Helgarpósturinn - 30.03.1983, Qupperneq 13
irinn Miðvikudagur 30. mars 1983.
20 metra og koma út úr gufumekki og kveikja
í blákesti. En þegar þangað kom, var skollið
á gjörningaveður mikið.
Þarna var einhver galdur í gangi“, segir
Arnar.
— Hvernig reynsla var þessi kvikmynda-
taka?
„Ég minnist þess ekki um nokkurn tíma, að
vinna hafi verið jafn fullnægjandi og ánægju-
leg í alla staði. Það ríkti mikið traust á milli
leikstjórans og leikaranna og maður gekk ör-
uggur að verki. Það var ánægjulegt að upplifa
það“, segir Arnar Jónsson.
,,Vonandi verður
hugarfóstrið að
hraustu og
skemmtilegu
barni."
— segir Helga Jónsdóttir,
sem fer með hlutverk dóttur-
innar.
,,Það má líkja þessu við Jerðalag“, segir Helga,
þegar hún talar um fyrstu reynslu sina i kvik-
myndaleik.
,,Þú færð handrit upp í hendurnar, sem er eins
og ferðaáœtlun og þú leggur af stað með kvíða-
blandinni eftirvœntingu. Það er undir sjálfum
manni komið og samferðafólkinu hvernig til tekst
með að vinna úr þvi, sem lagt er upp með. Mér
fannst þessi hópur ná mikilli samstöðu, og
vonandi tekst okkur að gera þetta hugarfóstur að
hraustu og skemmtilegu barni“.
— Myndirðu vilja leika aftur í kvikmynd?
„Já vissulega. Leikari er eins og hljóðfæri,
sem þú verður aldrei fullnuma á. Þegar þú
hefur fundið einhvern strenginn hljóma, er
alltaf hvetjandi að fá hina strengina til að
hljóma með og ná samhljómi. Svo má alltaf
stilla upp á nýtt og fullkomna hljóminn“.
— Hvers konar manneskja er þessi dóttir og
alþingismaður?
„Það eru mikil umbrot í persónunum. Þær
eru að sprengja utan af sér fjötra í endalausri
leit að lífsfyllingu. Hún hefur kannski óbeint
fyrir tilstilli móður sinnar tekið við föðurhlut-
verkinu. Hún gengur ekki inn í þetta venju-
lega kvenhlutverk, sem er að stofna heimili og
eignast börn. Hún er barmafull af ábyrgðar-
tilfinningu i starfi sínu og gagnvart móður
sinni og bróður. Hún týnir sjálfri sér ekki í
spretthlaupi eftir metorðum og hún freistast
ekki til að ráðskast með líf annarra, í skjóli
þess að vera á Alþingi. Hún getur enn skilið
kjarnann frá hisminu".
— Er svipur með ykkur?
„Reynsla hennar er önnur en mín, en þar er
ekkert, sem er mér algerlega framandi. Mér
finnst ég skilja hana tilfinningalega".
— Kom ekki eitt og annað skemmtilegt fyrir
á meðan á allri þessari vinnu stóð?
„Það kom eitt atvik persónulega fyrir mig.
Við vorum að filma við Höfða og ég hafði
keyrt þangað á eigin bíl. Við vorum að á
meðan ljósið entist, en þegar ég ætlaði að fara
heim, fundust bíllyklarnir ekki. Ég var keyrð
heim, þar sem ég náði í aukalykil, sem ég
notaði í næstu tvo til þrjá daga. Þá var hinn
lykillinn allt í einu kominn á sinn stað“.
Sá staður er nagli í anddyrinu heima hjá
henni. Og allir sóru það af sér að hafa komið
honum þangað.
— Segir þessi mynd okkur eitthvað um okk-
ur sjálf og samtíðina?
„Hún varpar fram spurningum um hvert við
erum að stefna og hvernig við ætlum að nýta
arfleifð okkar og þann kraft, sem býr í okkur.
Ég trúi því, að þessi mynd sé spennandi og
full af alls kyns skemmtilegum og óvenjuleg-
um hlutum“, segir Helga Jónsdóttir.
„Hafði ekki
mikið fyrir því
að skilja hana/'
— segir Þóra Friðriksdóttir
um móðurina.
Þóra Friðriksdóttir hefur aldrei leikið í kvik-
mynd áður, þótt eitthvað hafi hún komiö fram i
sjónvarpi.
,,Þetta var skrýtin reynsla", segir hún um þessa
frumraun sína.
.13
Helga Jónsdóttir leikur dótturina. Hér
er hún á kaffistofu Alþinigs ásamt Rúrik
Haraldssyni.
„Þetta var mjög skemmtileg vinna og gjöró-
lík öllu öðru, sem ég geri. Þetta er fyrst og
fremst mikil bið, og þegar kemur að þér verð-
ur þú að vera kominn í þá stemmingu, sem þú
þarft að gefa. Þetta er meiri andleg pressa en
á sviði, þar sem alltaf er hægt að betrumbæta
sig á milli sýninga, en þegar síðasta taka er
búin, er búið að afgrpiða hlutinn. Myndavélin
er svo næm, að ma'nni líður eins og örveru,
sem lögð er í smásjá. Þú blekkir engan,
þegar þú ert kominn fram fyrir myndavélina“.
— Ríkti önnur stemmning en er í leikhúsun-
um?
„Það er skemmtilegt að kynnast nýju fólki.
Þessi hópur kemur saman til að vinna að einu
verkefni, en í leikhúsi vinnur maður oft með
sama fólkinu“.
— Var gaman að glíma við móðurina?
„Auðvitað er gaman að glíma við þetta í
fyrsta sinn. Það var einstaklega gaman að
vinna með Kristínu. Hún er bæði svo
krefjandi og gefur mikið í leiðinni. Hún hefur
það lag, að þú gerir allt, sem þú getur fyrir
hana“.
Og Þóra segir frá því, er hún átti að gráta
fyrir framan appelsínufjall í Hagkaupum.
„Kristin sagði mér að standa fyrir framan
það og gráta eins mikið og ég gæti yfir þessum
appelsínum í plastpokum. Hún rak síðan alla
út nema kvikmyndatökumanninn og sagði
mér að taka mér þann tíma, sem ég þyrfti. Ég
stóð þarna litla stund og t;árin gusuöust út“.
— Eigið þið eitthvað sameiginlegt?
„Mér fannst ég ekki hafa mikið fyrir því að
skilja hana.En það var ekki fyrr en um miðjan
kvikmyndatökutímann, að Kristín sagði mér,
að hugmyndin að konunni hefði kviknað,
þegar hún sá mig leika í leikriti Jökuls Jakobs-
sonar „Hlæðu, Magdalena, hlæðu“.
— Er þessi kona hin alltumfaðmandi móð-
ir?
„Ég held, að sonurinn standi henni nær. Mér
finnst konan vera svo mikið sprottin upp úr
náttúru íslands, að hún á erfitt með að þola
það, sem dóttirin er að gera. Hún er komin á
þing og farin að virkja fallvötnin, breyta land-
inu og eyðileggja náttúruna, „vegna þess að
þessi kona er móðir Jörð“.
— Er myndin eitthvað meira en einhver
saga?
„Ég held, að hún segi tvímælalaust eitthvað
um okkur sjálf, alla firringuna í kringum okk-
ur og þennan darraðardans, sem við tökum
þátt í. Það eru allir að reyna að grípa guðinn
í fótinn", segir Þóra Friðriksdóttir.
aldinbragð
suðrœnna pðlma