Helgarpósturinn - 30.03.1983, Side 23
irinn Fimmtudagur 31. marsl983.
23
Hverjir eru 6
verður að gera upp á milli þeirra; verði BSK
ein um hituna þarf að skera úr um hvort þau
uppfylli þau skilyrði sem Sigurjón Jónsson
setti í erfðaskrá sinni. Og það gæti reynst
örðugt þó telja megi líklegt að geri enginn
athugasemd við kröfu samtakanna hljóti
þau á endanum þessa eign.
í það minnsta er ekki ljóst hverjir aðrir
kunna að verða til þess að setja fram kröfur.
Svokallaðir maóistar eru nú i molum og eiga
sér varla samtök sem standa undir nafni,
eftir að Verkalýðsblaðið hætti að koma út,
og Birna Þórðardóttir, einn helsti talsmaður
Fylkingarinnar, tók því fjarri að Fylkingin
hugsaði sér til hreyfings í þessu máli.
„Ég get ekki ímyndað mér það“, sagði
Birna, „enda hefur ekkert verið rætt um það
í okkar samtökum. Ég hef nú satt að segja
ekki velt fyrir mér þeim skilyrðum sem sett
eru fram í erfðaskránni, en mér sýnist að um
sé að ræða gjöf til Sósíalistafélags Reykja-
víkur eða einhvers arms úr því. Við teljum
okkur ekki eiga neina sögulega hefð að baki
sem gæti leitt til nokkurrar kröfu af okkar
hálfu. Eini starfandi aðilinn sem getur talist
sögulegur niðji Sósíalistafélagsins er Kven-
félag Sósíalista, sem enn starfar. En við —
nei“.
Um það bil sem þessi grein var fullunnin
bárust okkur nýjar upplýsingar sem gætu
breytt nokkru. Sósíalistafélag Reykjavíkur,
stærsta félagið innan hins sáluga Sósíalista-
flokks, hefur nefninlega aldrei verið lagt nið-
ur formlega, þó það hafi ekki starfað að ráði
um hríð. Formaður þess, Guðjón Bjarnfreðs-
son, sagði félaga nokkuð hafa rætt um hvort
þeir ættu að gera kröfu í dánarbú Sigurjóns
Jónssonar; það stæði þeim að vissu leyti næst.
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin, né
heldur um til hvers húseignin yrði þá notuð.
Einnig er rétt að vekja athygli á því að eftir að
Sigurjón Iést sat ekkja hans í óskiptu búi án
þess að hafa til þess leyfi, en eftir lát hennar
var erfðaskráin í vörslu Sigurðar Baldursson-
ar, lögfræðings, þar til hún dúkkaði nú upp.
Framgangur þessa máls verður altént for-
vitnilegur. Og hjá borgarfógeta hafa þeir
aldrei komist í kynni við annað eins! Við bíð-
um svo eftir byltingunni...
Guðrún 7
innar. Jóhann Sigurðsson er mjög
glæsilegur Kjartan en mér finnst
nokkuð bera á oftúlkun hjá hon-
um í viðbrögðum Kjartans.
Aðrir leikendur fara með mörg
hlutverk og koma við sögu
skamma hríð í senn. Gefur það
ekki mikið svigrúm til persónu-
sköpunar, en margar snotrar svip-
myndir er þar að finna. Má þar til
nefna Hrefnu Valgerðar Dan,
Bróka-Auði Hönnu Maríu Karls-
dóttur. Sömu Ieiðis mætti nefna
nokkur smáhlutverk sem þeir Jón
Hjartarson og Aðalsteinn Bergdal
fara með.
Á köflum verður sýningin á-
gætlega sjónræn og skiptir þar
mjög vönduð lýsing mikli máli.
Einstök sviðsatriði verða líka
býsna sterk, en oft er óþægilega
mikil ferð á leikendum út og inn
af sviðinu.
Áhættan
Það er mikil áhætta sem tekin
er þegar samið er leikverk upp úr
jafn þekktri sögu og Laxdælu.
Hvað sem aðstandendur slíks
verks segja verður ekki hjá því
komist að verkið sé að nokkru
metið út frá forsendum sögunnar,
því slíkt leikverk getur trauðla
staðið eitt og sér. Hinsvegar veltur
það nokkuð á því hvernig til tekst
hversu bein slík viðmiðun verður.
Það er ekkert við því að segja þó
að misjafnlega takist með slíkt
verk. Þegar tekin er áhætta hlýtur
að bregða til beggja vona með ár-
angur.
Það er hinsvegar fullkomlega
virðingarvert framtak að glíma
við þann efnivið sem fornsögurn-
ar eru, því þær eru nánast óþrot-
leg uppspretta sem ævinlega er á-
stæða til að reyna með nýjum
hætti á hverjum nýjum tíma sem
upp rennur.
G. Ást.
NÚ ER KOMIÐ AÐ
AÐALVINNINGI
_____ÁRSINS____
DREGINN ÚT 6. APRIL
Húseign að eigin vali fyrir Happdrætti
eina milljón
Langstærsti vinningur
á einn miða hérlendis.
Nú má enginn gleyma að endurnyja!
Söluverö lausra miða 480.- krónur.