Helgarpósturinn - 30.03.1983, Síða 15

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Síða 15
^pSsturinn. Fimmtudagur 31. mars 1983. Kristín Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri hjá Útsýn, í ítölskum karlafans. — Mynd: Jim Smart Þgnnig er ástinó á Italíanó... Ekki var annað að sjá en að seyð- firska stúikan Ingunn Gylfadóttir ætti hugi og hjörtu nærri eitt þús- und barna og foreldra, sem þjöppuðu sér inn á Broadway um Með farg fyrir brjósti Dýratemjarinn Robert Burris slapp furðulítt slasaður úr þreng- ingum sem hann lenti í þegar Hoxie Brothers hringleikahúsið, sem hann vinnur við, var að setjast að í Florida. Burris var að leiða fílana niður úr flutningabifreiðum þegar einn þeirra stjakaði við honum þannig að hann féll fyrir fætur annars. Sá hélt að Burris væri að gefa sér merki um að standa á haus, og það gerði hann - á brjóstinu á Burris, sem síðan hefur að sögn einkum laðast að smáfuglum. Blaðafulltrúi í erfiðleikum Útí heimi eru blaðamenn jafnan miklum mun ágengari við yfirvöld í spurningum sínum en hér tíðkast. Því fékk blaðafulltrúi Prem Tinuslanonda, forsætisráðherra Thailands, að kynnast ekki alls fyr- ir löngu, samkvæmt frásögn blaðs- ins Bangkok Post. Þegar fulltrúinn lýsti því yfir á blaðamannafundi að hómósexúa- lismi væri harla léttvægt vandamál í Thailandi fóru spurningar frétta- mannanna að beinast óþægilega nálægt persónu forsætisráð- herrans. Af hverju var forsætisráð- herrann ekki giftur, var spurt. „Kannski langar hann ekki að gift- ast, kannski leiðast honum konur“, svaraði fulltrúinn. og var þá um leið spurður af hverju yfirmaður hans klæddist svo pempíulega sem raun bæri vitni og af hverju svefnher- bergi hans væri bleikt. Blaðafulltrúinn vildi fyrir alla muni enda fundinn og svaraði ekki spurningunum heldur lýsti þvi yfir að Prem hershöfðingi væri „mjög karlmannlegur maður“, og það vissu allir sem til hans þekktu. Og til að taka af allan vafa bætti hann við: „Stundum þegar einhver segir eitthvað ósmekklegt þá öskrar Prem á viðkomandi". Síðan var fundinum slitið. síðustu helgi. Þar var fjölskyldu- skemmtun á vegum Útsýnar í tilefni af því að i maí n.k. eru liðin tíu ár síðan Útsýnarfarþegar fóru í fyrstu ferðina tii Lignano á Ítalíu. Ingunn söng þrjú lög af nýút- kominni plötu sinni, Krakkar á krossgötum; hún fór léttilega um sviðið og lét sig ekki muna um að - syngja fullum hálsi við undirleik af segulbandi. Það hafði líklega ekki hvarflað að henni að bæra varirnar, eins og tíðkast hjá mörgum er troða upp á skemmtistöðum til að kynna plötur sínar. En tilefnið var sem sagt tíu ára afmæli starfsemi Útsýnar í Lign- ano. Hingað komu um síðustu helgi sjö ítalir, sem allir tengjast ferða- bransanum í Lignano og Trieste á einhvern hátt. Þetta voru allt full- orðnir karlmenn og ekki beinlínis neinir Rómeóar. En það var stutt í ítölsku glaðværðina: þegar þeir voru kallaðir upp á svið í Broadway til að taka þátt í stjórn gjafahapp- drættis hvöttu þeir hver annan ó- spart með klappi, hrópum og hlátrasköllum. Og það var ekki laust við að þeir smituðu út frá sér. Lignano hefur á þessum tíu árum fengið orð fyrir að vera upplagður fjölskyldustaður fyrir þá, sem telja gott að busla í volgum sjó og láta sólina baka sig í hvítum sandi. Krakkarnir geta vaðið í sjónum án þess að hætta sé á að þau fari of djúpt, karlarnir við hótelin eru handsnöggir ef krílin detta vitlausu megin ofan í sundlaugarnar; tals- vert er af ágætum verslunum á staðnum (sem er lokað yfir vetrar- mánuðina, enda Lignano Sabbia- doro „sérhönnuð" sumarleyfis- paradís), ágætt Tívolí og Bryndís Schram er einn fararstjóranna. Enginn verður biskup með barsmíðum Ambrosios Lenis, biskup í Patras á Grikkíandi, var fyrir skömmu kærður fyrir árás eftir að hann hafði í bræði mölbrotið sjónvarps- tæki, sem tvær nunnur höfðu laumað inni bænaklefa. Nunnurn- ar voru að horfa á æsispennandi knattspyrnuleik og uggðu ekki að sér fyrr en biskupinn stóð yfir þeim. Þær kærðu hann fyrir lögreglunni og fóru fram á skaðabætur fyrir sjónvarpstækið. tónlist Hallgrímskirkja: Passíutónleikar 30. mars kl. 20.30 Flutt veröur „Lítil píslarganga" eftir Þorkel Sigurbjörnsson með mynd- skreytingum eftir Snorra Svein Friðriksson. Söngtextareru val- in vers úr Passlusálmunum. Meðal. flytjenda er Friðbjörn G. Jónsson söngvari. Þáverðurfrumfluttnýttverk Þorkels við kvöldbænir séra Hall- grims og tveir passíusálmar verða fluttir með nýstárlegum hætti. Pólyfónkórinnsyngursvoviðmorgun- guösþjónustu á föstudaginn langa og Mótettukórinn syngur við báðar hátiðarmessurnar á páskadag. Dómkirkjan: Á morgun, skirdag, kl. 20.30 verður haldið kirkjukvöld bræðrafélags Dómkirkjunnar. Kvöldið verður í um- sjá KFUM og K. Marteinn Hunger Friðriksson leikur á orgel, Séra Þórir Stephensen flytur ávarp, Sigurður Pálsson formaður KFUM i Reykjavik flytur ávarp, Jóhanna G. Möller syng- ur einsögn, Einar Th. Magnússon les úr fösturæðu eftir séra Friðrik Frið- riksson og loks er altarisganga og sálmaðöngur. Háskólabíó: AA-menn halda almennan fund á föstudaginn Isnga kl. 20. Öllum heim- ill aðgangur. 15 ■■■■■ Þaðermargt ■semmáH í útibúi okkar að Suðurlandsbraut 30 bjóðum við öllum viðskiptavinum okkar upp á margar gerðir eldtraustra geymsluhólfa gegn vægu gjaldi. Hvort sem um er að ræða verðmæta skartgripi, verðbréf, afsöl, fágæta bók, persónulegt bréf eða annað sem er þér mikils virði og má ekki glatast, þá er geymsluhólfið örugg og ódýr lausn. hú þarft aðeins að sækja um hólf við þitt hæfi, útfylla tilheyrandi pappíra og þú hefur eignast trausta hirslu sem enginn hefur aðgang að, - nema þú. Kynntu þér þessa þjónustu hún er einmitt fyrir þig Munið næturhólfln Þau eru nauðsynleg öryggisþjónusta líka Alþýðubankinn hf. Laugavegi 3t-sími 28700 —Útibú Suðurlandsbraut 30 -sími 82911 it Björt og vistíeg billiardstofa Skipholt 37 Billiard er íþrótt fjölskyldunnar

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.