Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 5
5
jjfísturinn
Miðvikudagur 30. mars
1983
skoðanakönnun
Vinsælustu sjónvarpsþættir og dag- TAFLAIV skrárliðir hjá körlum og konum, sextíu ára og eldri
hlut- fall karlar röð konur hlut- fall
17.7 fréttir 1 Dallas 19.9
14.7 Dallas 2 fréttir 15.9
12.6 fróðleikur 3 Stiklur 8.1
9.6 Stiklur 4 fróðleikur 7.1
5.6 umræður og viðtþ. 5 erl. bíóm. 6.6
4.6 erl. bíóm. 6 Húsið á sléttunni 5.6
4.0 Kastljós 7 land og þjóð 4.4
3.5 land og þjóð 8 erl. skemmtiþt. 4.2
3.5 Húsið á sléttunni 9 umræður og viðtþt. 3.9
3.5 erl. skemmtiþt. 10 Kastljós 3.9
79.3... ...fyrsta til tíunda sæti. ..79.6
20.7... ...11. til 45. sæti ..20.4
Vinsælasta sjónvarpsefnið TAFLA V
stig stig stig
röð karlar konur alls
1. fréttir 40 35 75
2. Dallas 35 39 74
3. fróðleikur 25 26 51
4. Erl. bíómyndir 23 27 50
5. Stiklur 19 22 41
6. Kastljós 20 12 32
7. Lööur 13 18 31
8. Agata Christie 10 12 22
9. íþróttir 16 4 20
10. umræöu-og viöt.þt. 6 5 11
erl. skemmtiþt. 3 8 11
koma. 89.0% þeirra sem spurðir
voru svöruðu annarri spurningunni
eða báðum. Nær allir svöruðu fyrri
spurningunni en mun færri töldu
ástæðu til að tjá sig um óvinsælasta
sjónvarpsefnið. Heildarfjöldi svara
var 3.092. í úrvinnslu skiptust þessi
svör niður í 45 sjónvarpsþætti eða
dagskrárliði (dagskrárliður merkir
hér flokkur sjónvarpsefnis, s.s.
barnaefni, erlendar bíómyndir, um-
ræðu og viðtalsþætti o.fl.). (Sjá
meðfylgjandi skrá).
Þátturinn Stiklur er mjög vinsæll í
eldri aldurshópum en síður hjá
þeim yngri. Iþróttaáhugi virðist
hins vegar meiri hjá yngri aldurs-
hópum og sáralítill hjá þeim elstu.
Þar sem könnun þessi tekur einung-
is til þeirra, sem eru 20 ára og eldri
gefa niðurstöðurnar takmarkaða
mynd af vinsældum á barnaefni.
Þó er ljóst að barnaefni, svo sem
Húsið á sléttunni, nýtur mikilla vin-
sælda meðal fullorðinna, sérstak-
lega þeirra elstu.
Fréttatengt efni vin-
sælla hjá körlum
Það vekur e.t.v. nokkra athygli
hve lítill munur er á vinsældalista
karla og kvenna, að þvi er tekur til
sjónvarpsefnis. Þó má greina tiltek-
in frávik, eins og t.d. það, að karlar
hafa mun meiri áhuga á íþróttum
en konur. Ef gerður er einfaldur
samanburður á vinsældalista hjá
körlum og konum kemur þetta
mjög greinilega í ljós. f 1. og 2. sæti
hjá körlum koma fréttir og Dallas.
Hjá konum snýst þetta við, þar er
Dallas í I. sæti og fréttir í 2. sæti. í
3. og 4. sæti hjá körlum koma dag-
skrárliðirnir fróðleikur og erlendar
bíómyndir. Hjá konum koma þessir
sömu liðir í öfugri röð, fyrst bíó-
myndirnar og síðan fróðleikur.
Kastljós er í 5. sæti hjá körlum en í
7. sæti hjá konum. Þátturinn Stikl-
ur er í 6. sæti hjá körlum en í 5. sæti
hjá konum. Löður er í 8. sæti hjá
körlum en í 6. sæti hjá konum.
íþróttir eru í 7. sæti hjá körlum en
detta niður fyrir 10. hjá konum.
Agata Christie er í 9. sæti hjá körl-
um en í 8. sæti hjá konum. Um-
ræðu- og viðtalsþættir eru í 10. sæti
hjá körlum og konum. Erlendir
skemmtiþættir eru í 9, sæti hjá kon-
um en neðan við markið hjá körl-
um. Sjá nánar töflu V, en þar verðup
röðin á vinsælasta sjónvarpsefninu
hjá körlum og konum sem hér segir:
1. fréttir, 2. Dallas 3. fróðleikur, 4.
erl. bíómyndir, 5. Stiklur, 6. Kast-
ljós, 7. Löður, 8. Agata Christie, 9.
íþróttir og í 10. sæti eru jöfn um-
ræðu- og viðtalsþættir og erlendir
skemmtiþættir.
Pd
/A.
fPc/j
Það umdeildasta það
forvitnilegasta
Þótt þessi samanburður gefi
nokkuð glögga mynd af vinsælasta
sjónvarpsefninu er rétt að undir-
strika að flokkunin eftir aldurshóp-
um er mun marktækari og gefur
skýrari mynd af einstökum frávik-
um. Þá er einnig rétt að vekja at-
hygli á hlutfallsvæginu, sem áður er
vikið að, sem mundi gera þennan
samanburð allan muri gleggri en þá
e.t.v. óþarflega flókinn fyrir allan
•almenning.
Eins og vikið er að í upphafi
verður hér ekki fjallað um óvinsæl-
asta sjónvarpsefnið. Þó er rétt að
vekja athygli á því, að sjónvarpsefni
sem er mjög vinsælt hjá sumum get-
ur verið mjög óvinsælt hjá öðrum.
í öðru lagi kemur svo sjónvarpsefni
sem allir eru álíka ánægðir með og
í þriðja lagi það efni sem enginn
þolir. ÖIl þessi afbrigði koma
glöggt fram i þessari könnun en
e.t.v. má segja að umdeildasta sjón-
varpsefnið sé jafnframt það for-
vitnilegasta, en það verður að bíða
bstri tíma.
20 ára og eldri
Við samanburð á niðurstöðum í
meðf. töflum er nauðsynlegt að
hafa í huga að einstakir þættir
teljast ekki með dagskrárliðum,
sem þeir falla undir nema þeir séu
tilgreindir í svari. T.d. ef þátturinn
Kastljós er nefndur telst hann ein-
ungis sem þátturinn Kastljós en
ekki undir dagskrárliðnum umræð-
ur og viðtalsþættir. Á sama hátt
telst Tommi og Jenni ekki undir
barna og unglingaefni, heldur ein-
ungis sem þátturinn Tommi og
Jenni.
Hér á eftir verður reynt að gera
grein fyrir vinsælasta sjónvarpsefn-
inu, þ.e. tíu vinsælustu þáttum og
dagskrárliðum Sjónvarpsins meðal
landsmanna, 20 ára og eldri, og er
könnunin gerð um miðjan febrúar
eins og bent er á í upphafi. Niður-
stöðurnar eru flokkaðar eftir kynj-
um og fjórum aldurshópum. Til
þess að menn átti sig betur á mis-
munandi vægi þáttanna fylgja hlut-
fallstölur á töflunum fyrir hvern
þeirra og jafnframt gerður saman-
burður á afstöðu kynjanna í hverj-
um einstökum aldursflokki. Þessir
aldursflokkar eru: 20 til 29 ára, 30
til 44 ára, 45 til 59 ára og 60 ára og
eldri. Neðst á hverri töflu er gerður
samanburður á hlutfallinu milli
svaranna sem falla á tíu vinsælustu
þættina og þeirra svara sem falla á
hina 35 þættina sem einnig voru
nefndir. Af þeim samanburði má
sjá, að milli 70 og 80% svaranna
falla á tíu vinsælustu þætti og dag-
skrárliði Sjónvarpsins.
íþróttaáhugi mun meiri
meðal yngra fólks
Þegar gerður er samanburður á
tíu vinsælustu þáttum og dagskrár-
Iiðum Sjónvarpsins má gera það
með ýmsum hætti. í fyrsta lagi má
reikna út vægi hvers þeirra um sig á
grundvelli hlutfalls og í öðru lagi
má reikna það út eftir röð, t.d. þar
sem 1. sæti gefur 10 stig, 2. sæti gef-
ur 9 stig o.s. frv. niður i 10. sæti sem
gefur eitt stig. Hér á eftir verður
gerður samanburður á tíu vinsæl-
ustu dagskrárliðum og þáttum
Sjónvarpsins og beitt síðari aðferð-
inni.
Mjög skýrt kemur fram að áhugi
á fréttum og þættinum Dallas er
mjög mikill, hvort sem litið er á
yngri eða eldri aldurshópa. Á hinn
bóginn kemur fram að þátturinn
Löður naut mikilla vinsælda meðal
hinna yngri en dettur algerlega út
hjá þeim sem eru 60 ára og eldri.
ER KOSTURINIM
Pa er þao komio
— sjónvarpið sem allir kaupendur ráða við!
Vegna margra ára góðrar reynslu, þá bjóðum við
3JA ÁRA ÁBYRGO Á ÖLLU TÆKINU!!
KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr.
KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr.
KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr.
KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr.
KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr.
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
Einkaumbofl á islandi:
SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN
SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 39090
Útsölustaflir:
Akranes: Skagaradió — Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga
Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa
Hvammstangi: Kaupfélag Húnvetninga
Keflavik: Radíóvinnustofan — Selfoss: Radióver h/f
Vestmannaeyjar: Kjami
Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga
Sauöórkrókur: Radíó- og sjónvarpsþjónustan
Hella: Mosfell h/f ^MpK
Höfn Hornafirði: j
Rmlióhjonust.in |
Stykkishólmur: bpTjgj;
Opið
laugardaga
kl. 10-12.