Helgarpósturinn - 19.01.1984, Side 6

Helgarpósturinn - 19.01.1984, Side 6
INNLEND YFIRSYN Frekari grisjun á þorskstofninum er algjörlega óverjandi, segir fiskifræöingur- inn Jakob Jakobs- son. — Skiljum ekki túlkun Hafrannsókna stofnunarinnar á stööu stofnsins, segir líffræðingurinn Jón Gunnar Ottósson. Nýtt þorskastríd! Það er verið að rífast um þorskinn þessa dagana. Dr. Jón Gunnar Ottósson líffræðingur hef- ur við annan mann, kollega sinn Sigurð Snorrason, farið í gegnum og rannsakað þau gögn sem Hafrannsóknastofnunin hefur byggt allar sínar misdökku skýrslur á í gegn- um tíðina. Helsta niðurstaða líffræðinganna er sú að ekkert samband sé á milli stærðar hrygningarstofnsins og þess afkomenda- fjölda sem hann skilar. Þess vegna spyrja þeir forráðamenn Hafrannsóknastofnunar- innar: Hvernig geta þeir gefið sér þá for- sendu fyrir takmörkun veiða að hún komi hrygningarstofninum upp í svo og svo mörg tonn til að viðhald stofnsins sé tryggt. Áfram halda þeir: „Af vistfræðilegum ástæðum er útilokað að ætla sér að búa til þorskstofn sem gefur af sér jafna veiði ár eft- ir ár. Þessvegna er fráleitt að tala um að koma upp ákveðið stórum hrygningarstofni til að tryggja slíkt, eins og Hafrannsókna- stofnunin vill bersýnilega reyna með þess- um friðunaraðgerðum sínum. Viðgangur þorskstofnsins og vöxtur hvers einstaklings innan hans fer nær einvörðungu eftir ástandi sjávar hverju sinni; ætisframboði, hitastigi sjávar og fleiri vistfræðilegum þátt- um. Dæmin frá 1973 og 1976 sanna þetta, en þá kom vorið snemma og var hlýtt og lífs- skilyrðin í sjónum þannig betri en oft áður. Frá þessum árum eru tveir sterkustu árgang- ar þorskstofnsins sem vitað er um hér við land. Það köllum við ekki tilviljun.” Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur tek- ið undir þetta sjónarmið líffræðinganna og bendir ennfremur á: „Það er sannað að grisj- un fiskstofna í vötnum hefur aukið vaxtar- hraða þeirra einstalinga sem eftir lifa. Þegar friðun smáfisks hófst 1977 var séð fyrir að fleiri yrðu um fæðuna en fyrr, enda kom í ljós að friðaði stofninn minnkaði um fjögur prósent á ári upp frá því. Hann varð einfald- lega of stór til að allir hefðu nóg til síns munns ogþessvegna dró úr vexti hvers ein- staklings. I ljósi þessa finnst mér dæmið um friðun smáfisks ekki ganga upp. Ég er þó ekki að mæla með því að rífa upp smáfisk- inn, heldur eðlilegri og nauðsynlegri grisjun. Við eigum að veiða smáfiskinn til að tryggja eftirlifendum eðlilegan vöxt.“ Dr. Jakob Jakobsson.fiskifræðingur og að- stoðarforstöðumaður Hafrannsóknastofn- unarinnar, svarar fyrir starfsaðferðir henn- ar: „Það er rétt að hingað komu til okkar tveir líffræðingar og fengu að skoða plöggin okkar. Þeir hrósuðu sér af því að hafa fund- ið einhvern Stórasannleik út úr gögnunum á einni viku, en hér er um gríðarlega viða- mikil plögg að ræða sem áralöng vinna ligg- ur að baki. Það kom líka á daginn að þeir misskildu margt i gögnunum. Síðan geystust þeir fram í fjölmiðla með það sem þeir héldu stórkostlegar uppgvötvanir, en við getum ekki annað en brosað að þessu því hlutirnir sem þeir benda á hafa verið á okkar vitorði árum saman. Það er ekkert nýtt í þessu hjá þeim og reyndar hjákátlegt að blaðamenn skuli hafa gleypt við þessu. Á þetta mál verður að líta í mun víðara samhengi en Jón gerir. Það er rétt hjá hon- um að meðallag tiltekinna árganga hefur minnkað frá 1977, en á því geta bara verið margar aðrar skýringar en hugsanlegur fæðuskortur einn og sér. Veigamest er þó líklega sú að fiskar úr sama árgangi vaxa mishratt. Við venjulegar aðstæður veiðist j meira af hraðvaxta fiski en þeim er hægar vex, því sá fyrrnefndi kemur fyrr inn í veið- ar. Þetta breytist hinsvegar ef sóknin eykst því að hægvaxta fiskur veiðist þá í auknum mæli. Við slíkar aðstæður lækkar meðal- lengd hvers árgangs. Ef þetta gerist er aug- ljóst að auknar veiðar á smáfiski væru álíka gáfulegar og að skvetta olíu á eld sem ætti að slökkva." Þú ert með þessu að segja að árangur af .„eðlilegri grisjun smáfisksins" yrði enginn rng beinlínis stórháskaleg iðja? „Alveg rétt. Frekari grisjun en nú er stund- uð á miðunum er gjörsamlega óverjandi. Það yrði hættuleg aðför að lífskjörum okkar.“ Dr. Jón Gunnar segir í ljósi þess sem Jakob nefnir um rannsóknir þeirra hér að framan: „Svo ég nefni aðeins aðalatriðið, þá skoðuð- um við tölur Hafrannsóknastofnunarinnar um afla og stofnstærðir vandlega, en á þeim byggir hún skýrslur sínar um fiskveiðistefn- una. Að þeirri rannsókn lokinni var ljóst að eftir Sigmund Erni Rúnarsson túlkun stofnunarinnar á staðreyndum gagn- anna er allt önnur en okkar. Við getum eng- an veginn fengið skilið hvernig stofnunin fær markað þá stefnu sem hún ákveður út frá þeim tölfræðilegu staðreyndum sem hún býr yfir. Við höfum hvorki hrósað okkur né fullyrt nokkuð í þessu efni. Það sem við höf- um gert er að spyrja forráðamenn stofnunar- innar um líffræðilegar forsendur fyrir túlkun þeirra á því sem fram kemur í gögnunum. Það sem vakti síðan athygli var að þessir menn gátu ekki svarað þessum spurningum okkar á fullnægjandi hátt. Nú hafa þeir hins- vegar setið stífir við skrifborðin sín í þrjá daga til að reyna að semja svarið sitt.“ „Æ, þessir menn hafa ekkert lært,“ svarar Jakob Jakobsson. „Sko, á undanförnum þremur árum hefur hrygningarstofninn far- ið ört minnkandi. Hann er núna minni en nokkru sinni fyrr. Tillaga okkar og túlkun á fyrirliggjandi gögnum miðaðist í ár ein- göngu við það að stöðva þessa þróun. Það er vegna þess að við óttumst að með ört vax- andi hrygningarstofni geti komið til svokall- aðui viðkomubrestur í þorskstofninum. Ef slíkt gerist, hrynur þörskstofninn á örfáum árum og nokkurra ára þorskveiðibann yrði óhjákvæmileg afleiðing. Þessvegna viljum við byggja þorskstofninn upp að nýju.“ Um allan málflutning líffræðinganna hefur Jakob að öðru leyti að segja: „Mér finnst það helvíti hart að þessir menn séu að „upplýsa" þjóðina um það að meira veiðist úr stórum árgangi en nýjum. Af því segjast þeir draga þá ályktun að stærð árgangs ráðist á fyrstu 1 vikum eða árum á æviskeiði þorsksins. Þetta er eldgömul lumma og var mér kennd fyrir þrjátíu árum sem eðlilegt var, því að norski fiskifræðingurinn Johan Hjort hafði orðið víðfrægur fyrjr þessa kenningu um aldamót- in. Þetta taka íslendingar sem einhverja nýja vitneskju árið 1984. Annað í málflutningi þessara líffræðinga er á þessum nótum," segir Jakob í lokin. ERLEND YFIRSÝN Averell Harriman: „Reagan er kominn vel á veg aö eyði- leggja allt sem forset- arnir á undan hon- um, allt frá Eisen- hower, hafa byggt upp í því skyni að bægja frá hættunni á kjarnorkustríði“ Helmut Schmidt á ráðstefnunni í Brííssel um ósætti Altantshafsrlkja. Reagan engist í sjálfskaparvítinu Ráðið til að losna úr ógöngunum er að for- setinn lýsi yfir að sigur sé unninn og kalli herinn burt, sagði George Aiken, forsjáll og tæpitungulaus öldungadeildarmaður frá Nýja-Englandi, þegar Lyndon Johnson var að sökkva Bandaríkjunum í kviksyndið í Víetnam, en var ekki enn kominn upp í háls. í varnarræðu á mánudaginn fyrir frammi- stöðu sína í alþjóðamálum, reyndi Ronald Reagan að beita sama bragði. Uppistaðan í máli hans var sú staðhæfing, að vegna þess að bandarísk vígbúnaðaráætlun sé komin á rekspöl fyrir sitt frumkvæði, gerist nú frið- vænlegt í heiminum og því einstakt tækifæri til að friðmælast við Sovétstjórnina. Tilgangur Bandaríkjaforseta með þessum stakkaskiptum er að skapa þægilegt and- rúmsloft fyrir væntanlega yfirlýsingu um að hann sækist eftir endurkjöri. Skoðanakann- anir hafa leitt í Ijós, að Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af að viðræður við Sovétríkin eru strandaðar og kenna Reagan um. Horfur eru á að frammistaðan í utanríkismálum verði veikasti bletturinn á kosningabaráttu hans. En Reagan hefur ekki eins frjálsar hendur og Johnson á sínum tíma, hefði hann haft vit til að þiggja ráð Aikens öldungadeildar- manns. Það er undir sovétstjórninni komið, hvort Bandaríkjaforseta tekst að gera síð- búinn friðarboðskap sinn sannfærandi, og hún fer ekki að hlaupa til að hjálpa Reagan að losna úr því sjálfskaparvíti, sem hann hef- ur búið sér. Þversögnin í málflutningi Reagans var undirstrikuð, þegar hann valdi daginn eftir friðarræðuna til að taka upp þráðinn frá stjörnustríðsræðu sinni frá því í mars í fyrra. Á þriðjudag kunngerði hann þá ákvörðun að biðja þingið um fyrstu fjárveitingu til rann- sókna á smíði geislavopna og eindavopna til að skjóta niður utan úr geimnum eldflaugar á flugi og könnunarhnetti á braut. Slík vopn myndu veita því risaveldinu sem þau eign- aðist yfirburði í vopnabúnaði, og á þeim sviðum vísinda og tækni sem varða geisla- vopn og eindavopn eru Vesturveldin langt á undan Sovétríkjunum. Á móti kemur, að alls óvíst er um árangur af rannsóknum, sem Reagan vill hefja, og niðurstaða í því efni fæst trúlega ekki fyrr en á næstu öld. En fyrir liggur að sovétstjórnin hlýtur að álíta á- kvörðun Reagans um að stefna að stjörnu- stríðsgetu enn eina tilraun til að afla Banda- ríkjunum úrslitayfirburða í kjarnorkustríði, og það því fremur sem slíkur vopnabúnaður bryti á bág við þrjá ef ekki fjóra sáttmála risaveldanna um hömlur á kjarnorkuvopna- búnaði og hernaði í geimnum. Averell Harriman, sem hófst til áhrifa í bandarískum stjórnmálum á dögum F.D.R. Roosevelts, og varð til þess á sjöunda tug aldarinnar að koma á fyrsta samningi risa- veldanna um að leggja á sig hömlur í kjarn- orkuvopnakapphlaupinu, hefur á tíræðis- aldri tekið sig til að skrifa tvær greinar i New York Times til að segja forseta sínum til syndanna. Harriman kveðst hafa þagað eins lengi og hann taldi sér fært, en eftir viðræðu- slit við Sovétríkin á öllum sviðum sem varða takmörkun og skerðingu vígbúnaðar geti hann ekki lengur orða bundist. Hann sakar Reagan um að vera kominn vel á veg að eyðileggja allt sem forsetarnir á undan hon- um, allt frá Eisenhower, hafa byggt upp í því skyni að bægja frá hættunni á kjarnorku- stríði. Þar með sé í ljós leitt, að núverandi stjórn í Washington ráði ekki við það verk- efni sem brýnast sé, jafnt í þágu Bandaríkj- anna og alls mannkyns. Og meginsökina ber að dómi Harrimans Ronald Reagan. Það er vanþekking, vígbúnaðarfýsn og ábyrgðar- laust gaspur forsetans um afdrifaríkustu efni, sem veldur mestu um hvernig komið er. Þessa niðurstöðu rökstyður Harriman svo rækilega af mikilli þekkingu á flækjum kjarnorkuvopnakapphlaupsins og tilrauna' til að hefta það með samningum. Stefna Reagans hefur rekið fleyg milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Atlantshafsbandalaginu. Þetta kom berlega í ljós á ráðstefnu sem rannsóknarstofnun í al- þjóðamálum við Georgetown háskóla í Washington efndi til í síðustu viku í Brússel, þar sem aðaistöðvar bandalagsins eru. Stjórnendur stofnunarinnar eru kunnir að stuðningi við stefnu Reagans, og til fundar- ins í Brússel buðu þeir stjórnmálamönnum, herfræðingum og leiðtogum í atvinnulífi. Niðurstöðu umræðnanna dró Jean Francois- Poncet, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, saman á þessa leið: „Allir vitum við að yfirskriftin hefði í rauninni átt að vera: „Osamkomulag Atlantshafsríkja," og guð veit að við fengum að finna fyrir því.“ Hörðustu brýnuna. í Brússel háðu þeir Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Schmidt, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands. Schmidt sakaði banda- rískar ríkisstjórnir um hringlandahátt gagn- vart Sovétríkjunum, þar sem hins vegar mis- munandi ríkisstjórnir í Bretlandi, Frakklandi og Vestur-Þýskalandi fylgdu skýrt markaðri langtíma stefnu. Enn alvarlegri en ágrein- eftir Mognús Torfa Ólafsson ingurinn um afstöðuna til Sovétríkjanna eru þó að dómi Schmidts afleiðingarnar af „eigingjarnri efnahagsstefnu" stjórnarinnar í Washington. „Efnahagsöngþveitið sem nú ríkir veldur samheldni og pólitískum stöðug- leika í bandalaginu, sem stendur, meiri háska en ógnunin frá Sovétríkjunum," sagði Helmut Schmidt. Leo Tindemans, utanríkisráðherra Belgíu, lagði til á ráðstefnunni í Brússel, að reynt yrði að samræma viðhorf og áform Atlants- hafsbandalagsríkja gagnvart ríkjum Varsjár- bandalagsins á svipaðan hátt og gert var undir forustu landa hans André Harmels árið 1967. Efnahagslegir árekstrar Bandaríkjanna annars vegar og ríkja Vestur-Evrópu hins- vegar hrannast nú upp. Efnahagsbandalagið hefur boðað að 1. mars gangi í gildi víðtæk gjaldtaka af bandarískum innflutningi til bandalagsríkja, til að gjalda líku líkt fyrir hömlur sem Reagan setti á innflutning stáls frá Evrópu til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Frakklands, Jacques Delors, hefur lagt til að refsigjald verði lagt á fjármagnsflutninga frá Evrópuríkjum til Bandaríkjanna, geri Bandaríkjastjórn ekki fullnægjandi ráðstafanir til að hefta hækkun á gengi dollarans. Loks hefur Efnahags- og framfarastofn- unin í París kveðið upp þa.nn dóm í nýút- kominni skýrslu, að efnahagsstefna Banda- ríkjastjórnar sé stórháskaleg, bæði fyrir Bandaríkin sjálf og umheiminn. Meðan Bandaríkjastjórn sogi til sín með háum vöxt- um fjármagn frá öðrum löndum til að standa undir methalla á ríkissjóði í Washington, sé engin von til að um geti orðið að ræða efna- hagsbata til frambúðar. Tækifærin blasa því við sovétstjórninni, að nota sér afleiðingarnar af stjórnarathöfn- um Ronalds Reagans. LEIÐRÉTTING Prentvilla gerði fyrstu setningu síðasta pistils að endileysu. Þar sem standa átti „Langæasta samsteypustjórn í lýðræðisríki riðar til falls" stóð „Langstærsta sam- steypustjórn" o.s.frv. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.