Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 30.03.1983, Blaðsíða 19
@l™ *“udagur 30. mars 1983. Tvær æfingar í kastþröng Á-3-2 Á-10-7-6 Á-K-5 10-9-6 G-3-2 G-8-4-3 Á-K-D-G-4-2 Sagnir: vestur 3 spaðar - dobl pass - pass - norður - austur - suður - pass - 6 lauf - pass Spaða kóngi er spilað út. Við teljum slagina og sjáum að við eigum örugga tíu topp-slagi. Ellefta slag fáum við með því að trompa tígul í borði, en við höfum eiginlega ekki efni á því vegna hjartans. Þar er líka tapslagur. Tíguldrottning gæti verið önnur, en við skulum ekki treysta því. Fullt eins sennilegt er að vestur eigi há-hjarta annað og sé svo getum við þvingað austur í rauðu litunum Þannig voru spilin: S Á-3-2 H Á-10-7-6 T Á-K-5 L 10-9-6 S K-D-G-10-9-8-4 S 7-6-5 H K-5 H D-9-8-4 T 9-6 T D-10-7-2 L 8-6 L 7-3 S - H G-3-2 T G-8-4-3 L Á-K-D-G-4-2 Vestur lætur spaða kóng. Gef- inn í borði og trompaður heima. Þá spilum við trompi tvisvar og þar með eru andstæðingarnir tromplausir. Látum hjartaþrist- inn og svínum með tíunni. Austur fær á drottninguna. Hann vill að Sagnir: vestur norður austur suður 1 tígull pass pass dobl 2 lauf pass 2 tíglar 2 hjörtu pass 3 hjörtu pass 4 hjörtu Vestur lætur kóng og ás í tígli. Austur fylgir lit. Við trompum þriðja tígulinn. Spilum trompi. Vestur lætur tígul. Austur tekur með ásnum og lætur laufa níu. Hvað gerum við nú? Við erum með örugga níu slagi. Þann tíunda getum við fengið ef spaða svínan tekst. Við megum búast við mikilli fátækt hjá aust- ur. Hann er búinn að sýna tromp- ásinn en sagði pass þegar vestur opnaði sögn. Því er vonlítið að spaða daman sé hjá honum. Við vitum með nokkri vissu að vestur á skiptinguna 3-0-5-5. Því skulum við gleyma þeim möguleika að spaða daman sé önnur þar svo að hún falli ef ás og kóng er spilað. Eini möguleikinn til vinnings er sá, að spilin liggj þannig: s Á-5-3 H T L S D-6-4 H - T Á-K-D-10-4 L D- G-10-7-4 S H T L D-9-4-3 9-6-5 5-3-2 S 10-9-7-3 H Á-7-2 T 8-7-2 L 9-8-6 K-G-8 K-G-10-8-6-5 G-3 Á-K Með því að láta austur vera með bæði tíu og níu í spaða, vinnum við spilið með því að kvelja and- stæðingana og spila látlausu trompi og koma þeim i hvínandi kastþröng. Nú ætti staðan að vera þessi: SpíI eftir Friðrik Dungal sjálfsögðu ekki hreyfa tigulinn og lætur því spaða. Við trompum aftur og látum iítið hjarta. Kóngurinn kemur siglandi frá vestur og hann er tekinn með ás. Spaða ás spilað og við köstum Iitl- um tígli. Vestur hefir sennilega sagt þrjá spaða á sjö lit. Við vitum að hann átti tvö lauf og tvö hjörtu. Því getur hann aðeins átt tvo tígla. Við tökum á tígul ásinn og spilum síðan trompi, öllum nema einu. NÚ er staðan þessi: s - H 7-6 S Á-5-2 H - T - L 5-3 S D-6-4 S 10-9-7 H - H - T - T - L D-G L 8-6 S K-G-8 H 8 T - L K S D-G-10 H - T 9 L - K-5 S - H 9-8 T D-10 L - G G-8 G Nú tökum við á laufagosann og köstum tígulfimminu úr borði. Austur er í vandræðum. Hann má ekkert missa. Vilji hann halda hjartanu þá þvingast hann til þess að kasta tígli. Þá tökum við á tígul kong og nú fellur drottningin. Hjartagosi er innkoma og tígul- gosinn á síðasta slag. Hér er svo hin æfingin Á-5-2 D-9-4-3 9-6-5 5-3-2 K-G-8 K-G-10-8-6-5 G-3 Á-K Nú tökum við á tromp áttuna. Vestur vill ekki gefa frá spaða drottningunni og því lætur hann lauf. Borðið lætur lítinn spaða til þess að halda laufinu. Austur vill passa laufið og því verður hann að kasta spaða. Þá kemur spaða gosi. Vestur verður að láta drottn- inguna sem borðið tekur með ás og þá fellur nía austurs. Meiri spaði. Tíuna tökum við á kónginn og áttan fær síðasta slag! Það gerðist í amerískum spila- klúbb. Kunnur spilamaður var að spila þrjú grönd. Andstæðingur hans var klerkur, klæddur svört- um fötum með hvítum flibba. Þess utan var maðurinn afar hátíðlegur á svipinn. Spilin voru frekar léleg. Laufað var Á-D-10-X-X og þar urðu fimm slagir að skila sér. Þegar blindur kom upp á borðið átti hann K-G- X, svo að spilið vannst. Klerki fannst sögnin all frekjuleg og hann bætti því við, að hefði borð- ið ekki átt þessi lauf og þau ekki legið þrjú/þrjú hjá and- stæðingunum, þá hefði sögnin farið tvo niður. Því væri ósann- gjarnt að svona óforskammaðar sagnir kæmust óstraffaðar heim. En spilarinn svaraði afar rólega: „Minn kæri klerkur. Guð vildi hafa þetta svona“. 19 4 harðsoðin egg 4 msk sýrður rjómi u,þ.b. lVz msk þurrkað dill salt og pipar Kælið harðsoðin eggin, fjarlægið skurnina utan af þeim, skerið þau í tvennt og takið úr þeim rauð- urnar með teskeið og setjið i skál. Hrærið dilli og sýrðum rjóma saman við rauðurnar og kryddið frekar með salti og nýmöluðum pipar. Komið blöndurini fyrir i eggjahvítuhelmingunum og stráið e.t.v. ögn meira dilli ofan á. Berið fram vel kalt. Lúða í bananahægindi Einstaklega gómsætur og óvenjulegur fiskréttur handa fjórum EINING UM ÚTHREINSUN — frá Iðrun til yfirbótar Nú fara páskar í hönd, upprisuhátíð Krists. Mis- jafnt munu menn hafast að þá daga sem hún stend- ur yfir. Sumir munu minnast á viðeigandi hátt guðslambsins sem.bar synd heimsins, dó svo aðrir mættu lifa; aðrir munu birgja sig upp að mat og drykk eins og fyrir umsátur (í lúterskum löndum þykir við hæfi að hafa „lok lok og læs og allt í stáli" á trúarhátíðum), kýla vömbina á hefð- bundnu páskalambi og — eggjum, detta í það með klassísku sniði að kvöldi annars páskadags — og rísa að sínu ieyti aftur upp frá dauðum með litlum glæsibrag morguninneftir; enn eru þeir (þ. á m. ég) eftir Jóhönnu Sveinsdóttur sem hlakka nú yfir ölium aukaverkefnunum sem þeir loksins geta sinnt í frii frá vanastörfum. En samnefnari alls þessa er dagamunur á einn eða annan veg. Hvernig væri að taka skírdaginn bókstaflega? Upprunalegt tilefni hans er náttúrulega að heiðra minningu þess er Jesús innsetti hina heilögu kvöld- máltíð og þó fætur lærisveinanna eftir að hafa etið með þeim páskalambið. En fljótlega taldi kristnum mönnum tilhlýðilegt að nota þennan dag undir sál- arhreinsun, dag iðrunar og yfirbótar, enda merkir lýsingarorðið skir, hreinn. Þarft væri að stofna enn einn framboðsflokkinn naflaskoðunarflokk undir heitinu Einingarsamtök um úthreinsun með slag- orðið frá iðrun til yfirbótar. Skírdagur er upplagður stofnunardagur slíks flokks. Heiti dagsins á latínu er dies viridium, sem útleggst dagur hinna grænu, ungu eða blómstr- andi. í yfirfærðri merkingu þýðir það þá sem hafa hlotið aflausn fyrir sanna iðrun og eru sem nýút- sprungnir. Sannlega, sannlega segi ég yður: iðrist og springið út! Þar sem þetta á að heita matarpistill er ekki úr vegi að minnast á viðrekstragrautinn sem menn höfðu áður fyrir sið að gæða sér á í föstulok. Um það efni gef ég margtilvitnuðum Árna Björnssyni orðið: Eftir siðbreytinguna þurfti ekki lengur að halda eins við sig í mat og áður, og var þájafnvel höfð svqlítil útafbreytni á skírdag. Heimildir eru um það frá 18. og 19. öld, að hnausþykkur rauðseyddur mjólkurgrautur vceri hér víða skammtaður á skír- dagsmorgun, áðuren mennfóru til kirkju. Enslík- ur grautur sýnist lengi hafa þótt mesta lostæti hér á landi, og er hans ósjaldan getið sem sérstaks há- tíðaréttar. Hitt er svo annað mál, að grautur þessi þótti aukasvo vind, að ekki hefði allténd veriðþef- gott í kirkjunum á skírdag. (Saga daganna, bls 44) Semsagt: tilvalið fyrir meðlimi tilvonandi sam- taka að snæða með viðhöfn graut þennan á stofn- unardaginn til að fiýta fyrir úthreinsuninni. Þá er ekki eftir neinu að bíða með að vinda sér að þefgóðum páskamat. Margir gæða sér væntan- lega á lambakjöti einhvern tíma yfir páskana. Það er mjög svo við hæfi þar sem jafnvel löngu fyrir ( daga kristninnar, meðan Hebrear voru enn hirð- ingjar, fögnuðu þeir fæðingu fyrstu lambanna með einsjconar vorblóti, páskahátíð. Þá átu þeir páska- lambið með viðhöfn eins og Jesús síðar með læri- sveinum sínum. — En þar sem ég er í kjötbindindi ætla ég samt ekki að setja lambakjöt á páskamat- seðilinn, heldur hljóðar hann uþp á fyllt egg í for- rétt, lúðu i bananahægindi í aðalrétt og jógúrtköku í eftirrétt. Verði ykkur að góðu! Fyllt páskaegg Laufléttur páskalegur forréttur handa fjórum. 3 dl af nýju franskbrauði, skornu i teninga 1 egg, hrært saman við 2 msk af mjólk 1 tsk salt og Vz tsk af hvítum pipar 4 smálúðusneiðar 3 msk sólblómaolía 2 msk smjör 1 dl möndluflögur 3 msk púðursykur 1 msk sítrónusafi 4 litlir bananar, afhýddir og skornir langsum i tvennt 1. Komið brauðteningunum fyrir á djúpum diski og eggjahrærunni á öðrum. Veltið fiskstykkjun- um fyrst upp úr eggjahrærunni og síðan upp úr brauðteningunum þar til þau eru alþakin og leggið þau síðan til hliðar. 2. Hitið olíuna á miðlungsheitri hellu á stórri pönnu. Steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Takið pönnuna af hellunni og færið fiskinn yfir á stórt heitt fat og setjið annað hvort lok yfir hann eða stingið fatinu inn i volgan ofn svo hann kólni ekki á meðan þið hafið til með- lætið. 3. Hreinsið pönnuna með eldhúspappír, setjið hana aftur á miðlungsheita hellu og bræðið á henni smjörið. Steikið möndluflögurnar upp úr smjörinu í u.þ.b. 3 mínútur og hrærið í á meðan. Setjið þá saman við þær sykur, sítrónusafa og banana og látið malla í 3 mínútur til viðbótar og snúið bönunum við þegar sá tími er hálfnaður. 4. Komið nú bönunum og sósunni fyrir í kringum fiskstykkin á fatinu og berið fram ásamt soðn- um kartöflum og e.t.v. soðnu blómkáli. Jógúrtkaka Fljótleg kaka og látlaus, með frískandi sítrónu- bragði. Hún stendur fyllilega fyrir sinu ein og sér, það má e.t.v. strá yfir hana ögn af flórsykri, fremur til skrauts en bragðbætis. Til hátíðabrigða má hugsa sér að sporðrenna henni með bananasneið- um og sletfu af sýrðum rjóma eða þeyttum; einnig má náttúrtega stappa bananana saman við rjóm- ann. 1 dl smjör eða smjörlíki lVz dl sykur (gjarnan hrásykur) 2egg 2 tsk rifinn sítrónubörkur 2 di hrein jógúrt 4 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 1. Hrærið smjörið í stórri skál (með handafii eða í hrærivél) þar til það er orðið vel lint. Hrærið síð- an eggjunum vel saman við, þá sítrónuberki og jógúrt. Að lokum er hveitir sigtað og hrært út i ásamt lyftidufti. 2. Setjið deigið í smurt kringlótt form, 20 cm á breidd, og bakið við 170 gr. hitaí u.þ.b. 35 mín- útur. Leyfið kökunni að kólna í forminu í 5 mín- útur, hvolfið henni á kökudisk og berið fram. Kakan bragðast best volg. Nú er ei glatt f bálsins sál... Talandi um iðrun og úthreinsun minnist ég óneit- anlega þegar mér fannst ég í fyrsta skipti hafa gerst verulega brotleg við Guð og menn. „Syndina“ til- greini ég ekki, en þá var ég sextán ára. En hjarta mitt var bljúgt, ég settist niður^og reyndi að yrkja iðrunarsálm. Erindin urðu aldrei fleiri en eitt og það hljóðar svo: Nú er ei glatt í bálsins sál í botninn drukkin tá/sins skál. Nú erfeigur fársins dári erfylgdi á eftir sársins tári. Leirburður að sönnu, en beint frá hjartanu; syngist undir laginu Vist ertu Jesús kóngur klár. Vonandi kemur þetta ykkur í tilhlýðilegár iðrunar- stellingar fyrir skírdag... Gleðilega páska!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.