Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 7. janúar 1983 Jfielc \sturinn. Herfræöingur og liðsforingi, nú kennari viö Lögregl Alvörustríð - En þetta sama haust, árið 1980, var ég sentlur með friðargæslusveit SÞ til Líbanon og var þar í sex mánuði, heldur Arnór áfram. Þar tók alvaran við. í Líbanon fóru þá ekki fram neinar hættulausar heræfingar, heldur flugu þar alvöru skot og sprengjur unt loftið. - Norski herinn hafði misst fram að þess- um tíma eina tíu rnenn í Líbanón, fallna og særða og tveir særðust hættulega og einn lét lífið þann tíma sem ég var þarna, segir Arnór þegar hann rifjar upp veru sína í suðupottin- um í Austurlöndum nær. - Versta hrinan kom 18. desember Þá var skotið 40-50 fallbyssukúlum beint inn í stjórnstöðina þar sem við vorum, annaðhvort frá Sýrlendingum eða Palestínumönnum, við vissunt aldrei hvort var. Og við vissum aldrei hvort þeir hittu svona illa eða ætluðu sér beinlínis áð skjóta á okkur. Raunar voru þetta tvær hrinur, sem bendir til að ætlunin Þetta byrjaöi allt saman í kaffi hjá Jóni Baldvin. Þaö var áriö 1974, hann var skólameistari Menntaskólans á ísafirði og ríkisstjórnin haföi áætlanir um aö senda herinn úr landi. Þeir sátu í eldhúsinu hjá skólameistarahjónunum, skólabróöir þeirra Jónsog Bryndísar, StyrmirGunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins, Ein- ar Guðfinnssonar frá Bolungarvík og Arnór Sigurjónsson. Hinir síöar- nefndu nemendur í þriöja bekk skólans, og talið barst að því hvaö ungir menntskælingar ætluöust fyrir aö menntaskóla loknum. - Þaö er ekki annað aö gera en fara út og læra til hermennsku í þeirri von aö geta á eftir talaö um þau mál af skynsemi,lagði Arnór til málanna. Vitanlega hlógu allir aö hugmyndinni, enginn tók hana alvar- lega, ekki einu sinni Arnór sjálfur. En hugmyndin var fædd og ári síðar var hann kominn í nýliöaskóla norska hersins. Hann kom heim aftur í sumar, sjö árum síöar, liðsfor- ingi aö tign og hefur stjórnaö mönnum sínum í Norður-Noregi and- spænis Rauða hernum, starfað í yfirherstjórn Noröur-Noregs og frið- argæslusveit Sameinuöu þjóöanna í Líbanon. Nú hefur hann fengið skrifstofu í Lögreglustööinni í Reykjavík og er ekki lengur liösforingi heldur aöstoöaryfirlögregluþjónn og kennir nemendum Lögregluskólans. Arnór Sigurjónsson fór á herskóla til að geta tal- að af viti um varnarmál - Þetta haust, 1974, voru miklar umræður um það hér á landi, hvernig haga skyldi vörn- um landsins, eins og þú manst, vegna þess að stjórnvöld ætluðu þá að senda varnarliðið úr landi. Við nemendur Menntaskólans á ísa- firði tókum þátt í þessari umræðu og ég hafði sjálfur mikinn áhuga á varnar- ogöryggismál- um, segir Arnór við Helgarpóstinn, og hann heldur áfram: - En mér fannst vanta mikið á þekkingu fólks á þessum málum og ekki síður að mig skorti sjálfan kunnáttu til að geta talað um þau af skynsemi. Umræðan var í stuttu máli á mjög lágu stigi. Og fyrst maður stóð frammi fyrir því að velja sér nám, því ekki að fara á herskóla í stað þess að læra til dæmis stjórn- málafræði? Ekki námslán til hernáms íslenska utanríkisráðuneytið lagði blessun sínayfir þessa óvenjulegu námsáætlun og norsk stjórnvöld ákváðu að taka við nemanda frá þessari friðsömu þjóð. En þótt hernám sé á háskólastigi í Noregi voru ráðamenn Lána sjóðs íslenskra námsmanna ekki á því að hjálpa Arnóri að kljúfa námskostnaðinn. - Ég sótti um lán en fékk það ekki, segir hann og hlær við. kynnist ;yl alvöru stríði maður sjálfum sér og sínum eigin mörkum” Eftir þrjá mánuði í nýliðaskóla, reynslu- tíma á báða bóga, fór Arnór norður til Þránd- neims veturinn 1976 og innritaðist í Belfal- skolen for infantriet í Tröndelag - liðþjálfa- skólann fyrir landgönguliðið í Þrændalögum. - Þar var ég í eitt ár, og þetta var harður skóli en skemmtilegur, segir Arnór, sem eftir þetta varð liðþjálfi, yfirmaður hersveitar, og hélt til Norður-Noregs þar sem norski herinn gætir nyrstu marka austurs og vesturs. - Eftir nokkra dvöl í Norður-Noregi sótti ég um inngöngu í konunglega norska herhá- skólann í Osló og komst inn haustið 1977. Þar eru annars vegar kenndar það sem kallaðar eru „borgaralegar greinar": Reikn- ingur, eðlisfræði, samfélagsfræði, uppeldis- fræði, líkamlegar æfingar og þjálfun, sem voru stundaðar um gjörvallan Noreg. Hins- vegar lærðum við að stjórna hinum mismun- andi hópum í hernum, hópum sem ætluð eru mismunandi hlutverk, t.d. birgðaflutninga, vopnaflutninga og fjarskipti og að sjálfsögðu hertækni eða „strategi"; sókn, vörn og undanhald, stjórna mönnunum, meta að- stæður og átta sig á þeim og læra að bregðast við í samræmi við það. Ekki svart og hvítt - Þú fyrirgefur að ég spyr eins og hver annar fáfróður íslendingur. Hafðir þú eitthvert gagn af þessu námi? - Tvímælalaust, og heldur meira en ég hafði búist við. Svona skólaganga er hverjum manni holl. Hún gerir kröfu til þess að menn þjálfi sig, taki líkamsþjálfunina alvarlega. Menn verða að standast þær kröfur sem gerðar eru til þeirra, og þegar á hólminn er komið,aldrei síðastur, verði helst fyrstur af sínum mönnum. Hinsvegar eru gerðar kröfur til þess að menn hugsi og kynni sér ýmsa fleti á hiut- unum. Það er nefnilega misskilningur, að í herskólum sé mönnum kennt að hugsa í svörtu og hvítu. Þarna er að sjálfsögðu kennd- ur sjálfsagi og menn læra að hlýða yfirboður- um sínum. En þetta er nám á háskólastigi og það er lögð áhersla á að auka víðsýni liðsfor- ingjaefnanna. Margir halda áfram námi, ljúka háskólanámi í greinum eins og félags- fræði og stjórnmálafræði, segir Arnór, sem sjálfur lét þó staðar numið vorið 1980 við það að vera útskrifaður liðsforingi og var sendur aftur til Norður-Noregs. Þar starfaði liann meðal annars í yfirherstjórninni við skipu- lagsvinnu ýmisskonar, en í höfuðstöðvum í Bodö eru gerðar allar varnaráætlanir fyrir þennan landshluta,þar er samræmd starfsemi sjóhers, flughers og landhers. ...,á íslandi er hann aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og þjálfar verðandi lögregiumenn í Lögregluskólanum. Arnór Sigurjóns- son liðsforingi t norska hernum, stjórnaði mönnum sínum í varðstöðu gegn Rauða hern- um í Norður-Noregi og tók þátt í heræf- ingu Nató, „Alloy Ekspress"...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.