Helgarpósturinn - 30.03.1983, Side 22

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Side 22
22 Miðvikudagur 30. mars 198 3Jd& 'elgai--—‘— ‘pðsturinn í sjónvarpsþætti fyrir nokkru var staddur Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, og ræddi um áfengisvandamálið. Guðjón tók fram, minnir mig, að hann vildi ekki fyrir nokkurn mun gera lítið úr þessu vandamáli, en upplýsti síðan að samkvæmt öllum algeng- um mælikvörðum sem notaðir eru um alkó- hólisma, þá væru íslendingar mjög neðarlega á blaði, ef miðað er við skyldar þjóðir og ná- lægar. Þeir mælikvarðar sem hann nefndi Hjálparbeíðni SÁÁ hefur ekki mæls jafn vel fyrir hjá öllum Eintómt fyllerí? — Fjársöfnun SÁÁ veldur gagnrýni voru í fyrsta lagi hreint alkólmagn sem þetta fræga mannsbarn í landinu drekkur á hverju ári, í öður lagi tíðni skorpulifur sem yfirleitt fylgir mikill drykkju, og loks viðtöl við fólk um drykkjuvenjur þess. Jafnframt tók aðstoðarlandiæknir fram að þó alkóhólismi væri, ef marka mætti tölur um ofangreint, ekki jafn algengur hérlendis og í nágranna- löndunum, þá væru sjúkrarúm fyrir drykkju- sjúklinga fleiri per íbúa á íslandi en annar- staðar,og öll aðstaða yfir höfuð heldur skárri. Þessar upplýsingar munu hafa komið mörg- um á óvart. I eitthvað um fimm ár hafa starfað hér á landi svonefnd Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið, SÁÁ, og hefur þeim tek- ist með feiknalegum dugnaði að vekja svo mikla athygli á málstað sínum að það hafði hálfpartin síast inn í þjóðina að vandamál hennar númer eitt, tvö og þrjú væri drykkju- skapur. Eins og einn fyrirsvarsmanna SAÁ orðaði það: „Menn eru farnir að drekka með sektarkennd“ rVuðvitað er vart hægt að gagnrýna SÁÁ á þessum grundvelli. Meðlimir samtakanna eiga sér þetta áhugamál, og margir þeirra þekkja af biturri reynslu það böl sem áfengis- neysla getur haft í för með sér. Aftur á móti liggja samtökin nú undir töluverðu ámæli fyr-' ir það hvernig þau hafa staðið að mikilli fjár- söfnun, sem menn ættu að vera farnir að kannast við. Markmið þessarar söfnunar er gott og gilt; að hala inn peninga til að borga upp sjúkrastöð er samtökin hafa nú í bygg- ingu, og mun efunarlaust verða til þess að bæta úr brýnni þörf - jafnvel þó svo við séum ekki í hópi mestu brennivínsberserkja! Hitt hefur verið kritíserað, og býsna harkalega af sumum, að framkvæmd söfnunarinnar hefur verið fengin í hendur fyrirtækinu Frjálsu framtaki háeff, sem er lúnkið bissnissfirma eins og menn vita. Frjálst framtak hefur skipulagt söfnunina í samráði við fram- kvæmdastjórn SÁÁ, það leggur til aðstöðu til úthringinga, bréfasendinga og þar fram eftir götunum, og þiggur í staðinn væna summu, sem að nokkru leyti fer eftir því hvernig söfn- unin mun á endanum ganga. Sömuleiðis fá þeir sem innheimta hin frægu gjafabréf þó nokkra þóknun fyrir hvert bréf sem þeir ná í. Það sem hefur verið talið athugavert við þennan framgang mála er einkum tvennt. Fyrir það fyrsta er Ijóst að þessi söfnun mun kosta stórfé og ýmsir hafa talið að hún sé allt- of dýr; Frjálst framtak háeff fái alltof mikið í sinn vasa. Að sjálfsögðu er enn ekki Ijóst hversu mikið það verður, en nefna má dæmi. í gær höfðu safnast hér um bil þrettán millj- ónir króna, að því er Valdimar Jóhannesson, framkvæmdastjóri söfnunarinnar, sagði mér. Af því taldi Valdimar að um það bil þrjár til fjórar milljónir króna myndu fara í kostnað; til Frjáls framtaks, innheimtumanna, auglýs- inga og svo framvegis. Þessi tala, þrjár til fjór- ar milljónir, var að vísu byggð á ágiskun frem- ur en beinhörðum útreikningum, en hún segir þó sína sögu. Menn spyrja sem sé hvort ekki hefði mátt standa að þessari fjáröflun á ein- hvern ódýrari hátt. Síðara aðfinnsluatriðið tengist hinu fyrra mjög náið. Er það réttlætanlegt, per se, að samtök eins og SÁÁ, sem óumdeilanlega vinna hugsjónastarf, leiti til bissnissfyrirtæk- is á borð við Frjálst framtak háeff? Um þetta Enn einu sinni hefur ásannast, að öflin sem halda ríkjum Vestur-Evrópu saman eru langt- um sterkari en þau sem stíað gætu þeim í sundur. Efnahagsbandalag Evrópu kom ó- skaddað og jafnvel heldur traustara en áður, úr þrekraun, sem hæglega hefði getað riðið sameiginlegu, gjaldeyriskerfi þess að fullu. Samvinnuslit á því sviði hefðu óhjákvæmi- lega orðið afdrifarík. Harður árekstur Efnahagsbandalagsríkja út af innbyrðis skráningu á gengi gjaldmiðla þeirra leystist með samkomulagi, einmitt sömu dagana og skipun ríkisstjórna tveggja öflugustu ríkjanna í hópnum var í deiglunni i kjölfar kosninga. Og það voru einmitt þessi tvö ríki, Frakkland og Vestur-Þýskaland, sem erfiðast áttu með að sætta sjónarmið sín varð- andi gengisskráningu. I Vestur-Þýskalandi eru rúmar þrjár vikur frá þingkosningum, þar sem Kristilegir demó- Gerhard Stoltenberg (t.v.) fjármála- ráðherra Vestur-Þýskalands, ræðir við franska starfsbróður sinn, Jaques Delors, á fundinum í Brussel Ríki Efnahagsbandalagsins í takt eftir stefnubreytingu í Frakklandi kratar urðu sigursælir vegna trausts kjósenda á að þeir væru líklegastir til að ráða bót á efnahagsvanda, sér í lagi vaxandi atvinnu- leysi. Um þær mundir sem Kohl kanslari var að leggja síðustu hönd á myndun nýrrar ríkis- stjórnar að sigri unnum, var fjármálaráðherra hans, Gerhard Stoltenberg, staddur í aðal- stöðvum Efnahagsbandalagsins í Brussel, og taldi rétt að fallast þar á hækkun á gengi vest- urþýska marksins, enda þótt því fylgi auknir erfiðleikar fyrir þýska útflutningsverslun og þar með þyngri róður í viðleitninni við að fjölga atvinnutækifærum. En Stoltenberg féllst á kröfu fransks starfs- bróður síns, Jaques Delors, um verulega hækkun á gengi marksins, fimm af hundraði, vegna þess að fyrir lá að franska stjórnin sæi sér ella ekki fært að halda áfram samræmdri gengisskráningu gjaldmiðla Efnahagsbanda- lagsríkja, Af því hefði hlotist vaxandi mis- ræmi í efnahagsstefnu þeirra og hætta á ring- ulreið í starfsemi bandalagsins. Stoltenberg slakaði til fyrir Delors í þeirri vissu, að samkomulagi í Brussel myndu fylgja ráðstafanir í París, sem drægju úr misræmi milli efnahagsstefnu Frakklands og félaga þess i Efnahagsbandalaginu. Vesturþýska stjórnin ákvað enn einu sinni, að setja fram- tíðarhagsmuni Efnahagsbandalagsins ofar skammtímahagsmunum eigin lands. Með því var samkvæmt reynslunni raunverulegum hagsmunum allra aðila best borgið. Eftir kosningasigra sósíalista í Frakklandi var tekin þar upp þenslustefna, í því skyni að vinna bug á atvinnuleysi, samtímis því að flest önnur helstu viðskiptaríki Frakka fylgdu að- eru skiptar skoðanir. Heyrum hvað Valdimar Jóhannesson hefur að segja. „Málið er í raun og veru það að við ætlum okkur að koma þessari sjúkrastöð í gagnið sem allra fyrst. Til þess þarf vitanlega mikla peninga og þeim þarf að safna á skömmum tíma. Það er skoðun okkar að með sjálfboða- liðastarfi eingöngu hefði ekki verið minnsti möguleiki á að ná þessum peningum inn á til- seftum tíma, auk þess sem það er alltaf mikill kostnaður við safnanir af þessu tagi. Hjá okk- ur mun hann varla fara yfir 20% í það heila. Ég vil líka vekja athygli á því að mjög margir starfa sem sjálfboðaliðar við þessa söfnun, og hluti af útlögðum kostnaði mun meira að segja skila sér aftur. Félagar í Sognfélaginu, sem notið hafa góðs af starfi SÁÁ, hafa til dæmis ákveðið að leggja innheimtulaun sín í söfnunina þegar upp verður staðið“, Spurningunni um það hvort ekki hefði mátt nýta hina níu þúsund félaga í SÁÁ betur svar- aði Valdimar með því að rétt eins og í öðrum félagasamtökum væri ekki nema hluti með- lima verulega virkur. „Við litum einfaldlega svo á að þetta væri besta, fljótvirkasta og ó- dýrasta leiðin til að safna þessum peningum, og ég er enn á því að það hafi verið rétt á- kvörðun". . Það var eftirtektavert að við vinnslu þessar- ar Yfirsýnar var ákaflega erfitt að kalla gagn- rýnisraddir upp á yfirborðið, og til dæmis vildu aðrir aðilar sem beita sér á sama vett- vangi, svo sem AA og Áfengisvarnaráð, ó- mögulega tjá sig um þessa söfnun. Ég fékk hins vegar fljótt á tilfinninguna að jafnvel innan SÁÁ væru margir siður en svo ánægðir með það hvernig staðið hefur verið að þessu öllu saman. Sumir vildu ekkert segja; aðrir tóku fram að SÁÁ hefðu unnið mjög gott starf á undanförnum árum og þeir teldu ekki rétt að gagnrýna samtökin nú. „Ég læt ekki hafa mig í aftökusveitina", sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir til dæmis, en hún á sæti í hinni svokölluðu „stóru stjórn" SÁÁ, sem reyndar virðist ekkert hafa komið nálægt skipulagningu söfnunarinnar. Annar stjórn- armaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvaðst hins vegar telja framkvæmd söfnunar- innar ranga. „Auðvitað er mikill kostnaður við söfnun af þessu tagi og auðvitað þarf að safna miklu fé á skömmum tíma. Ég álít bara að þetta hafi iMfui cwn SI 1 mmm Ese I mmmS VFIRSVN ERLE M D ,haldsstefnu og lögðu megináherslu á að ná niður verðbólgu. Reynsluna af þessari tilraun Frakklands til að fara eigin leið orðaði Cheys- son utanríkisráðherra svo nýverið, að engin ein ríkisstjórn væri þess megnug að ráða bót á ríkjandi efnahagskreppu. Þar yrði að koma ,til milliríkjasamstarf. I Þrisvar á tæpum tveim árum hefur franska 'stjórnin neyðst til að fella gengi frankans. Engu að síður hefur aukinn kaupmáttur Frakka runnið til kaupa á innfluttum varningi í svo stórum stíl, að greiðsluhalli er orðinn ill- viðráðanlegur. Ástæðan er, að innfluttar vör- ur frá löndum með lága verðbólgu eru á boð- stólum á hagstæðara verði en franskir fram- ieiðendur geta boðið. r Oánægja með árangurinn af efnahags- stefnu vinstri stjórnarinnar var megin ástæð- an til þess, að hægri flokkarnir unnu verulega á í nýafstöðnum kosningum til bæja- og sveitastjórna í Frakklandi. Eftir fyrri umferð kosninganna voru horfur á að stjórnarand- staðan myndi auðmýkja stjórnarflokkana svo gersamlega, að Mitterand forseta kynni að veitast erfitt að stjórna. í síðari kosningaum-; ferð sáu kjósendur við þessu, með þvi að færa stjórnarsinnum, mörgum þeirra ráðherrum, sigur í tvísýnum borgarstjórakosningum. Þjóðarviljinn reyndist vera að vara ríkis- stjórnina við en forðast að lama hana. Hvernig sem kosningarnar hefðu farið, er víst að Mitterand forseti hefði gert breytingar á ríkisstjórninni. Eftir hnekkinn i kosningun- um, var ljóst að hann kæmist ekki hjá þvi að breyta um leið um stjórnarstefnu. í vinstra armi Sósíalistaflokks Frakklands hafa lengi verið uppi áform um efnahagslega einangrun- arstefnu, fráhvarf frá fríverslun og taka í stað- inn upp haftabúskap, í því skyni að leitast við að ráða bót á vanda í atvinnumálum og fjár- málum með þvi að búa að sínu. Við endurskipulagninguna á frönsku stjórninni hefur Mitterand valið þveröfuga leið. Hann er greinilega á sama máli og Cheys- son, að efnahagsleg einangrunarstefna sé ó- framkvæmanleg. Jafnframt því að ráðherrum var fækkað um rúman helming, kunngerðu ekki verið hugsað til enda af framkvajmda- stjórninni; hvað það þýðir að framselja fyrir- tæki eins og Frjálsu framtaki háeff öll yfirráð yfir málinu. Þar með missir starfið yfirbragð hugsjóna en fær í staðinn á sig einhvern biss- nisskeim og það vekur andúð hjá fólki. einnig held ég að það hefði ekki þurft að leggja út í svo mikinn auglýsingakostnað sem raun ber vitni. Ég er til dæmis viss um að ýmis fyrir- tæki hefðu verið tilbúin til að greiða andvirði einnar sjónvarpsauglýsingar, ef þess hefði þá verið getið í auglýsingunni. Þannig mætti lengi telja“. Öll sú gagnrýni sem SÁÁ og Frjálst fram- tak hafa orðið fyrir hefur valdið því að eitt- hvert bakslag er komið í söfnunina, að minnsta kosti í bili. SÁÁ hefur því hafið nýja sókn sem á að ná hámarki í næstu viku, og Valdimar Jóhannesson kvaðst ekki hafa of miklar áhyggjur af gagnrýninni. „Við vitum að við erum að biðja um ansi mikla peninga og ég er ekki undrandi á því þó ýmsir vilji komast hjá því að borga þetta, jafnvel þó þeim finnist í hjarta sér að þetta sé þarft mál- efni og þeir ættu að styrkja okkur. Ef koma á við pyngjuna er hætt við að menn leiti að góðri afsökun til að vera stikkfrí, og ef menn leita þá finna þeir auðvitað eitthvað til að gagnrýna. Ekkert er fullkomið. En margt í þessari söfnun hefur verið mistúlkað og mér finnst sum gagnrýnin vægast sagt vera undir belti. í sama streng tók Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir sem sagði að ýmsir fjölmiðlar hefðu lagt sig fram um að gera þessa söfnun tor- tryggilega, og að sjálfsögðu mætti finna á- stæður ef menn hefðu verulegan áhuga. Söfnunin mun standa enn um sinn og enn hefur ekki safnast nema tæpur helmingur þess sem fyrirhugað var. Rétt er að spyrja að leikslokum, en hinu verður ekki í móti mælt að talsvert mörgum þykir SÁÁ hafa verið yfir strik velsæmis í þessari söfnun sinni, hversu gott sem málefnið er. Að minnsta kosti höfum við frétt að nýlega hafi verið stofnuð á veit- ingahúsi einu hér í borg svokölluð Varnarsam- tök drykkjumanna, sem hafi heitið því að drekka sleitulaust yfir páskana, til að „mót- mæla yfirgangi SÁÁ-manna“... Mitterand og Pierre Mauroy forsætisráðherra efnahagsráðstafanir, sem til þess eru sniðnar að málamiðlunin á fundi fjármálaráðherra Efnahagsbandalagsins nái tilgangi sínum. Þar var jafnframt gengisfellingu frankans á- kveðið, að önnur bandalagsríki láti Frökkum til reiðu mikið lánsfjármagn, ef með þarf til að standa af sér spákaupmennsku sem beinist gegn frankanum. Franska stjórnin boðar svo fyrir sitt leyti strangar aðhaldsaðgerðir. Draga á úr eftirspurn eftir neysluvarningi og þar með innflutningi með stórfelldum samdrætti kaupmáttar. Koma þar bæði til skattahækk- anir, verulegar hækkanir á verði opinberrar þjónustu og skyldusparnaður. Með þessu móti á samtímis að bæta greiðslujöfnuðinn gagnvart útlöndum og koma verðbólgunni á tveim árum niður á sama stig og í helstu við- skiptalöndum Frakklands. Ekki voru það Frakkland og Vestur-Þýska- land ein, sem urðu að taka erfiðar ákvarðanir á fundi fjármálaráðherra Efnahagsbanda- lagsins í Brussel. Stjórnum Danmerkur, Bel- gíu og Luxembourg var þvert um geð að láta gjaldmiðla landa sinna fylgja þýska markinu á uppleið, en létu loks undan til að tryggja allsherjar samkomulag. Eftir málamiðlunina í Brussel þykjast stjórnir Efnahagsbandalags- ríkja standa mun betur að vígi en áður, að koma ár sinni fyrir borð í alþjóðlegu efna- hagssamstarfi. Ljóst er hvert verður fyrsta markmið þeirra á þeim vettvangi. í Iok maí koma leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims saman í Williamsburg í Bandaríkjunum. Þar ætla leiðtogar Frakk- lands og Vestur-Þýskalands að gera úrslitatil- raun til að koma á samstarfi iðnríkjanna í peningamálum, þannig að þau vinni að því að halda gengissveiflum í skefjum, en þær hafa valdið miklum usla í efnahagsmálum á und- anfömum samdráttarárum. Hingað til hafa stjórnir Bandaríkjanna og Japans verið tregar til samstarfs á þessu sviði.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.