Helgarpósturinn - 30.03.1983, Síða 20
20
Miðvikudagur 30. mars 1983 irinn '
Fernando Arrabal og María Mey
valda hneyksli á anarkistaþingi
„Ég bið ykkur að hefja
hjörtun til guðs í beiðni um
þá náð að Spánn verði aftur
Iand heilagrar Teresu frá
Avila, heilags Jóhannesar
frá Krossi og Kíkóta”, sagði
Fernando Arrabal á nýaf-
staðinni ráðstefnu anarkó-
syndikalista hér í Barcelona,
þegar hann átti samkvæmt
dagskrá aðtalaum „skáldin
og leikhúsið” (9. jan.).„Guð-
fræði og trú eru nokkuð sem
virkilega hrífur mig”, sagði
hann. EL PAIS sló þessu upp
Spánarpóstur
1rá Ólafti Engilbertssyni
því yfir að verðlaunabókin
væri innblásin af heilagri
Maríu og hlaut ákúrur frá
kvenréttindakonum, sem
þótti í meira lagi afturhalds-
samt að láta „hinn helga
meydóm” innblása sig, fyrir
utan hvað Spánverjar eru
hörundsárir í kaþólskunni.
Það sem Arrabal sagði i
þessa átt á anarkistaþinginu
virðist þó ekki gefa jafnrétt-
indabaráttunni neina á-
stæðu til óvildar: „enginn
ætti að hafa rétt til að banna
sem meiriháttar hneyksli og
sagði að samkoman hefði
„einkennst af rugli og espað
fólk til reiði” (10. jan.).
A.ðeins örfáum dögum áð-
ur hafði Arrabal tekið á móti
„Jólaorðunni” (Premio
Nadal) fyrir nýjustu skáld-
sögu sína „La torre herida
por el rayo” (Turninn særður
af eldingu), og var hafinn til
himnaaf blöðum. Hann lýsti
fóstureyðingar og því síður
að koma í veg fyrir þær,
sömuleiðis á enginn að geta
neytt tvær manneskjur til að
vera saman, ef þær eru því
andvígar”.
12. jan. birtist stutt samtal
við Arrabal i málgagni anar-
kósyndikalista, CNT. Þeir
heimsóttu hann í morguns-
árið á Hótel Ritz. Yfirskrift-
in var: „Arrabal eða hin
frjálsa tjáning”. „Ég er ekki
brjálaður, það sem ég segi
meina ég í alvöru”, sagði
hann meðan hann tróð í
töskurnar hálfklæddur.
Hann undraðist viðbrögð
pressunnar við fyrirlestrin-
um á anarkistaþinginu: „í
engu Evrópulandi þar sem ég
hef rætt trú, hafa viðbrögð
verið svona; á Spáni ríkir
mikill ótti gagnvart því að
kafa í trúarleg efni. A þess-
um fundi sem CNT stóð fyr-
ir töluðu aðeins tvær persón-
ur um Ieikhús (innsk.: Arra-
bal og Joan de Sagarra, leik-
listargagnrýnandi EL PAIS
voru frummælendur) og ef
trúmál voru afgangur um-
ræðunnar, er ástæðan að-
eins sú að það fólk sem var í
salnum vildi ekki tala um
annað. Enginn spurði mig
um Jólaorðuna, né út i texta
mína og sögur - og varðandi
trúarlegar yfirlýsingar mín-
ar, voru þær aldrei settar
fram sem umræðuefni”.
J ernando Arrabal hefur
ætíð verið umdeildur. Fólk
hefur nefnt hann mýstíker
og snilling og allt að því guð-
legan, en líka monthana og
vitleysing. Hvað sem því líð-
ur þá vill hann ekki láta
draga sig í dilk. „Öll blaða-
mannastéttin er í því að raða
niður og skipuleggja sam-
kvæmt stílformum og það
líkar mér ekki. Ég vil hið al-
gera frelsi mannsins og það
samsvarar boðskap anark-
ismans, en ég vil heldur ekki
láta „afgreiða” mig sem
anarkista. Ég tilheyri ekki
neinum samtökum og mun
ekki gera, ég treysti ekki
neinskonar forsvarsmönn-
um hagsmuna annarra”. Á
þinginu sagði hann:
„Eg er hvorki í CNT né AIT
(anarkistahreyfingin). Ég er
hér á eigin ábyrgð. Ég hefði
eins viljað taka þátt í komm-
únistaþingum, fundi hjá
Nýju Afli (Fuerza Nueva),
eða miðjubandalagi demó-
krata (UCD). En ég veit að
ég get aðeins snúið mér til
ykkar til að tala og heyra”.
Fernando Arrabal líkar
ekki verkalýðshreyfingin í
dag og segir að hræsni for-
ystumanna hennar sé í ætt
við að hann kallaði sig pela-
barn' af því að hann var
það einu sinni. „Ég er annars
3
G
B
á móti vinnu; hún er pína,
fyrir utan að vera forn refsi-
aðgerð”.
Talið berst að lífshlaupi
hans og hann segist hafa
misst skopskynið 27 ára.
„Ég fæddist í Melilla fyrir á
að giska 50 árum síðan. Þeg-
ar ég var lítill bjó ég í Ciudad
Rodrigo og tuttugu ára fór ■
ég til Parísar. Faðir minn var
lýðveldishermaður, dæmdur
til dauða af Franco og móðir
mín vildi ekki taka þátt í
kerfiseinræðinu. Hún var
gáfuð og snjöll kona og gerði
sér vel grein fyrir áhrifum
Heilaþvottarins og að eina
ráðið til að bjarga þremur
börnum sínum væri að fela
þau fyrir „þvottamannin-
um”.
Títtnefnd anarkistaráð-
stefna er önnur í röðinni
frá dauða Francos. Sú síð-
asta var í Madrid í lok árs 79.
Auk fyrirlestra voru daglega
kvikmyndasýningar - ein-
stæðar myndir úr borgara-
styrjöldinni framar öðru.
Þar fékkst nokkur innsýn í
þessa rótgrónu póla í
spænsku þjóðfélagi; fasisma
og anarkisma.
r'
Ymislegt bar við á fyrir-
lestrunum. T.a.m. kom fram'
gagnrýni á háttalag þeirra,
en það var mjög hefðbundið
og þótti ekki bjóða upp á
snarpar umræður (með þátt-
töku áhorfenda). Á föstu-
deginum 14. var umræðu-
efnið „einstaklingurinn,-
skipulagjð og ríkið”. Þar
setti Rene Lourau fram
harða gagnrýni á listamenn
og taldi list aldrei geta verið
pólitískt vopn. Listamaður-
inn kæmi engu áleiðis nema
eigin draumórum, sem engu
skiptu fyrir þjóðfélagsbar-
áttuna. Var skotið eflaust
ætlað súrrealistum. Aftur-
á móti bar útópíuna lítið á
góma. Ástralskur nemi sté
upp á svið og minntist á
„útópíur” í Englandi og
Nýja-Sjálandi; lítil þjóðfé-
lög í anda anarkismans, sem
væru búin að vera til í mörg
ár, ótrufluð, og lítill gaumur
'O
B
'c«
-Q
rt
u
u
<
Rúsínur og
Ekki alls fyrir löngu átti
kunningjakona mín hér í
Tucson krakka. Það er svo
sem ekki í frásögur færandi,
nema kannski að hún er 36
ára og var þetta hennar
fyrsta barn. Eg flýtti mér
auðvitað í heimsókn til að
kanna afkvæmið, stóran og
myndarlegan dreng. - Og
því er eins farið með börnin
og blómin og hundana: ég
tala alltaf við þau á íslensku.
Þegar ég hafði reitt pilt til
reiði með því að segja hon-
|um hundrað sinnum, að
inga og litlir sætir krakkar.”
„Rassgat", nú stóð ég alveg
á gati. Mér var það alveg
lífsins ómögulegt að finna
skýringu á því, af hverju Is-
lendingar nota orðið „ass-
hole í jákvæðri, krúttlegri
merkingu yfir börn. Ass-
hole, sem er eitt versta
blóts- og skammaryrði
enskrar tungu.
Við erum bara svona,
sagði ég til að eyða málinu,
og kunningjakona mín hristi
höfuðið. - Enn einu sinni
hann væri alveg ofboðslega
sætur, já ferlegt krútt, þá
breytti ég um tón, í von um
að vinna hylli hans, og sagði
að hann væri algjör rúsínu-
rassgata-rófa.
IVIamman stóð hjá, bros-
andi og stolt, og hálfundr-
andi yfir þessum orða-
fiaumi, spurði hún hvð öll
þessi err,-rú,-ra,-ró- þýddu.
„Ó,“ svaraði ég, „þetta þýð-
ir, að hann er lítill og sætur!
Þessi útskýring spratt alveg
átakalaust upp í kollinum á
mér, þó ég hefði aldrei hugs-
að út í þetta fyrr.
„Rófa“, nú fór málið að
vandast. „Rófa þýðir annað
hvort turnip (garðávöxtur)
eða dogtail (hundsskott).“ -
„Annað hvort er átt við
ferskt bragð rófunnar, eða
kannski að lítil dillandi
hundsskott, veki sömu til-
finningar í brjóstum íslend-
hafði hún fengið grun sinn
staðfestan, íslendingar eru
svo sannarlega skrýtið fólk.
Atvik þetta vakti mig til
umhugsunar um ýmis orð og
orðatiltæki, sem ég eins og
sennilega flestir aðrir, nota
umhugsunar- og athuga-
semdalaust.
Á mínum menntaskólaár-
um var maður, til dæm-
is, alltaf annað hvort „í
steik“, „að fara í steik" eða
„allt var í steik“. Aldrei var
farið út í heimspekilegar
vangaveltur yfir steikinni,
merkingin var eitthvað svo
augljós, hún hitti beint í
mark.
En hvaða eiginleika hefur
stéik, sem gera þessa líkingu
svo magnaða? Ekki getur
það verið áferð hennar og
bragð, því hvað finnst Is-
iendingum betra, en mjúk
og blóðrík steik? Kannski
var átti við útlit hennar.
rófur
einkum þegar klaufskum
kokki tókst að gera hana
þurra og harða eins og
skósóla. Eða var verið að
skírskota til tilfinninga
steikarinnar, þar sem hún lá
varnarlaus á diski og
gráðugur mathákur var í
þann mund að gleypa hana í
sig. Þegar allt var í steik, var
maður ekki eitthvað svo
hjálparvana og bjargarlaus?
pönnuköku- eða flatbrauðs-
legur.
Hver veit nema orðatil-
tækið lummulegur eigi rætur
sínar að rekja til þess, að
lummur eru gamall og góður
íslenskur sveitamatur. Svo
mannseskja, sem ekki eltist
við tískuna var líkt við
lummu, sem hafði óvart lent
innan um borgarsnúða með
glassúr?
Eða er kannski verið að
höfða til þess úr hverju
lummur eru gerðar. Ekta
lummur, ef ég man rétt, eru
búnar til úr alls kyns matar-
leifum, sem hrærðar eru
saman við hveiti og egg.
Voru það ekki einmitt
lummur, sem klæddu sig í
föt, sem voru bæði gömul
og engan veginn í stíl? -
Varð ekki til „lumma“ úr
slíku samsulli?
Svo ég snúi mér aftur að
rúsínunum, þá verð ég að
segja, að hver sá sem fyrstur
líkti ungbarni við rúsínu,
sýndi með því mikla hugvits-
semi. Lítil börn, sérstaklega
nýfædd, hafa alla helstu
eiginleika rúsína. Þau eru
lítil og sæt, og svo eru þau
oft krumpuð í framan, - rétt
eins og rúsínur.
Ekki hef ég enn getað
skorið úr um hvort rófa í
merkingunni krúttlegur eigi
við garðrófu eða hundsskott.
Ég hallast þó öllu frekar að
hinu síðara. Ég er hinsvegar
engu nær um af hverju ís-
lendingar segja að lítil börn
séu eins og rassgat. Er það
kannski vegna þess að það
er lítið og... ? Nei, ætli ég láti
ekki lesendum eftir að finna
svar við því.
Tucson, Arizona
3. júlí 1982
Eða var kannski verið að
líkja sálartetrinu við
skepnu, sem er slátrað og
skorin niður í steik. Voru
ekki tilfinningarnar og lífið
sjálft í þúsund bitum þegar
maður var í steik?
Steikur komu mér til að
hugsa um lummur. Þeir voru
nú ekki svo fáir, sem fengu á
sig orð fyrir að vera lummu-
legiríden tid. Þeir, semekki
klæddu sig samkvæmt nýj-
ustu tísku voru sko lummó.
- Lengi vel hélt ég að hljóm-
ur orðsins byði upp á þessa
merkingu því hvað er lummu-
legra enL-U-M-M-A. En
þegar íslensk vinkona mín
hér Vestra sagði mér, að í
hennar ungdómi hafi fólk
ekki verið lummó heldur
klattó (sbr. klattar), sá ég að
það var eitthvað annað en
orðið sjálft, sem gaf lumm-
um þessa merkingu.
Ekki getur verið átt við
bragð lummunnar, frekar en
steikarinnar, því borðar
ekki matvandasta fólk
lummur og þykir þær góðar?
Er kannski verið að skír-
skota til útlitsins? Það getur
verið, en lummur eru ekki
ýkja frábrugðnar pönnu-
kökum og flatbrauði, ;en
samt var enginn sagður vera