Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.03.1983, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Qupperneq 12
12 Miðvikudagur 30. mars 1983. jlelgai----- posturinn ??Kyngimögnuð mynd og þrælspennandi.“ — segir Arnar Jónsson sem leikur soninn. ,,Eg á von á því, að þessi mynd verði kyngi- mögnuð og þrælspennandi“ segir Arnar. ,,Ég held, að hún verðifyrsta ogfremst skynjuð ígegnum tilfinningarnar. Myndin er mjög einlceg skynjun Kristínar, sem er jú einstaklingur á Is- landi í dag og ég hef þá trú, að hún hafi margt og mikið að segja þeim, sem láta hana flœða inn í sig“. Arnar telur það hvorki skynsamlegt né æskilegt að setja einhvern stimpil á ljósa- manninn eða að draga hann í dilk. „En við getum skoðað vegferð hans“, heldur Arnar áfram. „Hún er fyrst og fremst leit, eins og myndin öll. Vegna ýmissa atburða í lífi fjölskyldunnar hafa systkinin lokast hvert inni í sínum heimi, en með ólíkum hætti þó. Sonurinn er eins og svo margir, sem þola ekki þennan harðjf&kjulega heim, tilfinninga- næmur ogpwokvæmur. Hann reynir eftir ýms- um leiðum að komast til manna úr þessum andlegu óbyggðum sínum. Eins og Galdra- -Loftur reynir hann við öfl, sem flestum færi betur að'láta kjur liggja. en ólíkt Lofti tekst honui fyrir: veginn til manna. Hann svo stöddu“. ylt með ykkur? :igum heilmikið sameigin- haft tíma fyrir kukl að 'ki einhverja lífsóþreyju hjara veraldar Sjaldan er ein báran stök, eins og íslenska kvikmyndabylgjan hefur sannað svo áþreifanlega. Ein mynd hefur varla verið frumsýnd, þegar önnur fylgir í kjölfarið. Ný íslensk kvikmynd verður sem sagt frumsýnd í Austurbæjarbíói á laugardaginn kemur. A HJARA VERALDAR heitir hún og höfundur handrits og leikstjóri er Kristínjóhannesdóttir. Þetta er frumraun hennar sem leikstjóraleikinnar myndar í fullri lengd, en hún hefur mörg undanfarin ár stundað nám í kvikmyndagerð og kvikmyndafraeðum í París. Kvikmyndafyrirtækið Völuspá s.f. framleiðir myndina og að henni vann 15-20 manna tæknilið, auk Qölda leikara. Aðstoðarleikstjóri var Sigurður Pálsson, yfirkvikmyndatökumaður Karl Oskarsson, hljóðstjóri Sigurður Snæberg, og förðunarmeistari var Guðrún Þorvarðardóttir. Leikmynd og búningar voru í höndum Sigurjóns Jóhannssonar. Á HJARA VERALDAR gerist á Islandi vorra tíma og spinnst sögu- þráðurinn einkum um og milli þriggja aðalpersóna, móður, dóttur og sonar. Móðirin kom að norðan á sínum tíma og hugðist fara til útlanda að láta draum sinn rætast: að læra að syngja. Hún varð hins vegar eftir í Reykjavík, eignaðist börnin tvö og missti mann sinn. Sonurinn hefur verið til sjós og er nú ljósamaður í leikhúsi. Dóttirin er alþingismaður og gengst m.a. fyrir virkjunarframkvæmdum í dal móðurinnar. Inn í vef fjölskylduátaka fléttast síðan önnur mál, sakamál og kynjamál, og aðrar persónur, aðallega tengiliður systkinanna, hin dularfulla Anna... Þrjú helstu hlutverkin eru í höndum þeirra Þóru Friðriksdóttur, sem leikur móðurina, Helgu Jónsdóttur, sem leikur dótturina og Arnars Jóns- sonar, sem leikur soninn. Helgarpósturinn hitti þau að máli og spjallaði aðeins við þau um hlutverkin og reynsluna af þessu nýjasta afsprengi ís- lenskrar kvikmyndagerðar. sameiginlega og sífellda leit. Á meðan ég var að leita að honum, var hann kannski að leita að mér. Aðrir verða svo að segja til um hvort við höfum fundið hvor annan. — Er hann skemmtilegur fýr? „Já. En það er eitthvað ógnvekjandi við hann, um leið og hann er uppfullur af blíðu. Hann skilur vel muninn á flóði og fjöru“. Galdurinn lét sér ekki nægja að vera aðeins hluti af myndinni, heldur herjaði hann Iíka utan mynd.rammans. Það var daginn fyrir Þorláksmessu, að haldið var til Svartsengis að filma. Sonurinn ætlaði að fara þar með ein- hvern galdur, sem var m.a. í því fólginn að slá eldhring um verksmiðjuna. „Við lögðum bílunum fyrir sunnan verk- smiðjuna, en fórum síðan norður fyrir hana, þar sem lónið er, og var hlýr gufumökkurinn í kringum okkur. Sonurinn þurfti að hlaupa eftir Guðlaug Bergmundsson Ópið. Vb veiflegir atburðir „á hjara veraldar“ Sonurinn og heimur myndbandsins.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.