Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 16
Ur fíkniefnaheiminum: Fíkniefnaneysla unglinga mun fara ört vaxandi og aldur þeirra sembyrja sifellt iækkandi. Við höfðum uppá 14 ára stúlku sem hef- ur þegar talsverða reynslu af fíkniefnum og hún féllst á að eiga við okkur eftirfarandi spjall með þeim skilyrðum að hvorki yrði birt mynd af henni né sagt hvað hún héti. — Af hverju byrja krakkar að nota þessi efni? I „Fyrst í stað er það vegna þess að þetta þykir æðislega fínt eða töff og svo er þetta æðislega gott. Síðan fær maður eftirköst af pillunum: fer allur að titra, ræður ekki við sig, ^ finnst einsog innyflin séu að ganga uppúr manni, — og þá þarf maður fleiri pillur til að laga líðanina og þannig ánetjast maður þessu. Mað- ur notar þetta líka til að gleyma öllu. óþægilegu sem hefur komið fyrir , t.d. ef maður hefur gert eitthvað I sem ek ki er hægt að taka til baka og | erfitt er að gleyma“. j — Eru það einhverjir sérstakir j hópar sem nota þessi efni, krakkar | með svipaða lífsreynslu, eða bara | hver sem er? I i „Þetta eru mjög misjafnir krakk- I ar, en þeir eru flestir sem gengur illa í skóla, búa við erfiðar heimilisað- stæður og svoleiðis". — Hvaða efni eru mest notuð? „Diasipam, valium, mogadon og hass. Við erum lítið i líminu, það eru aðallega yngri krakkar sem finnst töff að laumast inn á klósett og sniffa. Sjálf hætti ég að sniffa eftir að ég var búin að innbyrða svo mikið lím að það var farið að leka aftur útúr mér. Þá fékk ég ógeð. Svo er dáldið um blöndur af barbiloni og heróíni sem maður sprautar í sig. Og tregga sem er flogaveikilyf sem maður tekur og verður svo uppdóp- aður daginn eftir. Það er lítið um morfín í okkar hópi, það eru aðal- lega eldri krakkar sem nota það“. — Hvað með brennivínið? „Ja, við notum það oftast með, en ekki i miklu magni. En þegar ég hætti alveg í pillunum og hassinu um daginn þá djúsaði ég mikið í staðinn. Ég hætti í 3/2 viku, en sprakk svo einn daginn þegar það var allt fullt af þessu í kringum mig“. — Er auðvelt að ná i þessi efni? ,,...þá er manni alveg sama...“ „Já, ég get gert það hvenær sem er, það er ekkert mál. Ég fæ þetta oftast gefið, margir þurfa auðvitað að kaupa, en ég hef kannski keypt pillu á 5 kall þegar hún er annars seld á 20 kall. Þetta er útum allt, t.d. mikið á Hlemmi, Kaffitorginu, uppí Brautarholti og svo eru mörg hassbæli í bænum. Svo veit ég t.d. um stelpu sem vinnur í apóteki sem selur glas af morfíni á 500 kall“. — Hefurðu lent í fíkniefnalög- reglunni? „Já, oft. Ég er farin að venjast því að lenda í henni. Þar er maður klæddur úr og leitað í fötunum, og manni er hótað með ýmsu, en þegar maður er ekki með neitt á sér þá veit maður að þeir geta ekkert gert og þá er manni alveg sama um þetta“. — En finnst þér einhver framtíð í þessu, — ætlarðu ekki að hætta? „Ég lifi bara fyrir einn dag í einu, og það eru allir dagar eins, það skeður það sama á hverjum degi. Og það er miklu skemmtilegra að vera dópaður, það er betra að vera þannig. Þegar maður kemur aftur til raunveruleikans er allt svo ömur- legt. En ég veit að ég á örugglega eftir að hætta þessu, — ég hætti þegar ég vil..“ fflstarfsvika í FeHaskólaUII llliiiiiiiiiHinniiiHimiHHiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiliMmmttmlllmllllll Tveir kennarar á tali í upptöku í studíói Fellaskóla „Þetta er tveggja ára draumur sem er að ræt- ast“, sagði einn kennar- anna í Fellaskóla um starfsvikuna sem hófst mánudaginn 21.3 þ.m. Megintilgangur slíkrar starfsemi er að brjóta upp hefðbundið skóla- starf og auka persónuleg tengsl milli kennara og nemenda. Það vill oft gleymast að nám er ekki bara að lesa, skrifa og reikna. Nám er líka verkleg vinna og það að taka ábyrgð á því starfi sem viðkomandi hefur valið sér með tillit til þess að vinna að því frá upphafi til enda. Við undirbúning á verkefnavali var leitað eftir hugmyndum frá kennurum og nemendum. Þær hugmyndir sem komu fram urðu að hafa hagnýtt gildi og sýnilegan ár- angur. Einnig var reynt að sniða valhópa að áhugasviði nemenda. Þegar undirbúningi var lokið var búið að finna 18 nothæfa hópa og var 260 nemendum skipt á þá. M.a. er í gangi blaðhópur sem gefur út fréttablað daglega, og tek- ur viðtöl við nemendur og kennara. Matreiðsluhópur sem selur mat i hádeginu á þriðjudag og fimmtu- dag, og safnar uppskriftum í mat- reiðslubók og prófar flesta réttina. Ljósmyndahópur sem er sífellt að taka myndir og framkalla sjálfir. Einnig hafa nokkrir nemendur sett upp videó stúdíó og eiga viðtöl og studíoupptökur að fara þar fram. 1 einum hópnum fer fram könnun á Fellahverfi og könnun í 5r—9. bekk á íþróttaiðkun í Breiðholti og hlaupið víðavangshlaup, til að safna fyrir videói. Einnig leitar einn hópurinn að harmsögu íþróttafél agsins Leiknis og voru lagðir spurn- ingalistar fyrir 7—9 bekk. Hópur- inn um skyndihjálp fór í almanna- varnir á mánudag, slökkvistöðina á þriðjudag og heldur síðan nám- skeið. Plaggathópurinn er nokkurs- konar starfandi auglýsingastofa meðan á þessari viku stendur. Ann- ar hópur skreytir íþróttasalinn fyrir árshátíðina. Skemmtihópurinn ger- ir skemmtiprógram sem hann sýnir yngri deildum skólans. Úti á skólalóð eru smíðuð og sett upp leiktæki og einnig eru ýmis húsgögn smíðuð. Gerðar eru gar- dínur fyrir glugga á kennslustofum 7—9. bekkjæ og er þrykkt á þær. Einnig sér einn hópurinn um gerð veggteppa og að hengja þau upp á göngunum. Svo eru ýmsir smáhlut- ir unnir úr leðri, tágum, eldspýtum og íspinnum og á að selja eftir páska. Rekstrarhópurinn starfar í samvinnu við umsjónaraðila vik- unnar. Hann sér um ýmislegt snatt fyrir aðra hópa og er tengiliður út á við. Starfsvikunni lýkur svo með árs- hátíð á föstudaginn. Þar verður boðið upp á mat og skemmtiatriði. Vikan líkar vel Blaðamaður heimsótti nokkra hópa og tók nemendur tali. Fyrstur varð á vegi hans upptökusalur video-hópsins. Þar var margt um manninn og nóg að gera. Þeir Hlyn- ur og Ingimundur (9. bekk) leið- beinendur gáfu sér þó tíma til smá viðtals. Blaðamaður spurði fyrst hvað færi fram í þessum hópi. Þeir Þetta efni vann Gísli Sigurgeirs- son, nemi í Hlíðaskóla fyrir Stuðarann, en hann dvaldi í starfskynningu á Helgarpóstin- um í síðustu viku. Hann naut aðstoðar tveggja blaðafulltrúa úr Fellaskóla, Helga Bjarnason- ar og Sigrúnar Halldórsdóttur sögðust ætla að ná vikunni á filmu, bæði videó og ljósmyndunar, og gera þátt um hana með viðtölum við nemendur og kennara. Þeir kváðust hafa góð tæki til framköll- unar og stækkunar mynda, en sögðu að aðstaðan væri heldur þröng. Svo sögðu þeir að þeir væru 8 í ljósmyndunarhópnum, en 4 í video-hópnum. Flest videotækin sögðust þeir hafa fengið lánuð hjá Baldri baðverði í íþróttahúsinu. Að Þeir Hlynur og Ingimundur í studíoinu. Blaðamennirnir Kjartan og Kristinn Rannveig, Sigríður og Guðrún í Matreiðslu- Gunnar, Róbert og Þórir í skemmtihópnum hópnum lokum sögðu þeir að þessi vika hefði verið mjög ánægjuleg, þrátt fyrir það að hún hefði verið býsna strembin fyrir sig. Svo hélt blaðamaður áfram og hitti fyrir þrjá unga drengi með trommur og í mjög skrítnum föt- um, sem heita Gunnar, Þórir og Ró- bert. Spurði blaðamaður þá í hvaða hópi þeir væru. Þeir svöruðu því til að þeir væru í skemmtihópnum, sem ætti að skemmta krökkunum í 6—12 ára deildunum. Þeir voru nú ekki búnir að semja öll skemmtiatr- iðin, og áttu eftir að æfa meira. Að lokum vildu þeir koma því að að þessi vika væri mjög góð tilbreyt- ing. Og áfram hélt svo blaðamaður rölti sínu, og hitti þá Kristin og Kjartan, sem voru að vinna að skólablaðinu. Þeir sögðu að í blað- inu væru mest fréttir og viðtöl innan skólans. Einnig sögðu þeir að það ætti að koma þrisvar út. Um útgáfuna sögðu þeir að þeir kæmu hingað inn á bókasafn, en þar hefur blaðið aðsetur, með fréttirnar og viðtölin, þar tækju kennararnir við og settu þau upp og síðan væri það ljósritað. Þeir sögðust vera 15 í hópnum og undir stjórn jóns Barðasonar og Sigurðar Helga- sonar. Að lokum sögðu þeir að þeim líkaði þessi vika bara vel. Og enn hélt blaðamaður áfram. Allt í einu fann hann matarlykt, og elti hana. Brátt komst hann að því að hún kom úr eldhúsi skólans. Þegar þangað kom rakst hann á þær Rannveigu, Sigríði og Guð- rúnu. Er hann spurði þær að því hvernig starfi þeirra hóps væri háttað, svöruðu þær að hópnum væri skipt þannig að tveir og tveir væru saman í hóp. Svo vinnur hver hópur að því verkefni sem honum væri ætlað. Þær sögðu að í hópnum i heild væru 11 manns, tveir strákar og níu stelpur. Þær kváðust vera að elda mat, sem ætti svo að setja í uppskriftabók, sem ætti að gefa út núna strax eftir páskana. Þær vildu meina að maturinn væri mjög góð- ur. Yfir þeim eru þrír kennarar, einn sem er yfir öllu, en svo tveir sem væru með þeim og til aðstoðar t.d. að þýða uppskriftir. Að lokum sögðu þær (eins og allir hinir við- mælendurnir) að þeim líkaði vel við þessa starfsviku. Gísli Sigurgeirsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.