Helgarpósturinn - 07.01.1983, Blaðsíða 24
24
r*'l Töluverður slagur ætlar
f J greinilega að verða í prófkjöri
S Framsóknarmanna í Reykja-
vík. Olafur Jóhannesson þykir að
sjálfsögðu sjálfsagður í fyrsta sætið
eftir allt sem á undan er gengið en
baráttan kemur til með að standa
um 2.-4 sætið og eru þar einkum
nefnd Asta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, útvarpsmaður, Haraldur
Ólafsson, lektor og Björn Líndal,
stjórnarráðsmaður en einnig gæti
Steinunn Finnbogadóttir blandað
sér í baráttuna. Mesta athygli vek-
ur skjótur frami Ástu Ragnheiðar,
sem til skamms tíma var yfirlýstur
allaballi en nýtur nú greinilega
stuðnings margra áhrifamanna í
Framsóknarflokknum sem hingað
til hafa ekki allir verið miklir aðdá-
endur allaballa yfirleitt. Þeir virð-
ast sjá í Ástu sterkt framboð í 2.
sætið, þar sem hún er í fyrsta lagi
kona, sú eina sem væri í baráttu
sæti í Reykjavík, í öðru lagi ungog í
þriðja lagi ágætlega metinn fjöl-
miðlamaður. Ekki skaðar það
Ástu heldur að hún er af gildum
Framsóknarættum - afi hennar var
Bjarni Asgeirsson, fyrrum ráð-
herra og sendiherra...
'í'I I framhaldi af þessu. Margir
f J Framsóknarmenn gantast nú
y með það að útvarpið gamla
við Skúlagötuna sé að verða helsta
útungunarstöðin á framboðslista
Framsóknarflokksins hér á stór
Reykjavíkursvæðinu, því að auk
Ástu Ragnheiðar sækjast þau Helgi
H. Jónsson fréttamaður og Arn-
þrúður Karlsdóttir dagskrár-
gerðarmaður einnig eftir frama í
pólitíkinni á þessum slóðum. Það
sem þó vekur sérstaka athygli er að
konur virðast ekki mega verða
samstarfsmenn Sigmars B. Hauks-
sonar án þess að lenda í prófkjörs-
baráttu innan Frantsóknar en bæði
Arnþrúður og Ásta Ragnheiður
hafa borið þann titil...
BILALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeiían 9, 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
Af Bandalagi jafnaðarmanna
f'i heyrunt við að stefnuskrár
S' bandalagsins sé að vænta í
kringum næstu helgi og þá verði
jafnframt birt miðstjórn banda-
lagsins. Miklar vangaveltur eru um
það hvaða nienn það fái til liðs við
sig en Vilmundur Gylfason og hans
menn hafa farið dult með það og
Vilmundur raunar ekki viljað segja
annað en þá verði fæsta að finna í
myndasafni Tímans. Er hann þar
líklega að skírskota til rannsóknar-
blaðamennsku Tímans á dögun-
um, þar sem ljósmyndari Tímans
og blaðamaður sátu fyrir væntan-
legum Bandalagsmönnum þegar
þeir voru að koma til fundar við
Vilmund í Þórshamri - og þekktu
fæsta þeirra. Alltaf kvisast þó eitt-
hvað út af nöfnum og nú nýlega
hafa verið nefndir til sögunnar
nokkrir háskólastúdentar sent
sumir hverjir hafa komið við sögu í
stúdentapólitíkinni og sem deila
margir hverjir sagnfræðiáhuganum
með Vilmundi, menn eins og Óð-
inn Jónsson, Eggert Þór Bern-
harðsson og fyrrum allaballi Valdi-
mar Unnar Valdimarsson...
'V'l Hjörlcifur Guttormsson
f'J iðnaðarráðherra hefur lagt
^ fyrir ríkisstjórnina tillögur
sínar um næstu aðgerðir gegn Alu-
suisse. Við heyrum að í þeint felist
að nú innan skamrns muni raforku-
verðið til ísal hækkað einhliða,
sem hann þykist síðan sjá fyrir að
þegar að því komi að greiða nýja
rafmagnsreikninginn muni Alu-
suisse neita að greiða þá upphæð
sem þá verður upp sett og því verði
þá svarað með því að loka fyrir raf-
magn til verksntiðjunnar. Fróðir
menn segja hins vegar að Hjör-
leifur kunni að hafa misreiknað pó-
litískt andrúmsloft þegar að þess-
um sögulegu aðgerðum kentur, því
að þá verði kosningabaráttan í al-
gleymingi og hinn velmetni þing-
maður þeirra Allaballa í Reykja-
nesi, Geir Gunnarsson að berjast
fyrir pólitísku lífi sínu í því kjör-
dæmi, og alls ekki víst að þessar
ráðstafanir Hjörleifs verði Geir til
framdráttar sent kosningamál í því
kjördæmi...
®£jVið heyrum nú að Þuríður
/^Pálsdóttir söngkona sé talin
sú sent beri mesta ábyrgð á því
að Sveinn Einarsson, þjóöleikhús-
stjóri, sótti ekki um starfið á nýjan
leik. Þuríður á sæti í þjóðleikhús-
ráði sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins og segir sagan að það hafi verið
hún ásamt leikaranum í ráðinu
Margréti Guðmundsdóttur og full-
trúa Allaballa, Nirði P. Njarðvík
sent hafi verið ófáanleg til að mæla
með Sveini áfram í starfið, þar sem
hann hafi svo oft verið búinn að
láta þau orð falla í hennar eyru að
hann hefði ekki hug á að halda
áfram og hún síðan ekki séð neinar
forsendur fyrir því að hann breytti
þeirri ákvörðun sinni þegar hann
fór að undirbúa jarðveginn fyrir sig
á nýjan leik...
| Spekúlasjónir eru nú uppi um
/ Jþað hver taki við starfi flug-
S málastjóra að Agnari Kofoed
Hanscn gengnum. Pétur Einars-
son, varaflugmálastjóri, þykir um-
deildur maður og ekki allir á eitt
sáttir um hæfni hans til starfans en
hann nýtur þess að vera góður og
gegn framsóknarmaður, sem er
varla verra þegar Steingrímur Her-
mannsson kemur til með að veita
starfið. Vitað er hins vegar að fyrir-
rennari Péturs, Leifur
Magnússon, framkvæmda-
stjórihjá Flugleiðum.
$>
Nú er rétti tíminn til að fá sér:
Litlu vogina með stóru möguleikana
Mipl
Björn í Kjötbúð Suðurvers vissi hvað hann gerði, er hann valdi sér Ishida
Cosmic-tölvu og
viö bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginleika:
★ Vatnsvariö takkaborö .................. = Minni bilanatíðni
★ Vog og prentari sambyggt .............. = Minni bilanatíðni
★ Hægt aö setja inn 5 föst einingaverð .... = Fljótari afgreiösla
★ Margföldun og samlagning ............... = Fljótari afgreiösla
★ Prentun meö föstu heildarverði ......... = Fljótari afgreiösla
★ Sjálfvirk eöa handvirk prentun ......... = Hentar hvort sem er
★ Fljótlegt aö skipta um miöarúllu viö afgreiðslu eöa
★ Hægt aö taka út summu (tótal) alls viö pökkun, bakatil
sem vigtaö er yfir daginn eöa í verslunum.
hvenær sem er
★ Tvær dagsetningar, pökkunardagur og síöasti söludagur.
Nýjar og eldri pantanir óskast staðfestar
Þessir eiginleikar hafa í för
meö sér aö Ishida Cosmic
passar jafnt fyrir uppvigtun og
afgreiöslu í stórmörkuöum
sem í smærri verslunum og
viö verksmiöjupökkun.
tZ sjávarfiskurs,
MELABRAUT 17 HAFNARFIROI S. 51779
I mi óutpn 1---wSQft
ÞÖKKUM VIDSKirTIN
rvl
£14 Vörumarkaðurmn hf 8tfn
HAGKAUP
ÍÍOGQíÍER
r -----------------
JU MATV8RUMARKAÐU R
$KJÖRBÚÐIR<^
$ K.S.K. GRINDAVÍK
NÁKVÆMNI — HRADI — ÖRYGGI
Það er komin 5 ára reynsla af
ISHIDA — tölvuvogum
og ekki síðri reynsla af
þjónustu HlnSÚMI
\i í ISHIDA tölvuvogir
v ' l- ff NÁKVÆMNI — HRADI — ÖRYGGI
AUar gerðir tölvuvoga fyrir verksmiðjur og verslanir rliUÍIMI !>■ Sími: 82655
• Filman inn fyrir kl. 11
• Myndirnar tilbúnar kl. 17
Sérverzlun meó Ijósmyndavörur.
Auslurstræti 7.
Símar: 10966, 26499
Póstsendum