Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 9
9 ^pSsturinn Miövikuda9ur 3°- mars i98a Páskaleikritiö í ár: Glæpur og refsing hjá Rússakeisara „Ég lagði sjáifur til við leiklistar- deild útvarpsins að þetta yrði páskaleikrit, því þarna segir frá manni, sem stígúr niður til heljar með sinum sérstæða hætti og rís aftur upp fyrir tilstilli kærleikans“. Arni Bergmann ritstjóri talar þarna um páskaleikrit útvarpsins í ár, Glæp og refsingu eftir Fjodor Dostojevski en Árni færði þessa miklu skáldsögu í leikbúning nú í vetur. En hvers vegna valdi hann endi- lega þessa sögu? „Þegar ég var í námi hjá Rússum skrifaði ég lokaritgerð mína um Dostojevskí, svo hef ég alllengi ver- ið stundakennari við Háskólann í almennum bókmenntum og hef kennt hana þar, og í þriðja lagi er þetta mjög dramatísk saga“, segir Árni. Glæpur og refsing kom út árið 1866 og segir frá rússneskum stúdent, sem býr við sárustu fátækt í Sankti Pétursborg. Stúdentinn svíður í augu misréttið í þjóð- félagi keisaratímans og hyggst leggja sitt af mörkum til réttlátara samfélags. „Hann ætlar að leysa ýmsar til- veruþrautir sínar og stytta sér leið með því að fremja glæp“, segir Árni um stúdentinn Raskolnikov. Fyrri hluti verksins verður fluttur á skírdag, en sá síðari á páskadag. Sperrum eyrun. Árni Bergmann Z-Z-Z Earth, Wind & Fire - Powerlight Þó að diskótónlist hafi verið mjög áberandi á vinsældarlistum á seinni helmingi áttUnda áratug- arins og jafnvel fram á þennan dag, þá verður varla sagt að hún hafi alið af sér margar stórstjörn- ur. Langflestir flytjendur þessarar tónlistar hafa ekki átt nema eitt eða tvö hitt lög og hafa sem sé verið öllum kunnir í dag en gleymdir á morgun. í fljótu bragði man ég ekki eftir mörgum sem hafa tekist að viðhalda vin- sældum sínum og satt að segja koma mér ekki í hug nema tvö virkilega stór nöfn, þ.e. Donna Summer og Earth Wind & Fire. EWF slógu fyrst í gegn með lag- inu Shining Star árið 1975 og þá einnig með stóru plötunni That’s The Way Of The World. Síðan þá hafa þeir verið tíðir gestir á vin- sældarlistum yfir stórar og litlar plötur og yrði allt of langt að fara telja þau lög og þá plötutitla upp hér. Eitthvað virtust vinsældirnar farnar að dala í upphafi þessa ára- tugar en í fyrra sendu þeir frá sér plötuna Raise, sem hlaut góðar viðtökur og á henni var einnig að finna vinsælasta lag hljómsveitar- innar um árabil, en það heitir Let’s Groove. Nú hefur nýjasti ársskammtur EWF litið dagsins ljós og ber heit- ið Powerlight. Samanborið við Raise veldur þessi nýjasta plata þeirra mér vonbrigðum. Það sem helst virðist vera að, er að lögin eru ekki eins góð að þessu sinni. Alla vega verður í fljótheitum ekki bent á aðra galla, því söngur og hljóðfæraleikur er pottþéttur, svo sem raunar má nú segja um hverja einustu plötu sem EWF hafa látið frá sér fara. Óhætt er að segja að EWF hefur verið ein besta diskó/fönk hljómsveit sem starfandi hefur verið. Krafturinn í tónlistinni hefur ávallt verið mik- ill og góður og þeir hafa t.d. sér til aðstoðar einhverja bestu blásara- sveit sem nú er starfandi. Það er nú samt sem áður hægt að segja um Powerlight að hún sé líflausari en Raise. Lögin eru hvert öðru líkt og helst er að rólegu lögin skeri sig úr, en lagið Fall In Love With Me, sem gefið hefur verið út á lítilli plötu, er ekki nærri eins gott og Let’s Groove og ekki líklegt til á- lika vinsælda. Það verður því ekki annað sagt en að Powerlight sé ör- lítið feilspor af hálfu Earth Wind & Fire. Tomas Ledin - The Human Touch Fyrir skömmu var sýndur hér í sjónvarpinu þáttur með sænska rokkaranum Tomas Ledin. Svo virðist sem náungi þessi sé eitt það helsta sem Svíar geta státað af á sviði rokktónlistar um þessar mundir og sé sú virkilega raunin þá verð ég nú að segja að það er ekki ýkja merkilegt. Helst hefur hann orðið þekktur hér á landi fyrir að njóta aðstoðar ABBA söngkonunnar Agnethu Fáltskog í laginu Never Again, en það lag er einmitt að finna á plöt- unni The Human Touch. Hvort þetta hefur hinsvegar nægt hon- um á alþjóðamarkaði veit ég raunar ekkert um og hef nú satt að segja ekki mikinn áhuga á að vita það. Tomas Ledin flytur nefnilega tónlist sem er nákvæm- iega ekkert fyrir minn smekk. Fyrirmyndin er að nestu sótt í iðnaðarrokk Bandaríkjanna. Hann er hvorki verri né betri en þeir Bandaríkjamenn sem fást við þessa tónlistartegund. Því er svo sem, ekki að neita að Ledin er vel fær um að setja saman frambæri- leg popplög en það er hins vegar hátturinn sem hann kýs að fram- reiða þau á sem er ákaflega lítið spennandi. Sér til aðstoðar hefur Ledin m.a. reynda jálka eins og Rutger Gunnarsson og Raf Ravenscroft, ásamt fleirum og þeir spila óað- finnanlega, tæknilega séð, en sál- in er alveg týnd. Það er þó alls ekki ósennilegt að tónlist þessi snerti hjörtu einhverra en, það er lokuð leið að mínu. Christopher Cross - Another Page Christopher Cross er einhver skærasta stjarna seinni ára í Bandaríkjunum. Hann sló í gegn með laginu Ride Like The Wind en fleiri fylgdu í kjölfarið. Fyrsta stóra platan hans seldist í milljón- um eintaka og Grammy verðlaun- um var hlaðið á hann í stórum stíl. Raunar er nú svo um Grammy verðlaun að þau virðast aldrei neinir almennilegir tónlistarmenn fá. Má t.d. minna á að menn eins og Elvis Presley, Phil Spector, Bítlarnir ofl. ofl. góðir garpar hafa aldrei þótt koma til greina sem Grammy hafar. Að vísu held ég að Paul McCartney hafi orðið þessa vafasama heiðurs að- njótandi nú einhverntíma allra síðustu ár, en hann varð sem sagt að bíða þess nokkuð lengi að geta talist nógu leiðinlegur til þess að koma til greina. Það hefur tekið Cross óratíma að framleiða annað „meistara- stykki“ til að fylgja því fyrra eftir. Nú eftir erfiðar hríðir og næstum því tvöfaldan meðgöngutíma fíls, hefur honum tekist að koma frá sér nýrri plötu og honum hefur tekist það ótrúlega, þ.e. að gera enn leiðinlegri plötu en þá fyrri. Það er nú raunar ofar mínum skilningi (neðar vildi ég nú helst segja) að einhver skuli geta hlust- að á Christopher Cross sér til á- nægju, en þar er ég greinilega næstum því einn á móti milljón. Frá mínum bæjardyrum séð hefur maðurinn ákaflega lítið merkilegt fram að færa og í heild er tónlist hans ekki neitt neitt. Hann er til að mynda hálfgerður vælukjói í söng, röddin mjó og lítið spenn- andi og lögin eru yfir höfuð yfir- þyrmandi róleg og svæfandi, það er helst að lipur gítarleikur rífi þau upp öðru hvoru, en hann verður þó slæptari og slæptari eftir því sem á líður. Að vísu byrja báðar hliðar með nokkuð hressi- legum lögum (miðað við hitt jukk ið) en eftir að hafa hlustað á plötuna í heild er ég orðin allt of latur og syfjaður til að nenna að teygja mig eftir albúminu til þess að ganga úr skugga um nöfnin á þeim. Eiginlega eini ljósi punkturinn sem ég sé við Christopher Cross er að hann er þó skömminni til skárri en vinur hans Michael McDonald en það er nú varla mikið til að stæra sig af. Iiíóin ★ ★ ★ ★ framúrskarandl’ ★ ★ ★ ógæt ★ ★ góö ★ þolanleg 0 léleg Bíóbær: Aö baki dauöans dyrum (Beyond Death’s Door). Bandarísk kvik- mynd, gerö eftlr metsölubók Maur- ice Rawlings. Leikendur: Tom Hallick, Mellnd Naud. Lelkstjóri: Hennlng Schellerup. Frásagnir fólks, sem hefur sóö handan dyra dauðans eru undirstaöa þessarar myndar, sem sýnd verður I siðasta sinn á 2. páskadag. Dularfulli einkaspæjarinn (Prlvate Eyes). Bandarlsk kvlkmynd, árgerö 1980. Leikendur: Don Knotts, Tim Conway. Leistjóri: Lang Elliott. Grasserandi grinmynd um einka- spæjara sem rannsaka morö, sem aldrei var framið. í góða Sherlock Holmes-stílnum. Sýnd á þriöjudag. Undrahundurinn. Bandarisk ævin- týramynd fyrir börnin. Sýnd á 2. páskadag kl. 14 og 16. Ókeypis. Heitar Dallasnætur (Hot Dallas Nights). Bandarísk kvikmynd, ár- gerö 1981. Leikendur: Hillary Summer, Raven Turner, Tara Flynn, Leikstjóri: Tony Kendrick. J.R. og félagar skemmta sór á heitum sumarnóttum. Very hot. Bíóhöllin: Njósnari leyniþjónustunnar (The Soldier). Bandarísk kvikmynd. Lelkendur: Ken Wahl, Alberta Wát- son, Klaus Klnskl, William Prince. Leikstjóri: James Glickenhaus. Bondstællinn á fullu og má Bond sjálfur fara að vara sig. Ævintýri og hasar á milli Cia og Kgb. Leikurinn berst um allan heim eins og vera ber. Allt á hvolfl (Zapped). Bandarisk kvikmynd. Lelkendur: Scott Baio, WlllieAmes, RobertMandan, Fellce Schachter. Leisktjóri: Robert J. Rosenthal. Skólaunglingar í Ameriku fara á stjá og þá er ekki aö sökum aö spyrja. Allt logar af fjöri. Chester gamli fær að fljóta með. Amerfskur varúlfur f London (American Warewolf In London). Bresk-bandarísk árgerö 1981. Leik- endur: Jenny Agutter, David Naughton. Leikstjóri: John Landis. Sprellfjörug og bráðskemmtileg mynd um mann, sem breytist I varúlf þegar verst gegnir. *ur Gauragangur á ströndlnni (Malibu Beach). Bandarisk kvikmynd. Leik- endur: Klm Lankford, James Daughton. Strandlif og ástir skóla- krakka. Litli lávaröurinn (Llttle Lord Faun- telroy). Bresk kvikmynd. Lelkend- ur: Rlcky Schroeter, Alec Guinness. Hugljúf barnamynd um lítinn lávarð, sem hittir stóran. Fram ( sviðsljóslð (Being there). Bandarísk kvikmynd með Peter Sell- ers. *** Meö allt á hrelnu. fslensk kvik- mynd, árgerö 1982. Handrit: Stuð- menn og Á.G. Leikendur: Stuö- menn, Grýlur o.fl. Lelkstjóri: Ágúst Guömundsson. Fjölbreytt gleði- mynd meö fallegum lögum og góðum skritlum. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Börnin líka. *** Regnboginn: f greipum dauðans (Flrst Blood). Bandarísk, árgerö 1982. Leikendur: Sylvester Stallone, Richard Crenna, Brlan Denny. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Fyrrum grænhúfa kemur til amerisks bæjar [ leit að vini sínum. Sá reynist vera látinn og grænhúfan er tekin föst fyrirflakk. Fornarpyntingar koma upp í hugann og flótti upp á fjöll. Eltinga- leikur og hasar. Gerð eftir bók, sem kom út i íslenskri þýðingu fyrir nokkr- um árum. Litlu hnáturnar (Little Darllngs). Bandarfsk kvikmynd. Aöathlutverk: Tatum O'Neal Chrlstine McNichols. Litlar sætar stúlkur og litil sæt ævin- týri. Punktur, punktur, komma, strik. fs- lensk kvikmynd, árgerö 1981. Leik- stjórl: Þorsteinn Jónsson. ** Skemmtileg mynd um litrikan feril Andra Haraldssonar. Spaugið er margt og mikið. Jón Oddur og Jón Bjarni. fslensk kvikmynd, árgerö 1981. Leikstjóri: Þrálnn Bertelsson. ** Tviburarnir alræmdu verða á skjánum um páskana fyrir börnin og okkur hin. Týnda gullnáman (Mother Lode). Bandarísk kvlkmynd, árgerö 1982. Leikendur: Charlton Heston, Nlck Mancuso, Kim Basslnger. Leik- stjórl: Charlton Heston. Charlton gamli er einbúi uppi i fjöllum Kanada. Þangað rekast menn, sem eru að leita aö mikilli gullæö, sem sögusagnir segja, að sé þar falin djúpt i jöröu. Og jiað er ekki að þvi að spyrja: atburðir taka að gerast. Elnfaldi morðlnginn (Den Enfaldiga Mördaren). Sænsk árgerð 1982. Leikendur: Stellan SkarsgSrd, Hans Alfredson. Höfundur og leikstjóri: Hans Alfredson. *** Áhrifamikil og vel gerö mynd um þann ósiö þjóöfélagsins aö brjóta niöur þá, sem eru ööruvisi. Stórkostlegur leikur og myndataka. Góö mynd. — GB Stjörnubíó: * Saga helmsins 1. hluti (History of the World — Part 1) Bandarfsk. Ár- gerö 1981. Handrit og leikstjórn: Mel Brooks. Aöalhlutverk: Mel Brooks, Dom DeLouise, Madeleine Khan, Harvey Korman. Mel Brooks viröist þvi miður oröinn uþpiskroppa meö hugmyndir. Gróf- gerð paródíugáfa hans naut sín vel I myndum á borð við The Producers, Blazing Saddles, Young Franken- stein. En hin siðari ár hefur maðurinn litiö gert af viti, nema framleiða úr- valsmyndir annarra leikstjóra einsog The Elephant Man. Saga heimsins er samsett úr skelfing slitróttum skiss- um úr sögu mannkynsins; sumar falla kylliflatar, aðrar eru skömminni skárri. En i heildina er myndin aðeins tal- andi tákn um andlegt þrotabú. Von- andi nær Brooks sér uþpúr þvi. AÞ. American Pop. Bandarisk teikni- mynd, árgerð 1981. Framleiöandi og stjórnandi: Raiph Bakshl. Myndin spannar 80 ár í poppsögu Bandarikjanna og tónlistin er m.a. eft- ir ekki ómerkara fólk en Scott Joplin, Bob Dylan, Janis Joplin og Jimi Hendrix. Tónlistardúndur allan tím- ann. Austurbæjarbíó: Á hjara veraldar. fslensk kvlkmynd, árgerð 1983. Kvlkmyndataka: Karl Óskarsson, Hljóöstjórn: Siguröur Snæberg. Leikmynd: Sigurjón Jó- hannsson. Leikendur: Arnar Jóns- son, Helga Jónsdóttir, Þóra Friö- rlksdóttir, Borgar Garöarsson, Hjalti Rögnvaldsson og marglr flelrl. Handrit og leikstjórn: Kristfn Jóhannesdóttir. Ný islensk kvikmynd. Frumsýning á laugardag. Almennar sýningar á 2. i páskum. Myndin, sem beðið hefur veriö eftir. Sjá nánar I miðopnu HP i dag. Háskólabíó: *** Húsið-Trúnaöarmál. fslensk kvik- mynd, árgerö 1983. Handrlt: Björn Björnsson, Snorri Þórisson og Eglll Eövarösson. Leikendur: Lilja Þóris- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Þóra Borg, Helgi Skúlason, Róbert Am- finnsson, Briet Héölnsdóttir. Lelk- stjóri: Egill Eövarðsson. Húsið er vönduð spennumynd, sem vafalaust á eftir að höföa til margra. Hún ber vitni um meiri fagkunnáttu en aðrar islenskar myndirtil þessa. Með skáldlegum neista i mótun viðfangs- efnisins hefði hún oröiö verulega eftirminnileg. Laugarásbíó: *** Týndur (Mlsslng). Frönsk-banda- rfsk, árgerö 1982. Leikendur: Jack Lemmon, Slssy Spacek. Leikstjóri: Costa Gavras. Gavras ræðst enn einu sinni á suður- ameríska harðstjóra. Hér sýnir hann fram á hvernig Bandaríkin flæktust inn i valdarániö í Chile 1973. Skemmti- leg mynd og eftirminnilegur leiksigur Jack Lemmon. Vekurtil umhugsunar. Nýja bíó: * * Heimsóknartfmi (Vlsltlng Hours) Kanadisk. Árgerö 1981. Handrlt: Brlan Taggert. Leikstjóri: Jean Claude Lord. Aöalhlutverk: Lee Grant, Michael Ironside, Linda Purl, William Shatner. I þeirri ágætu hrollvekju kanadiska leikstjórans David Cronenbergs, Scanners sem Gamla bió sýndi um árið, er mér einna minnisstæðastur skratti magnaöur leikari, Michael Ironside aö nafni sem lék vonda „skyggninn”. Ég fór mest að sjá Heimsóknartima af þvi að fyrrnefndur Ironside er þar á hlutverkalista. Og mikið skratti er hann magnaður. Hér leikur hann morðóðan pervert i ein- hvers konar blöndu af sálfræðilegum þriller og „ofbeldismynd", og er ótrú- lega djöfullegur, ef svo má segja, I elt- ingaleik viö sjónvarpsfréttakonu (Lee Grant) sem hann er alveg staðráöinn í aö drepa. Þessi eltingarleikur fer mest fram á spitala og tekst leikstjór- anum aö halda háspennu svo til frá upphafi til enda meö ágætri tækni. Fáar þjóðir gera betri og ferskari þrill- era um þessar mundir en Kanadá- menn, nema ef vera skyldu Ástralir sem reyndar gera betri myndir en flestir yfirleitt. Heimsóknartimi kom þægilega á óvart. En hún er á köflum óþægilega óhugnanleg fyrir við- kvæmar sálir. Á meðan Michael Iron- side gengur laus er kvennaathvarfið nauðsyn. — ÁÞ. Tónabíó: Nálaraugað (Eye of Needle). Bresk kvikmynd, gerð eftlr samnefndri skáldsögu Ken Foilet. Leikendur: Donald Sutherland, Kate Nelligan, lan Bannen. Leikstjóri: Richard Marquand. Siðari heimsstyrjöldin er í algleym- ingi. Nálaraugað er dulnefni á þýsk- um njósnara. Hann kemur næstum upp um mikiö leyndarmál banda- manna. Hörkuspenna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.