Helgarpósturinn - 30.03.1983, Síða 6

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Síða 6
6 Miðvikudagur 30. mars 1983. JjSsturinn Hverjir eru sannir arftakar Karls Marx, Leníns og strákanna á íslandi? Þess- ari spurningu var skyndilega varpað fram fyrir stuttu þegar birt var í fyrsta sinn arfleiðsluskrá Sigurjóns Jónssonar, gamals sósíalista sem lést fyrir nítján árum. I ljós kom að hann hafði ánafnað íbúð sína Sósíalistaflokki íslands eða — að hon- um gengnum — hverjum þeim samtökum sem störfuðu í anda Marx, Engels og Lenfns. Skyldi í íbúðinni, sem er að Bollagötu 12, Reykjavík, sett upp rann- sóknarstofnun í kommúnískum fræðum. Nú fór dálítill skjálfti um xslenska vinstrimenn. Hverjir treystu sér til að lýsa sig sporgöngumenn Marx og Leníns? Alþýðubandalagið? Ekki fór svo. Þegar sfðast fréttist hafði aðeins einn félags- skapur gert kröfu í búið: Baráttusamtökin fyrir stofnun kommúnistaflokks, öðru nafni Albaníukommar, einnig kallaðir Stalínistar. Svona er þá komið fyrir íslenskri vinstrihreyfingu þar sem fyrir áratug var blómleg starfsemi. Kíkjum á kommana. hér heima, fréttir af alþjóðavettvangi (ekki síst frá Albaníu og yfirgangi heimsvalda- sinnaðra Júgóslava í Kósóvó-héraði) stefnu- markandi greinar eftir frumkvöðlana Marx, Lenin og Stalin og hnútukast út í óvinina á vinstri kantinum; Alþýðubandalagið, maóista, Fylkinguna etc. Allt sem sé mjög alvarlegs eðlis enda er alheimsbyltingin ekkert gamanmál. Einn brandara rákumst við þó á. Hann er í gátuformi og er svo- hljóðandi: „Hvað er líkt með maóista og lauk? Hann hefur engan fastan kjarna. Maður flettir býsna illa, enda sagði hann að margir sem tengst hefðu samtökunum hefðu framan af rekið áróður fyrir því að ekki yrði lögð áhersla á stefnu Stalíns en síðan skipt um skoðun. „Við teljum ekki rétt að beygja okkur fyrir áróðursherferð auðvaldsins og borgara- stéttarinnar gegn Stalín. Ástæðan fyrir því að reynt er að sverta hann svo mjög er ein- mitt sú að hann stóð í forystu fyrir hinni fyrstu sósíalísku baráttu og tókst þrátt fyrir gífurlega erfiðleika, að byggja upp sósíalískt ríki. Moskvuréttarhöldin eru oft nefnd sem Hverjir eru arftakar Leníns? Hér er því miður ekki rúm til að rekja í löngu máli sögu hinna smáu flokksbrota yst á vinstri kanti íslenskra stjórnmála. Því mið- ur, vegna þess að oft er sú saga hin fjör- legasta þó yfirleitt hafi verið erfitt fyrir utanaðkomandi að botna í hinum illvígu deilum sem þessi samtök áttu í hvert við annað. Oftar en ekki virtust þær snúast fyrst og fremst um keisarans skegg, eða kannski skeggið á honum Marx. Almenningur varð helst var við þessa hópa að selja blöðin sín fyrir utan Ríkið; þeir héldu líka hver sína kröfugöngu á fyrsta maí og deildu ekki síst hver á annan. Leshringir voru vinsælir, ef vinsælir er rétta orðið. í að minnsta kosti einum þessara samtaka voru innan við tíu manns er þau stóðu á „hátindi" sínum, önn- ur nutu fylgis örfárra hundruða áður en þau dóu. Maóistar voru lengi svolítið fjölmennir en skiptust að sjálfsögðu í nokkrar grúppur; við fall formannsins í Kína fór mestur hugur úr þeim. Fylkingin lifir enn, það er satt, en hefur oft starfað af meiri krafti en nú. Síðastliðið sumar var það boð til dæmis lát- ið út ganga að Fylkingin væri farin í sumar- frí, og þá líklega alheimsbyltingin í leiðinni. Því er óhætt að segja að ekki er ríkulegt um að litast á vinstri kantinum á þessum síðustu eftir illuga Jökulsson — ,,Það erum við“, segja Albaníu- kömmar sig. Þorvaldur þessi vakti nokkra athygli um daginn þegar hann flutti erindi í útvarpi í til- efni af 30 ára dánarafmæli Jósefs Stalíns, og hélt uppi skeleggri vörn fyrir gamla mann- inn, sem á nú undir högg að sækja hvarvetna nema i Albaníu, eins og menn vita. Helgar- pósturinn hitti Þorvald að máli í miðstöð- inni í Brautarholti en blaðaði áður dálítið í- Rödd byltingarinnar. Hvað er líkt með maóista og lauk? Það fer ekki milli mála við lesturinn að BSK-menn eru afar sannfærðir um réttmæti máistaðar síns. Þeir stefna óhikað að vopnaðri byltingu öreigalýðsins á íslandi og hafa sem fordæmi einkum Jósef Stalín í hverju laginu utan af öðru og loks er ekkert eftir nema til að gráta yfir“. Staðan er alræði öreiganna Og þá hafa maóistar það. En Þorvaldur Þorvaldsson féllst sem sé á að svara nokkr- um spurningum um eðli og starf Baráttu- samtakanna l'yrir stofnun kommúnista- flokks á íslandi. Hann neitaði að vísu að upplýsa hversu margir teljast til samtak- anna. „Þeir eru fáir, enn sem komið er“ viðurkenndi hann, „en félagarnir eru vel virkir og þeim fer fjölgandi". En hvers konar samtök eru BSK að hans mati? „Þau eru byltingasinnuð samtök verka- lýðsstéttarinnar og líta svo á að marx- lenínisminn eins og hann er túlkaður af frumkvöðlunum fjórum — Marx, Engels, Lenín og Stalín — sé heilsteypt og alhliða pólitísk stefna fyrir verkalýðshreyfinguna. Reynslan hefur sýnt að þessi stefna er rétt. í grundvallaratriðum fylgjum við sömu stefnu og Bolsévíkaflokkur Leníns í Októ- ber-byltingunni, en sú bylting sýndi hvernig verkalýðsstéttin getur náð völdum og komið á alræði öreiganna undir forystu kommúnistaflokksins". myndir: Jim Smart dæmi um hörku Stalíns og það er rétt, að hann þurfti oft að beita hörku. En gleymum því ekki að í Moskvuréttarhöldunum voru afhjúpaðir raunverulegir svikarar við sósíalismann; trotskíistar, búkarínistar og fleiri“. Bíddu nú hægur. Þið lítið ekki svo á að Moskvuréttarhöldin hafi verið blekking, sjónarspil, eins og allir aðrir telja full- sannað? „Alls ekki. Sakborningarnir höfðu alla möguleika á að verja sig, en þeir kusu að játa sekt sína. Ég skil ekki af hverju svikar- arnir hefðu átt að ljúga upp á sig sökum. Samkvæmt öllum heimildum sem ég hef les- ið um Moskvuréttarhöldin fóru þau í alla staði rétt og trúverðuglega fram. Þá tel ég auðvitað ekki með áróðursrit borgara- stéttarinnar og hentistefnumaíina. Þau eru byggð á sleggjudómum og lygum. Því miður fór það svo að eftir Iát félaga Stalíns náðu endurskoðunarsinnar undir forystu Krússjovs völdum í Sovétríkjunum, sem síðan hafa verið fremst í flokki andstæðinga kommúnismans. Nú er sannur sósíalismi hvergi við lýði í heiminum, nema auðvitað í Albaníu“. Kommúnisminn mun blífa og verstu tímum, en eins og jafnan þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Rödd byltingarinnar „Fyrir einu ári síðan, 'nánar tiltekið 10. nóvember 1981, gerðist atburður sem að vísu var ekki mjög áberandi, en skipti engu að síður miklu máli fyrir verkalýðsstéttina og baráttu hennar. Þá kom út fyrsta tölublaðið af Rödd byltingarinnar“. Þannig hljóðaði upphaf leiðara Raddar byltingarinnar í nóvember á síðasta ári. Rödd byltingarinnar? Jú, það er málgagn Baráttusamtakanna sem nú hafa lýst sig opinberlega eina arftaka Marx, Engels og Leníns á Islandi, og í krafti þess óskað eftir að fá til afnota húseignina að Bollagötu 12. Samtökin hafa hingað til verið til húsa að Brautarholti 2; þar er bóksala þeirra, blaða- útgáfa og önnur starfsemi og fer allt saman fram undir handarjaðri Þorvaldar Þor- valdssonar sem segja má að sé prímus mótor BSK, eins og Baráttusamtökin skammstafa Þorvaldur Þorvaldsson og hús- eignin að Bollagötu 12. Baráttu- samtökin fyrir stofnun komm- únistaflokks eru einu samtökin sem enn hafa gert kröfu í dánar- bú Sigurjóns Jónssonar. Sovétríkjunum og Enver Hoxha í Albaníu. Það er skoðun samtakanna að eftir dauða Stalíns hafi flest farið á verri veg í Sovét- ríkjunum; endurskoðunarsinnar og henti- stefnumenn (verstu skammaryrði hörðustu vinstri manna) hafi náð völdum og gert að engu göfugt og ósérhlífið starf félaga Stalíns að uppbyggingu kommúnismans. Einnig telja þeir að kenningar Maó Zedong hafi verið fjarskalega rangar og í rauninni hættu- legar fyrir framgang hins sanna marx-lenín- isma. I Albaníu er annað uppi á teningnum, eins og komið verður að hér á eftir. Að öðru leyti er Rödd byltingarinnar harla svipað til- svarandi blöðum annarra kommúnistasam- taka; þar eru greinar úr verkalýðsbaráttunni En hafa ekki aðstæður breyst talsvert frá því Marx og Lenín settu fram sínar kenning- ar? Eiga þær enn jafn vel við? „Ja, hvað hefur breyst? Það sem fyrst og fremst hefur breyst er að byltingin verður alltaf meiri og meiri nauðsyn. Kapítalisminn stendur í vegi fyrir vaxandi þróun; hann hef- ur tekið tæknina í þjónustu minnihlutans, og þó kjör almennings hafi vissulega batnað í ýmsu tilliti, þá getur kapítalisminn aldrei skapað varanlega velferð. Auðurinn safnast stööugt á færri hendur, kreppan fer vaxandi og þó verkamaðurinn eigi kannski bíl og litasjónvarp þá hefur hann enga tryggingu fyrir því að það verði ekki tekið upp í skuldir þegar hann missir vinnuna. Verkalýðsstéttin hefur þar að auki ekkert umfram það sem hún þarf til að lifa en sú verður alltaf raunin meðan kapítalistar ráða eins og Karl Marx sýndi fram á“. Félagi Stalín og Moskvuréttarhöldin Þorvaldur gerði sér fulla grein fyrir því að aðdáun samtakanna á Stalín stuðaði marga Albaníu, já. Hefur ekki fremur lítið lagst fyrir hina „hárréttu“ stefnu Marx og Leníns, að hún blífi nú hvergi nema í einu ör- litlu landi og örlitlum hópum stuðnings- manna þess hér og þar um heiminn? „Kommúnisminn kemur til með að blífa um allan heim, það er enginn vafi á því. Og þó Albanía sé lítið land, þá er hún skínandi fordæmi fyrir alþýðu heimsins; sýnir að smáþjóð getur byggt upp sósíalisma í landi sínu og haldið fullu sjálfstæði þrátt fyrir andstöðu mestu hervelda heimsins. Albanía er nú föðurland sósíalismans og dæmi um að sósíalisminn er ekki einhver gömul minn- ing, heldur er hann lifandi þjóðfélagskerfi sem er þess megnugt að frelsa alþýðu heims- ins undan oki auðvaldsins. Ég vil líka vekja athygli á því að marx-lenínisminn er nú í glæsilegri sókn um allan heim. Á hverju ári eru stofnaðir ný.ir flokkar sem berjast undir merkjum frumherjanna fjögurra, og við erum í hópi þeirra. Það er taiað um að við séum kreddufastir, að stefna okkar sé óraunveruleg en reyndin er önnur þegar að er gáð. Við stöndum nú einir gegn auðvald- inu og heimsvaldastefnunni. Marx-lenínísk- ar hreyfingar um allan heim hafa nú með sér vaxandi samstarf og að sjálfsögðu hafa albönsku félagarnir að ýmsu leyti besta að- ptöðu, þar sem þeir hyggja nú þegar msíalískt ríki“. Og hvenær skyldi byltingin verða? „Það er alltaf talað um að byltingin sé í órafjarlægð, en ég er ekki viss um það. Það er að skapast byltingarástand í heiminum núna, í kjölfar kreppunnar og aukinnar heimsvaldastríðshættu, og við sitjum heldur ekki bara á rassinum og bíðum eftir bylting- unni. Við reynum að tengjast fjöldanum og auka stéttareiningu verkaíýðsins, jafnframt því sem við tökum þátt í daglegri baráttu hans. Þegar við höfum bolmagn til munum við síðan taka þátt í þingræðisbaráttunni með því að bjóða fram, en aðeins til þess að öðlast frekari áróðursgrundvöll. Ef við komumst á þing munum við nota þingið sem ræðustól fyrir byltinguna, og til þess að afhjúpa þingræðið". Fylkingin segir „Ekki ég“ Það vantar sem sé ekki að Baráttusam- tökin fyrir stofnun kommúnistaflokks hafi mikið á prjónunum. Þau hyggjast nota hús- eignina að Bollagötu 12 sem bækistöðvar sínar, ef þau hljóta hana í arf, sem enn er óvíst. Það eru þrír mánuðir þar til rennur út frestur til að skila kröfum í dánarbúið og síðan mun skiptaráðandi, Markús Sigur- björnsson, þurfa að taka afstöðu í þessu við- kvæma máli. Hafi fleiri en ein krafa borist Framhald á23. síðu

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.