík í sumar með Stuðmönnum. Lögurinn spegilsléttur, Snæfellið speglaðist í honum, göldrótt birtan- ...Svo er húmorinn hér svo sérstakur. Lestu . Flosa Ólafsson, hlustaðu á Stuðmenn! Það er ekkert, sem jafnast á við að vera íslendingur. Pabbi var líka mikill íslendingur. Þegar ég Helgarpostsvlðlallð: AlUlð BÍÖPIISdOltÍP fær „guest star" í hvern þátt og ég lék í einu slíku hlutverki. Einkaspæjarann Eriku. Það verður núna um miðjan janúar.“ - Og hvernig heilsast gamla Rock? „Bara vel. Ég hitti hann ekki alls fyrir löngu og þá var hann bara hress. Hann fékk hjarta áfall þegar verið var að ljúka við gerð þátt- arins, en er búinn að ná sér. Mér fannst gam- an að vinna með honum - þegar ég var iítil stelpa sá rnaður Rock Hudson og Doris Day í myndum í Hafnarbíó. Það var skrítin tilfinn- ing að vera svo allt í einu stödd á sama sviði og hann. En gaman.“ Ávexti má lesa af trjánum - Þú hefur ekki farið meira út í sjónvarp? „Nei. Eftir Graffiti fékk ég boð frá ABC- sjónvarpsstöðinni unt að gerð yrði sería með mig í aðalhlutverki. Þá fannst mér sjónvarp bara svo lélegt og leiðinlegt, að ég afþakkaði. Ég vildi bara leika á sviði eða í kvikmyndum. Nú hef ég skipt um skoðun: maður verður að vinna. Efnahagsástandið er erfitt og gríðar- legur fjöldi af hæfileikafólki fær ekkert að gera. Það skiptir auðvitað mestu máli, að maður geri vel, eins vel og maðurgetur, og sé fyrir tveimur árum ákvað ég að þetta væri það, sem ég vildi gera. Samkeppnin er nátt- úrlega óskapleg. Það er mikið af fallegum, ljóshærðum og bláeygum stúlkum í Hollywo- od. Þær eru margar sætari en ég. Með Ijósara hár. Með blárri augu. Með stærri brjóst. Með allt á hreinu. En ég er ákveðin í að reyna að sýna og sanna, að ég hef kannski eitthvað annað til brunns að bera. Það skiptir ekki öllu niáli að eiga aur. Maður lifir alltaf. - Og svo er hægt að tína ávexti af trjánum í Kaliforníu! Það kemur eitthvað annað til þegar þessu lífi lýkur.“ Afii og amma - Ekki hugsarðu mikið um dauðann, eða hvað? „Auðvitað spekúlerar maður eitthvað í því. Góður vinur minn, 17 ára gamall, dó fyrir þremur áruni. I blóma lífsins. Það var mikið áfall - en þá gerði ég mér ljóst, að maður hefur bara daginn í dag. Gærdagurinn er liðinn og um hann fær maður engu breytt. Nú vil ég bara lifa eftir eigin sannfæringu - og helst að hafa svolítið gaman.“ sem hefur alltaf stýrt mér. Hvaðan hún kem- ur veit ég ekki -ég verð ekki beinlínis vör við framliðna, það er frekar að ég finni nálægð þeirra. En þetta er magnað með ntig og afa gamla. Ég held að það sé ekki annað en ást. Ofursterk ást.“ -Talandi urn afa þinn. Segðu mér frá ætt og uppruna. „Ég er ættuð af Suðurnesjum. Móðuramma mín er alin upp í torfbæ að Leiru. Afi er frá Gauksstöðum í Garði. Ég er mikið til alin upp hjá þeini og þykir afskaplega vænt um þau. Afi og amma hafa konrið til mín fyrir vestan og ég hef farið með þau um og sýnt þeim. Ég hef meira að segja horft á þau dansa við undirleik strengjahljómsveitar á 65. hæð í New York. Þau, sem eru alin upp í torfbæj- um! Föðurættin mín er úr Rangárvaila- og Ár- nessýslum. Faðir minn, sem dó þegar ég var unglingur, var Björn Brynjólfur Björnsson tannlæknir, sem bjó lengi f Danmörku. Hann var skíðamaður, sjarmör og gleðimaður. Og auðvitað var ég ástfangin af honum eins og allar hinar konurnar. Svo á ég nterkilega konu fyrir móður, Jónu Sigurjónsdóttur. Hún er líklega besti vinur minn auk Jakobs. var í heimsókn hjá honum í Danmörku í gamla daga, þá var hann að syngja „Inn milli fjallanna" og „Nú andar suðrið...“ og fleiri lög. Mér fannst þetta stundum væmið þá - en skildi hann líka svo vel. Það hlýtur að hafa verið gamán að vera um borð hjá Ingölfi Arnarsyni, þegar hann var að sigla upp að landinu í þá daga og sjá fjöllin eins og skyr og rnjólk, eins og Laxness orðar það. Það finnst mér vel sagt. Og satt.“ - En þú ert ekkert frekar á heimleið? „Ég er ánægð á meðan ég get komið heim tvisvar eða þrisvar á ári. Ég spái engu um það hve lengi ég verð í burtu. Framtíðin fer svo mikið eftir veðri! Eflaust gæti ég þó fundið mér eitthvað spennandi að gera, ef ég kæmi heim. En sem stendur erum við að vinna að svo mörgu spennaodi í Bandaríkjunum. Og margt af því dregur mann heim - eins og til dæmis myndin urn Brasilíufaranaogmyndin um Stríðsbrúðirnar, sem við erum að vinna að. Allt fjallar þetta meira og minna unt ís- land. Um hjartað í okkur.“ - Nokkuð sent þú vilt segja þjóðinni að lokum? „Verið góð hvert við annað. Og gamalt fólk.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.