Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 11
/pSsturirin. Fc Föstudagur 7. janúar 1983 11 Forsetaheimsóknin Höfundar: Luis Rego og Philippe Bruneau Þýðandi: Pórarinn Eldjárn Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd og búningar: Ivan Török Lýsing: Daníel Williamsson Leikendur: Kjartan Ragnarsson, Soffía Jakobsdóttir, Sigríður Hagalín, Hanna María Karlsdótt- ir, Guðrún Asmundsdóttir, Guð- mundur Pálsson, Steindór Hjör- leifsson, Aðalsteinn Bergdal, Harald G. Haraldsson, Gísli Halldórsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Karl Guðmundsson. Gissur eöa Gysgarður Svo sem fram hefur komið í frásögnum fjölmiðla bauð Frakk- landsforseti sér nýverið til al- þýðufjölskyldu í Iðnó. Forseta- heimsóknin heitir sýningin. Höf- undar eru tveir prýðisæringjar, Rego og Bruneau, og forsaga verksins þessi: Gissur frá Stöng tók við embætti forseta Frakk- lands 1974. Nú skyldu menn sjá hvað miðjan væri frjálslynd. Stíf- bónið skyldi fjarlægt af yfirstétt- armanninum og þjóðin sameinuð um hina frjálslyndu miðju. í- myndasmiðir og ráðgjafar forseta embættisins gengust m.a. fyrir heimsóknum hans til „venjulegs fólks“ og skjalfestu ljósmyndar- ar, blaðamenn og sjónvarp at- burðina. Þessi viðleitni að skapa ímynd alþýðuvinar á forsetastóli tókst hálfbrösuglega. í vaxandi kreppu og atvinnuleysi sá al- menningur full vel gegnum í- myndasmíðina sjálfa. Gysgarður varð ekki alþýðlegri í huga al- mennings heldur hræsnisfyllri. Nú, þetta tilstand varð svo auðvitað vinsælt efni gaman- málamanna og leikritahöfunda. Húmor - Kímni Fyndni - Spaug Þetta eru útaf fyrir sig aðlað- andi viðfangefni og mikið verið reynt að gera grein fyrir því t.d. heimspekilega og sálfræðilega hvað húmor sé og hvernig hann virki. Ekki fer ég nánar út í það hér í almennum skilningi en langar samt aðeins að velta vöng- um yfir því á hverju grínið í For- setaheimsókninni byggist í grund- vallaratriðum. Misskilningur er á ferðinni eins og gjarnan í gaman- leikjum. Fjarlægð sömuleiðis í einhverjum skilningi, í þetta skiptið er það m.a. beinlínis fjar- lægð milli þjóðfélagsþegnanna, hyldýpið milli andstæðra stétta, fjarlægðin milli Duval forseta og alþýðufjölskyldunnar atvinnu- lausu! Og hér er það ekki sá neðarsetti sem langar að klífa upp (sem margsinnis hefur verið háðgert, nýríka týpan t.d. Einn af sérfræðingum þessa efnis: Mo- liére) - nei, þarna er það hinn ofarsetti sem klifrar niður til hinna, að vísu sér til hagsbóta og af illri nauðsyn: hinn hlægilegi lýðskrumari, skrumskælingin á lýðræðinu. Margs konar misskilnings- klukkuverk eru trekkt upp, t.d. er Georg, karlinn á alþýðuheim- ilinu,blekktur í fyrri hluta og búið svo um hnúta að hann misskilji hvað stendur til. Það er alltaf hlægilegt að sjá persónu vaða í villu og svíma; afliafnir hennar verða skemmtilega fjarlægar hinu rétta. (Brecht minnti á að fátt væri jafn áhrifaríkt til þess að opna augu áhorfenda og sýna persónu sem er blind á eigin gerðir, sbr. Mutter Courage. Ahangendur jákvæðu hetjunnar mættu hugsa um þetta). Fyrr- greint misskilningsklukkuverk gengur út í lok fyrri hluta og næsta tekur við og það einkar leikrænt: það má segja að það sé undirbúningurinn að innkomu forsetans, nokkurs konar leikrit í leikritinu sem fjölskyldan og fólkið í húsinu æfir og leikur svo í síðari hlutanum. Misræmi þess sem æft vai og þess sem síðar verður reynist stöðug spaugsupp- spretta. Grínvirki ofangreindra atriða byggist síðan í raun á því að þessi misskilningur, þetta mis- ræmi á sér alveg strangt afmark- aðan vettvang, ákvarðað rými sem er stofa alþýðufjölskyldunn- ar sem er leikrýmið, leiksviðið sjálft. Leiksagan snýst í raun öll um nokkurs konar innrás - inn í þetta rými. Sviðið er þannig ekki bara tákngerður vettvangur átak- anna í leiknum heldur nærtækur og sjáanlegur. Misræmisátökin standa um það rými sem við höf- um fyrir augum í Iðnó. Eftir því sem fyrra misskilningsgangverk- ið gengur út tekur hitt við og nú þrengist rýmið enn og snýst að mestu um leikrými innan leikrýmisins: matarborðið og það er komið að kjarna leiksins: for- seta er boðið í mat og það endar með ósköpum. Rego og Bruneau kunna alveg glöggt að spinna leikvef á þann vefstól sem texta þeirra er ætlaður: leiksvið, leikrými. Þessu rýrni er svo skammtaður ákveðinn tími, nokkurs konar tímasprengja er sett í gangverkið (lögtaksmaður- inn kemur eftir vissan tíma). Við vitum fyrirfram að auðvitað verð- ur það á lokapunkti verksins, liður í keðjusprengingu leiklausnarinnar. Gitanes og hendi Meðan áhorfendur komu sér fyrir gafst tóm til að virða fyrir sér einkar læsilega sviðsmynd Ivans Töröks. Af bandi söng Brassens: „Þegar ég hugsa til Fernöndu, þá stendur mér“. Þessi djúpeinlæga rödd sem gerir hvers konar texta að tilfinningadjúpri póesíu. Þessi vísnasöngur í upphafi og milli- köflum sýningarinnar fannst mér vera meiri en klisjuteikn ein- hverrar frakklensku; þetta verkaði á mig sem mátuiega lát- laus tilvísun í höfuðstöðvar leiksins: Frakkland. franskar raddir: Brassens, Brel, Béart. Hvílík kennslustund í einiægri tjáningu! Margir söngvarar og leikarar mættu að ósekju hlusta á þessa kappa flytja versin sín. Eins og áður sagði er innrás í leikrýmið aðalkjarni leiksögunn- ar. Török afmarkar stofu á meg- inhluta sviðsins og setur síðan bakvið og ofanvið framhald og bakgrunn aðalrýmisins. Skýr lita mótsetning er notuð milli sviðsrýmisins (stofunnar) og bak- rýmisins. Stofan í ljósrauðbrún- um tónum (hlýjum, innirýmið, fjölskyldan) óg bakrýmið í hvít- ljósbláum (köldum, útirýmið, þjóðfélagið). Á bakgrunninum getur m.a. að lesa hluta gitanes- sígarettupakka(blátt/hvítt), hvít- ar rúðustriklínur (má lesa t.d. sem fastmótun þjóðfélagsins), stafina STÓRM (byrjun á orðinu stórmarkaður, kannski líka árétt- ing á stormi þeim sem geisar í þjóðlífsbaráttunni, gagnstætt logni og vernd heimilisins). Gitanessígarettupakkinn kemur Sigurður Pálsson — Fáein inngangsorð: Fyrsta tilraun til að finna kúrsinn Gleðilegt ár! Ég het tekið að mér að skrit'a um leiklist í Hclgar- póstinn. Hversu lengi? Veit það ekki. Ég áforma að rita kannski einhverjar hugleiðingar um leikiist og ennfremur svonefnda gagn- rýni. Ég vona að sú rýni sem ég skrifa um sýningar verði til gagns. Bæði lesendum blaðs og lesendum sýninga (sbr. sýninga/esn/r sem ég nota um sýningamóttöku, skýri það ekki nánar núna). Ennfremur til einhvers gagns fyrir þá umræðu, umhugsun og rýni sem fram fer innan leikhúsa og utan um sýningar og starfsemina. Það er alveg klárt að slík umræða fer fram og á að fara fram innan og utan hvers einasta brattsækins leikhúss. Hvers vegna? Hún er liður í því að staðna ekki eða standa í stað sem er það sama. Leikhús sem ekki er brattsækið er á niðurleið. Það er líka alveg klárt að hver einasti raunverulegur listamaður hefur rótfasta þörf fyrir að rækja lista- mannsstarf sitt afeinurð og slá ekki slöku við og staðna því fátt er honunr jafn djöfullegt. Þetta er allt klárt og klappað. En hvað svo? Það er trúlega umræðumátinn sjálfur sem menn eru ósáttir um fremur en nauðsyn umræðunnar sjálfrar. Því miður hlýtur umræða um leikhús að draga dám af vettvangi sínum. Satt best að segja er blaðamennskuvettvangurinn og t.d. stjórnmála„umræðan“ þar alltof oft ekki glæsileg hér. Verðbólgusamfélag okkar er siðblind- andi. Það eru fleiri verðmæti en krónan sem falla í gengi. Þetta birtist í ótal myndum. Ég nefni tvö dæmi. 1 fyrsta lagi alvöruleysið. Það vantar oft einhverja alvöru, einhver ástríðufull efnistök og einlægni í blaðaumræður hér. Það er alltof mikið um óþolandi stikkfría vitund einsog við séum ekki liluti af heiminum, eitthvert værukært hjakk og sjálfsánægða viðmiðun við okkur sjálf eða þá skandínava eða gtið veit hvað. Hin hliðin á stikkfríinu er svo ritdeiluákafinn. Menn eru roknir saman í ritdeilur líkari hundum í réttum eða karlkyns hænsnfuglum cn siðuðum mönnum. Eftir því sem skeytin ganga oftar á milli er samkomulagið fullkomnara milli deiluaðila að takast ekki á um neitt nema átökin sjálf. Jafnframt því sem svoncfndar „röksemdir" verða þjösnalegri tjarlægist tilefnið, samræðuvettvangurinn éiskýrist og umræðan hverfist æ meir í stílvopnfimi eina eins og ritdeilendur hafa efni til. Hin breiðu spjót kaldhæðninnar ganga þá á milli uns yfir lýkur þessu sérkennilega samskiptaformi íslenskrar blaða- mennsku og stjórnmálaumræðu, skammdegis jafnt sem á vori. Ég tek það fram að komi einhver í ljós á vcllinum sem gerir sig líklegan að ræða við mig með þessum aðferðum bófahasars mun ég ekki ansa slíkurn manni. Ég hata yfirlæti og ég hata undirlægjuhátt og ég liata uppgcrðar- lítillæti. Ég mun ekki tala niður til neins. Ég mun hcldur ekki tala upp til ncins. Ég þori að hrífast án þess að skammat mín fyrir það. Ég er tilbúinn að gera grein fyrir því afhverju mér finnst eitthvað ekki ganga upp. Auðvitað finnst mönnum svo eitthvað til í því eða ekkcrt. Eins og gengur. Það er miklu mciri sköpunarmöguleikar, niiklu meiri fegurðar- lcit, rniklu meira yfirleitt í liúfi en svo að hálfkæringur og stikkfrí kaldhæðni séu verkefninu samboðin. Alvara og ylhæðni er mér að skapi. Guðmundur Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson í Forsetaheimsókninni - leikmyndin og sviðsetningin öll ber þess merki að aðstandendur hafi unnið sitt verk af fullri alvöru og virðingu fyrir því erfiða formi sem gamanleikur er, segir Sigurður m.a. í umsögn sinni. með æði skemmtileg hugmið inn í þessa heildarmynd; bæði má lesa hann sem Frakklandstengingu, sent himin og ský, sem tilvísun í auglýsingasamfélagið sem himn- aríki o.s.frv. Borðstofuborðið er mikilvægt eins og áður er vikið að en þar mætast litamótsetningin í heildarmyndinni: bláhvítköflótt- ur dúkur (Stuðlun eða rím við bakgrunninn) og rautt vínið. Jakka og skyrtuklædd hönd er svo fyrir miðju niður úr loftinu. Mér fannst einkar skemmtilegt að lesa þessa hönd . Bæði vísar hún til hvítflibbans sem réttir fram höndina háifum huga þeim sem hann í raun fyrirlítur og neyðist til að snobba fyrir. Stell- ing handarinnar er svipuð og handar sem nýbúin er að kasta teningum. Eitt af mörgum hug- miðum (fjarlægt að vísu): fjár- hættuspil. Ennfrentur fannst mér í síðari hluta sýningarinnar sem þessi liönd yrði ósýnilegur stjórnandi strengjabrúðanna í leiksögunni, sem flækjast endan- lega í neti eigin leikfléttu. Á undarlegan liátt rímaði þessi hönd við hjólastól Gerðu í leikritinu innan leikritsins. Hún leikur þá hreyfihömlun sem við sjáunt að strengjabrúður leiksög- unnar eru haldnar af. Allt fer í hnút þegar leikverurnar ætla sér að vefa sjálfar eigin örlagavef. Forsetinn lendir í klandri, al- þýðufjölskyldan missir leikinn innan leikritsins út úr höndunum. Öll verða hlægileg. Höndin er þá vísun í leikhúsið sjálft sem stjórn- ar leikverunum okkur til skemmtunar eða meðaumkunar. Leikmyndin og sviðssetning öll ber þess merki að aðstandendur hafi unnið sitt verk af fullri alvöru og virðingu fyrir því erfiða formi sent gamanleikur er og sumir kalla farsa og þykir ekki fínt. Þetta er t.d. einkar vel hugsuð leikmynd, engin jukkstofa eins og oft vill verða á amatörfélags- heimilum. Gamanleikur og alvara Ekki þar fyrir að mér virðast vera í sviðssetningunni veikir hlekkir og best að byrja á þeim. Georg atvinnuleysingi er lykil- persóna. Ef staðreynd hans kemst ekki til skila: atvinnuleysi og breyskleiki og jafnframt flótti yfir í vélgengar baráttuklisjur o.s.frv., þá er hætt við að nokkuð af alvöru leiksins fari forgörðum og þar með verði grínið krydd- lausara. Mér finnst sem Kjartan Ragnarsson nái oft á tíðum ekki þeirri nærsýnu samstöðu með persónunni sem mörgum virðist vera forsenda gamanleikveru. Hann styður persónuna ekki allt- af heldur reynir að hæðast að henni. Þar með fáurn við áhorf- endurekki að vinna það verk óáreitt að henda gaman að per- sónunni. Á þessunt köflum er eins og hann detti út, þeas. rnissi tilfinningu fyrir því sem persón- una langar mest til í það skiptið, en barnsleg löngun (sem brýtur oft allar hömlur) er æði oft grund- völlur gamanleikpersónu. Þetta gerist strax í upphafi leiks. Per- sónan rígheldur í löngun sína og aðalmarkmið að horfa á sjón- varp, en Kjartan heldur þeirri einbeitingu ekki en reynir í stað- inn að teikna persónuna með kækjum og töktum. Alls ekki er þetta þó svona allan tímann; það 1Í>

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.