Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 11
11 'pfísturinn Miövikuda9ur 30-mars 1983 Samtökin Ný sjónarmiö stofnuð: Aðstandendur samtakanna Ný sjónarmið eftir blaðamannafundinn á Hótel Sögu. „Mikjlvægt að álverið nái að rétta við“ Ný sjónarmið heita nýstofnuð samtök nokkurra valinkunnra ís- lendinga, sem hafa í hyggju að benda öðru hverju á leiðir til lausn- ar brýnum vandamálum, sem kunna að liggja til hliðar við þær leiðir sem stjórnmálaflokkar hafa valið. Þeir einstaklingar sem að samtökunum standa hafa lengstum lítt sem ekkert skipt sér af stjórn- málum eða almennri þjóðmálaum- ræðu, en einbeitt sér að sínum störfum, einkum á sviði fræða, vís- inda og lista. Á blaðamannafundi sem sam- tökin boðuðu á Hotel Sögu i gær kom fram að fyrsta verkefni þess væri að koma á framfæri nýjum sjónarmiðum í álmálinu, og að standa fyrir fjársöfnun til handa Alusuisse. Helgarpósturinn ræddi af þessu tilefni við einn af forystumönnum hópsins, Dr. Þorvarð Helgason, menntaskólakennara, og spurði hann fyrst hverjir stæðu að samtök- unum Ný sjónarmið. „Ný sjónarmið eru fyrst og fremst kunningjasamtök, — það er að segja, við höfum nokkrir kunn- ingjar rætt þessi mál og síðan hefur hópurinn stækkað þegar menn hafa rætt þetta meðal annarra kunningja. Við vitum í sjálfu sér ekki hvort það er einhver fjöldi þarna á bak við, enda er það kannski ekki aðalatriðið. Meira máli skiptir að fjöldinn taki mála- leitan okkar vel“, sagði Dr. Þor- varður. En hvers vegna hefur hópurinn valið álmálið þegar vitað er að fjöldinn allur af góðum málefnum verðskuldar stuðning almennings. Þorvarður svaraði því: „Álverið er eina stóriðjan í landinu sem ein- hverju máli skiptir þegar grannt er skoðað, og við teljum óendanlega mikilvægt, eins og staðan er í dag, að það nái að rétta úr kútnum. Það er ekki gott að segja hvernig færi ef þeir miklu erfiðleikar sem það á við að stríða yrðu því um megn“ sagði Dr. Þorvarður. „Verulegt tap“ í ávarpi til íslensku þjóðarinnar, sem Ný sjónarmið hafa sent frá sér, segir meðal annars að svissneska ál- félagið í Zurich hafi undanfarið átt við mjög vaxandi erfiðleika að stríða, í kjölfar gífurlegrar niður- sveiflu í áliðnaðinum í heiminum í upphafi 9. áratugarins. Var afkoma Alusuisse orðin mjög slæm árið 1981 en um þverbak keyrði í fyrra. Síðan segir orðrétt í ávarpinu til þjóðarinnar: — segir Dr. Þorvarður Helgason, einn að- standenda samtak- anna sem hyggjast til handa Dr. Þorvarður Helgason: ,,Við trúum að það sé vilji fólks að þessi tilraun til stóriðju, sem álverið er, mistakist ekki“ „Það eru einkum skuldbindingar félagsins við dótturfyrirtæki sín, eins og íslenska álverið, sem gera því erfitt fyrir. „Eigendur fyrir- tækisins, hinn erlendi aðili Alu- suisse, hefur ekki farið vel útúr þessum rekstri... Reksturinn hefur barist í bökkum, stundum verið verulegt tap, eða í besta falli staðið í járnum“ sagði Ragnar S. Hall- dórsson forstjóri þegar árið 1979. Síðan hefur enn sigið á ógœfu- hliðina. „Afkoma íslenska álfélags- ins í fyrra (1981) var hin langversta I sögu fyrirtœkisins... Er tapið 28.7% af veltu" sagði Ragnar S. Halldórsson 7. mars 1982“. í ávarpinu eru erfiðleikar félags- ins raknir, bent á tap sem varð á súr- áli í hafi óg nauðsyn niðurgreiðslna svissneska álfélagsins til styrktar ís- lenska álfélaginu. Síðan segir orð- rétt í ávarpinu: „Loks hefur álverið nyskeð orðið fyrir óvæntum kostnaðarauka, þar sem rafskautin frá verksmiðju Alu- suisse í Hollandi hafa reynst vera I blautara lagi. En eins og kunnugt er þurfa skautin að vera skraufþurr og tandurhrein til að valda hlutverki sínu. Svissneska álfélagið verðurþó á engan hátt dregið til ábyrgðar fyr- ir þessi blautu skaut, heldur stafar bleytan af óviðráðanlegum veður- farsástæðum (force majeure). Islendingar hafa á hinn bóginn frá upphafi haft mikinn og marg- víslegan hagnað af skiptum sínum við Alusuisse. T.d. hafa raforku- kaupin frá Landsvirkjun að meðal- tali numið 7.1% af heildarveltu fs- als á síðasta áratug. Samt sem áður hefir Alusuisse margoft boðist til þess að stœkka álverið, svo að Is- lendingar gætu selt þeim enn meira rafurmagn á þessu hagstœða verði“. „Lágmarksframlag 13 aurar“ í ítarlegri greinargerð sem lögð var fram á blaðamannafundinum er versnandi staða álfélagsins rakin í mörgum atriðum og bent á mikil- vægi þess að gert verði þjóðarátak því til hjálpar. „Við sem stöndum að Nýjum samtökum trúum ekki öðru en þjóðin sýni vilja til að safna því sem til þarf, þannig að þessi tilraun til stóriðju á íslandi mistakist ekki“, sagði Dr. Þorvarður. „Við höfum nú þegar opnað gíróreikning nr. 78300-5, sem menn geta greitt fram- lög sín inná. Ég vil þó taka fram að lágmarksframlag sem tekið er við er 13 aurar, en það er sú upphæð sem álverið í Straumsvík þarf að greiða fyrir hverja kílóvattstund til lands- virkjunnar. Ekki ætti samt að vera nein of ætlun þótt sumir einstakl- ingar greiddu í söfnunina andvirði 10, 100 eða jafnvel 1000 kílóvatt- stunda. Minnumst þess þó að einn- ig hin smáu framlög koma sér vel, því að kornið fyllir mælinn“, sagði Dr. Þorvarður. Fyrirhugað er að söfnunin standi yfir í einn mánuð en að öðru leyti sagði Dr. Þorvarður framtíðina ó- ráðna. „Við hugsum ekki lengra en til þessa eina máls í einu“, sagði hann, „og fjáröflunin í tengslum . við það stendur út apríl. Hvað þá tekur við verður að koma í ljós“. Þeir einstaklingar sem boðuðu til blaðamannafundarins í gær voru auk Dr. Þorvarðs: Guðmundur Pét- ursson, forstöðumaður tilrauna- stöðvar Háskólans í meinafræði, Dr. Kristinn J. Albertsson, jarð- fræðingur, Þórður Helgason, versl- unarskólakennari, Dr. Jón Geirs- son, efnafræðingur, Erlingur Gísla- son, leikari, Dr. Höskuldur Þráins- son, prófessor, Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður, Hörður Erl- ingsson, framkvæmdastjóri, Jón Ögmundsson, efnaverkfræðingur, Guðmundur Guðmundsson, mat- vælafræðingur, Jón Hilmar Jóns- son, málfræðingur, Davíð Erlings- son, handritafræðingur og Helgi Valdimarsson, prófessor. — GA ISLENSKA ÓPERAN Óperetta Gamanóperetta eftir Gilbert & Sullivan sýning annan í páskum kl. 21. RriARHOLL . VEITINGAHÚS A horni Hverfisgölu og Ingólfsstrœris. s. 18833. ÍiÞJÓÖLEIKHÚSW Lína langsokkur miðvikudag kl. 20 Ath. breyttan sýningartíma skírdag kl. 15 II. páskadag kl. 15 Silkitromman skírdag kl. 20 II. páskadag kl. 20 Þrjár sýningar eftir Litla sviöiö: Súkkulaði handa Siliu þriðjud. 5. apríl kl. 20.30 miðvikud. 6. apríl kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200. FYRIR KONUR — FYRIR KARLMENN — FYRIR Nú geta allir þeir sem farnir eru aö grána endurheimt sinn fyrri háralit án þess aö nota lit. RD hárvökvi RD er ekki litur heldur litlaust krem eöa vökvi RD er skaðlaust fyrir hár og hársvörö RD má nota á hvaöa háralit sem er RD er auðvelt í notkun Fæst í snyrtivörubúðum, lyfjabúðum og rakarastofum um allt land RD-hárkrem fyrir karlmenn í 2,2 oz. pakkningum RD-hárvökvi fyrir konur og karla í 4 oz. pakkningum hárkrem Söluumboð: Ámundi Ámundason Úthlíð 12, Reykjavík Sími 2-36-39 r. - x iííkfeláo REYKjAVlKUR SÍM116623 ^ Jói miðvikudag kl. 20.30. síðasta sinn Skilnaður uppselt. skirdag kl. 20.30. Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.