Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 21
LjSsturinn Miðvikudagur 30. mars 1983.
>
Finna Finnar sig velkomna?
21
„Ertu Finni?” eru íslend-
ingar í Svíþjóð oft spurðir,
ósjaldan með niðurlægjandi
tón. Við virðumst nefnilega
„brjóta” sænskuna svipað
og Finnarnir, enda hafa þeir
harðan hreim eins og við,
auk áherslu á fyrsta atkvæði.
„Nei, er frá íslandi” segir
íslendingurinn þá, með vin-
gjarnlegu þjóðarstolti. —
„Jahá það var athyglisvert”
segir Svíinn og eftir á kemur
upptalning á öllu því sem vit-
að er um landið: eldfjöll,
kvenforseta og verðbólgu og
Lýsing þessi um kjör
finnska þjóðarbrotsins í Sví-
þjóð er ekki algild. Hingað
kemur stór hópur fólks sem
aðlagast sænska sam-
félaginu og hverfur inn í
mannfjöldann. Og eflaust
má deila um það, hvort Finn-
arnir mæti hér hlýju og finni
sig velkomna í landið.
jónustan er alla vega æði
misjöfn. Á mörgum opin-
berum stofnunum má sjá
leiðbeiningar á finnsku,
Oft má heyra orðin „per-
kele sataana” (sem er finnskt
blótsyrði) aftast í þeim spor-
vögnum sem leið eiga í út-
hverfin. Situr þá einhver
Finni með bjórdollu í hendi,
bölvandi yfir ástandinu.
Tvær sætaraðir tómar, því
enginn þorir að koma nál-
ægt honum. Sjálfir sitja Sví-
arnir nokkuð framar, gláp-
andi út um gluggann með
strætófýlusvip í andliti, ef til
vill nýkomnir úr ríkinu.
Flaskan eða bjórdollurnar
geymdar í harðlæstum
stresstöskum, þar sem eng-
inn sér til.
Frægt er dæmið um finnska
borgarfulltrúann í borgar-
stjórn Gautaborgar sem
fyrir u.þ.b. tveim árum tók
til máls og gagnrýndi útlend-
ingapólitík borgarinnar.
Flestir fulltrúanna brugðust
hinir verstu við þó ekki
vegna þeirrar gagnrýni sem
hann hafði fram að færa,
heldur það, að þeir skildu
ekki eitt einasta orð sem
hann sagði. Hann flutti
nefnilega ræðu sína á
finnsku. Að sjálfsögðu var
hann stöðvaður eftir nokkr-
ar setningar og vísað til
sætis. Aðspurður sagðist
hann vilja leyfa Sv'íum að
kenna á því hvernig tilfinn-
ing það væri að hlusta á
tungumál sem maður skilur
ekkert í. Að riiörgu leyti
hafði okkar maður rétt fyrir
sér. Þrátt fyrir áralanga vist i
Svíþjóð eru þeir margir
Finnarnir, sem skilja sænsk-
una að mjög takmörkuðu
leyti. Ekki nema von þegar
þeim er hrúgað saman í
blokkum og á vinnustöðum
og hafa þar af leiðandi ekki
tækifæri til að læra sænsku.
Kvöldnámskeið? Vonlítið.
Unnið er á vöktum og kvöld-
in því ónýt.
J á, það er margt sem Finn-
amir verða að búa við á þess-
um síðustu og verstu tímum.
Margir vilja kenna þeim (og
fleiri þjóðarbrotum) um at-
vinnuleysið, að þeir steli
vinnunni frá Svíunum. En
hvar stæði Svíþjóð í dag ef
hún hefði ekki fengið starfs-
kraft utan að? Fólk sem
vegna örbirgðar og lélegs
ástands hefur þurft að flýja
heimaland sitt og verður nú
að sætta sig við lægst laun-
uðu störfin, í fyrrgreindum
ónefndum verksmiðjum auk
þjónustustarfa í eldhúsum
og gólfskúringum.
Störf, sem margir Svíar
taka síður en að mæla göt-
urnar.
Það er því ekki furða að
spurt sé með niðurlægjandi
tón hvort maður sé finnskur.
— Ekki er óalgengt þegar ís-
lendingar tala sín á milli, að
haldið er að verið sé að mæla
á finnskri tungu. Margir eru
nefnilega Svíarnir sem bók-
staflega geta ekki gert mun á
þessum tveim fjarskyldu
tungumálum. — „En Svens-
son, þekkið þér ekki yðar
eigið forna móðurmál?” eru
margir íslendingar vanir að
stinga að þeim málamein-
lokuðu Svíum sem telja ís-
lenskuna finnska.
Sjaldgæft er að námsfólk
frá Finnlandi stundi nám í
æðri menntastofnunum Sví-
þjóðar. Kemur því oft fyrir
þau fáu skipti sem því skýtur
upp kollinum að litið sé á þá
hálf undrandi augum.
lslendingur nokkur sem
stundaði hér framhaldsnám
í hagfræði að mig minnir,
hafði verið virkur í umræð-
um, bæði í hópvinnu og
kennslustundum. Enginn
spurð \
um hans hagi utan við nám-
ið, þangað til eitt sinn er
hann hafði verið þarna heila
önn að einhver forvitinn
spurði hann hvar væri að
finna bestu hagfræðiskóla-
deildir í Finnlandi. í Hels-
ingfors, Tammerfors eða ein-
hvers staðar annars staðar.
Eftir að landinn hafði op-
inberað þjóðerni sitt, breytt-
ist háttarlag bekkjarfélaga
hans til mikilla muna. Nú
fékk hann ekki frið lengur, í
hvert sinn sem hann kom í
skólann var hann spurður
um litla eldfjallaríkið með
frú Funfbadódur, eða eitt-
hvað í þá áttina, sem forseta.
Finnarnir aftur á móti
mæta andstæðunni.
síðast en ekki síst: „Mig hef-
ur alltaf langað til að
skreppa þangað uppeftir. Ég
fer örugglega einhvern tíma!’
Ekki er nema von að brún-
in lyftist á þeim þegar þeir
uppgötva það, að þeir hafi
giskað rangt. Svíarnir (þ.e.a.
s. hinn almenni þjóðarmór-
all) hafa oft litið illum aug-
um á þá Finna sem sendir eru
hingað frá heimalandi sínu í
atvinnuleit.
Atvinnuleysið og önnur
vandamál, jafnt sænsk sem
alþjóðleg hafa mikið bitnað-
á Finnunum sem eru settir
margir hverjir undir sama
þak. — í mörgum úthverfum
sem eru stimpluð „slum-
hverfi” má heyra finnsku tal-
aða svo að segja á hverju
götuhorni. Samkvæmt opin-
berum tölum munu nálega
40% íbúa þessara hverfa
Gautaborgar vera finnskir.
— Það er ekki aðeins að
þeim sé hrúgað saman í þess-
ar steinsteyptu geldu svefn-
borgir, þeir eru einnig límdir
saman á færiböndum
stærstu og ópersónulegustu
verksmiðjanna sem fram-
leiða m.a. bifreiðar og kúlu-
legur. Sjaldgæft er að sjá
Svía þar í vinnu jú, og þó.
Uppi á skrifstofunum þar
sem hvergi kemst tjörublett-
ur.
Það er synd frá því að
segja, en algengt er að þeir
Finnar og aðrir útlendingar
sem eru lélegir í sænskri
tungu fái fyrstir manna og
kvenna vinnu í þessum verk-
smiðjum, svo að engin hætta
sé á að þeir geti „rifið kjaft”
við forustu viðkomandi fyr-
irtækis, þá á ég við að berjast
fyrir réttindum sínum.
Mikið álag fylgir störfum
sem þessum og launin eru
ekki upp á marga fiska mið-
að við erfiðið og vinnutím-
ann. Þeir Finnar sem ein-
hverra hluta vegna standast
ekki álagið eða verða undir
vegna atvinnuleysis leiðast
oft út í drykkju.
jafnt á veggspjöldum sem i
upplýsingabæklingum. En á
hvers konar stofnunum?
Alla vega ekki á þessum
„fínustu”, þó að mjög tak-
mörkuðu leyti. Algengastar
eru atvinnumiðlanir, lög-
reglustöðvar, félagshjálpar-
skrifstofur og innflytjenda-
skrifstofur.
Ríkisfjölmiðlarnir hafa
staðið sig nokkuð vel í þess-
um efnum. Fluttar eru fréttir
á finnsku í útvarpinu svo til á
hverjum degi og í sjónvarp-
inu eru þættir reglulega, ein-
göngu fyrir Finna.
Ekki eru allir Finnar sáttir
við bágborna þjónustu.
Flugmódel í miklu úrvali. Svifflugur og mótorvélar fyrir
fjarstýringar, línustýringar eða frittfljúgandi.
allt til
módelsmída
Póstsendum
samdægurs
Fjarstýröir bilar, fjölmargargerðir
(þessir bilar ná allt aö 70 km. hraöa)
TðmSTUnDflHÚSIÐ HP
Laugauegi ISVReukjauifc s=21901
Fjarstýrö bátamódel i miklu úrvali.
mmm
Fjarstýringar 2ja—8 rása.