Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 23
_/~/e/gar *.-;
pðsturinn,
Föstudagur
7. janúar 1983
23
bætur vegna ólöglegrar notkunar á
efni, sem ekki er enn komið á
myndbönd...
't bað fer fram hörð prófkjörs-
f~ Jbarátta meðal sjálfstæðis-
✓ manna í Norðurlandskjör-
dænii eystra og óvænt hafa kapal-
sjónvarpsmál blandast inn í það.
Gerðist það með þeim hætti að við
heyrum, að Björn Dagbjartsson
hélt nýlega framboðsfund á Ólafs-
firði sem er í sjálfu sér ekki í frá-
sögur færandi, ef umsjónarmaður
120 áskrifenda kapalkerfis á
staðnum hefði ekki tekið fundinn
upp á myndband og síðan sent
hann út um kerfi sitt. Mun ýmsum
hafa þótt ansí langt gengið að
senda einhliða framboðsþátt út
með þessum hætti...
»T1 Ein vísa frá Alþingi. Það var á
f' \ lokadegi þingsins og verið var
að afgreiða fjárlögin endan-
lega. í atkvæðagreiðslu um fram-
lög til húsnæðismála vakti það
nokkra athygli að Vilmundur Gylf-
ason gekk til liðs við stjórnarliðið
og greiddi atkvæði gegn tillögu um
aukin framlög til húsnæðismála.
Halldór Blöndal vék sér þá að Vil-
mundi og spurði hvers vegna hann
hefði greitt atkvæði á móti. Vil-
mundur brást ókvæða við og sagði
að Halldóri kæmi það ekkert við og
lét það fylgja með í leiðinni að
Blöndalarnir hefðu alltaf verið
„kúltúrlausir kerfiskallar". Hall-
dór lét sér hvergi bregða og svaraði
að bragði með eftirfarandi stöku:
„Þótt’ann sjálfur þykist snjall,
þó’ann bramli og bauki,
Vilmundur er kerfiskall
og kúltúrlaus að auki“...
Skákþraut 19
LAUSNIR
Barncs. Ef örðum hvorum ridd-
aranum er leikið myndar drottn-
ingin og sá sem eftir er skotfyiki
(battery) sem beint er gegn kóngi
hvíts. Spurningin er þá hvort
riddarinn á að hreyfa sig. Við 1.
Rba4, Rbdl eða Rbd3 á svartur
Hc7 og ber þá hrókinn fyrir í
næsta leik ef skákað er.
Við 1. Rbc4 á svartur b3 og ber
peðið fyrir.
Við Rca4, Rcdl eða Rce2 á svart-
ur Hxd5.
Lykilleikurinn er:
1. Rb5! Hxd5 2. Da7 mát
He7+ 2.Re4 mát
b3 2. Da4 mát
Ur tefldri skák. Hvítur getur
leikið 1. Dxh5+ gxh5 2. g6+ fxgó
3. fxgó mát.
Bridge
utan vcröum við að gæta þess að
vestur þurfi að verja tígulinn. Nú
er spilnð á eftirfarandi hátt:
Suður tekur á laufa köng.
Spaðii svínað og ás og kóngur
tekinn. Þá tígul gosa, sem austur
verður :iö láta drottninguna á og
súöurer inni á ásinn. Austur hefir
nú þvingast til :ið kasta laufinu i
spaðann. Síöan tekur suður fjóra
hjartaslagi. Vestur lendir nú í
kastþröng í þrem litum. hliðstætt
þ\ í sem austur lenti í áöan. Það
má aö sjálfsöðu fá fleiri spilaflétt-
ur út úr spilinu, en það vinnst ör-
ugglega alltaf."
Síöan snéri sníllingurinn sér að
mér og sagði: „Er þetta ekki
eitthvað fyrir þig?"
Eg þakkaði honum kærlega
fvrir og tjáöi honum að mér þætti
þessi spilamennska alveg einstök
og sérstakt væri að koma and-
stæðingnum alltaf í þrefalda kast-
þröng. Egsagöi honum einnig að
mér þætli þetta vera hreinasta
jóla spilamennska og \ onast ég til
þess að þið lesendur góðir séuö
þ\ í samþykkir.
Vílltustu dmumarþínk
Bförtustu vonir annarra.
Miði í Happdrætti SÍBS hefur tvær góðar hliðar:
Þú gefur sjálfum þér von um veglegan vinning.
Hin hliðin, — og ekki síðri. Þú tekur þátt í víðtæku
endurhæfingar- og þjálfunarstarfi á Múlalundi
og Reykjalundi.
HAPPDRÆTTÍ SÍBS
Happdrætti til góðs.
Matkrákan
Pizza Vera
(með skinku, lauk, sveppum,
rækjum og papriku)
1 skammtur pizzadeig
1 skammtur tómatkraftur
1 laukur, smátt saxaður
2 paprika-
200 g skinka
100 g rækjur
100 g sveppir
1 msk smjör
2 tsk basil
4 - 6 dl rifinn ostur
2 msk ólífuolía
Smyrjið tómatkraftinum ýfir pizzubotninn.
Fjarlægið kjarnana innan úr paprikunum og
skerið þær í litla bita. Setjið saxaðan laukinn og
paprikuna í sigti og dýfið örskotsstund ofan í
sjóðandi vatn og látið sfðan drjúpa vel af þeim.
Skerið skinkuna í mjóar ræmur og leggið yfir
annan pizzuhelminginn en rækjurnar yfir hinn.
Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar og steikið
þáí2-3mín. upp úr snrjörinu. Raðið sveppunum
yfir alla pizzuna, sömuleiis lauk og papriku.
Kryddið með basil, stráið ostinum yfir, penslið
með olíunni og bakið.
Pizza úr matarafgöngum
Kjötbollur eða nautakjöt. Skerið í bita og bragð-
bætið gjarnan með niðursneiddum ólífum, græn-
um eða svörtum, og hráunr eða steiktum lauk.
Kjúklingakjöt. Skerið í bita og kryddið með rós-
marín.
Fiskur, steiktur eða soðinn. Fjarlægið roð og bein
úr fiskinum og raðið honum í litlum bitum yfir
pizzubotninn, ásamt t.d. sardínum, kapers, ólífum
eða lauk. Kryddið meö basilikum eða oregano.
Reyktur fiskur er ágætur út á pizzu ásamt niður-
soðnum eggjum, söxuðunt eða í sneiðum, og
kapers.
Calzone
Og enn má breyta til með pizzuna með því að
loka henni. Calzone merkir á ítölsku stór sokkur.
Þegar maður hefur pakkað fyllingunni inn, ef svo
má segja, með því að teygja deigjaðrana upp yfir
fyllinguna og þrýst þeim saman svo úr verður eins
konar umslag eða pakki, er ekki laust við að fyrir-
bærið minni á stóran sokk. Að öðru leyti útbýr
maður calzone á nákvæmlega sama hátt og pizzu.
En hvort senr þið spreytið ykkur á pizzu eða
calzone er um að gera að gefa hugmyndafluginu
lausan tauminn hvað varðar fyllingarnar og að
gefa samsetningunni lýsandi nafn al modo ita-
liano. Einhverja afgangspizzuna mætti t.d. nefna
Pizza della matrona nervosa eða pizzu stressuðu
húsmóðurinnar...