Helgarpósturinn - 30.03.1983, Side 14
14
Miðvikudagur 30. mars 1983 pösturinn
Susan Harris, konan á bakvið Löður:
'elgar-
Susan Harris heitir hún, konan
á bakvið Löður, amerísku sjón-
varpsþættina sem nú er hætt að
framleiða — af siðferðilegum á-
stæðum.
En þótt félagsskapurinn sem
fékk þættina bannaða kalli sig
,3iðprúða meirihlutann“ voru
þeir þó áreiðanlega fleiri sem
fannst Löður fyndið. Meira að
segja drepfyndið.
En Susan Harris er ekki fyndin,
og hún hlær sjaldan þótt sjón-
varpsáhorfendur veltist um að
hlátri þegar Löður var á skjánum
meðan brandararnir streymdu
fram og persónurnar komust í
hinar kostulegustu aðstæður.
I sannleika sagt kom það henni
sjálfri meira á óvart þegar hún
uppgötvaði að hún gat verið fynd-
in — við ritvélina. Það sagði hún
við sænskan blaðamann í einu af
örfáum viðtölum sem hún hefur
veitt fjölmiðlum, fyrir þremur ár-
um, meðan Löður var enn á
toppnum.
Og mynd fékk Svíinn að taka
aðeins með því skilyrði að hún
birtist ekki í Bandaríkjunum.
Susan Harris er nú fertug, fædd
og uppalin í New York, hefur nú
búið í Los Angeles í 15 ár, fráskilin
og á eitt barn.
„Löður, hœttulegt börnum? Það
held ég alls ekki“
Sænski blaðamaðurinn Birgitta Karl-
ström lýsir fundi þeirra þannig, að hann hafi
verið dauflegur, samtalið næstum leiðinlegt.
Susan Harris var lágmælt og hlédræg, hló
aðeins einu sinni. Augum faldi hún bakvið
dökk sólgleraugu — reyndar til að verjast
sterkri vorsólinni fyrir utan gluggann á
Sherry Netherlands, einu flottasta hóteli á
Manhattan, þar sem hún hélt til.
Þetta var vorið 1980 og Susan var orðin
heldur leið á fjölskyldunum Tate og Cam-
bell, sem hún hafði þá verið með í ritvélinni
í þrjú ár og búið til 70 þætti. Og framundan
var að safna fjölskyldunni saman einu sinni
enn.
Líkar best við
, Jessicu og Burt“
Þá þegar voru mjög skiptar skoðanir í
Bandaríkjunum um Löður. Sumir álitu
þættina botninn á öllu rusli og persónurnar
mestu úrhrök, aðrir máttu ekki missa af ein-
um einasta þætti.
Sjálf sagðist Susan kunna best við þau
Jessicu Tate og mág hennar, Burt Campbell.
„Ég gef þeim mest af sjálfri mér. Hluta af
mér er aðeins að finna í þeim tveimur“, sagði
hún.
Susan Harris byrjaði að skrifa fyrir níu
eða tíu árum. Fram að þeim tíma var hún ein
heima með lítið barn. Hún er vel menntuð
en hefur enga starfsreynslu. Reyndar hafði
hún skrifað nokkrar smásögur, en enginn
fékkst til að birta þær. Og einn góðan veður-
dag stóð hún ein uppi með barn, hjónaband-
ið var farið í vaskinn.
„Ég varð einfaldlega að vinna fyrir pen-
ingum. Kvöld eitt sat.ég fyrir framan sjón-
varpið og horfði á eitthvað — það getur
hafa verið hvað sem er — en það var svo lé-
legt, að ég var viss um, að meira að segja ég
gæti gert betur. Ég settist niður og skrifaði
sjónvarpshandrit og mánuði seinna keypti
CBS sjónvarpsstöðin það af mér. Síðan hef
ég unnið fyrir mér með rithöfundastörfum".
Kom mest á óvart að hún
skyldi sjálf
fyndin
Og það að hún gat verið skemmtileg kom
engum meira á óvart en henni sjálfri. Henni
sem er lýst þannig, að hún sé ósköp venjuleg
manneskja í viðmóti, af heimsfrægum höf-
undi sjónvarpsþátta að vera, ekkert eftir-
tektarvert við hana, nema helst það að hún
er óvenju falleg, litil og grönn, hárið mikið
í kringum fínlegt andlitið.
„Ég þurfti ekkert að reyna að vera fyndin,
þetta varð bara svona. Engum kom meira á
óvart en mér, að ég skyldi geta verið fyndin,
ég sem hef alltaf litið á mig sem heldur alvar-
lega manneskju“.
Henni finnst líka skemmtilegast að skrifa
hina alvarlegri hluta af Löðri. Setja saman
samtöl fjölskyldunnar, meðan brjálæðið og
húmorinn biðu bakvið tjöldin.
Reynt að stöðva
Löður strax í byrjun
„Það er mjög mikilvægt að hafa hvort-
tveggja, fyndni og alvöru. Ég vil bæði fá
fólk til að hlæja og gráta“. Það gerði hún
einmitt í Löðri, en hún byrjaði að skrifa þá
þætti eftir að hafa skrifað marga skemmti-
þætti fyrir sjónvarp i nokkur ár. Að lokum
fannst henni orðið vonlaust verk að finna
alltaf upp á einhverju nýju fyrir hvern 23
mínútna þátt. Þá fæddist hugmyndin að
Löðri.
Hugmyndin var að skrifa þætti um tvær
systur og fjölskyldur þeirra. CBS var ekki
lengi að gefa grænt ljós á að byrja tökur, eft-
ir að þeir höfðu séð fyrsta handritið, þótt
vissulega hefðu margir sett sig upp á móti
þessum þáttum þegar í byrjun. Það var
meira að segja reynt að stöðva þá áður en
farið var að sýna þá. Mönnum þótti þeir
fjalla um of viðkvæm mál og umdeild, þeir
voru hneykslanlegir og líklegir til að koma
róti á hugi fólks. Það var of mikið kynlíf.
Það var of mikið af kynvillu — og hver veit
hvað var týnt til. En jafnvel hörðustu gagn-
rýnendur þögnuðu þegar þeir sáu fyrstu
þættina. í bili.
En Löður var fljótt að komast á lista for-
eldra- og kennarasamtaka yfir sjónvarpsefni
sem þótti hættulegt fyrir sálarlíf barna.
Sjálf furðar Susan Harris sig á þeirri af-
stöðu.
„Hér er fólk hrætt við að sýna kynlif og
ást á sjónvarpi, meðan ofbeldi er sýnt at-
hugasemdalaust. Það hlýtur að vera verra
fyrir börnin að sjá ofbeldi en kynvillu eins
og í Löðri.
Raunar held ég að með Löðri hafi mér
tekist að flytja eilítið mörkin milli þess sem
má tala um og ekki tala um. Kannski hefur
mér meira að segja tekist að leggja mitt af
mörkum til að breyta fordómafullri afstöðu
fólks til kynvillu".
Susanna Harris, konan á bakvið Löður.
Langt frá því að vera fyndin að eigin áliti
nema við ritvélina. Ósköp venjuleg kona í
meira lagi hlédræg, en falleg.
Systurnar Jessica og Mary og eiginmenn
þeirra, Chester og Burt, ásamt þjóninum
Benson, sem hœtti í Löðri til að framleiða
sína eigin skemmtiþætti.
geta verið
Deilur um
ritskoðun
Susan Harris skilaði handriti að nýjum
þætti í hverri viku til CBS. Þar var farið í
gegnum þau og gerðar tillögur um breyting-
ar og útstrikanir á orðum og athöfnum sem
að mati sjónvarpsmannanna voru hneyksl-
anleg.
„Við deildum alltaf mikið um þetta.
Stundum vann ég, stundum þeir. Ég vann
oftast“, sagði Susan Harris og hló i eina
skiptið í viðtalinu — aðallega með augun-
um.
„Mín skoðun er sú, að Löður fari aldrei
yfir strikið. Það hefur aldrei verið þannig að
það gæti haft áhrif á sálarlíf annarra en
kannski þeirra.
Enda er hlutverk mitt að skemmta fólki,
ekki að hneyksla það. Heldur ekki að ala
fólk upp. En takist mér að vinna bug á for-
dómum fólks meðan það hlær er það gott og
blessað! En það er ekki þess vegna sem ég
skrifa Löður“.
Víst er, að Löður kom oft róti á tilfinn-
ingalíf sjónvarpsáhorfenda — líka þeirra
sem höfðu gaman af þáttunum. Til dæmis
þegar kona Dannys dó. Þá fékk Susan að
heyra, að hún skyldi fara mjög varlega í að
ákveða hverja hún drepur!
Danny tók við fyrirtækinu, Burt varð fó-
geti, Jessica rak Chester að heiman. Hann
hélt áfram að eltast við stelpur og það þolir
Jessica ekki lengur.
„Hún hefur þroskast mikið með árunum
og er loksins farin að taka sig á í Iífinu“.
Við munum eftir því þegar Jessica, Mary
og dætur Jessicu sátu saman við morgun-
verðarborðið og töluðu mjög opinskátt um
kynlíf.
„Kynlífssamtölin
skemmtilegust^
„Mer þótti skemmtilegast að skrifa slík
samtöl. Þá finnst mér ég hafa virkilegu hlut-
verki að gegna. Svona hefur aldrei áður ver-
ið gert í sjónvarpi hér í Bandaríkjunum —
virkilega opinskátt samtal milli kvenna um
kynlífsreynslu þeirra. Ég veit að meðal á-
horfenda er fjöldi kvenna sem talar aldrei
um slíkt, og það ætti að hjálpa þeim að sjá
og heyra heiðarlegt og opið samtal um slíkt
í sjónvarpinu".
Jessica veiktist, en fyrir kraftaverk lækn-
aðist hún. Öllum létti þegar ljóst var að hún
ætti ekki að deyja. En Löður dó, blessuð sé
minning þess. Það var hinn „siðprúði meiri-
hluti“, sem gekk af þvi dauðu. En Susan
Harris heldur áfram að skrifa og þegar
sænski blaðamaðurinn átti tal við hana var
hún með kvikmyndahandrit í undirbúningi.
„Það verður mynd um samskipti fólks
eins og þau blasa við hér í Bandaríkjunum.
Og hún verður bæði skemmtileg OG alvar-
leg“, sagði Susan Harris, höfundur þáttanna
bönnuðu, Löður — Soap.