Helgarpósturinn - 30.03.1983, Side 7
7
Soffía Jakobsdóttir og Jóhann Sigurðarson í Guðrúnu Leikfélags
Reykjavíkur — túlkun höfundar á persónum sögunnar felst fyrst
og fremst í að einfalda þær, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn
sinni.
Leikfélag Reykjavíkur:
Guðrún — sjónleikur byggður á Lax-
dœlasögu.
Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir
Tónlist: Jón Asgeirsson:
Leikmynd og búningar: Messíana
Tómasdóttir.
Lýsing: David Walters.
Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir.
Leikendur: Ragnheiður Arnardóttir,
Jónann Sigurðsson, Harald G.
Haraldsson, Jón Hjartarson, Soffía
Jakobsdóttir, Valgerður Dan, Jón
Júlíusson, Aðalsteinn Bergdal, Hanna
María Karlsdóttir.
Mér virðist einkum vera tveir
kostir fyrir hendi fyrir þá sem
ætla sér að semja leikgerð sögu.
Annar er sá að sýna sögunni full-
an trúnað og reyna að segja hana
með einhverskonar myndaröð
sem fylgir sögunni nokkuð grannt
eftir. Hinn kosturinn er sá að
brjóta söguna upp og semja á
grundvelli efnis hennar og per-
sóna dramatískt verk þar sem
sagan sem slík er að mestu látin
lönd og leið. í fyrra tilfellinu er oft
gengið út frá því að áhorfandi
kunni nokkur skil sögunnar en í
því seinna á slíkt að vera óþarfi,
því verkinu er þá ætlað að standa
á eigin fótum og lúta eigin lög-
málum um framvindu, lögmálum
sem byggð eru inn í verkið.
Mér virðist að margar þær leik-
gerðir sem settar hafa verið hér á
svið á undanförnum árum ætli sér
að gera hið seinna en lendi oft í að
vera hið fyrra. Það sýnir kannski
öðru fremur hversu vandasamt
verk hér er á ferðinni, hversu erfitt
er að ná fram yfirlýstu markmiði
í þessu efni, eilífðarvandamálið
að framkvæma teoriuna í praxís.
Laxdæla — Guðrún
Nú er ljóst mál að það er ekki
áhlaupaverk að semja leikverk úr
efni Laxdælu. Laxdæla er í hópi
hinna stærstu íslendingasagna
þar sem margt fólk kemur við
sögu og mörgum sögum vindur
fram. Flest þetta efni er þó annað-
hvort undirbúningur eða afleið-
ing atburða í kjarna sögunnar, en
það eru samskipti Guðrúnar
Ósvífursdóttur og fóstbræðranna
og frændanna Kjartans Ólafs-
sonar og BollaÞorleikssonar. Hin
magnþrungnu örlög þeirra í sög-
unni eiga margvíslegai rætur,
sumpart liggja þær í ættarfylgju
og atburðum sem gerast fyrir
þeirra daga, í annan stað liggja
þær í persónuleika þeirra sjálfra,
og enn liggja þær í yfirnáttúruleg-
um atburðum. Örlagavefur þeirra
er því spunninn úr mörgum þátt-
um sem þau ýmist hafa á valdi
sínu eða ekki.
Þessi margþætti vefur gefur
höfundi sem vill brjóta söguna
upp og semja leikverk marga
möguleika til túlkunar.
Mér finnst leikverk Þórunnar
Sigurðardóttur falla sundur í tvo
hluta. í fyrri hluta verksins þar
sem fjallað er um aðdraganda
stórtíðindanna beitir höfundur að
mestu hinni fyrri aðferð sem hér
að framan var getið. Stiklað er
mjög á stóru um framvindu sög-
unnar og brugðið upp svipmynd-
um af einstökum atburðum. Eru
atriðin mjög mörg og flest smá,
leikendur eru á þönum út og inn
af sviðinu svo áhorfandi má hafa
fullt í fangi með að rifja upp
söguna til að átta sig á hvað er um
að vera. í þessum hluta er einnig
lögð áhersla á hið yfirnáttúrulega
efni í sögunni. í seinni hlutanum
tekst hinsvegar að nálgast veru-
lega hina seinni aðferð, að skapa
dramatíska spennu og dramatíska
framvindu á sviðinu, að láta leik-
inn renna fram á eigin forsendum.
Þar er einnig lögð áhersla á að
sýna hvernig persónurnar sjálfar
skapa sér örlög með breytni sinni
sem á rætur í skapgerð þeirra, eins
og höfundur vill túlka hana . Er
seinni hlutinn sem þessu nemur
betri en hinn fyrri.
Persónur
Aðalpersónur Laxdæla sögu
eru allar svo þekktar að þær eiga
sér ákveðinn stað í hugskoti þeirra
sem lesið hafa söguna og jafnvel
annarra einnig. Höfundur leik-
verks um þessar persónur mætir
því fyrirfram eigin hugmyndum
áhorfanda um þessar persónur og
hætt við að áhorfendur meti per-
sónurnar á sviðinu eftir því hvern-
ig þær koma heim og saman við
þeirra mynd af persónunum. Það
er því hætt við að sá samanburður
verði ærið ósanngjarn og smekk-
bundinn.
En þetta er áhætta sem ekki
verður hjá komist að taka ef á
annað borð á að vinna með slíkar
persónur.
Eitt megineinkenni og um leið
meginkostur persónusköpunar
aðalpersóna íslendingasagna er
að persónurnar eru margræðar.
Athafnir þeirra eru drifnar áfram
,af flóknu samspili tilfinninga,
hvata, siðalögmála og arftekinna
skyldna, auk álaga og yfirnátt-
úrulegra afla. Mér finnst höfund-
ur sjónleiksins ekki notfæra sér
nógu vel þá möguleika sem þetta
efni býður uppá. Mér sýnist túlk-
un hennar á persónunum fyrst og
fremst felast í að einfalda þær.
Það verða fyrst og fremst berar
tilfinningar sem ráða gjörðum
þeirra og annað kemur lítt eða
ekki til. Við þetta missa per-
sónurnar verulegan hluta af því
seiðmagni sem þær annars búa
yfir. Ýkji maður svolítið, má segja
að Kjartan sé eigingjarn frama-
gosi sem vill fá allt og fara sínu
fram hverju sem tautar og raular.
Hann elskar Guðrúnu en fer samt
frá henni gegn vilja hennar út í
heim til að öðlast frægð og frama
og virðist ætla að ganga að henni
vísri eftir þrjú ár eins og hverri
annarri mublu, eins þó að hann sé
að digga við aðrar stelpur í út-
löndum. Það er eigingirni og
sjálfselska sem ræður hans gjörð-
um. Bolli er vinurinn sem neytir
færis að stinga undan vini sínum
og fóstbróður nánast með lygum
og leggst lítið fyrir kappann að
það eitt komi til. Sjálf Guðrún á í
sjónleiknum aðeins tvo póla sem
hún hverfist um: ást og hatur.
Hún elskar Kjartan, en trúir Bolla
að hann komi ekki aftur og eins
og hefnir sín með að giftast Bolla.
Þegar hún uppgvötar hvers kyns
er hatar hún Bolla og fær hann til
að drepa Kjartan, sem hún elskar
þrátt fyrir allt en hatar um leið, en
þó leggur hún einkum hatúr á
Hrefnu, sem hún ann alls ekki að
eiga Kjartan. Samkvæmt sjón-
leiknum eru það hreinar hvatir af
þessu tagi sem ráða gerðum Guð-
rúnar.
Um aðrar persónur í leiknum
skál fátt sagt. Flestar þeirra eru
svipmyndir sem aðeins koma
fram stutta stund í senn. Ég get
samt ekki annað en gert þá at-
hugaemd að litið er eftir af þeim
stórhöfðinglega Ólafi pá, sem
boðinn var konungdómur á ír-
landi.
Búnaður og búningar
Á síðustu öld og langt fram á
þessa var það alsiða að glæsa
söguöldina sem allra mest og var
það liður í sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga og mikilvægur þáttur í
að efla þjóðernisvitund þeirra. Á
seinni árum hefur það verið mikil
tíska að afglæsa þennan tíma ef
svo má að orði komast, og hefur
sú tíska verið nauðsynleg eða
jafnvel æskileg svo langt sem það
nær.
í sviðsbúnaði og búningum er
þessari stefnu fylgt í sjónleiknum
um Guðrúnu. Nú vill svo til að
Laxdæla er frábrugðin öðrum ís-
lendingasögum að því leyti að þar
er að finna margar lýsingar og ná-
kvæmar á búningi manna og er
mikið lagt upp úr skarti og glæsi-
leik. Þessa glæsileika sér lítt stað
í sýningunni og finnst mér nokkur
eftirsjá að því. Kemur það
kannski ekki að verulegri sök með
unga fólkið, þó stundum skjóti
skökku við að talað er um skart
sem svo ekki sést, en öllu verra
verður það t.d. í búningum þeirra
stórhöfðingjanna Ósvífurs og
Ólafs pá sem eru búnir eins og á-
lappalegir kotkarlar. Hér hefði að
mínu viti mátt finna einhvern
milliveg á milli eldri hugmynda
um stórglæsileik sögualdar og al-
gjörs hversdagsbúnaðar sýningar-
innar. Hér ber enn að sama
brunni að erfitt er að feta öng-
stigið milli nýsköpunar og trúnað-
ar við efniviðinn.
Leikendur
Svo sem rakið er hér að framan
finnst mér höfndur leggja nokk-
uð einhliða skilning í persónur
verksins og kemur það vissulega
fram í sýningunni, en höfundur er
einnig leikstjóri og vant að sjá
hvar verki höfundar lýkur og leik-
stjórinn tekur við.
Leikararnir, og þá einkum þau
sem leika Bolla, Kjartan og Guð-
rúnu hafa því úr tiltölulega þröng-
um persónuskilningi að moða. En
miðað við gefnar forsendur er
margt gott um leik þeirra að ségja.
Ragnheiður Arnardóttir hefur
mikla burði sem leikkona og gerir
margt vel, einkum þegar beita
þarf því bragði íslendingasagna
að láta uppi með látbragði meira
en sagt er með orðum. Sama er að
segja um Harald G. Haraldsson í
hlutverki Bolla, sem er einna heil-
steyptust mannlýsing sýningar-
Framhald á 23. síðu
Miles & Monk á klúbb
Thehnious Monk Live ai The Jazz
Workshoþ (CBS 88607) Miles Dawis
LiveAi The Plugged Nickel (CBS 88606)
Dreifing: Steinar hj.
Það er mikill fengur að þessum
tveimur tvöföldu albúmum fyrir
alla aðdáendur Miles & Monks.
Monk er látinn og Miles allur
annar en hann var 1964 er hann
blés á The Plugged Nickel. Þessar
skífur eiga það sammerkt að vera
teknar upp á djassklúbbum og
eftir Vernharð Linnet
gefa góða mynd af efnisskrá snill-
inganna þessi árin. Að vísu hafa
þeir marghljóðritað allt sem hér
má finna, en það er ekkert verra
fyrir það. Lengi hefur það verið
lenska í djassheiminum að gefa allt
það út er meistaramir hafa látið
frá sér fara - allt sem hljóðritað
hefur verið á tónleikum og meirað
segja þær upptökur úr hljóðverum
sem lagðar voru til hliðar, jafnvel
brot og brotabrot. Þetta er álíka og
öll uppköst góðskáldanna væru
látin á þrykk út ganga, slíkt
þjónaði aðeins þeim er legðu sér-
staka stund á viðkomandi höfund
- ekki hinum almenna lesanda.
Dálítið öðru máli finnst mér gegna
þegar heilir tónleikar (eða því sem
næst) eru gefnir út eins og hér þá
fáum við óvenjulega hlutdeild í
augnabliki sköpunarinnar heima í
stofunni, en eins og hjá öðrum
tónlistarmönnum breytist verk-
efnaskrá djassleikarans lítið frá
degi til dags og því verða skífurnar
ansi keimlíkar sé of mikið gefið út
af slíku efni - sérí lagi hjá manni
eins og Monk sem lék yfirleitt
sömu verkin ár eftir ár. En það eru
ekki margir heillegir Monk
konsertar á markaðnum og það
var mikill kraftur í kvartettinum í
The Jazz Workshop í San
Fransisco þann 4. nóvember 1964.
Charlie Rouse var kominn á tenor-
inn, Larry Gale sló bassa og Ben
Riley trommur. Gömlu meistara-
verkin voru leikin: Well you
Needil’t og Round About
Midnight með nýjum krafti og
dálítið hraðar en áður og Monk
vitnar meirað segja í dixí í því fyrr-
nefnda. Svo má heyra Ba-lue
Bolivar, Bemsha Swing, Blue
Monk, Misterioso, Hackensack og
Bright Mississippi leikin með
dúndri. í lokin er Epistrophy leikin
af dulmagnaðri sveiflu sem ekki
hafði heyrst áður i því verki. Auð-
vitað sest Monk við píanóið aleinn
eftir pásurnar og leikur ballöður
áður en kvartettinn mætir til leiks.
í fyrra skiptið er það Don’t Blame
Me sem leiðir í Ba-lue og síðar
Memories of you, eftir gamla
brýnið Eubie Blake sem lést á
dögunum hundrað ára gamall, og
endar á Just you. Just you kemur
víðar við sögu á skífunum. Monk
byrjar að leika verk sitt Evidence,
sem byggt er á j ust you hljóma-
ganginum og í sóló Rouse fer hann
allt í einu að hamra I Got Rythm á
la Waller, hann leikur ekki undir í
öðrum kór Rouse en spinnur sjálf-
ur yfir I Got Rythm; auðvitað er
þá deginum ljósara að meistarinn
vill leika Rhytm-A-Ning, sem hann
samdi yfir I Got Rhythm. Þá er að-
eins ónefndur einn ópus á þessum
skífum, kynningarlag Tommy
heitins Dorseys I’m Gettin sen ti-
mental Over Ýou, en það þekkjum
við íslendingar vel af túlkun Bob
Magnússon og félaga á Jazzvöku
(JV002). Önnur útgáfa á þessu lagi
með Monk er til og vill svo til að
hún er hljóðrituð á sama stað
deginum áður (er á Misterioso
CBS 62620), inngangur Monks er
skemmtilega ólíkur á þessum
tveimur útgáfum. Ekkert af þess-
um hljóðritunum hefur áður
komið út og er það kærkomið í
hillur allra aðdáenda Monks svo
og tilvalið fyrir þá er vilja kynnast
meistaranum í snarhasti.
Djass er spuna tónlist, ein-
leikarar spinna sólóa sína á staðn-
um - hljómar, skalar, laglínur,
rýþmi og hughrif alls konar verður
þeim yrkisefni. Mjög er misjafnt
hversu ortur sóló breytist frá degi
til dags, eða jafnvel ári til árs.
Helstu einleikarar djasssögunnar:
Louis Armstrong og Charlie
Parker, voru eins og dagur og nótt.
Armstrong breytti sjaldan sólóum
sínum til muna eftir að sköpun var
lokið, Parker aftur á móti lék
aldrei tvisvar eins í sama lagi. Þetta
segir auðvitað ekkert um gæði
þeirra. Allskonar jólasveinar hafa
aldrei munað moðsólóana sína frá
degi til dags - þeir eru ekkert betri
fyrir það.
Þó margir haldi slíkt. Miles
Davis er einhverstaðar á milli
Armstrongs og Parkers að þessu
leyti og auðvitað er fengur að
skífunum hans fyrir aðdáendurna
(þær hafa að vísu verið gefnar
áður út af sony/ CBS í Japan), en
það er til margfalt betri læf Davis
frá þessum tíma: My Funny
Valentine (CBS 62510) og Four &
More (CBS 62655) tekin upp í Fíl-
harmóníuhöll New York borgar
12. febrúar 1964. Davis og dreng-
irnir hans: Wayne Shorter, tenor-
isti, Herbie Hancock, píanisti,
Ron Carter, bassaleikari og Tony
Williams, trommari, voru að leika
á The Plugged Nickel í Chicago á
Þorláksmessu 1965. Sum lögin
voru þau sömu og á fyrr nefndum
albúmum: Walkin so what, AU
Blue og Stella By Starlight. Aðrir
ópusar frá TPN eru Agitation, On
Green Dolphin Street, Round
About Midnight og Yesterdays.
Sum verkin höfðu verið á efnis-
skrá Davis á annan áratug og orðin
dálítið þreytt, enda ekki mánuður
í hljóðritun tímamótaskífunnar
ESP (CBS 62577). Eftir þá hljóð-
ritun hurfu þau verk er hér má
heyra fljótt af efnisskrá Davis.
Auðvitað er gaman að hlusta á
þessar skífur og allir spila dreng-
irnir yndislega - en það er bara til
svo mikið af betri Davis.